Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ HEIMAEYJARGOSIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 23 hjá þeim sem voru úti í Eyjum var gaseitrun, sem þekkt er t.d. úr Heklugosum. Koltvísýringur sem myndast er einum og hálfum sinn- um eðlisþyngri en venjulegt and- rúmsloft og gat því leynst í lægðum og kjöllurum. Þegar komið var fram í febrúar mátti sjá útblástur bif- reiða liggja ofan á gasinu eins og þráð, en það var ósýnilegt og mönn- um tekinn vari fyrir að beygja sig niður úti. Var um tíma nokkurs kol- sýrings vart, sem fólki gat orðið illt af. 17. febrúar var augiýst hættu- svæði af þeim sökum. Eitt banaslys varð af þessu síðar í gosinu er mað- ur fór einn og óséður ofan í kjallara. En yfirleitt var auðvelt að varast þetta. Skelfíleg eyðilegging Eftir fyrstu vikuna var ástandið ekki gott. Mikill kraftur í hraun- rennslinu og það stefndi á höfnina. Jarðýtur voru settar til að hlaða upp varnargörðum. Eldfjallið varð myndarleg keila, en þá tók vestur- barmur gígsins að skríða með tug- um milljóna lesta af gosefnum í átt til bæjarins og hraunskriðan kaf- færði hús. Eftir að hrundi úr gíg- barminum 20. febrúar stóð upp úr hraunstraumnum um 70 m hár efn- ismassi og mátti sjá hvar hann sigldi í honum. Voru daglega fluttar frétth- af þessum svonefnda Flakk- ara, þar til hann á endanum stöðv- aðist skammt frá kælda hraunjaðr- inum í marslok. Annar minni hafði þá slegist í för. Þetta var allt hrikalegt á að horfa. Skelfileg eyðilegging blasti við og þegar komið var fram í mars æddi hraunflóð eftir heilum götum og sópaði húsunum af grunni á und- an sér. Minnisstæða nótt stóðum við og horfðum á gamla þriggja hæða Hótel Berg rugga framan í hraun- kantinum þar til það lét undan þrýstingnum og skall fram yfir bfl- skúrinn, sem Sigurður hótelhaldari hafði rétt nýlega farið inn í eftir jámbraut sonar síns og smeygt sér út um rifuna á hurðinni sem askan lagðist að. Þar held ég að maður hafi séð hurð skella næst hælum. Skammt frá voru menn í kappi að reyna að bjarga gömlum, dýrmæt- um vélum úr Vélskólanum. Gamla rafstöðvarhúsið gleyptu eldarnir og götuljósin slokknuðu. Ailt svart ut- an hvað eldarnir lýstu upp. 27. mars brann Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja og menn voru önnum kafnir við að flytja símstöðvarhúsið upp í Gagnfræðaskólann. Þessar myndir ber fyrir augu þegar gosdagar úti í Eyjum eru rifjaðir upp. Hraunið kælt með sjó I marsmánuði var fyrir alvöru hafín tilraun með sjókælingu, sem dr. Þorbjörn Sigurgeirsson og fleíri höfðu trú á. Snemma í mars var sprautað úr dæluskipum á hraunjaðarinn austur af hafnar- garðinum og margir töldu að tekist hefði að hnika til stefnu hraunsins, sem annars hefði runnið út í höfnina að austan. Ekki er undarlegt þótt þeim, sem horfðu á menn standandi með mjóa vatnsslöngu og pusa á 15- 20 m háan glóandi hraunvegg er seig áfram, sýndist þetta æði óraun- sætt. En aðferðin byggist á því að ná að kæla framhliðina úr 1.100 gráðum niður fyrir 700 gráður svo að hún storknaði og veitti fyrir- stöðu, sem hraunelfan svo hrannað- ist upp á bak við. í mánaðarlokin komu loks með flugvél 40 banda- rískar háþrýstidælur og slöngur, sem juku vatnskraftin um 50% og réðu úrslitum. 28. mars hljóðaði fréttin til Morgunblasins svo að nú stæðu fiskvinnsluhúsin ein á milli hraunsins og hafnarinnar. Hinn 31. mars stöðvaðist hraunstraumurinn loks þar sem hann gnæfði hátt og lá upp að horni ísfélagshússins og Fiskiðjunnar. Milli línanna í frétt- inni kl. 10 um kvöldið má lesa furðu þar sem segir að hraunveggurinn virðist raunverulega hafa verið stöðvaður, hafi myndað kaldan 15- 20 m háan varnarvegg sem hlaði glóandi hrauninu upp að baki. Eftir gos mátti sjá þennan háa stirðnaða hraunkant þar sem hann hafði kom- ið í sundið milli stóru fiskvinnslu- húsanna og þetta sýnilega undur Morgunblaðið/Sigurgeir A HRAUNSTRAUMURINN tekur húsin við Heima- götu, malar þau og grefur. -4 BARIST við eldana með sjókælingu. Ekki náð- ist að bjarga Hraðfrystistöð- inni en hraunveggur- inn var stöðvaður við hús- vegg Isfélagsins og Fiskiðjunnar. ▼ AUSTURBÆRINN að fara á kaf í byrjun mars. Morgunblaðið/Sigurgeir ▲ MEÐAN eldarnir grófu og gleyptu húsin reyndu björgunarmenn að bera út úr þeim húsum sem voru í mestri hættu. með hraunrennslinu og loks sendi al- mannavarnanefnd 3. júlí frá sér tilkynn- ingu um að gosvirkni í fellinu væri hætt. Gosið í Heimaey hafði þá staðið í 155 daga og myndað um ferkólómetra hraun á landi og 2,3 ferkflómetra í sjó, auk Eld- fellsins, sem að lokum reis þarna 220 metra hátt. mundi eflaust enn draga að ferðafólk á borð við píramídana, ef þessar minjar hefðu ekki verið hreinsaðar burt. Hvað um það, þetta var í fyrsta skipti sem hraunrennsli var stöðvað með vatni og vekur enn heimsathygli. Þarna urðu þáttaskil. Úr því fjaraði gosið smám saman út. Stöðugt var fylgst Morgunblaðið/Sigurgeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.