Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 36
i36 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Fölsk hlýja hláturheima EITT alvarlegasta þjóðfélagsmein síðari tíma er vaxandi eitur- lyfjaneysla ungs fólks. Nýlegar kannanir sýna fram á að fíkni- efnaneysla ungmenna hefur stóraukist und- anfarin ár. Rannsókn- ‘áirstofnun uppeldis- og menntamála gerði á liðnu ári könnunina Ung ‘97 í unglinga- deildum grunnskól- anna. Niðurstöður þeirrar könnunar benda til aukinna reykinga, áfengis- neyslu og hassneyslu nemenda og sem dæmi má nefna að 13% nemenda í 10. bekk segjast hafa prófað hass. Unglingar í Reykjavík og nágrenni skera sig þar úr og piltar þá sérstaklega þar sem 17% þeirra segjast hafa próf- að hass. Samkvæmt hinni sömu Jsennun hefur aðgengi unglinga að fíkniefnum aukist mjög og neysla á alsælu og amfetamíni tekið ógn- vekjandi stökk fram á við. Sviðin jörð Þetta er að sönnu skelfilegt ástand og skylda okkar allra að bregðast við þróuninni og þar eiga borgaryfirvöld fremst í flokki að fara. Reykjavík gerðist ein af 20 stofnborgum Evrópskra borga <pegn eiturlyfjum árið 1994 og síð- an hafa 200 aðrar borgir fylgt í kjölfarið. Þannig hefur Reykjavík undir stjóm Reykjavíkurlistans skipað sér í flokk þeirra sem vilja af alefli standa gegn lögleiðingu eiturlyfja og sjá þessum banvæna vágesti útrýmt úr lífi okkar. Vá- gesti sem skilur eftir sig sviðna jörð í lífi þúsunda fjölskyldna ár hvert á Islandi. I nóvember sam- þykkti borgarráð að skipa starfshóp til að vinna að tillögum um aðgerðir og stefnumót- un innan Reykjavíkur um vímuefnamál. Meg- inmarkmið hópsins er að samhæfa störf stofnana borgarinnar í vímuefnamálum og stuðla að auknu sam- starfi þeirra sem að málaflokknum vinna. Auk þess að hvetja til og hafa frumkvæði að verkefni og aðgerðum sem skilað geta árangri í vímuvömum. Reykjavíkurlistinn steig eitt Efla þarf úrræði, segir Sigrún Elsa Smára- dóttir, sem eru sér- staklega sniðin að þörf- um ungra fíkniefna- neytenda. stærsta skrefíð sem stíga þurfti með nefnd þessari því brýn nauð- syn er á því að samhæfni sé í störf- um allra sem að fíkniefnamálum vinna svo kraftar glatist ekki. Vímuvarnanefnd Reykjavíkur- borgar hafði svo frumkvæði að því að fræða kennara í skólum borgar- innar um vímuefni og vímuvarna- skólinn var stofnaður í samstarfí við nokkra aðra aðila og hafið var Sigrún Elsa Smáradóttir samráð við félagsmiðstöðvar með það að marki að færa forvarnirnar út í hverfi borgarinnar, sem næst fólkinu sjálfu. Aðgangur að samfélaginu á ný Ljóst er að á síðasta kjörtíma- bili hefur Reykjavíkurslistinn stig- ið stór skref fram á við með því að samræma vímuefnavarnir hinna ýmsu aðila og ekki síður með því að færa forvarnirnar nær fólkinu sjálfu með samráði við einstök hverfi borgarinnar. En þrátt fyrir að margt gott hafi verið gert er vandinn stór og margt óunnið enn. Það sem stend- ur mínu hjarta næst er að efla úr- ræði sem sérstaklega eru sniðin að þörfum ungra fíkniefnasjúk- linga. Auk þess er nauðsynlegt að við sem byggjum þetta samfélag áttum okkur á því að að fíkniefna- meðferð lokinni tekur það sjúkling a.m.k. tvö ár að ná tökum á líkama sínum og lífi. Því er nauðsynlegt að búa þannig um hnútana að þessi ungmenni eigi greiðan að- gang að samfélaginu, án þess að ki-afist sé fullrar þátttöku eins og búast má við af heilbrigðum ein- staklingum. Þetta má gera með ákveðnum sveigjanleika í skóla- kerfinu, annars vegar, og í samn- ingum við atvinnurekendur hins vegar. Þá er mikilvægt að tryggja aðkomu aðstandenda með fræðslu og fjölskyldumeðferð þar sem vit- að er að slík vá hefur djúpstæð áhrif á fjölskyldur og fjöiskyldu- tengsl. Reykjavíkurborg á að halda áfram á þeirri sigurbraut sem Reykjavíkurlistinn hefur markað í vímuvarnamálum með því að samræma enn frekar störf allra þeirra sem að forvörnum starfa og efla forvarnir í skólum og borgarinnar. Til þess voru ref- irnir skornir að koma í veg fyrir neyslu fíkniefna og fyrr megum við ekki unna okkur hvíldar en öll íslensk ungmenni verða komin út úr falskri hlýju hláturheima. Höfundur er frambjóðandi ípróf- kjöri Reykjavíkurlistans. BORGAR- og bæjar- málefni falla oft í skugg- ann af umræðum um landsmálin. Deilur um utanríkismál og auð- lindagjald virðast eiga meiri hljómgrunn í fjöl- miðlum en umræður um okkar nánasta umhverfi. Þó koma borgarmálin okkur öllum við. Það skiptir máli í hvernig borg við viljum búa, starfa, mennta okkur, ala upp börnin okkar og eldast. Gegn atvinnuleysi Atvinnuleysi í borg- inni hefur ekki verið minna síðan 1992. Hins vegar er meirihluti þeirra sem enn eru at- vinnulausir í dag ungt fólk og konur, oft með litla menntun. Skólakerfið býður ekki upp á nægilega fjöl- breytta kosti fyrir ungt fólk, sérstak- lega fyrir einstæðar mæður og aðra hópa sem eiga erfitt um vik að stunda nám í hefðbundnum fram- haldsskólum. Atvinnumarkaðurinn krefst menntunar og reynslu. Þessar ki-öfur á ungt fólk með litla eða enga framhaldsskólamenntun eifitt með að uppfylla. Því þarf að leggja aukna áherslu á starfsmenntun og fjöl- breytt úrræði fyrir atvinnulausa. Við megum aldrei falla í þá gryfju að segja að ákveðið atvinnuleysi sé eðli- legt. Það eiga allir rétt á því að nýta hæfileika sína til fulls og þar á Reykjavíkurborg að sýna gott for- dæmi sem einn stærsti atvinnurek- andi landsins. Hrein borg, fögur torg Líklega hlakka flestir til þess að baða sig í Nauthólsvíkinni þegar hreinsun strandlengjunnar lýkur en hvað með umferðarmengunina? ís- lendingar eiga met í bílaeign og flest höfum við setið í hægfara umferðar- hnút á leið í eða úr vinnu, eitt og eitt í bíl meðan miðstöðin dælir inn á okkur útblæsti. Þetta er ekki upp- lífgandi lýsing, en hver kannast ekki við hana? Með stóraukinni áherslu á bættar al- menningssamgöngur snúum við vörn í sókn. Göngu- og hjólastígar verða að vera órjúfan- legur hluti af þessari þróun. Borg sem býður ibúum sínum upp á raunhæfa valkosti í samgöngum er krafa nýrrar kynslóðar. Umræðan um endur- nýjanlega orkugjafa er áberandi í dag. Loksins eru að skapast mögu- leikar til að eiga og reka slíka farkosti, ekki að- eins fyrir almenning heldur ekki síð- ur fyrir opinberar stofnanir. Það er Borg sem býður íbúum sínum upp á raunhæfa valkosti í samgöngum, segir Sólveig Jónasdóttir, er krafa nýrrar kynslóðar. brýnt að við hefjum endurnýjun á bílaflota í eigu borgarinnar með vist- vænum farartækjum. Hvernig borg viljum við byggja? Þetta er spurning sem við ættum öll að spyrja okkur. Það er mikil- vægt að við öxlum ábyrgð sem borg- arbúar. Við getum valið að líta undan meðan vaninn og steinsteypan gleyp- ir okkur eða við getum tekið þátt í að skapa borg þar sem áherslan er fyrst og fremst á mannleg gildi. Lát- um rödd okkar heyrast og tökum þátt í prófkjöri Reykjavíkurlistans. Höfundur er frambjóðandi <próf- kjöri Reykjavikuriistans. • • Oxlum ábyrgð Sólveig Jónasdóttir Jóla- og líknarmerki 1997 FRIMERKI Jóla- og Ifknarfrfm urki JÓL 1997 Jólamerki Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins, Framtíðar- innar á Akureyri, Rotaryklúbbs Hafnarfjarðar, Líknarsjóðs Lions- klúbbsins Þórs, Ungmennasambands Borgarfjarðar, Kaþólska safnaðar- ins, Fransiskus systra í Stykkis- hólmi, Rauða kross Islands, Samtaka áhugafólks um verndun gamla vatnstanksins á Höfn. Sú er orðin föst venja í byrjun árs að segja frá þeim jóla- og líkn- armerkjum, sem vitað er um, að hafi komið út þá um jólin. Hefur Bolli Davíðsson í Frímerkjahúsinu tS*að venju látið þættinum flest þess- ara merkja í té og eins ýmsar upp- lýsingar um þau. Hér vil ég benda útgefendum jóla- og líknarmerkja á, að vel er þegið að fá góðar upp- lýsingar beint frá þeim um hönn- un merkja þeirra og eins um myndefnið sjálft og tilgang útgáf- unnar. Slíkt kunna þeir, sem safna þessum merkjum, áreiðanlega vel að meta. Stjórn Thorvaldsensfé- lagsins sendi þættinum síðasta merki sitt með smáupplýsingum, og færi ég henni þakkir fyrir. Þótt gera megi ráð fyrir, að * samkeppnin harðni jafnvel enn frekar en áður milli jóla- og líkn- armerkja annars vegar og svo jólafrímerkja Islandspósts hf. hins vegar, er sjálfsagt, að þau líknar- félög, sem hafa haslað sér völl á þessum vettvangi, láti ekki deigan síga. Jólamerki hafa sett svip sinn á jólapóst okkar allar götur síðan 1913, þegar Thorvaldsensfélagið hóf útgáfu merkja sinna, aðeins áratug síðar en þessi líknarmerki hófu fyrst göngu sína í heiminum, þ.e. í Danmörku 1904. Nú skal greint frá líknarmerkj- um einstakra félagasamtaka. Að þessu sinni komu út níu merki, svo að vitað sé. Fyrst verður í röðinni jólamerki Thorvaldsensfélagsins, enda orðið langelzt þein-a. Er það eftir Helga Þorgils Friðjónsson og nefnist „Fæðing“. Næst kemur merki Kvenfélagsins Framtíðar- innar á Akureyri, en það hefur gefið út líknannerki í rúm 60 ár. Þetta er fallegt merki með mynd af jólarós. Merki Rotaryklúbbs Hafnarfjarðar sýnir litla sveita- kirkju. Merki Lionsklúbbsins Þórs er með mynd af kirkjunni á Keldum. A merki Ungmennasam- bands Borgarfjarðar er mynd af kirkjunni í Álftártungu á Mýrum. Þá er jólamerki kaþólska safnað- arins. Er það eins að gerð og áður, nema breytt er um ártal. Þá er merki Rauða krossins. Þau merki munu eins og í fyrra einkum hafa verið send félagsmönnum til þess að styrkja þennan ágæta félags- skap. Þá kemur jólamerki, sem Fransiskus-systur í Stykkishólmi gáfu út og mun einkum ætlað á þeirra eigin póst. Fyrst munu systurnar hafa gefið út slíkt merki 1990 og þá samfellt til ársins 1993. En svo ekki aftur fyrr en um síð- ustu jól. Er mynd þess hin sama og á merkinu 1990. Systumar hafa sjálfar hannað merki sín og prent- að. Síðast er svo jólamerki, sem ég frétti af fyrir hreina tilviljun, en vakti strax forvitni mína. Verð að geta þess alveg sérstaklega vegna þeirra, sem þessum merkjum safna. Eg býst við, að fleiri en ég hafi tekið eftir því í blöðum á liðnu ári, að Hafnarbúar í Hornafirði eru ekki allir hrifnir af því, að gamli vatnstankurinn þeirra hverfi úr augsýn Hornfirðinga og ferða- manna, sem þar fara um. Vatns- geymirinn eða vatnstankurinn, eins og þeir nefna hann, átti að víkja, þar sem þörf var fyrir stærri vatnsgeymi í vaxandi byggð. Þá kom upp sú hugmynd að varðveita gamla tankinn sem eins konar tákn fyrir Höfn. Eg hef fengið greinargóða sögu um upphaf þessa jólamerkis frá Hildigerði Skaftadóttur á Höfn og eins sýnishorn af merki þeirra. Sendi ég henni kærar þakkir fyrir hvort tveggja og þá um leið ekki sízt frá jólamerkjasöfnurum, sem verða auðvitað að eiga þetta merki í söfnum sínum. Saga jóla- merkis Hafnarbúa er á þessa leið: Hinn 3. maí sl. voru stofnuð á Homafirði samtök áhugafólks um vemdun gamla vatnstanksins á Fiskhóli. Var gerður samningur milli bæjarstjórnar Hornafjarðar, Sýslusafns Austur-Skaftafells- sýslu og samtakanna Verndum vatnstankinn þess efnis, að sam- tökin sjái um fjármögnun og við- gerð tanksins. „Fjölmargir hafa sýnt þessu verkefni áhuga,“ segir Hildigerður, „og telja tankinn hafa mikið menningar- og sögu- legt gildi. Fjármögnun er nú vel á veg komin - og er útgáfa þessa jólamerkis þáttur í því verkefni.“ Svo segir hún, að ung listakona, Gunnhildur Jónsdóttir, sem er Hornfirðingur, hafi verið fengin til þess að gera glaðlega mynd og það hafi gengið eftir. Hins vegar gekk vinnsla merkisins ekki sem skyldi, svo að „gerð merkjanna er ekki svo vönduð sem stefnt var að og frímerkjapappírinn okkar fíni reyndist ónothæfur í tölvu- vinnslu," eins og Hildigerður kemst að orði. „Var þá gripið til þess ráðs að vinna merkin á „lím- miðapappir". Takkavél fengum við lánaða frá Akureyri, gamla og góða.“ Þannig er sagan um tilurð þessa sérstaka jólamerkis, og taldi ég sjálfsagt, að hún birtist hér, svo að safnarar almennt geti séð og væntanlega skilið, hvað menn vilja leggja á sig fyrir hjart- fólginn málstað. Því miður verð ég að hryggja jólamerkjasafnara með því, að Hildigerður segir, að upplag jóla- merkis þeirra hafí ekki verið stórt, en fengið svo góðar viðtök- ur, að það seldist alveg upp. Er því ljóst, að safnarar verða þegar að fara á stúfana til þess að ná í þetta jólamerki og þá ekki sízt á heilu umslagi. Jón Aðalsteinn Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.