Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 19 Ástandið í Israel eins og hjá nas- istum FIÐLULEIKARINN Yehudi Menuhin, sem er gyðingur, líkti ástandinu í Israel við ástandið í Þýskalandi á valda- tíma nasista í viðtali við Le Figaro í gær. Hann sagði því hlutverki Israels að vera hið fyr- irheitna land ofsóttrar þjóðar vera lokið. Mikil- vægasta hlutskipti Israels nú væri að vinna að friði í Mið- austurlöndum þó svo það virt- ist í auknum mæh ómögulegt. Sagði hann að þeir sem vildu Jerúsalem út af fyrir sig hefðu alltaf orðið undir í stríðsátök- um því hún væri borg eilífðar- innar. Líklegt þykir að um- mæli Menuhins valdi uppnámi í ættlandi hans. Fulltrúi SÞ hitti Suu Kyi FULLTRÚI Sameinuðu þjóð- anna í málefnum Búrma, Al- varo De Soto, ræddi við leið- toga herforingjastjórnarinnar og Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um stjómmálaástandið í landinu í gær en varðist allra fregna af viðræðunum. Atvinnulausir herskáir UM 100 herskáir franskir at- vinnuleysingjar ruddust inn á skrifstofur franska jafnaðar- mannaflokksins í París í gær og mótmæltu því að stjóm Lionels Jospins forsætisráð- herra skyldi hafna hækkun at- vinnuleysisbóta. Lögregla um- kringdi húsið en fór ekki inn. Fjögur helstu baráttusamtök atvinnulausra Frakka hafa boðað til mótmæladags um land allt næstkomandi þriðju- dag er franska þingið tekur til umræðu framvarp stjórnar- innar um styttingu vinnuvik- unnar úr 39 stundum í 35. Mansell missti prófíð BRESKA kappaksturshetjan Nigel Mansell, sem varð heimsmeistari í Formúlu-1 1992, var sviptur ökuleyfi til sex mánaða í gær, eftir að hafa verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur þriðja sinni. Þjóðverjar stela verjum ÞRIÐJI hver smokkur sem Þjóðverjar nota er stoKnn, að sögn blaðsins Berliner Mor- genpost. Hefur það upplýsing- arnar eftir samtökum verslun- arinnar (HDE) sem segir Þjóðverja stela 38% smokkum sem þeir nota vegna tepru- skapar. Engri vörategund er stolið hlutfallslega jafn mikið. Næst á þeiiTÍ skrá kemur vin- sælt hrakkukrem. Mcnuhin Schröder talinn eiga sigur vísan Hannover. Reuters. GERHARD Schröder virðist eiga sigur vísan í kosningum til þings Neðra-Saxlands, þar sem hann gegnir embætti forsætisráðherra. Kosningar fara fram í Neðra- Saxlandi 1. marz. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fær flokkur Schröders, jafnaðarmannaflokkur- inn SPD, 46% atkvæða í kosningun- um, en kristilegir demókratar (CDU), aðeins 35%. Schröder hefur áður sagt að hann sé sjálfkrafa úr leik sem væntanlegt kanzlaraefni SPD ef flokkurinn tapaði meira en tveimur prósentum atkvæða frá síðustu kosningum í Neðra- Saxlandi, þegar SPD fékk 44,3%. Fyrr í vikunni vísuðu Schröder og keppinautur hans um útnefn- ingu sem kanzlaraefni SPD, flokks- formaðurinn Oskar Lafontaine, á bug orðrdmi um dsætti hefði komið upp á milli þeirra vegna þess hvenær fiokkurinn eigi að útnefna formlega kanzlaraefni sitt, en í tímaritsviðtali sem birtist á mánu- dag sagði Sehröder að þessi ákvörðun verði að liggja fyrir í seinasta lagi 7. marz. Hér gera Schröder (t.v.) og Lafontaine að gamni sínu á fundi í Bonn. Reuters Afsláttur 150 sparkbílar IUUU 450 ökklaskór 500 k 300 barnaháskólabolir 500 k 300 dömupeysur 350 k 1000 búðingsform 50 kr. 1000 borðmottur 50 kr. rstir koma fyrst.v Komdu og gerðu góð kaup! Ofurtilboð eru einungis fáanleg í verslunum Hagkaups Skeifu, Kringlu, Akureyri og Nfarðvík. HAGKAUP fifrirfiölsktfldnHa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.