Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 11 FRÉTTIR Hagfræðingur VSI um hækkun fasteignamats Þörf á frekari skýringum HAGFRÆÐINGUR Vinnuveit- endasambands Islands segir að þörf sé á frekari skýringum á ákvörðunum sem lágu að baki nýju fasteignamati þar sem í ljós hefur komið að verðþróun á 70-110 fermetra húsnæði i fjöl- býli á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki orðið eins og gert var ráð fyrir þegar yfirfasteignamats- nefnd ákvað nýtt fasteignamat í nóvember síðastliðnum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er matið almennt 4,5% hærra á öllum tegundum húsnæðis en það var í íyrra og sums staðar á landinu 9% og 12% hærra en það var þá. Tæp- lega 0,1% af hækkun á vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til hækkunar húsnæðisgjalda. Hannes G. Sigurðsson, hag- fræðingur VSI, segir að sér virð- ist það óeðlilegt að þarna sé ver- ið að búa til verðbólgu sem ekki sé til staðar. „Það liggur ekkert fyrir um forsendur þessarar ákvörðunar. Þetta er veruleg skattahækkun sem þarna er í gangi, sem virðist vera byggð á mjög hæpnum for- sendum, einhvers konar vænt- ingum og mati sem er ekki stutt neinum gögnum. Það finnst mér mjög vafasöm forsenda skatt- heimtu. Mér finnst ástæða til þess í fyrsta umgangi að kalla eftir frekari skýringum á for- sendum þessara ákvarðana, og ef forsendurnar eru vafasamar eins og manni virðist, þá hlýtur að þurfa að kalla eftir endur- skoðun á þessu mati,“ segir Hannes. ASÍ hyggst fylgjast með málinu Edda Rós Karlsdóttir, hag- fræðingur Alþýðusambands Is- lands, segir að sér komi á óvart fregnir af því að við ákvörðun fasteignamatsins kunni almenn hækkun á markaðsverði hús- næðis að hafa verið ofáætluð. „Á þessu stigi mun ég fylgjast með þessu máli og kanna hvort eitthvað er athugavert," segir hún. Bann við losun PCB og díoxíns undirbúið MENGUN PCB, díoxíns og ann- arra skyldra efna telja íslensk stjórnvöld með alvarlegustu ógnun við líf sjávar að sögn Magnúasar Jó- hannessonar, ráðuneytisstjóri í um- hverfisráðuneytinu, þótt hún sé minni hér við land en á ýmsum ná- grannasvæðum okkar, svo sem í Norðursjó. Allt frá árinu 1990 hefði það verið meðal helstu baráttumála íslenskra stjórnvalda að settur yrði alþjóðleg- ur samningur um takmörkun á los- un þessara efna. Mengun þeirra ætti að litlu leyti rætur sínar að rekja til losunar hér á landi en bær- ist um langan veg og því yrði ekki tekið á þessu máli öðruvísi en með alþjóðasamningum. Magnús segir að á umhverfisráð- stefnunni í Ríó árið 1992 hafi ís- lendingar verið eina þjóðin til þess að bera þetta mál upp. Á þeim tíma hafi verið lítill skilningur á nauðsyn þess að settar yrðu alþjóðlegar reglur um losun þessara efna. Það hafi hins vegar verið að breytast enda hafi komið fram vísbendingar um alvarlegri áhrif af völdum þeirra en áður var talið. Á alþjóðlegum fundi um varnir gegn mengun hafsins, sem haldinn var hér á landi í mars árið 1995, hafi síðan náðst samkomulag um nauð- syn þess að tekið yrði á þessu máli og nú hafi verið ákveðið að samn- ingaviðræður hæfust um mitt þetta ár. Mikil notkun í þriðja heiminum Á sama tíma og notkun þessara efna hefur verið takmörkuð víða á Vesturlöndum eru þau enn mikið notuð í þróunarlöndunum, bæði vegna þess hve ódýr þau eru og einnig vegna skorts á fræðslu um skaðsemi þeirra. Nú er hins vegar unnið að þvi að gera þróunarríkm betur í stakk búin til þess að taka þátt í samningaviðræðum og tryggja þannig að allar þjóðir verði með í takmörkunum á notkun þeirra. Magnús segir að gera megi ráð fyrir því að í samningnum verði krafa um fjárhagslega og tæknilega aðstoð við þróunarríkin en samsvar- andi ákvæði er að finna í samningn- um um vemdun ósonlagsins. Magnús segir einnig að íslend- ingar hafi frá upphafi átt gott sam- starf við önnur Norðurlönd um þetta mál og að þau greiði m.a. í sameiningu laun sérfræðings sem vinni að undirbúningi málsins í Sviss. Þá hafi Norræna ráðherra- nefndin látið gera margar greinar- gerðir til þess að vinna þessu máli fylgi á alþjóðavettvangi. Sófasettum stolið úr gámi Borðuðu þorramatinn utanhúss „Hádegishópurinn" í Iþróttamið- stöðinni í Borgarnesi hélt sitt ár- lega þorrablót 21. janúar sl. Mun þetta vera í tólfta sinn'sem blótið er haldið. HÚSGÖGNUM var stolið úr gámi við Síðumúla í Reykjavík í gær- morgun. Stóð hann við húsgagna- verslun þar. Stolið var tveimur sófasettum og tveimur stólum úr gáminum. Lög- reglan hafði engar spumir haft af þýfinu síðdegis í gær en málið var í rannsókn. Morgunblaðið/Ingimundur Hækkun á gjaldskrá Sorpu bs. 54,7% umfram byg,g,mg,avísi- tölu fyrir almennan úrgang UM ÁRAMÓT hækkaði gjaldskrá Soi-pu bs. fyrir almennan úrgang um 4,7% umfram byggingavísitölu. Að sögn Ögmundar Einarssonar, íramkvæmdastjóra Soi’pu, hefur gjaldskráin verið miðuð við bygg- ingavísitölu og verið óbreytt frá 1993. I frétt frá Kaupmannasam- tökunum kemur fram að gjald vegna bylgjupappa hækki um tæp 100% og fórgun dagblaða og tíma- rita um tæp 57% á sama tíma og byggingavísitalan hafi hækkað um tæp 4%. „Við eram að leiðrétta okkar gjaldskrá vegna uppsafnaðs frá- viks frá byggingavísitölu," sagði Ögmundur. Sagði hann að hækk- unin væri meðal annars tilkomin vegna launabreytinga við síðustu kjarasamninga, þar sem launa- greiðslur hjá fyrirtækinu hefðu hækkað umfram það sem bygg- ingavísitalan sýndi. Dregið hefur úr sorpi til Sorpu „Við erum einnig með samninga við verktaka, sem eru með hærra verðbótarákvæði en byggingavísi- talan,“ sagði hann. „Og loks hefur dregið úr sorpi sem hingað kemur vegna útstreymis af svæðinu, sem þýðir að við fáum færri tonn inn til að bera upp okkar kostnað.“ Ögmundur sagði að nokkuð væri um að einkaaðilar tækju að sér að flytja sorp til urðunar á urðunar- stað í Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi og væri gjaldskrá Sorpu höfð til hliðsjónar þegar samið væri um flutningana. „Því er ekki að neita að gjaldskrá okkar breytist meðal annars vegna þessa,“ sagði hann. Jafnframt var gjaldskrá fyrir pappa og dagblöð breytt veralega en heimsmarkaðsverðið heíúr fallið á þeirri vöra og sagði Ögmundur það umhugsunarefni fyrir íslensk stjórnvöld hvort halda ætti áfram að flokka pappírinn frá öðra sorpi. Þórarinn Guömundsson matreiöslumeistari - áöur hjá Múlakaffi „Við sendum þér þorraveisluna neim eða þú sækir matinn til okkar“ ÞORRABAKKAR ALLA FÖSTUDAGA OG LAUGARDAGA Við afgreiðum þorramat að eigin vali, í bökkum á 1.100- krónur/kg. Þú velur þinn uppáhalds þorramat og færð rófustöppuna frítt með. Afgreitt föstudaga frá kl. 12-14 og 17-20. Laugardaga frá 12-20. í kaffiteriunni við hliðina á Hans Petersen. ÞORRAVEISLUNA HEIM í STOFU Veislur fyrir 4 eða fleiri sendum við heim, verð frá 1.490 á mann. Kynntu þér málið. Pantið tímanlega. ÁRSHÁTIÐ OG ÞORRAVEISLA í SALNUM OKKAR Á okkar glæsilega þorrahlaðþorð eru 24 réttir. Par á meðal er: Nýr og súr þorramatur, saltkjöt, hangikjöt, hákarl, harðfiskur, ekta nautakjötspottréttur, síldarsalöt og fjölbreytt meðlæti. Eigum lausa laugardaga og föstudaga á þorranum. C 0 .... —^ ---------------------= VEISLUSMIÐJAN Veislur og veitingar, Álfheimum 74, Glæsibæ, Rvík. sími 588-7400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.