Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný skýrsla um kostnað við flugafgreiðslu á 36 flugvöllum í Evrdpu, Asíu og Ameríku Kostnaður í Keflavík í meðallagi Keflavík þriðji dýrasti völiurinn þegar gjöld Flug'málastjórnar eru meðtalin KOSTNAÐUR við flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli er í meðallagi miðað við kostnað á 36 öðrum flug- völlum í Evrópu, Ameríku og Asíu, sem ný könnun á vegum Evrópu- samtaka flugfélaga nær til. Sam- keppnisstofnun hefur haldið því fram að gjaldskrá Flugleiða, sem haft hafa einkarétt á afgreiðslu farþegaflugvéla í Keflavík, sé ein sú hæsta sem fyrirfinnist í ná- grannalöndunum. í skýrslunni, sem brezki háskól- inn Cranfíeld College of Aeronaut- ics gerði fyrir Evrópusamtök far- þegaflugfélaga, AEA, eru af- greiðslu- og flugvallargjöld á 36 flugvöllum borin saman. Skýrslu- höfundar gefa sér að meðalkostn- aður flugfélaga vegna greiðslu Vegið meðaltai kostnaðar við flugafgreiðslu Dökkar súiur: Flugvellir þar sem einkaleyfi er á flugafgreiðslu. 1Ö0 Róm, Fiumicino Munchen Vín París, de Gaulle London, Heathrow Frankfurt Zurich Aþena Kaupmannahöfn Búdapest Lissabon 06 Dublin Stokkhólmur Ljubljana Lúxemborg Amsterdam London, Gatwick Malta San Francisco Osló, Fornebu Brussel Manchester Istanbul Prag Belgrad Meðalkostnaður á evrópskum flugvöllum = 100 Fimmtung- ur verka fyrir er- lend félög UM HELGINA á að Ijúka skoðun á Boeing 757-200 þotu fyrir hol- lenska flugfélagið Air Holland sem fram hefur farið í viðhalds- stöð Flugleiða á Keflavíkurflug- velli. Verður þá tekin inn ein af þotum félagsins í reglubundna skoðun og fer nýja 757 þotan, sem Flugleiðir hafa fengið, inní áætlunarflugið í staðinn. Um fimmtungur verkefna viðhalds- stöðvarinnar er vegna erlendra verkefna. Viktor Vigfússon, deildarstjóri á tæknisviði, greindi frá starf- semi viðhaldssstöðvarinnar þeg- ar efnt var til móttökuathafnar þar í tilefni af komu nýju þot- unnar. í viðhaldsstöðinni starfa kringum 200 manns, þar af um 140 flugvirkjar. Sinna þeir reglubundnum skoðunum og við- haldi á vélum Flugleiða og dag- legu eftirliti og fara til þess ár- lega kringum 200 þúsund vinnu- stundir. Auk þess sér stöðin um skoðun fyrir vélar erlendra flug- félaga. Sagði Viktor að þrátt fyr- Morgunblaðið/Rax NÆG verkefni eru hjá viðhaldsdeild Flugleiða en um fímmtungur þeirra er fyrir erlend flugfélög. ir að félagið hefði nýverið mátt þola riftun samnings við sænskt fiugfélag væri verkefnastaðan góð enda hefði orðið að vísa beiðnum um þau efni frá að und- anförnu. Viktor sagði að stærð við- haldsstöðvarinnar væri 8.500 fermetrar og væri rúmmál henn- ar svipað og fjögurra Laugar- dalshalla í Reykjavík. Undir stöðinni er vatnsgeymir sem er álíka stór og sundlaugin í Laug- ardal. Stórskoðanir á þotum sagði hann taka tvær til fjórar vikur. Flugleiðir eiga vara- hlutalager að verðmæti um 1,8 milljarðar króna og tæknihand- bækur sem notaðar væru vegna flugflotans mældust um 300 hillumetrar. þessara gjalda á flugvöllum í Evr- ópu sé 100. Fram kemur í skýrsl- unni að gjöld á bandarískum flug- völlum séu almennt miklu lægri en á flugvöllum í Evrópu. KeflavíkurflugvöIIur þriðji dýrastur að gjöldum Flugmálasljórnar meðtöldum Þegar tekinn er hefldarkostnað- ur, þ.e. flugvallargjöld og af- gi'eiðslugjöld samanlögð, er Kefla- víkurflugvöllur þriðji dýrasti völl- urinn með töluna 138. Með öðrum orðum er þessi kostnaður 38% yfír meðaltali evrópskra flugvalla. Ein- ungis er dýrara fyrir flugfélög að nota flugvellina í Ljubljana í Sló- veníu og í Vín í Austurríki. I Kefla- vík er það Flugmálastjórn, sem leggur á flugvallargjöld. Sé hins vegar eingöngu kostnað- ur við flugafgreiðslu skoðaður, er Keflavíkurflugvöllur nálægt meðal- talinu, með 106. Til þessa eru það Flugleiðir, sem hafa innheimt gjald fyrir flugafgreiðslu í Keflavík. Dýr- asti völlurinn er Fiumicino við Róm, með töluna 144, en næst koma Múnchen, Vín og Charles de Gaulle við París. A öllum dýrustu völlunum er ennþá ríkiseinkaleyfí á flugafgreiðslu, en einkaleyfissamn- ingar eru nú orðnir ólöglegir í ríkj- um Evrópska efnahagssvæðisins. Röng staðhæfíng Samkeppnisstofnunar Einar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri stefnumótunar- og stjórnunarsviðs Flugleiða, segir að skýrslunnar hafí verið beðið með eftirvæntingu hjá evrópskum flug- félögum. „Við erum mjög sáttir við niðurstöðuna, vegna þess að hún styður það, sem við höfum haldið fram varðandi afgreiðslugjöld hér,“ segir Einar. „í fyrsta lagi er afgreiðsla Flugleiða á Keflavíkur- flugvelli ekki dýr. Hún er mjög ná- lægt meðallagi evrópskra flug- valla. I öðra lagi teljum við að gjöldin séu alveg í réttu lagi miðað við flugvelli, sem era á svipuðu kostnaðarsvæði og ísland. í þriðja lagi eru gjöldin mjög sanngjörn ef litið er til þeirrar lágu nýtingar, sem er á öllu á Keflavíkurflugvelli og gerir hverja framleiðslueiningu dýrari fyrir þá, sem starfa á vellin- um.“ Einar segir að Flugleiðir hafí ekki fengið að sjá þau gögn, sem Samkeppnisstofnun byggi á þá staðhæfingu sína að afgreiðslu- gjöld Flugleiða í Keflavík séu með þvi hæsta, sem þekkist í nágranna- löndunum. „Þessi skýrsla er unnin á nokkuð löngum tíma af einni virtustu menntastofnun, sem fjall- ar um flugmál í Evrópu. Við telj- um að hún færi okkur heim sann- inn um að þessi staðhæfing stofn- unarinnar, sem var í margfrægri skýrslu hennar, sé beinlínis röng,“ segir Einar. Formaður stjórnar Innkaupastofnunar um ummæli franska viðskiptafulltrúans Utboðsreglur ekki brotnar MAGNÚS Pétursson, ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytisins, segist ekki geta dæmt um það hvort útboðsreglur hafi verið brotnar gagnvart evrópsku fyrirtækjunum í útboði Reykjavíkurborgar á hverfílsamstæðum vegna Nesjavallavirkjunar sem fram fór á síðasta ári þar sem kæra þess efnis hafí ekki borist fjármálaráðuneytinu. I sama streng tekur Páll Sigurðsson prófessor og formaður kæranefndar útboðsmála. Alfreð Þorsteins- son, formaður Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar, hafnar því að reglur hafí verið brotnar. Viðskiptafulltrúi franska sendiráðsins, Dominique Pledel Jónsson, heldur því hins vegar fram í frétt Morgunblaðsins á mið- vikudag að útboðsreglur Evrópska efnahags- svæðisins (EES) hafí verið þverbrotnar í út- boðinu þar sem tveimur tilboðsgjöfum, japönsku fyrirtækjunum Mitsubishi og Sumitomo, hafi verið gefínn kostur á að breyta tilboðum sínum eftir á en aðrir til- boðsgjafar, franskt og ítalskt fyrirtæki, hafi ekki fengið tækifæri til þess. Dominique kveðst þó ekki eiga von á því að franska fyr- irtækið GEC Alsthom leggi fram kæru, hvorki til fjármálaráðuneytisins né Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) þar sem það sam- ræmist ekki vinnureglum þess. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjómar Innkaupastofnunar Reykjavíkur, hafnar aft- ur á móti ummælum Dominique um brot á útboðsreglum og segir þau á misskilningi byggð. „Við opnun útboða á vélasamstæðun- um fyrir Nesjavallavirkjun, munaði um 150 milljónum króna á tilboði franska fyrirtækis- ins og tilboðum Japananna. Af þeirri ástæðu einni vora hæstbjóðendur, franska og ítalska fýrirtækið, þar með útilokaðir," segir hann. Alfreð tekur auk þess fram að í viðræðum við japönsku fyrirtækin hafí verið farið eftir alþjóðlegum staðli sem kallaður er FIDIC. Segir hann að samkvæmt þeim staðli væri beinlínis gert ráð fyrir því að teknar væra upp viilræður við bjóðendur um tiltekin at- riði. „Ég vil líka vekja athygli á því að engar athugasemdir vora gerðar af hálfu Frakk- anna við þessi vinnubrögð né neitt annað. Jafnframt var öllum þeim athugasemdum sem bárast svarað,“ segir hann. Eðlilega staðið að Thomcast málinu hjá ráðuneytinu Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri segist ekki telja það rétt sem kom fram í viðtali Morgunblaðsins við Dominique á miðvikudag að hið svokallaða Thomcast mál hafi fengið ófaglega umfjöllun í fjármálaráðuneytinu. Magnús segir að franska fyrirtækið Thomcast hafi kært niðurstöðu útboðs um langbylgjusendi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) árið 1996 og að þar hafí ekki verið tal- in ástæða til að aðhafast nokkuð. Þegar mál- ið hafi svo komið til kasta fjármálaráðuneyt- isins mánuði síðar hafi verið fjallað um það á ítarlegan hátt í álitsgerð. Eftir það hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að kæra ákvörðun um samþykkt tilboðsins. Magnús andmælir þar með því að málið hafi fengið ófaglega umfjöllun í ráðuneytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.