Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 29 AÐSENDAR GREINAR kjarasamninganna um könnun á áhrifum launakerfisins á kynbund- inn launamun og reglubundnar upplýsingar um launaþróun að- greint eftir kyni nái tilgangi sínum, að þau séu skilin í samræmi við ákvæði jafnréttislaga og alþjóðleg- ar skuldbindingar okkar. Eftir stendur vissulega vanda- málið að afmarka hvaða störf eru sambærileg og jafnverðmæt. Hvort störf lækna og hjúkrunar- fræðinga séu það er spuming sem svo sannarlega væri áhugavert að fá svar við. Víst er að í hugum okk- ar flestra er stétt hjúkrunarfræð- inga hefðbundin kvennastétt og stétt lækna hefðbundin karlastétt þótt vissulega hafi konum fjölgað þar. Akveðið mat liggur nú þegar til grundvallar því hvemig þessi störf em launuð. I mínum huga er það ótvírætt að sérhver vinnustað- ur verður að tryggja innbyrðis samræmi milli mismunandi starfs- greina á vinnustaðnum. Dreifstýrt launakerfi kallar því á faglega um- ræðu og umfjöllun um það mat sem við höfum lagt til grundvallar og þar með hvort sá munur sem er á kjömm mismunandi faghópa hjá sama atvinnurekanda sé eðlilegur launamunur eða kynbundið launa- misrétti. Fræðsla um ákvæði jafn- réttislaga, umfang þeirra og tak- markanir er því ákaflega brýn. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdusijóri Jafnréttis- ráðs. Hlutaskipti sjómanna I YFIRSTAND- ANDI kjaradeilu sjó- manna við LIÚ, er að- alkrafa sjómanna að verðmyndun (verðlagn- ingu) sjávarafla verði kómið í viðunandi horf. Þ.e. að allur afli, sem á land kemur, hverju nafni sem pefnist, verði verðlagður með sama hætti á löndunarstað, hvar sem aflanum er landað, óháð því hvað um þennan afla verður, aðeins að um innan- lands úrvinnslu sé að ræða. Sjómannaforustan hefur, ef ég hef skilið málið rétt, boðið upp á a.m.k. fjórar mismun- andi aðferðir til að framkvæma umrætt hráefnismat, er síðan lægi til grundvallar útteikningi á afla- hlut sjómanna. Forusta LÍÚ hefur til þessa, blásið á allar þessar hugmyndir með þeim rökum að einhverjar ímyndaðar afmarkaðar aðstæður geti oirðið þess valdandi að sú verðmyndun, sem sjómannaforust- an hefur stungið upp á, verði ómarkviss og ónothæf. An þess að skilgreina frekar Þráinn Sigtryggsson andmæli LÍÚ forust- unnar, sem lesa má um og heyra í ljósvakafjöl- miðlum, leyfi ég mér að hafna umræddum and- mælum sem full- kominni rökleysu, ósamboðna LIÚ for- ustunni. Astæða þessarar fullyrðingar er að við sem sjáum Morgun- blaðið reglulega vitum að blaðið birtir á hverj- um degi töflur um með- alverð á öllum sjávar- afla sem seldur er á hinum ýmsu fiskmörk- uðum frá degi til dags, sem segir okkur að fullkomið kerfi heldur nú þegar utan um aðalþátt þessa máls. A tölvuöld, sem við lifum á, er minnsta mál að setja þetta kerfi þannig upp að lesa megi út meðal- verð hverrar einustu fisktegund- ar, sem á markað hefur komið, síðustu tvo, þrjá, fjóra eða fimm daga. Eg gef mér að Morgunblað- ið muni fúslega birta svona töflu til viðbótar þeim upplýsingum, sem þegar enj birtar á síðum blaðsins og hér hefur verið rætt um. Eignarhlut áhafnarínn- ar á að gera upp sam- kvæmt meðalverði sem í gildi er við löndun, segir Þráinn Sigtryggs- son, síðan hefur útgerð- in fullan ráðstöfunarrétt um meðferð aflans. Sjómenn, „áhöfn veiðiskips“, eiga ákveðinn hlut af heildarafla- verðmæti þess afla, sem skip landa samkvæmt hefðbundinni hluta- skiptareglu. Það gæti verið samningsatriði við hvaða meðalverð undangeng- inna tveggja þriggja, fjögurra eða fimm daga ætti að miða þegar túr- inn væri gerður upp. Aðalatriðið er að eignarhlutur áhafnarinnar, hver sem hann er, verði gerður upp samkvæmt þessu umrædda meðalverði, sem í gildi er þann dag sem löndun fer fram. Verði þessari aðferð beitt, hefur útgerð skipsins fullan ráðstöfunar- rétt um meðferð aflans og öllu rétt- læti er fullnægt. Sjómenn! Eg hef sett þessar hugmyndir á blað til að vekja at- hygli á því hve auðveldlega má leysa þann vanda, sem LÍÚ forust- an telur standa í vegi fyrir því að verða við sanngjörnum kröfum ykkar. Um leið og ég lýsi eindregnum stuðningi við sanngjarnar kröfur ykkar, hvet ég ykkur til að standa fast á kröfunni um að úthlutaður kvóti verði veiddur af viðkomandi veiðiskipi. Höfundur er vélfræðingur. Barnaskoutsala ,bO Smáskór Sérverdun með bamoskó Sími 568 3919 Lífeyrissjóðir í lykilhlutverki Annað atriði sem ég vil nefna er sjóðsöfnunin og krafan um viðvar- andi jafnvægi milli éigna og skuld- bindinga lífeyrissjóða. Breytingar á lögum um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna fyrir rúmu ári skiptu sköpum íyrir þá sátt sem hefur náðst um þessa mikilvægu forsendu íslenska h'feyriskerfisins. Það er grundvallaratriði og forsenda sveigjanleika á vinnumarkaði að sjóðsöfnun eigi sér stað hjá öllum lífeyrissjóðum í stað svokallaðs gegnumstreymis þar sem iðgjöld hverju sinni eru notuð til greiðslu eftirlauna. Margar Evrópuþjóðir standa frammi fyrir gríðarlegum vandræðum vegna þess að eftir því sem öldruðum fjölgar og vinnandi fólki fækkar hlutfallslega hefur þurft að hækka iðgjaldagreiðslur verulega til að standa undir lífeyris- greiðslum. Þriðja atriðið, sem ég vil drepa á, er að nýju lögin eiga að tryggja að sjóðirnir hámarki ávöxtun eigna með tilliti til áhættu og leiðist ekki út í óskylda atvinnustarfsemi. Þetta þykir eðlileg krafa ekki síst í Ijósi gríðarlegs umfangs lífeyrissjóð- anna. Lífeyrissjóðakerfið mun á næstu áratugum gegna lykilhlut- verki í auknum langtímasparnaði. Framreikningar sýna að næstu 40 árin má géra ráð fyrir að lífeyris- sparnaður verði meiri en útborgað- ur lífeyrir. Þannig er gert ráð fyrir að árið 2040 samsvari lífeyrissparn- aður a.m.k. 150% af landsfram- leiðslu. Það eru hagsmunir þjóðarinnar allrar að efla lífeyriskerfi, sem grundvallast á sjóðsöfnun og örvar jafnframt frjálsan langtímasparn- að. Aukinn langtíma- og lífeyris- sparnaður opnar möguleika fyrir sveigjanlegri starfslokum en nú tíðkast. Með samþykkt þessara nýju laga hefur verið stigið stórt skref í þá átt. Ný lögin draga úr út- gjaldaþörf ríkisins, stuðla að sátt milli kynslóða og leggja þannig grunn að farsælu þjóðlífi á næstu öld. Höfundur er fjármdlaráðherra. BURSTAMOnUR Hhd Úrvalið er hjá okkur iw Jýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 Gœðavara GjaídVdra — mdldr og kaííistell. Heim Allir verdflokkar. ^ m.a.( VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsírægir hönnuðir m.a. Gianni Versate. Reykjavík, nýjar lausnir í umferð og skipulagi. Opinn fundur á morgun, laugardaginn 24. janúar í Sunnusal (áður Átthagasal) Hótels Sögu kl. 14.30. Dagskrá: Baldur Guðlaugsson, formaður Varðar — Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík flytur inngangsorð. Nýjar lausnir í skipulagi: Byggingarsvæði til framtíðar, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, deildarstjóri hjá Borgarskipulagi. Framtíðarbyggð á Geldinganesi, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi. Framtíðarbyggð í Álfsnesi og á Kjalarnesi, Pétur Friðriksson, oddviti Kjalarneshrepps. Nýjar lausnir í umferð: Sundabraut, tengingar við Grafarvog, tengingar við Miklubraut, Ólafur Bjarnason, aðstoðarborgarverkfræðingur. Fyrirspurnir og samantekt, Árni Sigfússon, borgarfulltrúi. Fundarstjóri: Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður. Allir velkomnir Vörður — Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík « HAGKAUP qþiiYFIABUÐ Mosfellsbæ Nicorette nikótínplástrar á heildsöluverði l Tilboðið gildir 25. janúar „ HAGKAUP d þliYFIABUÐ ■i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.