Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ Sannkallaðir glæsitónleikar Morgunblaðið/Kristinn Jenö Jando við píanóið. TÓIMI.IST lláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Kodály, Liszt, og Bartók. Einleikari: Jenö Jando. Stjórnandi: En Shao. Fimmtudagurinn 22. janúar, 1998. ÞETTA voru sannkallaðir ungverskir tón- leikar, hvað snertir efnisval og einleikara og hófust tónleikarnir á Dönsum frá Galanta, eftir Kodály, þar sem leikið er með margvísleg ein- kenni ungverskra þjóðlaga á meistarlegan máta. En Shao er frábær stjórnandi og magn- aði upp hjá hljómsveitinni mjög góðan leik og skemmtilegar útfærslur á alls konar hraða- breytingum. Nokkrir félagarnir í hljómsveit- inni áttu sérlega fallega leiknar stófur, m.a. Einar Jóhannesson. Tvö næstu viðfangsefni eru eftir Franz Liszt, sem talinn er vera fæddur Ungverji, þó nokkuð sé óvíst um slíkt. Hann samdi í raun að- eins tvo píanókonserta, sem er sérkennilegt, þegar það er haft í huga, að hann var einn mesti pínanóleikari sögunnar. Liszt fæddist 1811 og hann er alinn upp í niðurlagi klassíska tímans, þar sem rómantíkin var að verða til sem liststefna og það kom meðal annars í hlut Liszts, að móta tónmál þessa tímabils og munu fáir hafa haft eins mikil áhrif á þróun hljóm- fræði og hann, enda eru verk hans að miklu leyti byggð upp sem hljóðfræðilegar skreyting- ar, þar sem hver leikútfærslan rekur aðra. Konsertarnir eru glæsiverk mikil, sem Jenö Jando náði svo sannarlega að útfæra af glæsi- brag, sérstaklega seinni konsertinn, sem ofinn er saman úr meiri andstæðum en sá fyrri. Þar fer ekki á milli mála, að Jenö Jando er mikill tekniker og hljómsveitin undir stjórn En Shao var á köflum nokk- uð góð. Auk þess að hafa mikil áhrif á þróun hljómfræði og tónsmíði var Liszt einn af skapendum hinnar rómantísku hljómsveitar og mátti heyra mörg skemmtileg tilþrif, sem hljómsveitin leysti nokkuð vel af hendi og ber sérstak- lega að nefna sellóeinleik í seinni konsert- inum, er var mjög fallega mótaður af Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Lokaverk tónleikanna var balletsvítan „Mandaríninn yfirnáttúrulegi“ eftir Béla Bartók. Þetta sérstæða verk er eitt af meginhljómsveitarverkum 20. aldarinnar og stendur nærri ballettunum eftir Stra- vinskíj og minnir margt í Mandarínanum á tón- mál og hljómsveitarrithátt hins síðarnefnda. Hljómsveitin undir stjóm En Shao lék verkið sérlega vel og aftur átti Einar Jóhannesson fal- legan einleik, ásamt öðrum félögum sínum. Þetta voru sannkallaðir glæsitónleikar og bar þar hæst leik Jenö Jando og flutning hljómsveitarinnar á meistaraverki Bartóks. Jón Ásgeirsson Tónleikar með verkum Arvos Parts KAMMERSVEIT Reyjkjavíkur. KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur 1. febrúar tónleika í Lang- holtskirkju, sem helgaðir eru verk- um eistneska tónskáldsins Arvos Párts. Stjómandi á tónleikunum verður Andreas Peer Káhler. Hann er aðalstjórnandi kammer- sveitarinnar Unter den Linden í Beriín og hefur unnið mikið fyrir Arvo Párt, sem verð- ur viðstaddur tónleikana. Arvo Párt, sem býr nú í Arvo Part Berlín, er eitt þekktasta tón- skáld nútímans, þótt verk hans hafi ekki oft heyrst á tónleikum hér á landi segir í kynningu. Verkin, sem leikin og sungin verða, em frá síð- asta tímabili í tónsköpun hans eða samin eftir 1976. Þau byggjast á þríhljómum og tónstigum sem eru mjög einkennandi fyrir tónlist Párts, nk. bjölluhljómur. Þennan stíl kallar hann sjálfur Tintinna- buli-stíl (lat. tintinnabuli = bjöll- ur). Verk Párts era hæglát og hljómfögur leit kyrrðar og kær- leika. Flest verka hans era trúar- legs eðlis, bæði þau sem byggjast á texta og þau sem era eingöngu skrifuð fyrir hljóðfæri. Fjögur verk verða flutt: Frates fyrir fiðlu, strengjasveit og slag- verk; Es sang vor langen Jahren fyrir altrödd, fiðlu og víólu; Tri- sagion fyrir strengjasveit; Te De- um fyrir kóra, píanó, segulband (vindhörpu) og strengjasveit. Einleikari á fiðlu verður Rut Ingólfsdóttir og einsöngvari Alina Dubik. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn syngja með kammersveitinni verk- ið Te Deum og er Þorgerður Ing- ólfsdóttir kórstjóri. Með þessum tónleikum heldur kórinn hátíðlegt 30 ára afmæli sitt. Forsala að- göngumiða verður í Máli og menn- ingu, Laugavegi 18. Hughes rýfur áratugaþögn um Plath Rapp-ljóð- skáld ráðið til BBC London. The Daily Telegraph. TÆPLEGA fimmtugur rappari verður fyrsta „hirðljóðskáld" breska ríkisútvarpsins, BBC. Rapparinn, John Agard, segir að ástæðan fyrir litlum áhuga almenn- ings á ljóðlist sé hvemig hún sé kynnt og vill hann að ljóðin verði kynnt í sem flestum þáttum út- varpsins. Agard hefur samið 26 ljóðabæk- ur fyrir börn og fullorðna. Hann leggur til að ljóð sem tengist garð- yrkju, verði flutt í garðyrkjuþátt- um og matarljóð í matreiðsluþátt- um. A þann hátt höfði ljóðið til fleira fólks og öðlist víðtækari merkingu. Það var Ljóðafélagið sem valdi Agard úr stóram hópi ljóðskálda og fær hann um 1,2 milljónir ísl. kr. fyrir hálfs árs vera hjá BBC. Er ráðning hans hluti af opinberu ljóðaverkefni sem um 54 milljón- um verður veitt til. Verða ljóð- skáld ráðin tímabundið til nokk- urra stórfyrirtækja, m.a. Marks og Spencer og dýragarðsins í London. FRÁ því að breska skáldkonan Sylvía Plath svipti sig lífi árið 1963, hefur eiginmaður hennar, lárviðarskáldið Ted Hughes, nær ekkert tjáö sig um dauða hennar eða samlíf þeirra. Því hefur útgáfa 88 Ijóða hans til Plath komið mönnum í opna skjöldu og þykir mikill fengur að þeim, að því er segir í Independent. Ljóðasafnið nefnis „Birthday Letters“ (Afmælis- bréf). Tilvist ljóðanna kemur ekki síður á óvart en á hvern hátt Hughes tjáir tilfinningar sínar. Samband Ijóðskáldanna hefur verið eitt hið þekktasta í breskri bókmenntasögu og mikið um það ritað og rætt, allt frá þeim degi sem Plath framdi sjálfs- morð frá tveimur ungum börn- um þeirra hjóna. Svívirðingar og reiðilestrar hafa dunið á Hughes, ekki síst frá bandarísk- um femínistum sem hafa kennt honum um dauða Plath. Er Hug- hes heimsótti breska háskóla á áttunda og níunda áratugnum voru ósjaldan gerð að honum hróp, hann kallaður morðingi og þaðau af verra. Hughes hefur ekki svarað þessari gagnrýni beint, hefur látið sér nægja að leiðrétta rangfærslur blaðamanna og ævi- sagnaritara án þess að bæta nokkru nýju við. Og það sama hefur gilt um fjölskyldu hans. Líklega átti enginn von á játn- ingum frá hendi Hughes, þær voru miklu fremur á sviði eigin- konunnar. Hann virtist ónæmur fyrir gagnrýni, fálátur og ósveigjanlegur, oft uppnefndur „Járnmaðurinn" eftir barnabók sinni. Nú kemur hann gagn- rýnendunum, sem sökuðu hann um tilfinningaskort að óvörum og dýpkar um leið skilning manna á Plath. Dregur upp mynd af tilfinningaheitri og líf- legri konu í stað hinnar lífiausu myndar af eiginkonu sem svipti sig lífi vegna þess að eiginmað- urinn yfirgaf hana fyrir aðra konu. í ljóðunum útskýrir hann fyr- ir Plath hvernig hlutirnir hefðu átt að ganga fyrir sig, hann rifjar upp fyrstu kynni þeirra og lýsir andliti hennar. Dregur upp mynd af konu sem er knúin sjálfseyðingarhvöt, fyrstu sjálfsmorðstilraunina gerði hún árið 1943 þegar hún var tvítug. Hann lýsir því hvernig það er að gera sér grein fyrir því að það að elska Plath var eins og að leggja út á úfið úthaf. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég var orðinn nauðsyn," seg- ir hann á einum stað. Og þótt ljóð hans um eiginkonuna út- skýri ekki hvers vegna hún kaus að enda líf sitt, og gefi ekki svar við því hvort skáldin hefðu getað lifað saman, þykja þau dýpka og auðga myndina af Plath. Fyrir það beri að þakka. Einleikstón- leikar í Hvera- g-erðiskirkju GUNNAR Kvaran selló- leikari heldur einleikstónleika, til styrktar flygilkaupasjóði Hveragerðis- kirkju, sunnu- daginn 25. janú- ar kl. 16.30. Á efnisskrá era m.a. tvær einleikssvítur eftir J.S. Bach. Aðgangseyrir er 1.000 kr. --------------- Franskt tónlistartímarit Sigrún Eð- valdsdóttir í fremstu röð SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari er í hópi þeirra hljóðfæraleikara í heiminum, sem búast má við að skari fram úr á komandi árum. Þetta er álit þeirra Frakka sem bezt þekkja til tónlistarheimsins, ef marka má Le monde de la musique, eitt helzta tónlistartíma- rit Frakklands. Undir yfirskriftinni ,AJdamóta- kynslóðin 2000“ birtist í þessu virta tímariti á dögunum úttekt á því hvaða tónlistarfólk af yngri kyn- slóðinni sérfræðingar blaðsins telja líklegast til afreka á næstu árum. Sigrún er talin í hópi efnilegustu fiðluleikaranna, ásamt fólki eins og Joshua Bell, Söruh Chang, Hilary Hahn, Maxim Vengerov og Vadim Repin, svo nokkur nöfn séu nefnd. I umfjölluninni er tekið fram að tónleikar Sigrúnar í New York í desember síðastliðnum hafi tekizt mjög vel. Frammistaða hennar þar hefur að minnsta kosti orðið til þess að vekja athygli hinna frönsku tónlistarspekinga. ------♦♦♦------ Gunnar Kvaran Nýjar bækur • STÚLKA. Ljóð eftir íslenskar konur er XI bindið í ritröðinni Is- lensk rit. Ritstjórar era Ásdís Egilsdóttir, dósent í íslenskum bókmenntum, og Helga Kress, prófessor í almennri bókmennta- fræði, báðar við Háskóla íslands. Stúlka er sýnisbók ljóða eftir 43 íslenskar skáldkonur frá tíma- bilinu 1876 þegar fyrsta ljóðabók- in eftir íslenska konu, Stúlka eftir Júlíönu Jónsdóttur, kemur út og fram til okkar daga. Helga Kress valdi ljóðin og ritar ítarlegan inn- gang þar sem hún fjallar um Ijóðagerð íslenskra kvenna frá upphafi fram til um það bil 1970 með sérstakri áherslu á stöðu þeirra í bókmenntasögu og bók- menntahefð, uppsprettu ljóðanna og viðtökur. í úrvalinu eru per- sónuleg ljóð fremur en þau sem fjalla um opinber málefni og reynast konurnar mjög mikið fjalla um sjálfan skáldskapar- vandann, það að vera kona og skáld, eins og segir í inngangi rit- stjóra. Bókinni fylgir bókarauki sem er Skáldkvennatal og tekur það til allra nafngreindra skáld- kvenna og ljóðabóka þeirra frá 1876 til 1995. Enn fremur er ljóð- um hvers skálds fylgt úr hlaði með stuttu æviágripi skáldsins þar sem einnig er bent á mikils- verð atriði ljóðagerð viðkomandi. Utgefandi er Bókmenntafræði- stofnun Háskóla íslands. Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur er 439 bls., innbundin. Verð kr. 4.980. Dreifíngu annast Háskólaútgáf- an og Bókmenntafræðistofnun Há- skóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.