Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 43 I > í ) ► ) ) ) ) ) ) ) I I I I I i 60. HOOGOVENS MÓTIÐ Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 VINN. RÖÐ: 1 Kramnik, Rússlandi 2.790 1 1 1 0 1 4 1.-2. 2 Nijboer, Hollandi 2.590 0 0 0 1/2 1 11/2 11.-13 3 Adams, Englandi 2.670 0 1 1 1/2 1/2 3 3.-6. 4 Gelfand, Hvíta-Rússl. 2.675 0 1 1 1/2 1/2 3 3.-6. 5 Shirov, Spáni 2.710 1 1/2 0 1/2 1/2 21/2 7.-9. 6 Timman, Hollandi 2.620 1/2 1/2 1/2 1 1/2 3 3.-6. 7 Van Wely, Hollandi 2.605 1/2 0 0 1/2 0 1 14. 8 Salov, Rússlandi 2.680 1/2 0 0 1/2 1/2 11/2 11.-13 9 Anand, Indlandi 2.770 1/2 1 1 1 1/2 4 1.-2. 10 Topalov, Búlgaríu 2.740 1/2 1/2 1 1 0 3 3.-6. 11 Júdit Polgar, Ungvl. 2.670 0 1 1/2 % 1/2 21/2 7.-9. 12 Van der Sterren, Holl. 2.555 0 1/2 1/2 0 1 2 10. 13 Karpov, Rússlandi 2.735 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 2% 7.-9. 14 Piket, Hollandi 2.580 0 0 1/2 1/2 1/2 11/2 11.-13 Anand var fljót- ur að jafna sig SKAK Wijk aan Zee, Hollandi, 16,- 31. j a n ú a r 199$ HOOGOVENS- STÓRMÓTIÐ Rússinn Vladímir Kramnik og Ind- verjinn Vyswanathan Anand eru efstir á 60. Hoogovens-mótinu. AÐEINS einni viku eftir að þeir Karpov og Anand luku heimsmeistaraeinvígi sínu i Laus- anne í Sviss, settust þeir að tafli á stórmóti í Wijk aan Zee í Hollandi. Anand hefur byrjað frá- bærlega vel, en Karpov virðist þreyttur og hefur gert allar fímm fyrstu skákir sínar jafntefli. Vladímir Kramnik, næststiga- hæsti skákmaður heims, er óþreyttur, enda kaus hann að sniðganga heimsmeistaramótið um daginn. Hann taldi forréttindi Karpovs vera alltof mikil og óhætt að taka undir það. Van- þóknun Kramniks vó þyngra en veskið, hann missti af hlutdeild í digrum verðlaunasjóði fyi’h' vikið. Sumir telja að Kramnik hafi verið að leggja línur íyrir sjálfstætt heimsmeistaraeinvígi við Gary Kasparov, stigahæsta skákmann heims. Kramnik er óþreyttur og á sitt- hvað vantalað við þá Karpov og Anand. Hann fór af stað með lát- um og vann fjórar fyrstu skákir sínar, en tapaði þá illa fyrir Shirov. Anand náði honum með því að vinna sérlega glæsilega skák af fjórða stigahæsta skák- manni heims, Búlgaranum Topa- lov. Það er léttleiki yfir tafl- mennsku Indverjans, þótt hann hafi teflt 25 kappskákir á síðustu sex vikum, auk fjölda styttri skáka: Hvítt: Anand (2.770) Svart: Topalov (2.740) Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - b5 Leikjaröðin sem Karpov valdi í annarri skák heimsmeistaraein- vígisins kann að vera nákvæmari. ímfm --- STÖÐUMYNDI Eftir 5. - Bc5 6. c3 - b5 7. Bb3 - d6 8. a4 - Bg4 9. d3 getur hvítur ekld opnað miðborðið strax. 6. Bb3 - Bc5 7. a4! - Hb8 8. c3 - d6 9. d4 - Bb6 10. axb5 - axb5 11. h3 - 0-0 12. Hel - He8 13. Ra3 - b4 14. Rc4 - bxc3 15. bxc3 - exd4 16. Rxb6 - Hxb6 17. cxd4 - Rxe4 Sjá stöðumynd I 18. Bxf7+ - Kxf7 19. Hxe4 - Hxe4 20. Rg5+ - Kg8 21. Rxe4 - Bf5 22. Rg5 - Re7 23. g4 - Bg6 24. Re6 - Dc8 25 - Bf7 ANAND d5 26. Rxg7!! - Kxg7 27. Dd4+ - Kf8 28. Bh6+ - Ke8 29. Hel og Topalov gafst upp. Eini leikurinn er 29. - Kd7, en því svarar hvítur með 30. Hxe7+! - Kxe7 31. De4+ - Be6 32. Dxh7+ - Bf7 33. De4+ - Be6 34. Bg5+ - KÍ8 35. dxe6 - De8 36. e7+ - Kg7 37. h4 og vinn- ur auðveldlega. Skákþing Reykjavíkur Fimmta umferð á Skákþingi Reykjavíkur var tefld miðviku- daginn 21. janúar. Bergsteinn Einarsson sigraði Dan Hansson og tók þar með forystuna á mót- inu. Enn era fjölmargir skák- menn í baráttunni um efsta sætið, enda eru sex umferðir eftir af mótinu. Stigahæstu skákmenn- irnir eru þó farnir að raða sér í efstu sætin. Það var engin logn- molla á efstu borðunum í fimmtu umferð, eins og sjá má á úrslitun- um: Bergsteinn Einarsson - Dan Hansson 1:0 Jóhannes Ágústsson - Jón V. Gunnarss. 0:1 Bragi Þorfinnsson - Davíð Kjartansson 1:0 Páll A. Þórarinss. - Arnar E. Gunnarss. 1:0 Sævar Bjarnas. - Sigurjón Sigurbjörnss. 1:0 Torfi Leósson - Kristján Eðvarðsson 0:1 Staða efstu manna á mótinu eftir 5 umferðir af 11 er þessi: 1 Bergsteinn Einarsson (2175) 5 v. 2.- 4. Jón V. Gunnarsson (2475), Bragi Þorfinnsson (2235), Páll A. Þórarinsson (2180) 4% v. 5.- 12. Dan Hansson (2205), Helgi E. Jónatansson (1980), Stefán Kristjánsson (2115), Sævar Bjarnason (2315), Sigurður D. Sigfússon (2220), Kristján Eðvarðsson (2225), Hrannar Baldursson (2035), Sigurbjöm Bjömsson (2180) 4 v. 13 -17. Arnar E. Gunnarsson (2150), Jóhannes Ágústsson (2215), Davíð Kjartansson (1995), Jóhann H. Sigurðsson (2055), Eiríkur K. Bjömsson (1990) 3'A v. Jóla- og nýárs- finnakeppni TR Úrslit í jóla- og nýársfirma- keppni TR 1997- 8 fara fram mánudagskvöldið 26. janúar klukkan 20. Tefldar verða 7 um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Um- hugsunartíminn er 2x5 mínútur. Peningaverðlaun eru fyrir 3 efstu sætin: kr. 8.000, kr. 5.000 og kr. 3.000. Þátttaka er ókeypis og öll- um heimil. Árangur í úrslitum telst til árangurs í heildarkeppn- inni. Að loknum úrslitum fer fram verðlaunaafhending fyrir heildar- keppnina, en staðan fyrir úrslitin er sem hér segir: 1. Jón G. Viðarsson 41!4 v. 2. Sigurður D. Sigfússon 40 v. 3. Bragi Þorfinnsson 38 v. 4. Sigurbjörn Björnsson 37'/2 v. 5. Bergsteinn Einarsson 36 v. 6. Björn Þorfinnsson 35’A v. 7. Magnús Ö. Úlfarsson 34% v. 8. Jón Á. Halldórsson 33 v. 9. Hlíðar Þ. Hreinsson 30% v. 10. Halldór Pálsson 29% v. 11. Sigurður Steindórsson 29 v. 12. Ólafur í. Hannesson 28% v. 13. Guðjón H. Valgarðsson 27% v. 14. Stefán Kristjánsson 26% v. 15. Ómar Þór Ómarsson 26 v. 16. Páll Agnar Þórarinsson 25 v. 17. Áskell Örn Kárason 24% v. 18. Arngrímur Gunnhallsson 24 v. 19. Torfi Leósson 23% v. 20. Gústaf Smári Björnsson 23 v. 21. yaltýr Njáll Birgisson 22% v. 22. Ólafur Kjartansson 22 v. Hafa verður í huga að í keppni af þessu tagi tefla þátttakendur misjafnlega margar skákir, eftir því hversu mörgum undanrás- an’iðlum þeir taka þátt í. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson Kynningar- fundir Vina- línunnar VINALÍNAN, sem starfrækt er af Reykjavíkurdeild Rauða kross ís- lands, heldur tvo kynningarfundi fyrir verðandi sjálfboðaliða sunnu- daginn 25. janúar kl. 14 og kl. 20 í Þverholti 15, 2. hæð. Vinalínan tók til starfa 16. janú- ar 1992 og er opin öll kvöld frá 20-23. Allir sjálfboðaliðar sem svara í símann hafa sótt símanám- skeið á vegum sálfræðings og fá einnig handleiðslu á hans vegum. Markmið sjálfboðaliðanna er að vera til staðar, hlusta og gera sitt besta til að liðsinna þeim sem hringja. Lögð er áhersla á að hér er ekki um sérfræðihjálp að ræða heldur eru Vinalínufélagar venju- legt fólk sem vill deila reynslu og tíma með öðrum, segir í fréttatil- kynningu. Þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar hjá Vinalínunni eru velkomnir á kynningarfund. Sími Vinalínunnar er 561 6464 og grænt númer 800 6464. - kjarni mál.vins! ÞREKTÆKJA UTSALA Skeifunni 11, s. 5889890 Kanarí 10. og 24. febrúar 8 viðbótarhús fra kr. 49.895 Við höfum nú tryggt okkur viðbótarhús á Vista Dorada gististaðnum, afar fallegum smáhýsum í Sonnenland á hreint frábæru verði. Öll með einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi, baði, síma og verönd fyrir framan hvert hús. Mjög fallegur garður, sundlaug, veitingastaður, móttaka, íþróttaaðstaða og vagn gengur yfir daginn frá hótelinu niður á strönd. Beint flug með nýjum Boeing 757 vélum án millilendingar og þú nýtur öruggrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð frá kr. 49.895 2 vikur, hjón með 1 barn, 2-12 ára, Vista Dorada smáhýsi, 10. og 24. febrúar. Verð frá kr. 54.760 2 vikur, 10. og 24. febrúar, m.v 3 í smáhýsi, Vista Dorada. Verð kr. 66.960 2 vikur, 10. og 24. fcbrúar, m.v 2 f smáhýsi, Vista Dorada. Innifalið í verði: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, fslensk fararstjórn. Viðbótarvika: Kr. 12.000 pr. mann Austurstræti 17, 2. hæð m.v. 2 í smáhýsi.SÍmi 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.