Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 38
FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTJAN JÓELSSON + Kristján Þórar- inn Jóelsson byggingarmeistari fæddist í Reykjavík 7. janúar 1906. Hann lést á öldrunardeild Landakotsspítala hinn 12. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Krisijánsdóttir og Jóel Sumarliði Þor- leifsson, Kristján fæddist í Reykjavík n.t. á Skólavörðustíg 15. og ólst hann þar upp. Systkini Krist- jáns voru: Guðbjörg Jóelsdóttir, f. 8.10. 1904, d. 30.5 1984. Þor- leifur Jóelsson, f. 5.11. 1908, d. 23.4. 1925. Greta María Jóels- dóttir/Skaftfell, f. 3.10. 1910, d. 4.7. 1991. Bergþóra Jóelsdóttir, f. 29.10. 1913, d. 25.3. 1995. Jónína Jódi's Jóelsdóttir, f. 26.6. 1919, d. 23.3. 1920, og Sveinbjörn Jóelsson, f. 23.11. 1923, d. 11.9. 1941. Hinn 3. júlí 1943 gekk Krist- ján að eiga eftirlifandi eigin- -^konu sfna Unni Vilhjálmsdóttur frá Eyrarbakka, f. 14. júlí 1918. Börn Kristjáns og Unnar: 1) Sveinbörn Krist- jánsson, byggingar- meistari, f. 2.9. 1944. maki Arn- björg Óladóttir að- stoðarmaður tann- læknis og eiga þau ljögur börn og eitt barnabarn. 2) Elín Kristjánsdóttir, skrifstofumaður, f. 27.10. 1947, maki Teitur Lárussou, framkvæmdastjóri, og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. 3) Hörður Kristjáns- son, bakarameistari, f. 17.4. 1951. maki Ólöf Antonsdóttir, flugfreyja, og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 4) Sig- ríður Kristjánsdóttir, hárskera- meistari, f. 29.3. 1962. maki Sveinn Ævarsson, byggingar- meistari, og eiga þau þrjú börn. Kristján verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kristján tengdafaðir minn er lát- inn í hárri elli. Þar með hefur kvatt þessa jarðvist aldraður heiðursmað- ur, sem var einn af þeim mönnum sem maður kynnist á lífsleiðinni sem vegna sérstakrar lífssýnar og skoðana sinna móta aðra þá ein- staklinga sem fá að umgangast slíka menn eins og Kristján var, því smám saman fer maður ósjálfrátt Cskilja og tileinka sér sjálfur eðin lífsgildi sem hann stóð fyrir alla sína tíð. Hann var fyrst og fremst mjög vinnusamur og ráð- deildarsamur maður, sem með dugnaði sínum og ósérhlífni skapaði sjálfum sér og fjölskyldu sinni ör- uggt heimili, þar sem nóg var að bíta og brenna. Kristján fór oft ótroðnar slóðir í ýmsu sem hann tók sér fyrir hendur, eitt var það að hafa ávallt fyrirhyggju um það hvað hann borðaði og sérstök ástundun hans á líkamsrækt o.s.frv. Kristján var tígulegur og virðulegur maður sem hafði mikla, sterka og sérstæða réttlætiskennd og oftar en ekki gu- staði töluvert í kringum hann, þar sem hann var hverju sinni. Hann 'Víafði ætíð fastmótaðar hugmyndir og skoðanir á öllum hlutum og ekki síður á mönnum og málefnum, enda var hann ekkert feiminn við að láta þessar skoðanir sínar í ljósi. Stund- um þótti hann nokkuð orðhvatur og allt að því orðhvass því hann þoldi alls ekki einhvern undirlægjuhátt, loddaramennsku, hræsni né aum- ingjaskap. En undir niðri var hann hið mesta gæðablóð og var ætíð hinn elskulegasti maður sem hafði mikið skopskyn, þannig að ávallt var stutt í brosið og þar til viðbótar var hann ávallt tilbúinn til að rétta fram hönd sína, ef hann gat aðstoð- að einhvern eða hjálpað. Kristján var fæddur í Reykjavík, n.t. á HKÓlavörðustíg 15, þai- sem hann ólst upp í stórum hópi sex systkina sinna, þar sem hann var næst elst- ur, en þau eru nú öll látin. Kristján lærði trésmíðar hjá föður sínum Jó- el Sumarliða og lauk sveinsprófi í þeirri iðn í maí 1930. Full meistara- réttindi fékk hann síðan þann 20. september 1941. Hann stundaði síð- an almenn bygginga- og trésmiða- störf hér í borg og vann meðal ann- ar á trésmíðaverkstæðum Reykja- víkurborgar og hjá Vita- og hafna- málastofnun. Á þessum árum Blómabwðin öa^Sskom v/ Fossvogskirkjugarð Sími. 554 0500 byggði hann íbúðarhús sitt á Snorrabraut 71, hér í Reykjavík, í samstarfi við systur sína og mág. I þessu sama húsi hóf hann síðan bú- skap með Unni Vilhjálmsdóttur ættaðri frá Eyrarbakka. Á þessum stað bjó hann alla sína tíð eða þar til hann veiktist, þannig að í raun bjó hann nánast bara á tveimur stöðum allt sitt líf. Það var árið 1953 að Kri- stján hóf byggingu eigin iðnaðar- húsnæðis í Brautarholti 16 hér í borg, þar sem hann byggði hús upp á fjórar hæðir ásamt viðfestu tré- smíðaverkstæði, þar sem hann hóf síðan sjálfstæðan rekstur. Á þess- um stað vann hann síðan öllum stundum bæði við að byggja áður- nefnt hús og síðan á verkstæðinu sjálfu, þar sem hann vann ýmsa tré- smíða- og handverksvinnu fyrir fjöl- mörg fyrirtæki, stofnanir og ein- staklinga. Húsið sjálft var hann að byggja í 10 ár eða þangað til það var fullbúið árið 1963. Má með sanni fullyrða að hann hafi eytt öllum sín- um tíma og fjármunum á þessum árum tiil þess að Ijúka byggingu þessa húss eða „lífeyrissjóðsins" síns eins og hann oftar en ekki nefndi þessa húseign sína. Kristján var ávallt hress og mjög heilsu- hraustur fram- eftir öllum aldri, vann t.d. alla daga á verkstæði sínu eða til þess tíma að hann veiktist í ágúst 1990, þá 84 ára gamall. Eins og áður hefur komið fram í þessari stuttu gi-ein þá var lífsmottó Krist- jáns um margt öðruvísi en hjá fjöld- anum, hann hafði t.d. alla tíð mikla trú á náttúrulækningum og lækn- ingarmætti líkamans og hélt því fram að við værum ekkert annað en það sem við borðuðum. Hann var því afar vandlátur á það sem hann setti ofan í sig, neytti t.d. einskis kjötmetis öll seinni ár ævi sinnar, notaði áfengi mjög lítið og þá ein- göngu eins og um meðal væri að ræða. Þá stundaði hann það til margra ára að hafa þann háttinn á að fara í mjög heit böð, ásamt því að hreinsa líkama sinn alveg með því að fasta og nánast svelta sig í eina viku í einu, og taldi sig þannig hafa betri stjórn á heilsufari sínu og lík- amsburðum. Kristján var alla tíð mikill líkamsræktarmaður, stundaði sund alla sína tíð ásamt því að vera mjög liðtækur gönguskíðamaður. Á yngri árum sínum var hann einnig flinkur skautamaður, t.d. eru til skráðar heimildir um hann þar sem segir að Kiddi Jó. sonur Jóels snikkara hafi oft sýnt listir sínar á skautum á sjálfri Tjöminni þegar vel viðraði. Þá má einnig nefna þá eiginleika hans að vera öðrum fremri á þessum tíma í þeirri list að sýna dýfingar á palli, sem var frek- ar fátítt í þá daga á Islandi og er raunar enn í dag. Þessa iðju sína framkvæmdi hann oftar en ekki í Sundhöllinni og sundlauginni á Ála- fossi sem þá var og hét. Kristján var óhemju stæltur maður og vel á sig kominn líkamlega og fékk aldrei yfir sig svokallað gamalmannayfir- bragð. Hann var óhemju sterk- byggður og heitfengur maður, það stundum hríslaði um mann að sjá hann í sínum venjulegu vinnufötum þ.e. kakíbuxunum sínum (sem oftar en ekki voru hálfgirtar upp um hann eins og margt ungt fólk vill hafa fótin sín í dag) og þunnri vinnuskyrtu einni saman, þótt úti væri kuldi og frost. Mér er líka minnisstætt að þegar við vorum nokkur saman komin á Mallorca í stuttu fríi fyrir nokkrum árum, hann þá kominn á áttræðisaldur, að við ætluðum okkur að skreppa að- eins í sjóinn einn daginn, en þannig háttaði til að fyrir framan þann stað er við bjuggum á var klettabelti og engin strönd, þegar við ungu menn- irnir vorum að þræða járnstigana niður klettana niður í sjó, og um það leyti er við vorum að dýfa stóru tánni í kaldan sjóinn, kemur ekki Kristján fljúgandi eins og fuglinn fram af klettunum og stakk sér þannig til sunds. Mér hefur orðið tíðrætt um ýmsa sérstaka hætti Kristjáns, en einn var sá að byrja aldrei á nýju verld eða verkefni á mánudegi, þannig að það var svolít- ið skrýtið að hann skyldi leggja upp í langferð sína til fyrirheitna lands- ins á mánudegi, en hann lést mánu- daginn 12. janúar sl. En skýringin hlýtur því að vera sú, að hann hafi litið svo á að hann hafi verið að ljúka því verkefni sem hann hafði með höndum hér. Um leið og ég vil þakka þessum heiðursmanni fyrir hlýhug og vináttu, þá vil ég votta Unni tengdamóður minni og öllum aðstandendum hans mína dýpstu samúð. Guð fylgi þér á þinni leið og ég bið Guð og englana um að gæta þín. Blessuð sé minning þín. Teitur Lárusson. í dag er Kristján afi okkar bor- inn til grafar. Okkur barnabörnin langar til að minnast hans í fáein- um orðum. Líkt og við munum eftir honum var hann oftast í vinnuföt- unum, hvort heldur var á verk- stæðinu sínu við smíðar ellegar sitjandi í stólnum sínum á Snorra- brautinni, með trétommustokkinn milli handa sér. Ekki var pakkinn með rauða ópalinum heldur langt undan og fengum við oft ópal hjá afa. Stundum var það klárað af okkur, en gjarnan lumaði afi þá á öðrum pakka. Afi var mikið fyrir íþróttir frá unga aldri og stundaði hann dýfing- ar og skautaíþróttina, ásamt sundi, skíðum og göngum. Afi var því lík- amlega mjög vel á sig kominn og leit út fyrir að vera mun yngri en árin sögðu til um. Það er okkur minnisstætt þegar afi gekk að vinnudegi loknum niður í kjallara til að fara í sitt daglega bað. Þetta var samt ekkert venju- legt bað, því vatnið var frekar heitt. Hann gerði síðan sínar líkamsæf- ingar þama. Ekki bara það heldur eftir baðið skrúbbaði hann sig allan með mjög grófum bursta. Enda var húðin á honum eins og á ungabami alla tíð. Það hefur einnig kannski hjálpað til að hann vafði sig stund- um inn í lopateppi til að geta svitnað meira til að losa óhreinindin úr húð- inni. Einnig fór hann oft í „Heita lækinn" í Nauthólsvíkinni meðan hann var opinn og skipti þá vart máli hvernig viðraði. Jafnhliða þessu háttalagi tók hann uppá því að fasta einu sinni á ári í viku til tíu daga. Jafnframt borðaði hann ekk- ert rautt kjöt en í stað þess fisk og fuglakjöt. I starfi sínu sem húsa- smíðameistari byrjaði hann aldrei á nýju verki né skrifaði undir neitt sem skipti máli á mánudegi. Eins og svo oft áður komum við í heimsókn til ömmu og afa á Snorra- brautinni. Þá stóð afi uppi í fremur hrörlegum stiga við að mála glugg- ana á efri hæðinni. Þetta væri ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að afi var 82 ára og á óreimuð- um inniskóm. Lítt var amma þó hrifin af þessu uppátæki hans, eins og gefur að skilja. Amma og afi ferðuðust töluvert erlendis á seinni árum. Á þeim ferð- um gerði hann ýmislegt sem mönn- um á hans aldri og jafnvel yngri hefði ekki dottið í hug að gera. Sjö- tíu og átta ára gamall stakk hann sér fram af þverhníptum klettum í sjó ofan, meðan yngri menn höfðu ekki hugrekki. Hann lét háan aldur ekki aftra sér frá að fara á sjóskíði, seglbretti eða láta draga sig upp í fallhlíf, sem hann margtoft gerði í þessum ferðum. Elsku amma okkar, megi guð vera með þér og styrkja þig. Þín barnabörn. Elsku afi minn. Með örfáum orðum vil ég minnast þín og þakka þér þær góðu stundir sem við áttum saman. Þegar ég sit hér ein erlendis og hugsa til baka, þá rifjast margar góðar minningar upp í huga mér. Mér er það minnisstætt þegar við sátum saman í gamla leðurstólnum þínum á Snorrabrautinni og sung- um saman kvæðin um Ólaf liljurós, og einnig þegar þú nuddaðir hendur mínar er mér var kalt. Elsku afi, ég mun ávallt minnast þín með söknuði en umfram allt, góðum minningum. „Og hvað er það að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Khalil Gibran.) Hvíl í friði. Þín Hildur Ruth. Æviþráðurinn þrotinn, lífsbókinni lokað. Löng ævi að baki hjá vel þekktum heiðursmanni. Ungur að árum fór hann í tré- smíðanám og gerði það að lífsstarfi sínu. Hann vann bæði við húsasmíð- ar og á vinnustofum. Að síðustu rak hann sitt eigið verkstæði og vann þar meðan heilsan entist. Hann var hraustur að eðlisfari og lifði mjög heilbrigðu Iífi. I ágúst- mánuði 1990 veiktist hann skyndi- lega, fékk blóðtappa og eftir það var heilsan þrotin og hnignaði svo ár frá árijiar til yfir lauk. Eg sem þessar línur rita hafði engin kynni af Kristjáni nema í gegnum aðra, því hann gat aldrei flutt hingað á Sléttuveg 13 vegna veikinda sinna, en átti alltaf hér heima til dauðadags. Við sem höfum búið í þessu húsi frá fyrstu tíð fengum afhentar íbúð- irnar 1. mars 1992. Unnur kona Kri- stjáns tók við íbúð þeirra hjóna og hefur búið hér síðan með sæmd og sóma og áunnið sér traust og virð- ingu okkar sem búum hér. Hún er ein af hetjum hversdagslífsins sem lætur ekki deigan síga þó móti blási. Unnur er greind, hæglát og hógvær í fasi en býr yfir reisn og myndar- skap. Hún vekur athygli í röðum okkar sem búum hér. Nú hefur hinn látni öðlast lang- þráða hvíld og enginn efast um að hann á greiða leið að musteri allrar dýrðar, þar sem eilífðin sjálf er al- ein til. Fyrir hönd húsfélagsins þakka ég Unni nær sex ára samfylgd sem enginn skuggi hefur fallið á. Ættingjum og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Megi minningin um hann verða ljós á vegi þeirra. Jakob Þorsteinsson. Það vakna í huga mér horfnir dagar þegar ég ungur að árum kynntist Kristjáni Jóelssyni húsa- smíðameistara og við urðum sam- ferðamenn. Rétt fyrir miðja öldina hittumst við fyrst, þá báðir nýráðnir starfsmenn Vita- og hafnamála- skrifstofunnar. Þrátt fyrir sextán ára aldursmun tókst fljótt með okk- ur góð vinátta sem aldrei rofnaði. Vita- og hafnamálastofnunin var á þessum tíma nýflutt í nýbyggt hús á Seljavegi 32. Skrifstofurnar voru á efstu hæð hússins en þar var minn vinnustaður. Á næstu hæð fyrir neðan var trésmíðaverkstæði er þjónaði vitabyggingunum og bú- stöðum vitavarða og þar stjórnaði verki Kristján Jóelsson. Fljótlega varð Kristján þess var að ég hafði mikinn áhuga á störfum hans þó svo að mitt starf væri við skrifborðið. Ég gerðist tíður gestur á trésmíðaverkstæðinu og innan tíð- ar var ég farinn að smíða hjá honum eftir að skrifstofutíma lauk á daginn og um helgar. Ég var þá nýgiftur og búinn að stofna heimili, blásnauður sveitapiltur, og vantaði flesta innan- stokksmuni. Það er mér ógleyman- legt hversu hjálplegur Kristján var mér. Þetta var ný og skemmtileg upplifun að fá að kynnast alvöru smíðatækjum, undir handleiðslu þessa manns sem var reyndur og fær í faginu og auk þess eldhress og hvetjandi. Hann gaf mér tækifæri til þess að kynnast þessu verksviði, trésmíðinni, sem mér hafði verið hugleikið allt frá bernskuárum. Það var mér mikið lán að fyrirhitta jafn- frábæran handverksmann og Krist- ján Jóelsson. Á meðan við vorum báðir starfs- menn Vita- og hafnamálastofnunar byggðum við saman, þrír samstarfs- menn, íbúðarhús í Blönduhlíð 11 og var Kristján meistari byggingarinn- ar. Sá ég þá fyrst hversu harðdug- legur hann var. Nokkru síðar, er ég var í hálfs árs leyfi frá skrifstofu- störfum, var ég hjálparsmiður með Kristjáni eitt sumar þar sem hann sá um húsbyggingu á Tómasarhaga 11. Gat ég ekki annað en dáðst að verksnilld hans og verkhraða. Það gneistaði af honum þar sem hann hljóp eftir vinnupöllunum með verk- færin á lofti, felldi fjöl við fjöl; aldrei mátti neinu muna, hvergi var horn- skekkja eða halli, allt varð að vera hárrétt. Eftir að Kristján hætti störfum hjá Vita- og hafnamálastofnun byggði hann sitt eigið iðnaðarhús í Brautarholti 16, þar sem hann hafði síðan trésmíðaverkstæði alla tíð meðan starfskraftar entust. Sam- band okkar Kristjáns rofnaði aldrei þótt við ynnum ekki lengur á sama vinnustað. Það var mér gleðiefni að finna að á verkstæði hans í Brautar- holti var ég ávallt aufúsugestur. Ailtaf mátti ég koma og nota verk- færi hans og vélar líkt og ég ætti það sjálfur og væri hann sjálfur ekki við, lánaði hann mér lykla svo ég gæti haft mína hentisemi. Þetta notfærði ég mér óspart og er ekki laust við að maður skammist sín fyrir að hafa þegið alla þessa aðstoð og hjálpsemi án þess að borga eyri fyrir en það fékk ég aldrei. Eg varð þess var að fleiri nutu greiðasemi Kristjáns þegar þörf var fyrir hag- leikshönd og fór þá oft lítið fyrir endurgjaldi. Fannst mér hann oft vanmeta verk sín, þótt ætíð bæru þau vott um snilld fagmannsins. Kristján hlaut í vöggugjöf þessa ríku hæfni til að vinna skapandi starf þar sem hagleikur og hug- kvæmni fengu að njóta sín, enda var faðir hans, Jóel Þorleifsson, húsa- smíðameistari og hjá honum lærði Kristján iðn sína. Hann lauk sveins- prófi árið 1930, Þá 24 ára gamall, og meistararéttindi voru honum veitt 1941. Kristján var ekki einungis góðum hæfileikum gæddur, heldur var hann einnig afar vandvirkur. Hann þoldi ekki að sjá illa unnið verk, það særði smekk hans, og var hann þá ekkert að skafa utan af hlutunum. Ég hygg að Kristján hafi notið mikillar starfsgleði með því að skila hverju verki svo vel unnu að ekki varð að því fundið á nokkurn hátt og það hafi jafnvel verið honum meira virði en launin sjálf. Það var lýsandi fyrir Kristján að láta slíkt hugarfar ráða ferðinni. Þegar ég kveð þennan vin minn og velgjörðamann finnst mér ég standa í mikilli þakkarskuld við hann og nú er hann horfinn af svið- inu. Að leiðarlokum vil ég aðeins færa honum hjartans þakkir fyrir alla hjálpina, greiðasemi og góðvild mér til handa. Góðar minningar geymast um allar okkar samveru- stundir. Eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum sendi ég samúðar- kveðjur. Ástvaldur Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.