Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 IT
MAGNEA JÓHANNA
INGVARSDÓTTIR
+ Magnea Jóhanna
Ingvarsdóttir
fæddist í Kálfholts-
hjáleigu í Holtum 27.
desember 1907. Hún
lést á Landspítalan-
um 15. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Katrín
Jósepsdóttir prjóna-
kona, f. 23.5. 1872, d.
23.10. 1938, og Ingv-
ar Pétur Jónsson
trésmiður, f. 21.6.
1862, d. 31.3. 1940.
Börn Ingvars af
fyrra hjónabandi
sem lifðu voru Jón og Sigurður.
Katrín og Ingvar eignuðust átta
börn. Þau eru: Kári, f. 1896, dó 7
ára; Guðrún, f. 1901, d. 1967; Jós-
efína, f. 1904, d. 1909; Ólafur, f.
1906, d. 1997; Magnea sem hér er
kvödd; Sigurður, f. 1909; Guð-
mundur, f. 1913; og Kári, f. 1915.
Katrín og Ingvar bjuggu á Fram-
nesi í Holtum, en vorið 1919 urðu
þau að leysa heimilið upp vegna
erfíðs árferðis. Frostaveturinn
1918-1919, Kötlugosið og spánska
veikin heijaði. Magnea fór að
Snjallsteinshöfða og um 18 ára
fór hún til Auðbjargar og Magn-
úsar að Efri-Úlfsstöðum í Land-
eyjum, og fluttist síðan með þeim
að Ártúnum.
Magnea giftist Sigurði Jóns-
syni bflstjóra 25. aprfl 1936.
Þeirra dætur eru: 1) Katrín
pijónakona, f. 15.7. 1937, gift
Lárusi Hafsteini Óskarssyni, f.
20.3. 1937, d. 30.5. 1993, þau slitu
samvistum 1966. Þeirra synir
eru: 1) Sigurður Óskar mat-
sveinn, f. 24.4.1955, hans kona er
Guðbjörg Magnús-
dóttir bókari, f. 11.7.
1959, þeirra dóttir
Erla Sigríður, f.
16.5. 1993. Börn
hans af fyrra hjóna-
bandi eru: Jón Ingi,
f. 18.10. 1972, sonur
hans Rúnar Ingi, f.
30.4. 1997; Ingi
Björn, f. 27.11. 1975;
Katrín Anna, f. 24.8.
1977; og Leifur, f.
20.8. 1983. 2) Lárus
Ingi tréskipameist-
ari, f. 25.2. 1959,
hans kona Trine
Ören fóstra, f. 7.10. 1964, þeirra
dóttir Lína, f. 3.10. 1993. Katrín
giftist seinni manni sínum Guð-
laugi Borgarssyni stýrimanni 12.
okt. 1968, f. 23.3. 1932. Þeirra
börn eru: Magnea Rán iðnfræð-
ingur, f. 5.4. 1969, hennar dóttir
Katrín Amdís, f. 4.10. 1992; Dofri
Örn nemi, f. 5.8. 1972. 2) Inga
Jóna fulltrúi, f. 14.3. 1939, henn-
ar maður Eyjólfur G. Jónsson, f.
18.4. 1938. Þeirra synir em: 1)
Eyjólfur Magnús flsktæknir, f.
12.3. 1959. Fyrri kona Jómnn
Ambjörg Magnadóttir, f. 29.9.
1962. Þeirra börn ívar Trausti, f.
29.3. 1982; Eyrún Ama, f. 14.10.
1984; Elísabet Eir, f. 14.10. 1984.
Seinni kona Hugrún Sigurðar-
dóttir, f. 7.1. 1963. 2) Dr. Eyþór
forstjóri, f. 29.7. 1963. Seinni
maður Magneu var Gísli Ólafs-
son, f. 14.9. 1911, d. 3.3. 1995.
Þau giftu sig 20. nóv. 1977, en
bæði höfðu misst maka sina.
Kveðjuathöfn um Magneu fer
fram í Áskirkju í dag og hefst
klukkan 13.30.
... anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að
skilið.
(Jónas Hallgr.)
Sæl elskan, þetta er bara ég.
Þetta var ávarp mömmu til okkar
systranna, þegar hún hringdi. Hún
geislaði af ánægju yfir öllu. A Dal-
brautinni leið henni vel, föndraði
mikið, og fannst hún vera á fjög-
urra stjömu hóteli. Allir vom
SIGFRÍÐ
ÞÓRODDSDÓTTIR
+ Sigfríð Þórodds-
dóttir fæddist í
Víkurgerði í Fá-
skrúðsfirði 26. júlí
1929. Hún varð
bráðkvödd föstudag-
inn 16. janúar síð-
astliðinn.
Foreldrar hennar
voru: Hildur Anna
Runólfsdóttir, f.
12.7. 1900, d. 12.10.
1985, og Þóroddur
Magnússon, bóndi í
Víkurgerði, f. 6.11.
1895, d. 17.8. 1956.
Sigfríð var Ijórða
í röð sex systkina. Hin era: Mál-
fríður, látin; Skafti, búsettur á
Fáskrúðsfirði; Jónína, látin; Jó-
hanna, búsétt í Reykjavík; og
Björn, látinn.
Sigfríð eignaðist einn son, Óm-
ar, f. 1951, búsettan á Breiðdals-
vík. Hans maki er Hanna Þóra
Friðriksdóttir. Þeirra börn era:
Ari Þór, búsettur í Reykjavík og
Birna Kristín, búsett í Vogum.
Hennar unnusti er Egill Jón
Björnsson. Sonur Birnu Kristínar
er Aðalsteinn Hugi Frostason.
Sigfríð bjó með
foreldrum sínum í
Víkurgerði til 1946
er þau fluttu inn að
Búðum, þar sem þau
keyptu húsið Berg-
þórshvol. Þar hélt
hún heimili með for-
eldram sínum meðan
bæði lifðu og eftir
1956 með móður
sinni og yngsta bróð-
ur, þar til hún flutti
til Reykjavíkur 1969
er sonur hennar fór
til framhaldsnáms
og bjó hún þar alla
tíð síðan, síðast á Bragagötu 31.
Samhliða heimilisstörfum vann
Sigfríð öll algeng sveitastörf
meðan hún bjó í Víkurgerði og
síðar almenn verkamannastörf
eftir að hún flutti að Búðum.
Síðustu starfsár sín vann hún á
fæðingardeild Landspítalans við
ræstingar þar til hún hætti störf-
um fyrir þremur áram vegna
veikinda.
títför Sigfríðar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
í dag kveðjum við ömmusystur
mína, Sigfríð Þóroddsdóttur. Sissa
eins og hún var alltaf kölluð var mér
alltaf kær, en hún var í mínum huga
annað og meira en frænka, frekar
sem amma. Það greip mig köld
tómatilfinning þegar mér bárust
fréttir af andláti hennar. En hún
mun ávallt eiga sinn sess í mínu
hjarta, rétt eins og amma og afi
eiga.
Omari, Hönnu Þóru og fjölskyldu
og systkinum Sissu, vil ég senda
mínar innilegu samúðarkveðjur.
Að lokum vil ég kveðja þig Sissa
mín með þessum orðum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og alit
Gekkst þú með Guði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín frænka
Málfríður Guðlaugsdóttir.
henni góðir. Eignaðist'hún yndis-
lega vinkonu, Höllu, þær voru eins
og systur, og dóu þær með fjög-
urra daga millibili.
Þú varst búin að bíða í mörg ár
eftir að hitta elskuna þína, loksins
var hann kominn að sækja þig.
Fyrstu minningar okkar systr-
anna eru þau tvö að fara eitthvert
saman, eins og nýtrúlofuð alla tíð.
Suðið í saumavélinni. Módelflík-
urnar sem hún saumaði á okkur.
En hún vann fyrir sér sem sauma-
kona, enda vandvirk og eftirsótt.
í Einholtinu áttu þau yndisleg
ár. Um haustið 1966 fluttu þau í lít-
ið einbýlishús sem pabbi byggði í
Arbæjarhverfi. Þetta átti að verða
elliheimih þenra, þetta var þeirra
sælureitur. Dætumar með fjöl-
skyldum sínum bjuggu í næstu
götu.
En tíminn reyndist styttri en
áætlað var, því að 18. júlí 1971 lést
pabbi úr krabbameini aðeins 58 ára
gamall.
A hverju vori fórum við systum-
ar austur undir Eyjafjöll að leiði
pabba með mömmu, en þar mun
hún hvíla við hlið hans.
Árið 1977 giftist hún Gísla Ólafs-
syni en þau höfðu bæði misst maka
sína, og áttu þau 18 góð ár saman.
Ógleymanlegar minningar um
yndislega móður, sem aldrei sá
nema björtu hliðarnar á öllu.
I guðs friði, þínar dætur.
Katrín og Inga Jóna.
I dag kveðjum við í hinsta sinni
elskulega ömmu, langömmu og
langalangömmu, Magneu Ingvars-
dóttur. Amma var nýorðin níræð
þegar hún lést. Eg ætla ekki að
rekja ættir eða lífshlaup ömmu
hér, heldur læt ég aðra mér fróðari
um það.
Þegar ég læt hugann reika til
baka koma ýmsar minningar upp
tengdar ömmu. Þær minningar
sem við eigum um ömmu eru allar
tengdar gleði, hlýju, ást og um-
hyggju. Eg minnist þess ekki að
amma hafi ávítað okkur bræðuma
enda þótt við hefðum átt það fylli-
lega skilið og meira en það.
Amma var mikil matkona og var
bakkelsið hennar alltaf vel þegið,
sérstaklega jólakökurnar sem voru
með súkkulaðibitum en ekki rúsín-
um. Óhætt er að segja að við höfð-
um matarást á henni.
í seinni tíð snerist dæmið við og
var það amma sem naut þess að
borða hjá okkur. Var unun að gefa
henni að borða. Var í raun sama
hvað það var, allt var jafn gott. En
ekki var það verra ef vel feitt kjöt
var á boðstólum. A Þorláksmessu
1996 kom amma óvænt í heimsókn,
ásamt mömmu og stjúpa. Vorum
við nýsest við skötuát. Við vissum
að amma var ekki sérlega hrifin af
skötu en buðum henni með okkur.
Ekki gátum við merkt mun hvort
við hefðum verið að bjóða henni
feitt kjöt eða kæsta skötu, svo
hraustlega tók hún til matar síns
og hrósaði hún í hvívetna hvað
þessi skata væri „sérstaklega" góð.
Amma var lærð saumakona og
vann við það alla tíð. Var hvers
konar handavinna sem leikur einn í
höndum hennar og eru ófá verkin
sem eftir hana liggja, og ekki eru
þau síðri verkin sem hún gerði í
seinni tíð, allt unnið með mikilli ná-
kvæmni og ekki hægt að sjá að þar
hafi verið að störfum háöldruð
kona.
Amma hafði ólæknandi bíladellu
og var það hennar líf og yndi að
fara í bíltúr. Fyrir rúmum tveimur
árum eignaðist ég Chevy Bel Air
‘56 og var það nú ekki lítil upplifun
fyrir ömmu að fara í bíltúr og sitja
í framsætinu eins og heiðm’skonu
sæmir. Rifjuðust örugglega upp
fyrir henni ýmsar minningar frá
fyni árum. I byrjun desember sl.
kom hún ásamt dætrum sínum og
tengdasonum til mín í Brekkuland-
ið til að sjá jólaljósin og ekki síst til
að kíkja aðeins á Chevyinn og öll
númeraspjöldin sem prýða bíl-
skúrsveggina. Fannst henni mikið
til um. Var þessi heimsókn hennar
sú síðasta til okkar.
Amma veiktist alvarlega um
miðjan desember en náði sér nokk-
uð vel aftur. Var hún stórglæsileg á
90 ára afmælisdaginn sinn sem var
haldinn hátíðlegur á Landspítalan-
um. Var ekki hægt að heiðra hana
á þessum tímamótum án þess að
mæta á Chevyinum.
Amma bar hag okkar allra fyrir
brjósti og skipti ekki máli hvort um
blóðbönd var að ræða eða ekki.
Leit hún á alla fjölskyldumeðlimi
sem sína afkomendur og kom jafnt
fram við alla.
Nú þegar við kveðjum ömmu
hinsta sinni viljum við þakka henni
fyrir samfylgdina og fyrir alla þá
ást og umhyggju sem hún hefiir
sýnt okkur öllum.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Sigurður Óskar og fjölskylda.
Þeir eru taldir, dagamir, þegar
ég kvaddi þig, amma. I fimmtán ár,
stuttar kveðjustundir. Ég aftur á
leið út í heim. Þú eftir heima á ís-
landi.
Nú förum við saman síðustu
ferðina austur undir Eyjafjöll,
amma. Þar sem ég kveð þig aftur.
Kveð þig og hluta lífs míns. Æsku-
ár mín við hlið þér í Árbænum.
Menntaskólaár mín við hlið þér í
Efstasundinu.
Þér bregður íyrir í huga mér,
amma. Ekki varstu smávaxin.
Hvorki hlédræg né feimin. Það var
eins og þú hefðir skundað fram úr
spjöldum íslendingasagna: svip-
mikill kvensköningur, ósérhlífinn
vinnuþjarkur. Akveðin, en sann-
gjöm. Glaðvær og söngelsk.
Ekki varst þú langskólagengin,
amma. Né ferðaðist þú landa á
milli. Ef menntun er að manna og
ferðalög að opna augu, þá þarfnað-
ist þú hvomgs. Slíkt var viðhorf
þitt til lífs og manna. Laus við for-
dóma, laus við tildur og skjall,
dæmdir þú engan, gerðir þú þér
engan mannamun.
Löng verður leiðin heim í þetta
sinn, amma. Dáin ert þú. Dáinn er
hluti af Islandi. Þakka þér fyrir,
amma.
Eyþór Eyjdlfsson.
Yndislega amma.
Það er með þakklæti sem ég
kveð þig og óska þér góðrar ferðar,
ég þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast þér því þú varst góð kona
sem skilur mikið eftir sig. Við sem
kynntumst þér eigum minningar
sem munu ætíð fylgja okkur.
Minningamar era dýrmætar, þú
varst skemmtileg, hress, kát, söng-
fugl og hannyrðakona. Lífsgleðin
geislaði alltaf af þér.
Þegar ég kom að heimsækja þig
og þú varst ekki heima þá komu
bara tveir staðir til greina, það var
föndrið eða hjá Höllu vinkonu
þinni. Við fórum oft á eitthvert
flakk, enda vora þeir ófáir bíltúr-
arnir sem við fóram í. Þegar ég
kom í heimsókn til þín og sagði að
veðrið væri gott, þá heyrðist í þér:
„Ég er tilbúin, fer bara í skóna og
kápu.“ það skipti ekki máli hvort
ég stefndi upp í Borgarnes
bara út í ísbúð.
Við spjölluðum mikið um lífið og
tilverana, og þú kíktir oft í bolla.
Þú miðlaðir svo mörgu til mín og
varst svo rík að lífsvisku.
Síðasta daginn sem ég kom til
þín rifjaðir þú upp ævi þína og
skildir ekkert í því hvað það væri
mikið af góðu fólki í kringum þig,
það væra allir svo góðir. Við áttum
yndislega stund saman. Þú kvaddir
mig, amma. Það er svo skrýtið að
þú virtist vita að þú værir að fara.
Ég minnist þín, amma, með mik-
illi ástúð og kem til með að saíuR
þín mjög mikið, en ég er þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast þér
og bið góðan guð að taka vel á móti
þér. Þakka þér fyrir allt.
Þín
Magnea Rán.
Magnea Ingvarsdóttir er látin.
Margs er að minnast. Magnea gift-
ist Sigurði bróður mínum 1936.
Þau bjuggu í Reykjavík. Sem bam
þótti mér alltaf gaman þegar þau
komu heim að Bjömskoti. Árið
1945 dó faðir minn og þá fluttumst
við mæðgur til Reykjavíkur. Þá var
gott að eiga Magneu og Sigurð
Þegar ég ól mitt fyrsta bam,
Kristbjörgu, 27.12. 1951, kom
Magnea fyrst í heimsókn á fæðing-
ardeildina. Þetta var einnig afmæl-
isdagurinn hennar. Alltaf fylgdi
henni einhver reisn og myndar-
skapur, þótt veraldarauður væri af
skomum skammti. Magnea var
mjög verklagin og lék allt í hönd-
unum á henni er laut að sauma-
skap, málun á dúka, körfugerð eða
útsaumi. Eigum við hjónin marga
fallega muni eftir hana, svo og
ir ættingjar og vinir. Magnea
missti Sigurð bróður minn árið
1971 og bjó hún þá nokkur ár í
Þykkvabæ 11, en þar höfðu þau
reist sér hús.
Árið 1977 giftist Magnea seinni
manni sínum, Gísla Ólafssyni, en
bæði höfðu þau misst maka sína.
Við hjónin fóram ásamt Magneu og
Gísla í ferð til systur minnar í
Bandaríkjunum. Einnig heimsótt-
um við dóttur okkar í Svíþjóð.
Þessar ferðir með þeim hjónum
vora alveg ógleymanlegar. Við átt-
um með þeim ljúfar samverustund-
ir bæði í sumarbústaðnum þeiiTa
og á heimili þeirra í Efstasundi 45.
Magnea hafði gaman af að ferð9BPftf
og naut hún þess til hinstu stundar
og var alltaf hrókur alls fagnaðar,
einnig á 90 ára afmælinu sem varð
síðasta samverustundin.
Elsku Magga mín. Ég þakka þér
gleðistundir og hjálpsemi alla og
votta dætram þínum og öðram
ættingjum mína dýpstu samúð.
Guð blessi þig.
Guðmunda K. Jónsdóttir
frá Björnskoti.
Birting afmælis- og
minningargreina '
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm
blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaup-
vangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinam-
ai- í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsam-
legast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar
gi-einar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtai- af-
mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í
daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin,
Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.