Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 17 SmithKline og AHP ræða samruna London. Reuters. ENSK-bandaríska lyfjafyrirtækið SmithKIine Beecham Plc og sams konar fyrirtæki í Bandaríkjunum, American Home Products Corp, hafa vakið uppnám á mörkuðum austan hafs og vestan með því að tilkynna að þau eigi í viðræðum um 100 milljarða dollara samruna. SmithKline er annað stærsta lyfjafyrirtæki Bretlands og mark- aðsverði þess er um 38 milljarðar punda. Þegar fyrirtækið viður- kenndi að eiga í viðræðum við þriðja stærsta lyfjafyrirtæki Bandaríkjanna olli það miklum hækkunum á verði hlutabréfa þess. SmithKline sagði í varlega orð- aðri yfirlýsingu a’ „engin vissa fyrir því að samið yrði um slík viðskipti eða hvaða skilmálar mundu fylgja slíkum viðskiptum.“ Um leið og fréttin leiddi til mik- illa hlutabréfakaupa beggja vegna Atlantshafs kom hún af stað bolla- leggingum um frekari samþættingu í lyfjaiðnaði austanhafs og vestan. Ef SmithKline og AHP samein- ast verður komið á fót einhverju stærsta lyfjafyrirtæki heims. Markaðshlutdeild þess í heiminum yrði tæp 6% og það yrði stærra en Novartis AG í Sviss og Glaxo Wellcome Plc í Bretlandi, sem hvort um sig hefur 4,4% hlutdeild. Sérfræðingar telja að með sam- runanum megi draga úr árlegum kostnaði um 2,5 milljarða dollara og koma á fót stórfyrirtæki í Banda- ríkjunum, stærsta markaði heims og þeim markaði heims sem er í ör- ustum vexti. Þar selja fyrirtækin einnig megnið af framleiðslu sinni. ------------------- Olía lækkar vegna meiri birgða vestra London. Reuters. VERÐ á olíu á heimsmarkaði hefur enn lækkað og hefur ekki verið lægra í tæp fjögur ár vegna birgða- söfnunar í Bandaríkjunum og mik- illa umframbirgða í heiminum. Verð á Norðursjávarolíu lækkaði í innan við 15 dollara tunnan, eða um 39 sent í 14,87 dollara í London. Um tíma fór verðið í 14,78 dollara. Verðið hefúr ekki verið lægra síð- an í ársbyrjun 1994 þegar viðmiðun- arverð í London lækkaði um tíma í inrjan við 13 dollara tunnan. Seljendur segja að verðið hafi lækkað vegna mikillar birgðasöfn- unar í Bandaríkjunum og nýs veik- leika á verðbréfamörkuðum Asíu. Þeir sögðu að það eina sem gæti breytt ástandinu væri að veður kóln- aði og OPEC héldi neyðarfund, en það væri ólíklegt. Tölur sýna að hráolíubirgðir í Bandaríkjunum jukust um 14,643 milljónir tunna á einni viku til 16. janúar. Bandaríkjamenn eiga tæp- lega 32 milljóna tunna meira magn af hráolíu en fyrir ári. --------♦-♦-♦------ Ritstjóri Sunday Mirror hættir London. Reuters. BRIDGET ROWE, ritstjóri Sunday Mirror, hefur látið af starfi ritstjóra og við tekur Brendon Par- sons, núverandi ritstjóri dagblaðs- ins People, að sögn brezka sjón- varps- og blaðafyrirtækisins Mirror Group Plc. Nýr ritstjóri People verður Neil Wallis, sem nú er vararitstjóri Sun, blaðs fjölmiðlajöfursins Ruperts Murdochs. Kelvin MacKenzie, fyrrverandi ritstjóri Sun, tók við starfi annars æðsta manns Mirror Group fyrr í þessum mánuði. Samrunaviðræður símafyrirtækjanna Telenor og Telia hefíast á ný Norðmenn láta af andstöðu Ósló. Reuters. KJELL BONDEVIK, forsætisráð- herra Norðmanna, hefur látið af andstöðu gegn viðræðum ríkisfjar- skiptafyrirtækisins Telenor og hins ríkisrekna Telia fyrirtækis í Sví- þjóð vegna kröftugra mótmæli á þingi. Bondevik kvað „engum erfiðleik- um bundið að sætta sig við vilja“ Stórþingsins, þegar Hægri flokk- urinn, Verkamannaflokkurinn og Framfaraflokkurinn höfðu deilt á þá ákvörðun minnihlutastjómar Miðflokksins og tveggja annarra flokka að slíta leynilegum viðræð- um ríkisfyrirtækjanna, sem hófust í fyrra. „Ríkisstjórnin mun eiga frum- kvæði að því viðræður verði tekn- ar upp að nýju milli Telenor og Telia í Svíþjóð,“ sagði Bondevik í lok umræðna á þingi, þar sem þriggja flokka samsteypustjóm hans hefur aðeins 42 þingsæti af 165. Þetta er fyrsta alvarlega deila þriggja mánaða stjómar Bonde- viks og stjómarandstöðunnar. Ef Bondevik hefði setið við sinn keip hefði þingið getað fellt stjóm hans. Bondevik lagði áherzlu á að hann samþykkti viðræður, ekki sam- runa. Með samrana verður komið á fót fyrirtæki sem kann að vera 13,5 miljarðar dollarar að markaðsverð- gildi. Slíkt fyrirtæki yrði risi á nor- rænan mælikvarða, en lítið saman- borið við stóra, alþjóðlegu fjar- skiptarisana. Styrkir samkeppnisstöðu Telenor vill samvinnu við Telia, sem er stærra, til að standa betur að vígi gegn öðram keppinautum. Fyirtækið fagnaði ákvörðun Bondeviks og talsmaður þess sagði: „Við vildum nánari samvinnu og þetta opnar leiðina að því marki.“ Ræktun afskorinna blóma d íslandi þykir mjög frambærileg ogjafnast hiklaust ú við það sem best gerist í heiminum. I blómaverslunum ú Islandi starfar þaulreynt og menntað blóma- skreytingafólk sem úvallt leggur fagmennsku og metnað í vinnu sína. Blómaverslanirnar - fagmennska ífyrirrúmi (SLENSK GARÐYRKJA - okkar allra vegna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.