Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 47 9 9 9 J 9 9 0 i I 9 I ■ I I 1 I I I J I I I i LSHtft ■£( Athugasemd - Leiðrétting Frá Sverri Jenssyni: VEGNA þeirra orða sem höfð eru eftir Magnúsi Jónssyni veðurstofu- stjóra í jgreininni „Breti spáir í veðr- ið yfír Islandi" í Morgunblaðinu 17. janúar sl. þar sem segir orðrétt að „hann myndi ráða þrjá íslensku- mælandi veðurfræðinga á morgun ef menn með þá menntun væru á lausu á vinnumarkaðnum“ vill und- in-itaður taka fram að ummælin stangast á við staðreyndir. Staðreyndin er sú að undirritaður er veðurfræðingur og er á lausu á vinnumarkaðnum. Síðla árs 1993 lauk undirritaður cand.scient. gráðu í veðurfræði frá Óslóarháskóla, tók síðan til starfa á Veðurstofu íslands í ársbyrjun 1994 og starfaði þar næstu 8 mánuði. Hlaut veðurstofu- stjóra þá að vera fullkunnugt um að undirritaður væri veðurfræðingur. Síðan hefur undirritaður nokkrum sinnum sóst eftir því að starfa á Veðurstofu íslands en ekkert orðið af því. SVERRIR JENSSON, veðurfræðingur. Um trúarjátningar kirkjunnar Frá Vigfúsi Ingvari Ingvarssyni: í FJÖLMIÐLUM hefur verið spurt um trúarjátningar þjóðkirkjunnar og hvort um sé að ræða tvær trúar- játningar kirkjunnar. Islenska þjóðkirkjan viðurkennir formlega sem sína trúarjátningu ekki aðeins 2 heldur 5 játningar. Þrjár þeirra cru fornar og ekki sér- eign evangelísk-lútherskra kirkna heldur samkirkjulegar. Það eru Postullega trúarjátningin, Nikeu- játningin og Aþanasíusarjátningin. Tvö rit, lúthersk, hafa svo formlegt jatningargildi í þjóðkirkjunni, þ.e. Agsborgarjátningin og Fræði Lúthers hin minni. Postullega trúarjátningin er að stofni til mjög gömul og byggir á enn eldri rómverskri skírnarjátn- ingu. Hún hefur verið bundin við Vesturkirkjuna og notuð sem skírn- arjátning í kaþólsku kirkjunni og flestum mótmælendakirkjum. Einnig hefur hún verið notuð sem messujátning hjá ýmsum lúthersk- um kirkjum. Hins vegar hefur hún aldrei náð til Austurkirkjunnar (or- þódoxu kirkjunnar). Níkeujátningin sem kennd er við kirkjuþingið í Níkeu (í Litlu-Asíu árið 325) var hins vegar viðtekin af kirkjunni bæði í austri og vestri. Þó er þess að geta að lítils háttar mun- Bréf til Páls ur er á gríska frumtextanum sem Austurkirkjan notar og hinum lat- neska sem okkar kirkja hefur tekið í arf. Þessi munur snertir fyrst og fremst þriðju greinina um heilagan anda sem gríski textinn segir út ganga af föður en latneski textinn bætir við „og syni“ (filioque). Hver veit nema sæst verði á, í einhverjum samkirkjuviðræðum, að þetta „fíli- oque“ falli brott sem óréttmæt við- bót? Aþanasíusarjátningin er orðflest þessara fornu játninga og hefur ekki verið viðurkennd af Austur- kh-kjunni. Ágsborgarjátningin er höfuðjátn- ing lútherskra manna og varð til sem tilraun siðbótarmanna (Melankton) til að setja fram trúar- grundvöll sem söfnuðir hinnar nýju hreyfmgar í Þýskalandi og róm- versk-kaþólsk kirkjuyfirvöld gætu samþykkt. Fræðin minni eru alþýðleg útlist- un Lúthers á trúargrundvellinum, svo sem útskýring boðorðanna 10, Faðir vorsins, skírnar og kvöldmál- tíðar. Þetta rit hefur löngum verið undirstaða bamafræðslu í lúthersku kirkjunni. Rristileg trúarjátning er staðfest- ing fyrir mönnum á trúarsannind- um, svo sem við skím, en jafnframt er játningin lofgerð til Drottins enda stundum sungin (sbr. Sálma- bók nr. 225-227). Hérlendis er fólki tömust Postul- lega trúarjátningin sem kennd er undir fermingu, sem skímarjátning, og jafnframt er hún oft notuð sem messujátning. Ekki er þó nýtt að farið sé með Níkeujátninguna í messum hérlendis en hún er orð- fleiri og ljóðrænni en líklega kunna fáir hana utanað. I hinni nýju út- gáfu sálmabókarinnar era hins veg- ar báðar þessar játningar fólki nær- tækar. Um trúarjátningar kirkjunnar er hægt að fá ítarlegan fróðleik í riti dr. Einars Sigurbjörnssonar, pró- fessors: Kirkjan játar. En eins og segir í undirtitli er þar greint frá sögu og mótun kristinna trúarjátn- inga og yfirlit gefíð yfir helstu kirkjudeildir ki’istninnar. Þar má finna þessi játningarrit íslensku þjóðkirkjunnar með skýringum. Við þessa bók Skálholtsútgáfunnar (2. útgáfa aukin og endurbætt 1991) hefur aðallega verið stuðst í þessu bréfkorni. VIGFÚS INGVAR INGVARSSON, Mánatröð 18, Egilsstöðum. Frá Baldvini Pór Jóhannessyni: KÆRI Höllustaðabóndi eða hátt- virtur félagsmálaráðherra eins og sagt er á þingmáli. Undanfarið hef ég undirritaður velt því fyrir mér hvernig það sé að gegna svo ábyrgðarmiklu og virðu- legu embætti sem ráðherra félags- mála. Eitt finnst mér þó vanta hjá blessuðum bóndanum en það er mannlegi þátturinn og heiðarleikinn sem hefur algjörlega legið á milli hluta. Atvinnuleysi er böl í samfélagi okkar og í fáum tilvikum er um tímabilsástand að ræða en í alltof mörgum tilvikum er ástandið varan- legt. Meginþorri þessa fólks á enga möguleika sem virkir þegnar í at- vinnulífinu, margir gefast hreinlega upp á þessu lífsgæðakapphlaupi sem er í samfélagi okkar. Orsök at- vinnuleysis er margþætt og er ekki vert að fara nánar út í þá sálma hér. Það er alvarlegt ástand þegar at- vinnurekendur eru farnir að flokka fólk eftir aldri og útliti, þetta er öf- ugsnúin þróun sem á engan rétt á sér og má segja að þetta sé ein af mörgum ástæðum þess að margt fólk gengur um atvinnulaust í dag. Hvert er álit ráðherra á þessu ófremdarástandi? Það er skoðun mín, miðað við fyrri yfirlýsingar ráðherra á stöðu atvinnulausra að hann skorti þekkingu, skilning og vilja til að vinna að málum atvinnu- lausra og vera virkur í baráttunni um að bæta stöðu þessa fólks. Um- mæli ráðherra í fjölmiðlum hinn 17. desember sl. voru þau að atvinnu- leysisbætur væru fyrir það fólk sem væri að leita sér að vinnu og það væru nóg störf fyrir þá sem vildu. Hvaða störf eru það, ráðherra? Af hverju er atvinnuleysi svo mikið sem raun ber vitni ef allt er svona slétt og fellt sem blessaður bóndinn gefur til kynna? Þá má segja að lausnin sé fundin á mesta böli í sam- félagi okkar og þökk sé Páli fyrir það. Það er mikill munur að hafa svona góðan félagsmálaráðherra sem Páll er, algjör þúsundþjala- smiður, enda bóndi og ráðherra með meira. Það er álit mitt að mið- að við fyrri ummæli og háttalag ráð- herra á opinberam vettvangi í garð atvinnulausra sé dómharkan og virðingarleysið hjá honum algjört. Það er kominn tími til að ráð- herra lagi sig að staðreyndum og þörfum fólksins og láti af þeirri mikilmennsku sem virðist helsta vandamál ráðherrans. Sá aðili sem gegnir stöðu félagsmálaráðherra á að vera heiðarlegur, skilningsríkur og jákvæður persónuleiki. Því mið- ur hefur ráðherrann ekki þessa mannkosti. Það er eindregin skoðun mín að nú sé kominn tími á að Höllustaðabóndinn komi sér til sinna heimkynna áður en glappa- skotin verða fleiri á embættisferli hans. Með von um að staða atvinnu- lausra lagist með réttum vinnu- brögðum og jákvæðum félagsmála- ráðherra. Undirritaður er atvinnu- laus og orðinn allof gamall fyrir vinnuarkaðinn að því er virðist. BALDVIN ÞÓR JÓHANNESSON, Jórufelli 8, Reykjavík. Þakkað fyrir leiðréttingu Frá Vigfúsi Björnssyni: FRÚ Heiðbjört Björnsdóttir, Mið- braut 7, Vopnafirði, hefur sent dálki þessum athugasemd og leiðréttingu vegna atburðar sem sagt er frá í bók minni Huldulandinu - og þá einnig gerir hún athugasemd við frásögn Thors Vilhjálmssonar af sama atburði í bókinni Raddir í garðinum, sem Thor er að lesa upp úr í útvarpið þessa dagana. Undirritaður er þakklátur fyrir þessa leiðréttingu sem var sannan- lega orðin tímabær. Margar útgáfur eru á sveimi um þetta bamshvarf og er gott að kveða niður allar flökkusögur í eitt skipti fyrir öll og hafa það sem sannara reynist“. Undirritaður telur að frásögn sín af barnshvarfinu sé á engan hátt meið- andi, þvert á móti megi skynja þar hlýhug og samkennd. - Undirritað- ur átti því láni að fagna að kynnast ögn Gunnari Tryggvasyni bónda á Brettingsstöðum. Sagt er að oft fari saman karlmennska og glatt sinni, karlmennska og ljúfmennska, karl- mennska og hreint hjarta, karl- mennska og ósérhlífni. Allt þetta prýddi Gunnar Tiyggvason og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Vel gæti farið svo að önnur prent- un kæmi af Huldulandinu og yrði þá leiðrétting á þessari frásögn og einnig öðrum ábendingum - auk þess sem reynt verður að útrýma hinum slóttuga prentvillupúka, að mestu. VIGFÚS BJÖRNSSON, Akureyri. * \ pímm Fylgstu með! Á miðvikudag, fimmtudag og fostudag birtast fróðleiksmolai ► úr ALIEN-myndunum. A margmiðlunarsíðum Morgunblaðsins á laugardag . birtast spurningar sem þú svara r með því að senda tölvupóst. Vertu með. Fjöldi vinninga í boði. Fróðleiksmolar úr ALIEN-3 • ALIEN 3 gerist a fanga-plánetu. • Sigourney Weaver vakti athygli þegar hún lét lokkana fjuka . og lék Ripley sköllótta, • Þetta var fyrsta mynd ieikstjóranti David Fíncher (Seven). • Sigourney Weaver var meðfram- leiðandi myndarinnar. FRUMSYND I DAG www.alien.Bfl.is 2flt>r0unIiIaMÍ>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.