Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 34
*34 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR fundar Reagans og Gorbatsjovs í Höfða í Reykjavík 1986. Minningargrein HVAÐ stendur upp úrá afmælisári? Kannski ljóð, tón- verk, höggmynd eða seta nokkurra manna í herbergi á Sögu þar sem skálað var í kampavíni? Tímarnir leiða það í ljós. Fyrir- svarsmaður og nefnd- v«jr í fínu fötum keisar- ans? Hjómið, fínu föt- in gleymast skjótt og stundum er betra að gera ekki neitt og vera bara í hvers- dagsfötum eða lörf- um. Það er þá ekki verið að sýnast; það er komið til dyranna eins og menn eru klæddir og ekki verið að blekkja eða sýnast. Oft tileinka menn sér slagorð og leggja ^áherslur á það sem ekkert er til að slá ryki eða glýju í augu svo þau blindist. Stigaþrep era mismörg upp á næstu hæð, stundum brött, stund- um aflíðandi og þægileg uppgöngu; breið þrep, mjó þrep, það er hvort tveggja áfangi að sama marki og stigapallurinn er á sínum stað: áfanginn sem stefnt var að; sem minnst verður eftir víð- sýninu, sjóndeildar- hringnum sem opnað- ist. Hús og hýbýli er gott rit og sýnir oftast innri mann og smekk; opnar öðrum sýn og gefur hugmyndir. Sum- ir hafa ekkert að sýna og eru þess vegna ekki teknir inn í blaðið nema méð kunningja- poti og gleður þá engan sem h'tur það augum, nema þá helst ef greina má fallegt blóm í glugga ef viðkomandi hefur þá til- fínningu fyrir fegurð og ilmi þess. Næst þegar farið verður af stað með eitthvað sem á að sýna menn- ingarstig og smekklega víðsýni væri rétt að þreifa fyrir sér þar sem fólkið býr látlaust, tilfinninga- ríkt og smekkvíst. Fínu fötin keisarans eru bara hjóm - börnin sjá það best, kom- andi kynslóðir. Tilefni minningar- greinar þessarar er efni sem gert var og unnið með fyrirvara og var að mestu til í upphafi minningar- árs. Gripur sem hlaut fyrstu verð- laun í samkeppni sem efnt var til 1987 til að minnast Leiðtogafund- Oft tileinka menn sér slagorð, segir Grímur M. Steindórsson og leggur áherslu á það sem ekkert er. arins og hlaut þar fyrstu verð- laun; var stækkaður. Þetta var kynnt aðilum borgarstjóra, for- manni Menningarmálanefndar Reykjavíkur og nefnt í leiðinnvið þá að það hefði komið fram í út- varpinu á sínum tíma að til stæði að stofna Friðarlund við Höfða, þar sem þjóðhöfðingjar plöntuðu trjám sem tákni um gróður friðar og ætti verkið að vera í þeim lundi. Ég nefndi í bréfum til þessara aðila að verkið yrði á flöt austan við Höfða þar sem er mikið rými og til stæði að planta þar. Kynnt var ljóð eftir Kristjönu Elilíu Guð- mundsdóttur ljóðskáld og tónsmíð eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Öll þessi verk báru heitið „Upphaf friðar" eins og verðlaunamyndin. Hefði þetta efni allt fengið náð hjá fyrirsvarsmönnum afmælisársins mætti segja að gerð hefði verið til- raun til að nýta listsköpun við minningu afmælisins og ævinlega litið til þess sem eftir stæði af af- mælisárinu. Klæðin sem þeir bera á herðum sér sem stjómuðu afmælisárinu kalla ég Fínu fötin keisarans: það er það eina sem eftir stendur, hjómið eitt. Höfundiir er listamaður. VISA, stikkfrí í samkeppninni ÞAÐ ER viðurkennt að óvíða ef nokkurstað- * kr ríki í íslenskri at- vinnugrein eins mikil samkeppni og í versl- un. Þessi samkeppni hefur leitt til mikillar framleiðni í greininni og afar hagstæðs vöra- verðs í flestum ef ekki öllum greinum verslun- ar. I nýlegri skýrslu V erslunarmannafélags Reykjavíkur unninni af Hagfræðistofnun HI kemur fram að fram- leiðni í verslun hefur stóraukist umfram aðr- ar atvinnugreinar og ^pker smásöluverslunin sig úr hvað mikla framleiðni varðar. Allt er þetta afleiðing og árangur af óheftri samkeppni sem er eina trygging neytandans fyrir hag- stæðu vöraverði. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS Traust þjónusta Rómaöar lausnir KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Það sem helst kemur í veg fyrir að meiri ár- angur náist í verslun er að í mörgum greinum samfélagsins ríkir ekki sú sama samkeppni og ríkir í versluninni. Má þar nefna flutninga- starfsemi, bankastarf- semi, greiðslukorta- miðlun, eftirlitsstarf- semi, raforkudreifingu o.fl. í nýbirtri niðurstöðu Samkeppnisstofnunar varðandi greiðslukort, en greiðslukortastarf- semi er einmitt star- semi þar sem ríkir sam- keppnisleysi eða í besta falli fá- keppni, er reglan um bann við mis- mun lýst ógild, en þessi regla í samningi greiðslukortafyrirtækja við verslanir kemur í veg fyrir að kostnaði við kortanotkun sé bætt við staðgreiðsluverð. Þetta veldur því að kortanotendur geta ekki með neinum vitrænum hætti gert sér grein fyrir þeim kostnaði sem þeir valda með notkun korta, sem hefur síðan Ieitt til þess að korta- notkun hérlendis er sú mesta í heimi. Það er athyglisvert að í nýlegu viðtali við forstjóra VISA Island kom fram að að hans mati skipti það verslunina engu máli hvað hún greiði í þjónustugjöld til kortafyr- irtækjanna þar sem verslunin velti þeim kostnaði hvort sem er yfir á viðskiptavini sína. Þetta lýsir afar vel hugsanagangi manna sem starfa í einokun eða fákeppni. Með sama hætti skipti það þá Haukur Þór Hauksson væntanlega verslunina engu máli hve há t.d. flutningsgjöld væru eða húsaleiga verslunar eða skattar þar sem viðskiptavinirnir borguðu hvort sem er allt. Niðurstaða Samkeppnisstofnun- ar er rétt, hún leiðir til samkeppni á sviði greiðslumiðlunar og er neyt- endum til hagsbóta, að vísu veldur hún því að verslunin verður sýnileg- ur innheimtuaðili greiðslukortafyr- irtækjanna sem kaupmenn hafa í sjálfu sér ekki áhuga á, en líta má á niðurstöðuna sem áfanga á þeirri leið að greiðslukortafyrirtækin semji beint við sína korthafa og lagt Framleiðni í verslun hefur stóraukist um- fram aðrar atvinnu- greinar, segir Haukur Þór Hauksson, og þar sker smásöluverslunin sig úr. verði bann við því að greisluviðtak- endum verði gert að standa undir notkun greiðslukorta. Samkeppni er gífurleg í verslun á íslandi, framleiðni í verslun er mikil og íslensk verlsunarfyrirtæki hafa tileinkað sér nýjustu hugmyndir og tækni. Allt hefur þetta orðið neyt- endum til hagsbóta, en það hlýtur að vera til umhugsunar fyrir neyt- endur og verslunina að hálfopinber gi’eiðslukortafyrirtæki hafa með andsamkeppnislegum tilburðum komið sér hjá því að keppa á mark- aðinum, heldur laumað sér inn í vöraverðið með viðskiptaskilmálum sem einungis taka mið af hagsmun- um þeirra sjálfra, eins og segir í niðurstöðu Samkeppnisstofnunar. Höfundur er kaupmaður i Reykja- vík og varaformaður Samtaka versl- unarinnar. Sjávarútvegs- sýningin velkomin í athafnabæinn Kópavog AÐ SJÁLFSÖGÐU bjóðum við Kópavogs- búar sjávarútvegssýn- inguna, velkomna í bæ- inn okkar. Það er mjög ánægjulegt að hið virta alþjóðafyrirtæki Nexus Media Ltd. skuli sjá möguleikana sem íþróttasvæðið í Smáran- um hefur upp á að bjóða. Samanlagt eru tennishöllin og íþrótta- húsið í Smáranum meira en 1.000 fm stærri en sýningarsvæðið í Laug- ardalnum, þ.e. Laugar- dalshöllin og Skauta- höllin. Við höfum einnig næg bíla- stæði og aðkoman er síst verri en í Laugardalnum. Auk þess taka allar raf- og símalagnir mið af nýjustu Kópavogur, sem er stærsti bær landsins, segir Ármann Kr. Olafsson, er orðinn raunverulegur valkost- ur á móti Reykjavík. ki'öfum, sem er mikill kostur. Kópavogur, sem er stærsti bær landsins, er orðinn raunverulegur valkostur á móti Reykjavík. Mesta eftirspurn eftir byggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu er hér í Kópa- vogi, hvort um er ræða fyrir ein- staklinga eða fyrirtæki. Fasteignaverð íbúðar- húsnæðis hefur hækkað meira hér í Kópavogi en annars staðar og ljóst er að verslunin veðjar á Kópavoginn sem sitt framtíðar upp- byggingarsvæði. Enda er Kópavogur miðja höfuðborgarsvæðisins. Menningarlíf er hér í miklum blóma og mun bygging tónlistarhúss, sem er hafin, setja bæ- inn á enn hærri stall. Kraftmikið íþróttastarf er í bænum og óhætt að segja að bæði Breiðablik og HK auki sífellt hróður bæjarins og er þó fátt eitt talið. Það ei' af sem áður var þegar Kópavogur var kallaður „svefnbær- inn“. Nú stendur Kópavogur fylli- lega undir því að vera kallaður „at- hafnabær". Við skulum því nýta okkur það tækifæri sem felst í við- urkenningu Nexus Media Ltd. Það sýnir okkur að full ástæða er til þess að leggja enn meira í markaðs- setningu á Smáranum sem raun- verulegs valkosts til sýningarhalds. Ef vel tekst til getur sú markaðs- setning orðið grundvöllur fyrir upp- byggingu ferðaþjónustu í Kópavogi og hver veit nema langþráður draumur um hótel rætist í kjölfarið. Höfundur er stjórnmálafræðingur og býður sig fram í 4. sæti ípróf- kjöri Sjálfstæðisflokksins i Kópa- vogi. Ármann Kr. Ólafsson Milli himins og jarðar VELFERÐ og lífsaf- koma þjóða er háð um- hverfislegum skilyi'ðum, ekki síst á Islandi. Á al- þjóðavettvangi hafa aðild- arríki Sameinuðu þjóð- anna verið afl í þágu vit- undarvakningar um mik- ilvægi þess að storka ekki náttúrunni - sem og eigin lífsafkomu - með mengun í lofti og á láði. Umhverf- isráðstefnurnar í Rio de Janeiro í Brasilíu 1992 og í Kyoto í Japan 1997 eru til vitnis um það. En þótt slíkir alþjóðafundir hafi mikið vægi er mikilvæg- ast að hver og einn hugi að umhverf- ismálum - ekki síst sveitarstjórnh'. Það era meðlimir Reykjavíkurlistans meðvitaðir um og 1997 varð Reykja- vík aðili að samtökum borga í Evrópu sem skuldbinda sig til að vinna að stefnumótun í umhverfismálum sem tekur mið af ákvæðum áætlunar sem samþykkt var á ofannefndu umhverf- is- og þróunarþingi Sameinuðu þjóð- anna í Brasilíu 1992. Endui-vinnsla & umhverfisvitund Á vegum Reykjavíkurlistans vinn- ur nefnd að mótun stefnu í sorp- hirðumálum, enda er það hlutverk stjórnvalda að hvetja - og skapa þegnunum skilyrði - til umhverfis- vænnar hegðunar. Eins og staðan er í dag getur hver og einn farið með endurvinnanlegt sorp í endurvinnslu- stöðvar eða gáma á þeirra vegum, en í því augnamiði að auka endurvinnslu og efla umhverfisvitund yrðu allir að hafa aðgang að sorptunnum fyrir flokkað sorp við heimili sín sem Sorp- hirða Reykjavíkur myndi síðan hirða og flytja í endurvinnslu. Vetni & hjól Áhrif mengunar af völdum gróður- húsalofttegunda - sem fyrst og fremst má rekja til notkunar bens- íns, olíu og kola sem orkugjafa - eru hvorki einhlít né að fullu kunn. Með öðrum orðum get- ur mengun sjávar sem og loftmengun haft mis- munandi verkun á veð- ur- og hitaskilyrði - sums staðar geta hfs- skilyrði orðið betri, sums staðar verri. Verstu vísindalegu spár fyrir Island er að eyjan verði óbyggUeg með öllu í kjölfar mikillar kólnunar. Mergur máls- ins er að vísindaleg þekking manna er ekki fullkomin en þó verður að grípa í taumana til að stemma stigu við mengun af manna völdum því þrátt fyrir allt eru menn sammála um eitt: Mengun er skað- valdur. Minni bílanotkun og/eða notkun bíla sem knúðir eru vetni/rafmagni sem og aukin hjólreiðanotkun leggst Avegum Reykjavíkur- listans, segir Magnea Marinósdöttir, vinnur nefnd að mótun stefnu í sorphirðumálum. allt á eina sveif: minni mengun. Það er því mikilvægt að leggja reiðhjóla- stíga samsíða helstu samgönguæðum Reykjavíkur til að skapa reiðhjóla- mönnum örugg skilyrði í umferðinni. Ennfremur er mikilvægt að hefja notkun rafmagns- og/eða vetnisbíla um leið og það verður mögulegt - ekki síst í tengslum við almennings- samgöngur. Ef hugur og hönd fara saman er allt mögulegt. Höfundur er frambjóðandi ípróf- kjöri R-listans. Magnea Marinósdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.