Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 40
>Í0 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sjöfn Þorgeirs- dóttir fæddist í Neskaupstað 5. mars 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 16. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Sigmundsdóttir og Þorgeir Magnússon. Sjöfn átti þrjá bræð- ur, Ingva, Hafstein og Sigurgeir Magnús V sem er látinn. Sjöfn giftist 18. febrúar 1950 eftirlif- andi eiginmanni si'n- um Hafsteini Gunnarssyni, f. 11. september 1930, þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Anna Guðrún, f. 30. mars 1950 gift, Gunnari Þór Geirssyni, þeirra dætur eru Kristín, f. 1971 og Mér andlátsfregn að eyrum berst og út í stari bláinn og hugsa um það, sem hefur gerst til hjarta mér sú fregnin skerst hún móðir mín er dáin! Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn, fnitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn hann traust mitt var í hvíld og önn í sæld, í sorg og þrautum. Eg veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir y&, svo mæt og góð, svo trygg og trú, og tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. En þar sem standa leiðin lág égleitamunþíns anda, er lít ég fjöllin fagurblá mér finnst þeim ofar þig ég sjá í bjarma skýjalanda. (Steinn Sig.) Elsku mamma okkar, við vildum segja svo margt en við eigum engin orð. Guð styrki elsku pabba okkar í sorginni. Hvíl í friði. Anna, Elsa, Ingi og Hrönn. Elsku amma mín. Ég kveð þig með söknuði og mun alltaf geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Dagmar. Sjöfn, f. 1981. 2) Elsa, f. 17. apríl 1952, hennar börn eru Haf- steinn, f. 1968, og Dagmar, f. 1985. 3) Ingi Þór, f. 27. des- ember 1954, kvæntur Ragnhildi Önnu Jóns- dóttur, þeirra börn eru Guðjón, f. 1976, Hafsteinn Anton, f. 1982 og Anna Guð- rún, f. 1990. 4) Hrönn, f. 31. október 1957, hennar synir eru Jón Ingi, f. 1977 og Friðrik Helgi, f. 1984, sambýlismaður Hrannar er Jón Ingi Gíslason. Langömmu- börnin eru tvö. títför Sjafnar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku amma okkar. Okkur langar að minnast þín með nokkrum orð- um. Það fyrsta sem kemur upp í huga okkar eru sumarbústaðaferð- irnar okkar, sem voru margar og góðar. Þú og afi voruð alltaf komin á undan okkur, og búin að hita upp bústaðinn, og ekki má nú sleppa að minnast á besta skinkusalatið sem þú bjóst til, svo og ömmukæfuna sem aðeins þú kunnir að búa til. Þegar líða tók á kvöldið var sest niður og spilaður tremmi. Það verð- ur tómlegt að koma austur í sumar- bústað og engin gamla Gló sem tek- ur brosandi á móti okkur. Alltaf gast þú gefið okkur svör við öllu, sama hver spumingin var. Hvað gerum við nú þegar þú ert farin okkur frá? Jóladagur, amma, alltaf sáuð þið afi um að fjölskyldan kæmi öll sam- an og héldi hátiðleg jól. Sár söknuður hellist yfir okkur þegar við skrifum þessi orð, því þú fórst svo skyndilega og alltof fljótt frá okkur. Við emm þakklátar fyrir þann tíma sem við fengum með þér og við munum varðveita minning- una um þig í hjörtum okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Takk fyrir allt sem þú gafst okk- ur, elsku amma. Blessuð sé minning þín. Sjöfn og Kristín. Okkur mönnunum er veitt sú líkn að vita ekki hvað framundan er, vita ekki hvað næsti dagur ber í skauti sínu. Ekki hvarflaði það að mér fimmtudaginn 8. janúar síðastliðinn, þegar við hjónin ákváðum allt í einu að skreppa í heimsókn til Hafsteins og Sjafnar, að það yrði í síðasta sinn, sem við hittum hana hér á jörð. Við fjögur áttum saman góða kvöldstund eins og oft áður. Þeir mágarnir sátu inni í stofu og fengu sér hressingu og spjölluðu saman, við Sjöfn sátum í eldhúsinu og röbbuðum um heima og geima, meðal annars vorum við sammála um að það væri ekki nóg að tala um að nú þyrfti að gera gangskör að því að heimsækja vini og ættingja, það þyrfti að framkvæma það sem um væri rætt, ekki nóg bara að tala um það. Og mikið afskaplega er ég feg- in að við skruppum í Flúðaselið þetta kvöld, því fáum dögum seinna var það orðið of seint, til að hitta þig, mágkona mín góð. Minningarn- ar hrannast upp í huga mínum, frá samverustundum okkar Ingva með ykkur Hafsteini. Kannski er mér efst í huga allt það skemmtilega sem við brölluðum saman þegar við vorum í hjólhýsunum okkar austur í Þjórsárdal. Við fórum í langar gönguferðir hvort sem var að sumri eða vetri, stundum var heilmikill snjór en við létum það ekki á okkur fá. A vorin og sumrin smíðuðum við, gróðursettum blóm og tré, kannski þurftum við stundum að færa tré, þá gerðum við það öll í sameiningu. Það er svo margt sem lifir í minn- ingunni. Ég minnist líka með gleði þegar við vorum fjögur austur í Dal um áramótin og karlarnir okkar voru óþolinmóðir eins og krakkar og spurðu hvort þeir mættu ekki skjóta upp einni rakettu, bara einni, og við náttúrulega eins og mömmur, báðum þá að vera rólega, ekkert lægi á. Þetta voru yndisleg áramót, veðrið var svo gott að það lifði á kerti úti um miðnætti. Það var mjög gaman að vera með ykkur Hafsteini og njóta kyrrðar og friðar vetrar- næturinnar. Það var líka yndislegt að heim- sækja ykkur í fallega sumarbústað- inn ykkar í Grímsnesinu, þar áttum við líka góðar stundir saman, og vorum raunar búin að ráðgera að fara þangað bráðlega fjögur saman. En þú fórst í ferðina löngu sem við öll fórum. Það verður hræðilega erfitt að koma þangað þegar þú, Sjöfn mín, ert þar ekki lengur, en það verðum við öll að sætta okkur við. Okkur sem þótti svo vænt um þig, er það huggun harmi gegn að þú þurftir ekki að þjást lengi. Ég hefði ekki viljað horfa uppá þig ósjálfbjarga, kannski algerlega háða öðrum, máske í mörg ár, nei, þá er dauðinn betri, þó hann sé hræðilega sár. En ég er sannfærð um að við eigum öll eftir að hittast á landi eilífðarinnar þegar stunda- glasið okkar á jörð tæmist. Hafðu hjartans þökk fyrir liðnar samverustundir, elsku systir og mágkona, og vertu Guði falin um alla eilífð. Og þú, Hafsteinn minn, mágur og vinur, Guð gefi þér, börn- um ykkar og öllum aðstandendum styrk í sorginni, hann gefi okkur öll- um frið í sál. Ingvi og Guðbjörg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Mig langar að minnast Sjafnar Þorgeirsdóttur með nokkrum orð- um. Það eru að verða 30 ár síðan eig- inmaður þinn var til sjós með mín- um manni. Við áttum börn á sama reki sem leiddi til þess að mikil og góð vinátta myndaðist milli okkar. Það er margs að minnast frá þess- um tíma þegar menn okkar voru langdvölum á sjónum. Eg minnist þess þegar við fórum norður á Blönduós á fólksvagninum yfirhlöðnum af útilegufarangri og fjórum börnunum okkar á fjögurra til sjö ára aldri. Þessi ferð hefur oft komið upp í hugann hjá mér vegna þess hvað þú sást alltaf björtu hlið- amar á öllu sem kom fyrir í þessari ferð. Það var gott að hafa þig með, enda barstu mikla umhyggju íyrir bömunum mínum sem þínum. Það væri hægt að minnast margra fleiri góðra stunda sem við áttum saman með börnunum okkar á þessum tíma. Ég er innilega þakk- lát fyrir að hafa fengið að njóta þinnar hjálpar og hafa verið þér samferða. Blessuð sé minning þín. Megi Guð styrkja eiginmann þinn og böm á þessari stundu. Sigríður Skúladóttir. Elsku amma Sjöfn. Það er leiðin- legt að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Við eigum eftir að sakna þín endalaust mikið. Það var alltaf svo gaman að hitta þig. Það geislaði af þér lífshamingjan og þú varst alltaf brosandi. Þegar við systurnar kom- um upp í sumarbústað varstu alitaf tilbúin með ömmukæfu og ömmusalat og sást alltaf um að okk- ur væri ekki kalt eða of heitt og að við værum ekki svangar. Þú og Haf- steinn vomð draumahjón, alltaf ánægð og enginn tími sem þið hafið verið saman hefur farið til spillis. Dagmar og Ragnheiður Asmundsdætur. Að setjast niður og skrifa minn- ingargrein um þig, Sjöfn mín, er jafn ótrúlegt og að tunglið dytti af himnum ofan. Ég skil ekki, að þú skulir vera farin í það ferðalag sem bíður okkar allra, svona fljótt. Þú fékkst heilablóðfall mánudaginn 12. janúar síðastliðinn. Læknamir rannsökuðu þig og komust að því að mikil hætta var á að þú gætir fengið annað áfall. Þú reyndir að berjast til meðvitundar og jafnvel gantaðist við þína nánustu sem vora hjá þér eins mikið og þorandi var, án þess að þreyta þig um of. Haft var sam- band við sérfræðing frá Noregi sem hugsanlega gæti gert þá aðgerð er gæti bjargað þér. Allt var gert sem mannlegur máttur megnar, en síð- degis fóstudaginn 16. janúar kom annað áfall sem gerði út um barátt- una fyrir lífi þínu. Ég hef undanfarnar stundir velt því íyrir mér hvað ég gæti kallað það sem þú varst mér. Vinkona mín, vinnufélagi til margra ára, „amma barnanna minna“, mamma bestu vinkonu minnar. Um fram allt varst þú manneskja sem gott var að leita til í vanda. Þú hafðir þann einstaka hæfileika að gera gott úr öllu, sjá það besta í fari hvers manns. Enga aðra konu þekki ég sem allt lék svo í höndunum á, hvort sem um var að ræða saumaskap, prjóna, mála íbúð- ina eða veggfóðra. Auðvitað var hann Hafsteinn þinn með þér í einu og öllu. Sjaldgæft mun vera að hjón séu eins samhent og þið vomð. Mik- ill er missir hans elsku Hafsteins. Ég veit það, Sjöfn mín, að þú treystir því að Anna, Gunni, Elsa, Ingi, Ragga, Hrönn, Jón Ingi og bömin þeirra hugsi vel um_ hann íyrir þig. Eins á hann okkur Asa að nú og um ókomna tíð. Það rifjast upp svo margar skemmtilegar stundir sem við höfum átt saman. Þær stundir era svo ljúfar í minn- ingunni að erfitt er að láta eig- ingirnina ekki ná tökum á sér og reiðast yfir því sem ekki verður. Ég verð að minnast á sumarið ‘87 þegar við fórum á Norðfjörð og unnum þar saman í nokkrar vikur. Haf- steinn kom austur í heimsókn með tjaldið og allan viðlegubúnaðinn. Þá þurfti endilega að vera hávaðarok og rigning. Kjötsúpan sem við ætl- uðum að elda og borða úti í tjaldi var einfaldlega elduð á prímus inni á gistiheimilinu. Þú varst bara þessi manngerð sem bjargaðir öllu svo nett og pent að allir gátu skemmt sér, bæði stórir og smáir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinai- um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auð- veldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FREYJA KRISTÍN RÓSANTSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Isafjarðarkirkju laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Jón Hilmar Ólafsson, Ólöf Ragnarsdóttir, Sigurður Rósant Ólafsson, Kolbrún Daníelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. SJOFN ÞORGEIRSDÓTTIR Lýsandi dæmi um hvað aldur get- ur verið afstæður var þegar hún Dagmar mín sagði vinkonu sinni að hún amma Sjöfn væri alvarlega veik. Vinkonan spurði hvað hún væri gömul. Dagmar þagði smá stund, en sagði svo: Gömul, það veit ég ekki, en hún er bara svo rosalega hress og skemmtileg. Ekki má gleyma okkar árlegu „kvennó“-helgi, sem hófst í hjólhýs- inu ykkar Hafsteins austur í Þjórs- árdal fyrir sjö til átta áram. Þú varst potturinn og pannan í því að saman komu mamma, Guðrún, þú, dætur og tengdadætur ykkar og einstaka vinkonur. Síðan þá höfum við komið saman einu sinni á ári, eldað góðan mat, dansað, sungið og skemmt okkur yfir helgi. Þegar þið Hafsteinn ásamt Önnu og Gunna hófust handa við að byggja sumarhúsið í Snæfoksstaða- landi upphófst skemmtilegur tími. Asi teiknaði, húsið var smíðað fyrir utan verkstæðið hans Inga og allir lögðust á eitt við að koma húsinu upp, flytja það austur og innrétta. Þá sem alltaf, Sjöfn mín, komu hæfileikar þínir í ljós. Að stjórna aðgerðum, gera þetta og gera hitt, úti sem inni. Tjaldið góða komið upp á lóðinni, grillað í góðu veðri, kjöt- súpa, kökur og kaffi svo enginn væri svangur né þyrstur. Fyrr en varði var allt komið í fínasta lag. Aldrei var þó gleymt að lifa lífinu og nærast á sál og líkama. Snarað var upp veisluborði, hóað í góðu vinina í sveitinni, spilaður „tremmi", sungið og dansað fram á morgun. Já, eins og þú sagðir svo oft, Sjöfn mín: „Hver getur ekki vakað eina sum- arnótt?“ Nú þegar komið er að því _að leið- ir skilja um stund er okkur Ása efst í huga þakklæti fyrir samfylgd þína. Guð geymi þig, elsku Sjöfn, og styrki hann Hafstein þinn, böm ykkar, tengdasyni, tengdadóttur og barnabörn. Þeirra missir er mikill. Þín vinkona Rúna. Samfélag í húsum á sér sál þegar best lætur. Þannig háttar til í Flúðaseli 89. í þessu húsi áttu Sjöfn Þorgeirsdóttir og Hafsteinn Gunn- arsson heimili og samfélag við átta aðrar fjölskyldur, samhent, jákvæð og einstaklega lipur í allri um- gengni. Sjöfn var víkingur í því sem hún tók sér fyrir hendur. Það sann- aðist þegar húseigendur gengu til verka í þágu sameignar og um- hverfis. Hún var einlægt mætt ásamt Hafsteini, bónda sínum, glað- beitt, verkfús og gamansöm. Hún var spaugsöm, hress og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Það sannaðist best síðastliðið sumar þegar íbúar lögðu í málningarvinnu á vinnupöll- um umhverfis húsið. Undirritaður er þekktur fyrir flest annað en hug- dirfð í háloftum, enda horfði hann með óttablandinni virðingu á ald- ursforseta kvennanna tipla létt á vinnupöllum, skjótast milli hæða eftir virbursta, sköfu og öðru smá- legu. I húsveislum var hún jafnan hrókur alls fagnaðar ásamt eftirlif- andi eiginmanni. Glaðlyndi og bjart- sýni einkenndu hana. Hún var fas- prúð, engu að síður ákveðin þegar því var að skipta, en aftur á móti aldrei einstrengingsleg. Framan af var krökkt í húsinu af ungum börn- um sem urðu unglingar og hneigð- ust stundum til háhljóma rokktakts eða spjalls á göngum, en það skipti engu. Þetta voru sömu bömin og verið höfðu og vora enn vinir Sjafn- ar. A heimilinu var hún köttur þrifin og aldrei arða utangarðs. Fáeinum dögum fyrir bráð veikindi og skyndilegt andlát barst í tal lífsgleði hennar og samhugur þeirra hjóna í smáu sem stóra. I dag er skarð fyr- ir skildi. Orð mega sín lítils og þá helst að veita samferðamönnum sem fylgdust með henni úr fjarlægð ofurlítinn skilning á því hvernig grannar minnast liðinna kynna og geyma svipmynd af samskiptum við góða konu. Blessuð sé minning hennar. F.h. foreldra og barna í Flúðaseli 89, Reykjavík, Haraldur G. Blöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.