Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 51 FÓLK í FRÉTTUM PYTHON saman á ný ÞAÐ eru orðin níu ár frá því leikar- arnir er gerðu garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Monty Python Flying Cireus komu saman síðast. Þeir hafa nú hins vegar tilkynnt að þeir hyggist troða upp á bandarísku gamanleikarahátíðinni, sem haldin verður í Aspen í Colorado í mars. Þeir John Cleese, Michael Palin, Eric Idle, Terry Jones og Terry Gilliam njóta Kvikmyn um Tiger Wood ►SJÓNVARPSSTÖÐIN Cable-Showtime er að iiefja tökur á sjónvarpskvikmynd um undrabarnið í golfmu, Tiger Woods, sem er aðeins 21 árs gainall en strax farinn að velgja helstu snillingunum rækilega undir uggum og rúmlega það. Hann er nefnilega efstur á heims- listanum um þessar mundir. Kvikmyndin á að heita því frumlega nafni „The Tiger Woods Story“ og leikstjóri er maður að nafni LeVar Burton, en hann hefur víða komið við, m.a. við leikstjórn þáttaraðarinnar „Roots“ (Kunta Kinte) og Star Trek. Ekki eru það frægir leikarar sem fara með aðalhlutverkin. Khalil Kain leikur sjálft undrið og Keith David og Frida Foh Sen leika foreldra Woods. Út- lit þeirra skiptir sköpum um hlutverkavalið því öll líkj- ast þau mjög því fólki sem þau eiga að leika. Leikstjórinn Burton segir mynd- ina vera sambland af ferilslýsingu Woods, hvernig honum hefur skotið upp á stjörnu- himininn á undraskömmum gífurlegi-a vinsælda í Bandaríkjun- um og hyggjast leika „eitt atriði eða tvö“ í Aspen. Síðast komu þeir saman árið 1989 við útfór sjötta félagans í hópnum, Graham Chapman. Michael Palin segir í viðtali við Daily Varíety að ekki sé útilokað að þeir komi saman á ný til að gera kvikmynd. „Ef við skemmtum okk- ur vel í Aspen er aldrei að vita nema við leggjum á ráðin um eitthvert framtíðai-verkefni, að öllum líkind- um kvikmynd," segir Palin. „Helsti vandi okkar er sá að við erum orðn- ir gamlir og hrumir og heyrnin er farin að gefa sig þó að við getum enn komist leiðar okkar hjálpar- laust.“ Var móðirin morðingi? Sjónvarpið ►23.45 Árið 1988 var kvikmyndagerð í miklum blóma í Astralíu. Hver leikstjór- inn, leikarinn og handritshöfund- urinn á fætur öðrum skutu upp kollinum og vöktu heimsathygli. Síðan lá leið þeirra flestra til Hollywood þar sem gengi þeirra hefur verið upp og ofan og jafn- vægi er komið í kvikmyndagerð andfætlinga voiTa að nýju. Einn leikstjóranna er Fred Schepisi, en Óp í myrkri (A Cry in the Dark, ‘88) er ein af hans bestu myndum. Sehepisi varð víðrægur fyrn- The Chant of Jimmy Black- smith (‘78), firnasterka mynd um árekstur hvítra og frumbyggja á síðustu öld með skelfilegum af- leiðingum. Hún er enn besta mynd leikstjórans. Óp í myrkri gefur henni ekki mikið efth-. Hún er byggð á hörmulegu máli frá síðasta áratug. Aðalpersónan er húsmóðirin Lindy Chamberlain (Meryl Streep) sem var ásökuð um að hafa drepið litla dóttir sína þegar fjölskyldan var í útilegu. Síðar þótti fullsannað að barnið MONTY Python hópurinn eins og hann leit út árið 1969 þegar þeir fé- lagar komu fram í fyrsta skipti saman. tíma, og einnig baráttu hans gegn kynþáttafordómum, en faðir hans er svartur og móðir- in af asísku bergi brotin. Sag- an byggir á bók íþróttafrétta- mannsins John Strege sem rit- að hefur um feril Woods. \ SÓLARKAFFI ÍSFIRÐINQA Mikiá úrvöl af fðllegum rúmfatnaái Skdlavortuttig 21 Sími55l 4050 Reykimik. ísfirðingafélagið í Reykjavík gengst fyrir sínu árlega SÓLARKAFFI föstudagskvöldið 23. janúar nk., á HÓTEL ÍSLAHDI. Húsið opnað kl. 20.00 en kl. 20.30 hefst hefðbundin hátíðar- og skemmtidagskrá með rjúkandi heitu kaffi og rjómapönnukökum að ísfirskum sið. Almennur dansleikur til kl. 3 e.m. Aðgangseyrir er kr. 1.950 en kr. 2.350 m. fordrykk. Miða og borðapantanir í síma 533 1 100 frá kl. 13-17 eða við innganginn. Stjórnin. Greiðslukortaþjónusta hefði orðið villihundi (dingo) að bráð. Schepisi gerir myndina í heim- ildai-myndastíl, sem gerir hana enn áhrifaríkari. Leggur áherslu á múgsefjunina sem fjölmiðlar hleyptu af stað í landinu með því að ásaka Lindy um barnsmorðið. A tímabili voru þau Chamberlain- hjón hötuðustu manneskjur álf- unnar, ofan á hræðilegan bai'ns- missinn. Meryl Streep, það ótrú- lega kameljón, töfrar öi'vinglaða, dökkhærða, ástralska (jafnvel hreimurinn ósvikinn) húsmóður fram úr erminni fyrirhafnai’laust og kom sterklega til greina sem Óskarsverðlaunahafi það árið ★★★ FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖDVANNA Stöð 2 ►20.55 Sumar á strönd- inni (The Inkwell, ‘94) ★'A er lítt eftii-minnileg mynd um lífsreynslu 16 ára drengs á eyjunni Martha’s Vineyard (einn af leikvöllum Kenn- edyanna) undan strönd Massachu- setts á sjöunda áratugnum. Sýn ►21.00 Fyrirboðinn 4 (Omen IV: The Awakening, ‘91). Þegar hér er komið sögu er allur vindur úr þessari annars þokkalegu seríu sem byrjaði með sígildri hrollvekju. Nú er' dóttir auðmannshjónanna undan Andkristi. Var gerð fyrir sjónvarp. ★ Stöð 2 ►22.55 Mulholland-hæðir (Mulholland Falls, ‘96). Menn biðu spenntir eftir fyrstu mynd Nýsjá- lendingsins Lees Tamahori í Hollywood. Og urðu flestir fyrir vonbrigðum. Rraftinn sem auð- kenndi Eitt sinn stríðsmenn vantar. Alltof mikið er lagt upp úr töffara- legu útliti lögguhópsins hans Nicks Nolte, sem virðist una sér best í tískubúðum og á snyrtistofum milli þess sem þeir fást við ósköp venju- leg sakamál í Los Angeles. ★★ Sjónvarpið ►23,45 Óp í myrkri (A Cry in the Dark, ‘88) Sjá umfjöll- un í ramma. 25 ný lög með Hutchence? UM ÞRIR mánuðh’ eru liðnir síðan ástralski rokksöngvarinn Michael Hutchence fannst látinn á hótelher- bergi, hangandi nakinn í leðurbelti. Hann vai’ talinn hafa svipt sig lífi, en vinh’ og ættingjar hafa ekki getað komið sér saman um ástæður fyrir því að hann myndi fremja slíkan verknað. Félagai' hans í hljómsveitinni INXS hafa hins vegar ekki setið auð- um höndum. Þeir eru nú að vinna að sólóskífu með efni sem Hutchence hafði hljóðritað áður en hann skildi við. Martha Troup, ft'amkvæmda- stjóri INXS, sagði að unnið væri úr a.m.k. 25 upptökum og lofaði efnið góðu. Ekki er þó ljóst enn hvenær efnið verður gefið út. Sýn ►0.35 Mjór er mikils vísir. Dáðadrengir (All the Right Moves, ‘83) ber það ekki með sér að aðal- leikarinn, Trom Cruise, eigi eftir að verða matvinnungur í Hollywood, hvað þá ofurstjama. Lítt eftirminni- leg mynd um ungan og efnilegan skólastrák og ruðningshetju sem stefnir hátt. Stöð 2 ►0.45 Gildran (Trapped in Space, ‘95). Þessi sjónvarpsmynd fellur í svartholið, ekkert um hana að finna. I kynningu segir að hún fjalli um vandræði áhafnar geim- skips sem lendir í árekstri úti í geimnum. Stöð 2 ►2.15 í Myndbandahand- bókinni segjum við AI um l:Mar- tröð í Álmstræti 2 (A Nigtmare on Elm Street 2; Freddy’s Revenge, ‘85): „Fyrsta endurkoma Freddy fingralanga er tæknilega fullkomn- ari en fyi’sta myndin, brellurnar fleiri og líflegri.“ Spennuna vantar á kostnað tækninnar. Sæbjörn Valdimarsson Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík Þorrablót Hið árlega þorrablót sjálfstæðismanna í Reykjavík verður haldið í Valhöll á morgun, laugardaginn 24. janúar nk. Blótið hefst kl. 20, en húsið verður opnað kl. 19. Blótstjórn verður í höndum Árna Sigfússonar, borgarfixlltrúa og heiðursgestur verður Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður. Fjöldi skemmtiatriða, meðal annars flytur Ómar Ragnarsson gamanmál, Grettir Björnsson og félagar leika fyrir dansi, happdrætti o.fl. o.fl. Miðasala í Valhöll, sími 568 2900. Miðaverð kr. 2.500. Hittumst hress í góðra vina hópi. Þorrablótsnefndin. >-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.