Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ________ERLENT_____________ Castro segir margt líkt með hugmyndum sínum og páfa Creutzfeldt-Jakob Ottast sýkingu í Hong Kong Hong Kong. Reuters. YFIRVOLD í Hong Kong lýstu því yfir í gær að 111 sjúklingar, sem gert var lyfjapróf á fyrir nokkrum árum, kynnu að hafa smitast af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum. Sjö sjúklinganna eru látnir en ekki er Ijóst hvort banamein þeirra var téður sjúkdómur. Fréttimar hafa vakið skelfingu í borginni en yfirmenn sjúkrahússins þar sem prófin voru gerð á sjúkling- unum segja afar ólíklegt að fólkið hafi látist úr Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum. Astæðan er langur meðgöngutími sjúkdómsins en ekki er langt síðan prófin voru gerð. Fólkið var sprautað með geisla- virkum vökva en það er gert til að greina ýmsa sjúkdóma. Grunur leikur á að í vökvanum sem sjúk- lingarnir 111 fengu, hafi verið efni er innihélt sýkt prótein en efnið var fengið frá Bretlandi. ----------------- Samið í ein- okunarmáli TILKYNNT var í gær í Was- hington að Microsoft-fyrirtækið og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefðu náð samkomulagi um hluta þess máls sem stjómvöld reka gegn Microsoft vegna brota fyrirtækisins á löggjöf um einokun. Mun samkomulagið ganga út á að framleiðendur einkatölva sem kaupa Windows 95-stýrikerfið megi þurrka út merkið fyrir Intemet-ex- plorer-forritið, sem var svar Microsoft við Netscape-forritinu og fleiri slíkum, sem veita tölvunotend- um aðgang að Netinu. Kom tilkynningin nokkuð á óvart, en lögfræðingar beggja aðila sögðu frá þessari niðurstöðu á fundi með dómaranum í málinu. Joel Klein saksóknari lýsti sam- komulagi þessu sem „sigri fýrir neytendur". Það sýndi að sjálfstæð tölvufyrirtæki þyrftu ekki að una „einokunarvaldbeitingu" af hálfu Microsoft-risafyrirtækisins. GLEÐI og hátíðarstemmning ríkir á Kúbu vegna komu Jóhannesar Páls II páfa þangað. „Kúbanska þjóðin er nú sú hamingjusamasta í heimi,“ sagði kona í höfuðborginni Havana og víst er að margir taka undir það. Um 50.000 manns vora viðstödd messu páfa í Santa Clara í gær og fögnuðu honum ákaflega, sungu sálma og hrópuðu nafn páfa. Þá hef- ur vel farið á með páfa og Fidel Ca- stro, leiðtoga Kúbu, þrátt íyrir að annar sé yfirlýstur andstæðingur kommúnisma en hinn stýri einu af síðustu kommúnistaríkjunum. Við komuna til Havana á miðviku- dagskvöld hvatti páfi til opnara þjóðfélags á Kúbu og gagnrýndi óbeint viðskiptabann Bandaríkjanna á landið, er hann hvatti tO þess að einangrun landsins á alþjóðavett- vangi yrði rofin. Páfi hefur lagt áherslu á siðferði- leg gildi á Kúbu, ekki síst í ljósi þess að þaggað var niður í rödd kaþólsku kirkjunnar eftir valdatöku kommún- ista 1959. Minnti páfi á þá ósk kaþólsku kirkjunnar að fá meira frelsi tO að útbreiða fagnaðarboðskapinn en um þriggja áratuga skeið var hvers kon- ar trúariðkun bönnuð á Kúbu. Umburðarlyndi í trúmálum Er Castro tók á móti páfa líkti hann afstöðu sinni til félagslegra að- stæðna fólks við afstöðu páfa. „Ekki er annað land betur til þess faUið að skOja hugmynd yðar sem var svo vel orðuð ... að jöfn skipting auðs og samstaða með mönnum og þjóðum eigi að ná til heimsins alls,“ sagði Castro. „Afstaða okkar tO margra mikOvægra málefna dagsins í dag er sú sama og afstaða yðar. I öðrum málum eru skoðanir okkar ólíkar en við berum mikla virðingu fyrir sterkri sannfæringu yðar fyrir þeim hugmyndum sem þér standið fyrir.“ Castro sagði að Kúbverjar myndu „deyja þúsund sinnum fremur en að hverfa frá sósíalískri byltingu". Hann kvaðst engu að síður ákveðinn í að sýna fram á að Kúba væri land þar sem umburðarlyndi ríkti í trú- málum. Hefur Castro látið skipu- leggja komu tuga þúsunda manna á þá staði sem páfi messar á, fánar Páfagarðs og Kúbu blakta hvar- vetna við hún, myndir af páfa og tengdar kirkjunni hanga víða uppi og verkamönnum var gefið frí dag- inn sem páfi kom tO Kúbu. Þrátt fyrir að staða kaþólsku kirkjunnar hafi ekki verið mjög sterk fyrir byltinguna 1959 sem kom Castro til valda, er gleði margi-a vegna komu páfa óblandin. „Ég er svo hamingjusöm. Hann vekur von- ina til lífsins," sagði gömul kona sem fylgdist með komu páfa. Trúleysi var lögboðið þar tO fyrir sex árum en kaþólska kirkjan á Kúbu stendur þó enn tiltölulega veikum fótum. Binda forvígismenn hennar miklar vonir við komu páfa og vona að hún verði til þess að styrkja stöðu henn- ar, auk þess sem hún kunni jafnvel að verða til þess að kalla á löngu tímabærar breytingar á Kúbu. Kyrrt í Zimbabwe eftir óeirðir Reynt að hafa hemil á verðhækkunum Efnahagslíf í Indó- nesíu að stöðvast Jakarta, Hong Kong. Reuters. ÁSTANDIÐ í Indónesíu versnar með degi hverjum og efnahagslífið er að því komið að stöðvast að mati efnahagssérfræðinga vegna gengis- hruns gjaldmiðilsins, fjárskorts og gífurlegra skulda. Gengi rúpíunnar féll um 20-30% þegar markaðirnir opnuðu í gær en rétti síðan nokkuð við eftir að indónesíski seðlabank- inn greip í taumana með dollara- sölu. Gengi verðbréfa og annarra gjaldmiðla í Asíu lækkaði í kjölfarið. Vaxandi svartsýni gætir í Hong Kong vegna uppsagna hjá fyrir- tækjum og gjaldþrots verðbréfafyr- irtækja. Þegar markaðimir opnuðu í Indónesíu í gærmorgun féll gengi íúpíunnar í 17.000 á móti dollara en það samsvarar 86% gengisfalli frá því um mitt síðasta ár. Rétti það síðan aftur úr kútnum vegna mildll- ar dollarasölu seðlabankans og var í 12.000 til 12.500 þegar markaðsdeg- inum lauk. Bankamenn segja, að flestir séu í raun búnir að afskrifa rúpíuna, meðal annars vegna vax- andi fjárskorts í indónesískum bönkum og vegna þess, að enginn veit hvemig tekið verður á gífurleg- um skuldum fyrirtækja í landinu. Gengi annarra gjaldmiðla í Asíu lækkaði einnig í gær að undanskildu japanska jeninu, sem styrktist nokkuð, og gengi verðbréfa lækkaði alls staðar. Fá ekki erlend aðföng Efnahagssérfræðingar sögðu í gær, að í raun væm öll skráð fyrir- tæki í Indónesíu gjaldþrota. Skulda- súpan ylli því, að þeim fyrirtækjum, sem þyrftu á erlendum aðföngum að halda, yrði að loka með tilheyr- andi fjöldauppsögnum. Eriendir bankar væm hættir að taka mark á lánsheimildum indónesískra banka. Stjómvöld í Indónesíu spá því, að verðbólga á þessu ári verði um 20% og hagvöxtur enginn en aðrir telja líklegt, að samdrátturinn í efnahgs- lífinu verði veralegur eða allt að 10%. Segja þeir, að það muni fyrst sýna sig eftir nokkra mánuði hve ástandið er grafalvarlegt og spá því, að þegar fólk snýr almennt aftur til vinnu eftir frí í fostumánuði múslima, um næstu mánaðamót, muni margir koma að lokuðum dyr- um. Stjómvöld í Indónesíu búast við, að einni milljón manna verði sagt upp störfum á árinu en fyrir eru 2,7 milljónir skráðra atvinnuleysingja. Þá er átt við uppsagnir hjá skráðum fyrirtækjum en auk þess era millj- ónir manna í tímabundnum störfum eða hlutastörfum, sem hvergi koma fram opinberlega. Ofan á allt saman er talið, að fyrirtækin muni knýja fram launalækkanir hjá þeim, sem halda vinnunni. Svartsýni í Hong Kong Aukinnar svartsýni er farið að gæta í Hong Kong vegna gjaldþrots nokkurra verðbréfafyrirtækja og þykir víst, að viðskiptavinir þeirra muni tapa miklu fé. Gengi margra verðbréfa hefur fallið mikið eða um allt að 50% og fasteignir fallið í verði. Vegna ástandsins heldur fólk almennt að sér höndum með öll fjárútlát og vegna samdráttarins hafa smásalar krafist lægri leigu fyrir verslunarhúsnæði. I skoðana- könnunum kemur fram, að óttinn við yfirráð Kínverja hefur minnkað meðal íbúa í Hong Kong en 62% segja lífskjörin hafa versnað síðan Bretar slepptu af þeim hendinni og traust á yfirvöldum og opinberri þjónustu hefur snarminnkað. Harare. Reuters. ÞRÍR menn týndu lífi í óeirðunum, sem urðu í Harare, höfuðborg Zimbabwe, á mánudag og þriðju- dag en þá mótmæltu þúsundir manna miklum verðhækkunum á flestum nauðsynjum. Ríkisstjórnin hefur heitið að hafa hemil á hækk- ununum en jafnframt skipað hern- um að aðstoða lögregluna við lög- gæslu. Talsmaður lögreglunnar sagði, að eitt barn hefði troðist undir, annað orðið íyrir bíl þegar það flýði undan lögreglunni og í þriðja lagi hefði maður verið skotinn er hann reyndi að ræna verslun. Sagði hann, að um 2.000 manns væra enn í haldi lögreglunnar og þar af hefðu 378 verið ákærðir fyrir þjófnað. Óeirðimar, sem lítt kunn sósí- alistasamtök segjast bera ábyrgð á, eru harðasta atlagan að Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, á 17 ára valdaferli hans. Að loknum skyndifundi ríkisstjórnarinnar í fyrradag sagði talsmaður hennar, að almenningur hefði rétt á að mót- mæla 20% verðhækkun á helstu nauðsynjum á þessu ári og Mugabe hefur sldpað kornfyrirtækjum að hætta við 21% hækkun á maísmjöli. Mugabe sagði í gær, að rætt yrði við bændur og fulltrúa erlendra ríkja, sem aðstoðað hefðu Zimb- abwe, um þá áætlun stjórnvalda að taka land af 1.503 hvítum bændum og skipta því upp á milli landlausra blökkumanna. Hefur þessi áætlun verið fordæmd erlendis og Bretar hafa hótað að hætta fjárstuðningi við Zimbabwe komi hún til fram- kvæmda. ------♦♦-♦----- Unabomber hyggst játa Washington. Reuters. THEODORE Kaczynski, sem grun- aður er um að vera svonefndur Unabomber, hefur, samkvæmt dómssátt, játað sig sekan, gegn því að verða ekki dæmdur til dauða, að því er bandaríska dómsmálaráðu- neytið greindi frá í gær. Tafir hafa orðið á því að réttar- höld í máli Kaczynslds hæfust, en honum er gefið að sök að hafa orðið þrem að bana og sært fleiri með því að senda þeim bögglasprengjur. Samkvæmt dómssáttinni verður hann dæmdur í lífstíðar fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.