Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Uppgangur Sjónmenntavettva ng ur Það er víða kraftur í listinni og Bragi Ásgeirsson hermír frá ýmsu eftir tvær utanlandsferðir með Berlín sem aðal áfangastað í báðum tilvikum. Berlín, þessi mikla borg, sem aldrei átti að verða höfuðborg Þýskalands, hefur risið oftar upp úr rústum tortímingar en nokkur borg Evrópu. Um þessai- mundir líkist hún risavöxnu byggingaverkefni, og er jafnframt að endurheimta stöðu sína sem stjórnsetur og ein af leiðandi listaborgum heimsins. Af listahöllum af öllu tagi er ofgnótt, því landsmenn hafa löngum skilið að þar er falinn hornsteinn og und- irstaða rammgerðrar þjóðfélags- heildar. Styrkur og yfirburðir Þýð- verja felast ekki síst í því að menn- ing og listir eru hvarvetna ræktað- ar sem frumþarfir. Einangi’uðust ekki við einn möndul eins og í Frans og víðar í Evrópu, þar sem fátt var til skamms tíma bitastætt utan höfuðborganna að bygginga- listinni undanskilinni. Svæðið frá Lehrter-brautarstöð- inni um Friedrichstrasse að Pots- damer Platz, þar sem múr smánar- innar hlykkjaðist áður, er líkast frumskógi risavaxinna bygginga- hegra. Er í senn stórbrotið og yfir- þyrmandi að líta yfir og ofan í grunnina, allar þessar yfirgengi; legu framkvæmdir er við blasa. I Ijósi þess hve hlutirnir fara hægt af stað má ráða, að hér skal vel að verki staðið og áhersla lögð á und- irstöðuna. En þá hún telst réttleg fundin er ekki að efa að eftirleikur- inn gangi mun hraðar fyrir sig. Hér er byggt fyrir framtíðina og á morgni nýs árþúsunds mun borgin hafa tekið miklum stakkaskiptum og enn eitt markandi menningar- svæði haslað sér völl. Þá verða hlutirnir væntanlega eins og fyrr- um, er engin þungamiðja var til í Evrópu, heldur margar menning- arborgir og mörg menningarsvæði, hvert með sitt sérstaka yfirbragð. að er mikilvægt að vera meðvitaður um þessa þró- un, og nú virðist það tíma- bil órafjarri er París var miðja heimslistarinnar, líkt og fyrir og eftir seinni heimsstyrjöldina. Þar var sú misvísa þjóðemisstefna ræktuð sem átti að vera alþjóðamál róttækra núlista, en var dæmd til að falla um sig líkt og öll einstefna og allt einræði. Framúrstefnan var í kjarna sínum borin uppi af nokkrum einstaklingum, jafnframt snillingum, sem komu víða að, þeir heilluðust af lýðræðislegu og óþvinguðu andrúmslofti Parísar og gerðu borgina að miðstöð upp- stokkana og víxlandi gildismati á eðli samtímalistar. Það sem seinna skeði, var að fræðikenningamenn hugðust hrifsa til sín frumkvæðið af listamönnunum sjálfum og marka veginn um alþjóðamál listarinnar líkt og aftur hefur gerst á seinni tímum með þeim afleiðingum er við blasa og er að gera sjónlistir að ein- angraðri bókstafstrú og Disney- landi fáránleika og tæknivæðingar. Varð þó aldrei að öðru en gol- frönsku, þar til þjóðimar tóku sjálf- ar við sér og fóru að rækta sinn garð sbr. Bandaríkin, England, Holland og Þýskaland. Það skiptir miklu fyrir smáþjóðir að vera vakandi um þessa þróun og styrkja með því burðargrindur eig- in menningar. Ekkert er þeim holl- ara en víxlverkanir, að vera opnar og móttækilegar fyrir áhrifum að utan og úr sem flestum áttum, sem verður aflvaki framfara og sjálf- stæðra ákvarðana. Standa um leið traustum fótum í eigin jarðvegi, halda sínum sérkennum óhikað fram. Hin risastóra framkvæmd „Tímabil módernismans á 20. öld“ í Martin Gropius-byggingunni, frá 7. maí til 27. júlí, var meginástæða fyrri farar minnar, en „Þýskalands- myndir" samanburður á listþróun- inni í Austur- og Vestur-Þýskalandi frá lokum heimsstyrjaldarinnar á sama stað, þeirrar seinni. Er sýnu fróðari um módemismann og þýska myndlist eftir skoðun þeirra sem báðar voru afar upplýsandi, einkum hin fyrri, þar sem núlistum voru gerð nokkur önnur og hlutlægari skil en af mörgum seinni tíma fræðimönnum, sbr. nýafstaðinn greinarflokk í Lesbók. ar voru jafnvel fersk og frábær myndbönd Bill Vi- ola tekin undir módernis- mann. Náði rétt í skottið á þeim báðum og einnig hinni merki- legu sýningu, „Wahl- verwandtschaft" (Kjörsifjar) á Sögusafninu, Deutsches Histor- isches Museum á Unter den Linden. Kjörsifjar verður uppi- staða fyrstu gi-einar minnar, því hún kemur okkur mikið við og mun að auk á miðju ári gista Þjóðminja- safn Stokkhólmsborgar, menning- arborgar Evrópu 1998, og loks Norsk Folkemuseum í Osló. Hins vegar kemur hún ekki til Danmerk- ur og þykir ýmsum þarlendum það súrt í broti. Sýningin tekur til með- ferðar víxlverkum áhrifa milli Þýskalands og Skandinavíu tíma- bilið 1800 og fram að fyrri heims- styrjöld, og kemur þar margt upp- lýsandi fram fyrir Islendinga, sem fáir gera sér fulla grein fyrir og annað sem gerir menn alsendis grallaralausa. I seinni ferðinni dvaldi ég nokkra daga í góðu yfirlæti í listaborginni Dresden, var ekið víða um ná- grennið og litið inn í kirkjur hof og hörg. Skrapp loks til Prag til að kynna mér hin merkilegu söfn sem þar er að finna, sækja heim borg tumanna mörgu og mikilfenglegrar húsagerðarlistar. Loks eyddi ég dagstund í Kaupmannahöfn og tókst að fá yfirlit yfir hið helsta sem þar var að ske á vettvangi mynd- listar. Hugðist skoða sýningu á verkum Frida Kahlo (1907-1954), á Ordrup-herragarðinum í Char- lottenlund, en henni lauk eftir framlengingu sunnudaginn 11. jan- úar. Hún var hvorki sögð stór né yfirmáta merkileg þótt gífurleg að- sókn væri að henni og biðraðir næðu á stundum langt inn í skóg. Það er til umhugsunar, að þessi mikla mexíkóska listakona og eigin- kona þjóðarlistamannsins Diego Rivera, var naumamst til í uppslátt- arbókum fyrir aðeins áratug! Hins vegar var Hammershöi-sýningin á sama stað sögð frábær, en ég gat hennar og viðgangi á Orsay-safninu í París í síðustu grein minni er birt- ist 8 jan. Við þau skrif má gjarnan prjóna hér, að í flugvélinni frá Berlín til Kaupmannahafnar las ég í Politiken, að vegur sýningarinnar væri mikill og að hún hafi fengið mjög góða dóma stórblaðanna. Hammershöi er þar jafnvel sagður Vermeer Norðurlanda! ins og ég hef áður vikið að í pistlum mínum, gegnir myndlistin ekki einungis veigamiklu hlutverki í uppbyggingu þjóðfé- laga nútímans, heldur er hún áþreifanlegri í fjölmiðlum og bókaútgáfu en nokkru sinni fyrr. Listheimurinn sýnist nú loks vera að jafna sig eftir áratug verð- bréfa- og kauphallarbraskara er spenntu bogann of hátt og krepp- una og hremmingarnar sem iffl Cj- ■»—ííýljgjgf “ “ s i WíMTUTSBÍ PPPF fTT s ir. . | • TTTU1 ,k. Sjj E FRÁ Potsdamer Platz í ársbyijun. fylgdu. Víða verður maður var við uppgang sem sums staðar er svo mikill að hann er nálægt hámarki á níunda áratugnum. En þetta virðist mun skipulegri og heil- brigðari uppgangur, sem bendir til að menn hafa lært af reynsl- unni. Eru hér málverkið og ljós- myndin í forustuhlutverki á al- mennum markaði, en listhöndlar- ar, skrumpésaiðnaðurinn og sýn- ingastjórar sjá um sína sem fyrri daginn. ARTnewsletter hermir af uppgangi listhúsa vestan hafs sl. vor í útgáfu sinni 28. maí, metsölu á haustmánuðum og loks æstist leikurinn til muna í lok ársins samkvæmt sömu heimildum. að kom mér mjög á óvart fimmtudaginn 15. janúar, að koma að velpökkuðu húsi á Charlottenborg, þar sem listhópurinn Corner var með árlega sýningu sína, en hann var stofnaður 1932. Hin skemmtilega kaffi- og matstofa var troðfull, sem er einnig óvenjulegt á virkum degi, að ekki sé meira sagt þar sem ég hef margoft setið það aleinn. Loks taldist mér til að yfir 130 verk væru seld og voru þar málverk í yfir- gnæfandi meirihluta. Þetta reynd- ist svo engin tilviljun, því drjúg að- sókn var ennfremur að sýningu list- hópsins Koloristerne (einnig stofn- aður 1932) á Den Frie, sem er mun minna húsnæði, og þar reyndust yf- ir 80 verk seld. A báðum sýningun- um, en þó einkum Corner, höfðu einstakir selt öll verk sín og minnist ég ekki jafn mikillar velgengni hjá þessum listhópum í annan tíma, sem hlýtur að skaga í uppgangsár Grönningen (s. 1916), sem er risi danskra listhópa með 54 meðlimi. Dómarnir voru frekar lofsamlegir um báðar sýningarnar og eitt blaðið gaf Corner 4 stjörnur af fimm mögulegum. A listiðnaðarsafninu stendur yf- ir sýningin „Dansk Design“ frá aldamótunum og til seinni tíma og þar birtist hin rótgróna erfðavenja í öllu sínu veldi. Einkum þótti mér mikið varið í að setja mig inn í þró- un fatahönnunar frá aldamótum til millistríðsáranna, sem var hin fjöl- skrúðugusta. Hví ratar ekki slík sýning hingað, en hér höfum við vanrækt svið sem ég hef lengi ver- ið sannfærður um að færði þjóðar- búinu tugi miljarða króna árlega ef rétt hefði verið haldið á málum. Þann mannauð hefur íslenzk þjóð ekki ræktað sem skyldi, er hefur með hugvit og listþroska að gera og hún á gnótt af, sem marka má af frumherja nýtækninnar, en þar er síður þörf á stuðningi hins opin- bera. A sýningunni „Ný list frá Danmörku og Skáni“ á Lousiana má sjá það sem helst á að vera að gerast í listheiminum samkvæmt heimatilbúnum sannleika og við höfum engan veginn farið varhluta af. Þesslags sýningar eru hvar- vetna í listhúsum heimsborganna, hverri annarri náskyldar, enda um fjölþjóðahreyfingu og alþjóðamál listarinnar að ræða og kennt sem stórisannleikur í fjöltæknideildum flestra listaskóla. Hið frumlega og upprunalega sprettur ekki fram rökrétt og ósjálfrátt eins og gerð- ist um aldir heldur er orðið að skipulagðri markaðsvöru frá hendi sýningarstjóra. Séreðli listarinnar hafnað og hún orðin að múghreyf- ingu iðkenda sinna, sem þurfa eng- ar áhyggjur að hafa ef réttum og tillærðrum töktum er fylgt. Eftir að þessi stórisannleikur haslaði sér völl á Lousiana, með nýjum forstöðumanni, Lars Nittve list- sögufræðingi frá Svíaríki, hefur stórlega dregið úr aðsókn á safnið að því mér er tjáð, jafnvel um einn fjórða á aðeins einu ári. I framhjáhlaupi má einnig koma fram hér, sem ég las í blaði sem ég fékk á opnun sýningar útskriftar- nema á listakademíunni í Dresden, að aðsóknin að listhöllinni í Rostock hefur með nýjum herrum og sýn- ingarstjórum hrapað úr 100.000 á ári niður í 10.000. Er ég sýndi Zimmermann fyrrum forstöðu- manni listhallarinnar gi-einina brosti hann og sagði að búið væri að loka kaffistofunni þar sem svo var komið að einungis 2-3 gestir litu þar inn virka daga. amræðan er mikil og frjó í fjölmiðlum Kaupmanna- hafnar og menningarmála- ráðherrann nýi, Ebbe Lundgaard, undir smásjá, og má hafa sig allan við að svara fyrir- spumum og árásum úr öllum átt- um, sem hann gerir gjarnan. Lista- menn eru stómm virkari á opinber- um vettvangi í Danmörku en hér á útskerinu og það ber árangur, vel að merkja. Þarlendum listamönn- um er einfaldlega ekki sama hvern- ig þeir eru meðhöndlaðir af hinu opinbera né hvemig peningum til lista er varið og eru óhræddir við að opinbera skoðanir sínar. Liggur við að ég fái gæsahúð af öfund er ég les þessar snaggaralegu samræður í tíðinni og ber saman við hérlenda myndlistammræðu. Vissulega mætti ætla að ástandið væri annað og heilbrigðara ef hægt væri að innleiða þær og þann hugsunarhátt sjálfsbjargarviðleitni er að baki liggur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.