Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 3Í AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Gerum góða borg betri FYRIR fjóram ár- um gekk Reykjavíkur- listinn til kosninga undir kjörorðinu „Tími til að breyta“. Fjögur ár era ekki langur tími í lífí borgar, en breyt- ingarnar era miklar. Kúvending hefur orðið í stjómun borgarinnar og forgangsröðun framkvæmda hefur gjörbreyst. I dag er forgangsröðunin í sam- ræmi við þá steftiu Reykjavíkurlistans að höfuðborgin eigi að vera fjölskylduvæn borg. Mikil áhersla er lögð á skóla- og dagvistarmál, íþróttir, umhverfísmál og öfluga at- vinnuuppbyggingu. Minnisvarða- pólitíkin hefur verið lögð til hliðar. Tryggjum nýjum hugmyndum brautargengi í prófkjöri Reykjavíkurlistans laugardaginn 31. janúar n.k. gefst borgarbúum kostur á að velja þá frambjóðendur sem verða í fram- varðasveit Reykjavíkurlistans í borgarstjómarkosningum í vor. I kjöri era 28 einstaklingar með ólíka reynslu og bakgrann. Sumir hafa mikla reynslu af stjómmálum og hafa setið í borgarstjóm um áratuga skeið. Aðrir eru nýliðar á þeim vettvangi. Það að búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði borgarmála verður seint ofmetið. En það er líka nauðsynlegt að tryggja ákveðna endurnýjum. Tryggja nýjum hugmyndum og sjónarmiðum brautargengi. Segja já takk þegar ungt og hæfileikaríkt fólk býður fram starfskrafta sína í þágu Reykvíkinga. Einn þeirra frambjóðenda sem hefur hvorttveggja í farteskinu, reynslu og nýjar hugmyndir, er Guðjón Olafur Jónsson, aðstoðarmaður umhverfísráðherra. Stjómarformaður Félagsstofnunar stúdenta Það sem öðru fremur einkennir Guðjón Ólaf er víðsýni og sann- gimi. Hann hefur sýnt það með störfum sínum að hann er góður og hugmyndaríkur stjórnandi sem horfir til framtíðar. Hann er einn þeirra manna sem hefur það að leiðarljósi í störfum sínum að alltaf megi gera betur. Slíkir menn eru mikilvægir. Jafnframt hefur Guð- jón Ólafur mikla reynslu af stjórnmál- um. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Framsóknar- fiokkinn og var um tveggja ára skeið for- maður Sambands ungra framsóknar- manna. Hann sat í Stúdentaráði fyrir Röskvu, samtök félags- hyggjufólks og er nú stjómarformaður Fé- lagsstofnunar stúdenta. Ævintýraleg uppbygging Af mörgu er að taka þegar litið er til verka Guðjóns Ölafs sem Það er ánægjuefni að Guðjón Ólafur skuli taka þátt í prófkjöri R- listans, segir Vilhjálm- ur H. Vilhjálmsson, sem telur mikilvægt að tryggja honum sæti. stjómarformanns Félagsstofnunar stúdenta. Uppbygging stúdenta- garða hefur verið ævintýraleg. Dagvistarmál hafa verið tekin fóst- um tökum og nú rekur FS tvo leik- skóla. Enn ein rósin bætist síðan í hnappagat Guðjóns Ólafs og FS fljótlega þegar atvinnumiðstöð stúdenta tekur til starfa. Þar verð- ur flest það sem lýtur að atvinnu- málum stúdenta sameinað undir einum hatti. Það er mikið ánægjuefni að Guð- jón Ólafur Jónsson skuli hafa ákveðið að gefa kost á sér í próf- kjöri Reykjavíkurlistans. Reyka- víkurlistinn er sterkari með Guð- jón Ólaf innanborðs. Þess vegna er mikilvægt að tryggja honum sæti í framvarðasveit Reykjavíkurlistans í næstu borgarstjórnarkosningum. Höfundur er laganemi. HIMIÆbWW HUGBUNAÐUR FYRIR WINDOWS Yfir 1200 notendur KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/keriisttiroun Sterkur í oröi og verki Árríi Þór Opið hús laugardagskvöld RYK- & VATNSSUGUR Urvalið er hjá okkur Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 Bisröl Er þörf fyrir nýjan fram- haldsskóla í Kópavogi? MIKIÐ er rætt um nauðsyn menntunar og skyldu stjórnvalda til að allir þegnar lands- ins hafí sem jafnasta möguleika til menntun- ar í samræmi við óskir, hæfileika og námsgetu. I könnunum hefur komið fram að sterkt jákvætt samband er á milli menntunar og hagvaxtar. Það er eftir miklu að slægjast fyrir íslendinga að búa yfír miklum mannauði. Stjórnvöld geta haft áhrif á mannauðinn með því að hvetja einstak- linga til menntunar og með því að búa skólastarfinu gott umhverfí. Mikilvægt er að nemendur sem huga á framahaldsnám geti átt möguleika á að sækja slíka mennt- un sem næst sínu heimili en þurfí ekki að leita í annað sveitarfélag. Aukin aðsókn að MK Undanfarið hefur aðsókn að Menntaskólanum í Kópavogi (MK) aukist gífurlega. Skólinn starfar á þremur meginsviðum; bóknáms- sviði, hótel- og matvælasviði og ferðamálasviði. Fjölgun nemenda á bóknámsbraut MK hefur aukist úr 400 árið 1994 í um 700 árið 1997. Auk þess era 200 nemendur í hótel- og matvælaskólanum og 200 í Ferðamálaskólanum. Nemendur í MK era því nú um 1100. Undanfarið hafa bæði ríki og sveitarfélagið lagt mikið í stækkun og endurbætur á MK. En það er augljóst að með sömu aðsókn að skólanum er nauðsyn- legt að fara að huga að stækkun MK eða nýju húsnæði undir fram- haldsskóla í bænum. Viðbygging við MK Drög að teikningum að viðbyggingu við MK era þegar til og lóðin er til staðar. Það væri því þegar hægt að hefja framkvæmdir við viðbygginguna. Mennta- skólinn er í grónu hverfi og að honum liggja góðar umferð- aræðar og almenningsvagnaleiðir. Viðbyggingin er nægjanlega stór til að geta annað eftirspurn þeirra sem ljúka grannskólanámi og hyggja á bóklegt nám í fjölbrauta- skóla í Kópavogi á næstu áram. Horft til framtíðar - nýr framhaldsskóli Ríkið og bæjaryfirvöld hafa staðið myndarlega að uppbyggingu Menntaskólans í Kópavogi og er hinn nýi hótel- og matvælaskóli til mikils sóma. Framhaldsskólar eru byggðir og reknir af ríkinu en sveit- arstjómir geta haft áhrif á byggingu nýs skóla ef sveitarstjómarmönnum finnst það mikið hagsmunamál íyrir sveitarfélagið. Ljóst er að ekki verður hægt að byrja á nyjum framhaldsskóla í Kópavogi fyrr en eftir nokkur ár. Aðsókn að Menntaskól- anum í Kópavogi hefur aukizt mikið síðustu ár- in. Sigurrós Þorgríms- dóttir horfír í þessari grein til framtíðar skólamála í KópavogK Enn hefur ekki endanlega verið ákveðið hvar hann verður staðsett- ur. Þó er líklegt að bærinn leggi til lóð undir hann í hinum nýju hverf- um bæjarins svo hann yrði mið- svæðis fyrir það svæði þegar það er fullbyggt. Ef sama aðsókn heldur áfram að vera að MK er ólíklegt að hann anni eftirspurn eftir u.þ.b. 10 - 15 ár. Því er ljóst að eftir þann tíma verður að byggja annan framhalds- skóla í Kópavogi ef það er stefna stjómvalda að nemendur geti sófct' framhaldsskólanám í sinni heima- byggð. Þrátt fyrir að nýr skóli yrði byggður í Kópavogi í framtíðinni yrði viðbygging við MK hagstæð fyrir stjómvöld og sveitarfélagið. Það aukarými sem fengist með nýrri álmu myndi í framtíðinni nýt- ast betur undir þá starfsemi sem fyrir er í MK. Höfundur er varaformaður skóla- sljórnar MK og tekur þátt í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins f Kópa- Sigurrós Þorgrímsdóttir Beikon borgan, f ranskar og kók oá Z fvrir 1 í bíó yýjVAG i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.