Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsta Boeing 757-200 þota Flugleiða af fjórum kom til landsins 1 gærmorgun NÝJA Flugleiðaþotan á leið inn í viðhaldsstöðina þar sem móttökuat- höfn fór fram. BRYNDIS er nafn nýju þotunnar. Sigríður Sigurðardóttir eys vélina vatni úr Ilornafjarðarfljóti. Kostar 3,5 millj- arða króna BRYNDÍS er nafnið á nýrri Boeing 757-200 þotu Flugleiða sem lenti á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan 11 í gærmorg- un eftir tæplega sjö tíma flug frá Seattle í Bandaríkjunum. TF-FIN er hin fyrsta af fjórum 757 þotum sem Flugleiðir hafa fest kaup á og bætast hinar þijár í flota félags- ins á næstu fjórum árum. Á slaginu ellefu Iukust upp dyr viðhaldsstöðvarinnar og var þot- an dregin inn á gólf í viðhaldsstöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Áður hafði hún flogið hring yfír höfuðborginni. I viðhaldsstöðinni voru forráðamenn Flugleiða, hóp- ur fyrrverandi og núverandi starfsmanna og gestir. Fjárfesting Flugleiða vegna vélanna ljögurra verður á bilinu 14 til 15 milljarðar króna. Bryndís kostaði 3,5 milljarða króna. Vara- hreyfill á 757 þotu kostar kring- um 400 milljónir króna. Fyrsta skrefíð í stækkun flugflotans Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í ávarpi súiu að sóknarhugur væri í fyrirtækinu og að umferð um Keflavíkurflug- völl hefði aukist meira en um flesta aðra flugvelli í Evrópu. Með tilkomu nýju þotunnar er tekið fyrsta skrefíð til stækkunar flug- flotans en árið 1989 hófst endur- nýjun hans þegar keyptar voru fyrstu 737 þotumar og síðar 757 þotur. „Nú er komið að því að byggja á þeim grunni sem lagður hefur verið við endurnýjun fyrirtækis- ins. Flugleiðir hafa mótað sér Morgunblaðið/RAX STJORNARMENN tóku á mdti áhöfninni. Frá vinstri: Stefán Gunnarsson og Hallgrímur Jónsson flugsljórar, Björg Valdimarsdóttir flugfreyja, Sigurður Helgason forstjóri og stjórnarmennirnir Hörður Sigurgestsson og Grétar Kristjánsson. nýja stefnu um uppbyggingu og stækkun rekstrarins," sagði for- sljórinn. Flug til tveggja nýrra áfangastaða hefst í aprfl, Minnea- polis í Bandarikjunum og Helsinki í Finnlandi. Verða áfangastaðir félagsins í Ameríku sex og 23 í Evrópu og öll tenging leiðanetsins er á Keflavíkurflugvelli. „Sú flug- þjónusta sem við höfum byggt upp undanfarin ár, leiðakerfið, öflugt markaðs- og sölukerfi og áætlanir um sókn hafa staðfest okkur í þeirri trú að við getum náð góðum árangri og afkomu þegar á þessu ári,“ sagði Sigurð- ur ennfremur. Sagði hann fyrir- tækið hafa á að skipa frábæm starfsfólki á öllum sviðum sem ásamt tiltrú eigenda og sóknará- ætlunum gerði því kleift að standa vel að vígi í samkeppni í flugrekstri. Helgi Ágústsson, ráðuneytis- sljóri utanríkisráðuneytisins, flutti ávarp ráðherra sem gat ekki verið viðstaddur. Þar kom fram að rekstur flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hefði verið treystur til muna, hún gegndi nú lykilhlutverki í ferðaþjónustunni og að tekjur af ferðamönnum fæm mjög vaxandi. Eiginkona ráðherra, Siguijóna Sigurðar- dóttir, jós vélina vatni úr Horna- fjarðarfljóti, heimaslóðum ráð- herra, um leið og hún óskaði far- kostinum heilla. Nýja Boeing 757 þotan tekur 189 farþega eins og aðrar þotur Flug- leiða af sömu gerð. Stefán Gunn- arsson eftirlitsflugstjóri var flug- stjóri á leiðinni heim og Hallgrím- ur Jónsson yfirflugsljóri sat í flugmannssætinu hægra megin. Stefán sagði þotuna búna nokkmm tækninýjungum enda hefði þessi gerð þróast frá því Flugleiðir fengu fyrstu þotuna ár- ið 1990. Allt sem sneri að flug- mönnum væri þó hið sama enda öryggisatriði að vél sömu tegund- ar væri eins í meðhöndiun. Hall- grímur sagði heimflugið hafa tek- ið sex tíma og 42 mínútur, eins og áætlað var. Heimkomu vélarinn- ar var seinkað um sólarhring því þegar vélin átti að halda frá Seattle bilaði rafall en Hallgrímur sagði því hafa verið kippt strax í liðinn. Breytingar í farþegarými I farþegarýminu er aðalbreyt- ingin ný sætagerð og Saga Class farrýmið er nokkm stærra en í hinum þotunum. Þá er vélin búin fleiri sjónvarpsskjám og stillirof- ar em ofan á sætisörmum en ekki á hlið þeirra eins og í eldri vélun- um. Nýja vélin fer fyrstu áætlun- arferðina til London í í dag. Næsta nýja þota er væntanleg í apríl á næsta ári og tvær til við- bótar koma í mars árin 2001 og 2002. Verða þær af gerðinni 757- 300 sem em sjö metrum lengri en 200 gerðin, tekur um 40 fleiri farþega og hefur meira frakt- rými. Auk þessara véla hafa Flugleiðir kauprétt á allt að átta B 757 þotum til viðbótar sem kæmu til afgreiðslu til ársins 2006. Ekki er afráðið hvernig þær munu skiptast milli 200 og 300 gerðanna. Lögreglan í Reykjavrk leggur hald á fjölda vopna á hverju ári 80 skotvopn síðustu ár LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lagt hald á töluverðan fjölda vopna á undanfomum árum. AIls hefur verið lagt hald á um 80 skotvopn, allmikið af hnífum, lagvopnum, bit- vopnum, bogum og bareflum. Skarphéðinn Njálsson, varðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið að lagt hefði verið hald á urmul vopna í umdæminu á liðnum árum. „Við fá- um mikið af ólöglegum vopnum við húsleitir en einnig úr öðrum mál- um. Fólk afsalar sér vopnum vegna lögreglumála eða færir þau lög- reglu af sjálfsdáðum." Auk hefðbundinna skotvopna hefur lögreglan í Reykjavík lagt hald á loftbyssur, startbyssu og örvaboga á síðustu árum. Skarp- héðinn sagði að lögreglan ætti orðið töluvert safn af vopnum. „Við geymum alls konar útgáfur af vopnum, sum eru heimatilbúin en önnur flutt til landsins." Þúsundir skotvopna á skrá Það lætur nærri að um 8.500 skotvopnanúmer séu skráð í Reykjavík. Sú tala segir ekki alla söguna því margir látnir einstak- lingar eru einnig skráðir eigendur. Afnotaleyfl eru um 1.050 talsins en mörg leyfl er hægt að gefa út á eitt skotvopn. Lögreglan í Reykjavík gefur út 600 til 700 skotvopnaleyfí árlega. „Mikil hreyfing er í skot- vopnakaupum en í hvert sinn sem einstaklingur kaupir skotvopn, sel- ur eða fær afnotaleyfi er geflð út nýtt skírteini. Því er fjöldi skírteina talsverður." Árið 1978 hófst innköllun skot- vopna. Um leið var númeraröð þétt og skotvopnaleyfi látinna og ann- arra sem létu af vopnaeign tekin út. Skarphéðinn sagði æskilegt að inn- köllun skotvopna færi fram að nýju. • ^INNLENT Unnið að umsókn um Keiko DAVE Phillips, stofnandi Free Willy Foundation, sem vill ala háhyrninginn Keiko á afgirtu svæði í Eskifirði, kem- ur að öllum líkindum til lands- ins í næsta mánuði til að vinna málinu fylgi. Phillips segir að það sé unn- ið hörðum höndum að því að undirbúa málið. Verið sé að undirbúa formlegt umsóknar- bréf til íslensku ríkisstjómar- innar þar sem verði reynt að svara öllum álitamálum og spurningum sem hefðu komið upp í tengslum við komu Phillips til Islands í desember á síðasta ári. I umsókninni verði ítarlegar upplýsingar um heilsufar Keiko og hvernig samtökin hyggist standa að því að flytja háhyrninginn hingað til lands og ala hann hér. Phillips segir að samtökin hafi fengið mikinn stuðning frá íslenskum fyrirtækjum og þau hafi mörg sett fram óskir um að hvalurinn verði fluttur hingað til lands. Flugráð fjallar um eldsneytisgjald Afgreitt eftir viku Á FUNDI Flugráðs í gær- morgun, þar sem fjallað var um eldsneytisgjald, voru lagð- ar fram greinargerðir frá Þor- geiri Pálssyni flugmálastjóra og Gunnari Hilmarssyni flug- ráðsmanni. Að sögn Hilmars B. Bald- urssonar, formanns Flugráðs, fóru fram miklar umræður um eldsneytisgjaldið á fundinum en engar ályktanir voru sam- þykktar. Stefnt er að því að Flugráð afgreiði málið á næsta fundi sínum að viku liðinni, 29. janúar. Handtek- inn með hass MAÐUR var handtekinn þar sem hann hafði brotist inn á Laugavegi 3 í Reykjavík snemma í gærmorgun. Var komið að honum á fimmtu hæð hússins. Á manninum fannst Ktils- háttar af hassi og var hann í yfirheyrslu hjá lögreglunni síðdegis í gær. Hann hefur áð- ur komið við sögu afbrota og hugðist lögreglan reyna að fá hann úrskurðaðan í síbrota- gæslu. Rigning- um helgina VEÐURSTOFAN spáir suð- vestlægum áttum um helgina, kalda eða stinningskalda og frekar úrkomusömu veðri einkum um sunnan- og vestan- vert landið. Gert er ráð fyrir rigningu, en hætt við slyddu og slydduéljum á sunnudag og mánudag. Vægt frost verður um norðaustanvert landið á laugardag, en annars verður allt að fimm stiga hiti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.