Morgunblaðið - 23.01.1998, Side 19

Morgunblaðið - 23.01.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 19 Ástandið í Israel eins og hjá nas- istum FIÐLULEIKARINN Yehudi Menuhin, sem er gyðingur, líkti ástandinu í Israel við ástandið í Þýskalandi á valda- tíma nasista í viðtali við Le Figaro í gær. Hann sagði því hlutverki Israels að vera hið fyr- irheitna land ofsóttrar þjóðar vera lokið. Mikil- vægasta hlutskipti Israels nú væri að vinna að friði í Mið- austurlöndum þó svo það virt- ist í auknum mæh ómögulegt. Sagði hann að þeir sem vildu Jerúsalem út af fyrir sig hefðu alltaf orðið undir í stríðsátök- um því hún væri borg eilífðar- innar. Líklegt þykir að um- mæli Menuhins valdi uppnámi í ættlandi hans. Fulltrúi SÞ hitti Suu Kyi FULLTRÚI Sameinuðu þjóð- anna í málefnum Búrma, Al- varo De Soto, ræddi við leið- toga herforingjastjórnarinnar og Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um stjómmálaástandið í landinu í gær en varðist allra fregna af viðræðunum. Atvinnulausir herskáir UM 100 herskáir franskir at- vinnuleysingjar ruddust inn á skrifstofur franska jafnaðar- mannaflokksins í París í gær og mótmæltu því að stjóm Lionels Jospins forsætisráð- herra skyldi hafna hækkun at- vinnuleysisbóta. Lögregla um- kringdi húsið en fór ekki inn. Fjögur helstu baráttusamtök atvinnulausra Frakka hafa boðað til mótmæladags um land allt næstkomandi þriðju- dag er franska þingið tekur til umræðu framvarp stjórnar- innar um styttingu vinnuvik- unnar úr 39 stundum í 35. Mansell missti prófíð BRESKA kappaksturshetjan Nigel Mansell, sem varð heimsmeistari í Formúlu-1 1992, var sviptur ökuleyfi til sex mánaða í gær, eftir að hafa verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur þriðja sinni. Þjóðverjar stela verjum ÞRIÐJI hver smokkur sem Þjóðverjar nota er stoKnn, að sögn blaðsins Berliner Mor- genpost. Hefur það upplýsing- arnar eftir samtökum verslun- arinnar (HDE) sem segir Þjóðverja stela 38% smokkum sem þeir nota vegna tepru- skapar. Engri vörategund er stolið hlutfallslega jafn mikið. Næst á þeiiTÍ skrá kemur vin- sælt hrakkukrem. Mcnuhin Schröder talinn eiga sigur vísan Hannover. Reuters. GERHARD Schröder virðist eiga sigur vísan í kosningum til þings Neðra-Saxlands, þar sem hann gegnir embætti forsætisráðherra. Kosningar fara fram í Neðra- Saxlandi 1. marz. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fær flokkur Schröders, jafnaðarmannaflokkur- inn SPD, 46% atkvæða í kosningun- um, en kristilegir demókratar (CDU), aðeins 35%. Schröder hefur áður sagt að hann sé sjálfkrafa úr leik sem væntanlegt kanzlaraefni SPD ef flokkurinn tapaði meira en tveimur prósentum atkvæða frá síðustu kosningum í Neðra- Saxlandi, þegar SPD fékk 44,3%. Fyrr í vikunni vísuðu Schröder og keppinautur hans um útnefn- ingu sem kanzlaraefni SPD, flokks- formaðurinn Oskar Lafontaine, á bug orðrdmi um dsætti hefði komið upp á milli þeirra vegna þess hvenær fiokkurinn eigi að útnefna formlega kanzlaraefni sitt, en í tímaritsviðtali sem birtist á mánu- dag sagði Sehröder að þessi ákvörðun verði að liggja fyrir í seinasta lagi 7. marz. Hér gera Schröder (t.v.) og Lafontaine að gamni sínu á fundi í Bonn. Reuters Afsláttur 150 sparkbílar IUUU 450 ökklaskór 500 k 300 barnaháskólabolir 500 k 300 dömupeysur 350 k 1000 búðingsform 50 kr. 1000 borðmottur 50 kr. rstir koma fyrst.v Komdu og gerðu góð kaup! Ofurtilboð eru einungis fáanleg í verslunum Hagkaups Skeifu, Kringlu, Akureyri og Nfarðvík. HAGKAUP fifrirfiölsktfldnHa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.