Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 6
ÖIQAJa'/iTJOaOM MORGUNBLAÐIÐ 6 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 FRÉTTIR Ekki boðað til nýs fundar í deilu sjómanna og útvegsmanna Málsaðilar sjá ekki samningsgrundvöll SATTAFUNDI sjómanna og útvegsmanna, sem hófst klukkan 11 í gær, var slitið rúmri klukku- stund síðar og hefur ekki verið boðað til annars fundar. Forsvarsmenn sjómanna gengu á fund sjávarútvegsráðherra um miðjan dag í gær til að gera honum grein fyrir stöðu samningsmála frá sinum sjónarhóli og forsvarsmenn útvegsmanna gerðu slíkt hið sama síðdegis. „Utgerðarmenn ætla ekkert að semja við okkur. Það er alfarið á þeirra ábyrgð að það hefur slitnað upp úr þessum viðræðum og yfirhöfuð að flotinn er í landi,“ sagði Sævar Gunnarsson, fonnaður Sjómannasambandsins, eftir að slitnaði upp úr viðræðunum í gær. Guðjón A. Kristjánsson, formaður FFSÍ, kveðst telja litlar líkur á að samningsaðilar nálgist sjón- armið hvor annars miðað við núverandi stöðu. Hann kveðst telja að atiiðin átta sem samtökin settu fram í gærmorgun leiði ekki til mikils auka- kostnaðar íyrir útgerðina, en þrátt fyrir það hafi útvegsmenn einungis léð máls á kröfu um að sér- stakt kaup verði greitt fyrir veiðar í Smugunni. Meðal þeirra atriða sem sett eru fram í kröfugerð- inni er að kauptrygging skipstjóra verði tvöfóld kauptrygging háseta til samræmis við almenn hlutaskipti og að kauptrygging og aðrir launaliðir hækki um 14,8% við undirritun kjarasamninga. Útvegsmenn sagðir þverir „Við sögðum ráðherra að eins og málin stæðu núna væri ekki sjáanleg braut til að vinna á að lausn. Útgerðarmenn hafa ekkert samþykkt ann- að en kröfu um endurmenntun, sem var að hluta ti) fyrir í kjarasamningi. Við látum ekki þvinga okkur til neins sem við viljum ekki. Meðan afstaða þeirra er óbreytt verður flotinn í landi og það er vegna þvermóðsku útvegsmanna," segir Guðjón. Hann segir enga stétt á íslandi hafa upplifað viðlíka viðræður við atvinnurekendur sína og sjó- menn hafi gert. „Við semjum við flestalla aðra á tiltölulega skömmum tíma en okkur gengur ekk- ert að semja við útvegsmenn," segir Guðjón. Hann kveðst líta svo á að útvegsmenn hafi slitið samn- ingafundi í gæi-morgun með skorti sínum á samn- ingsvilja. „Þeir lýstu því yfir að þeir litu svo á að þetta væri vonlaust og við mótmæltum því ekki,“ segir Guðjón. Hann kveðst líta svo á að með því að fella miðlunartillöguna hafi útvegsmenn ætlað sér að hafa áhrif á frumvarpsdrög þríhöfðanefndar og hafi það verið eini tilgangurinn, enda hafi þeir lýst því yfir opinberlega að drögin væru þeim andstæð og þeir vildu breyta þeim. „Hugsa okkur þegjandi þörfina" „Að mínu viti fóru útvegsmenn í fýlu þegar þeir sáu tillögur ráðuneytisstjóranefndarinnar, því þeir töldu sig eiga gríðarlegra hagsmuna að gæta í kvótaversluninni, kvótaleigunni og verðmyndun- inni og eru sáróánægðir með að setja skuli utan um þessa þætti frumvarpsramma sem þeir geta kannski ekki smokrað sér undan. Þeir hugsa okk- ur þegjandi þörfina og ég býst við að aðalástæða þess að þeir vilja ekki slaka að neinu öðru leyti sé sú kergja. Samt liggur fyrir að hefðu útvegsmenn viljað koma til móts við okkur í einhverjum atrið- um værum við tilbúnir að koma til móts við þá, svo sem með fækkun manna á rækjuveiðum, með því skilyrði þó að verðmyndun á rækju verði eðlileg," segir Guðjón A. Rristjánsson. Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands islenskra útvegsmanna, segii- að útvegs- menn hafi sagt ráðherra hvernig málin hafi þróast síðan á laugardagsmorgun. „Síðan á laugardag hafa málin aðeins þróast tii verri vegar. Eg er mjög svartsýnn á framhaldið og held ekki að ástæða sé til annars,“ segir hann. Kristján segir að útvegsmenn séu reiðubúnir að samþykkja sáttatillögu ríkissáttasemjai-a með þeirri breytingu einni að inn komi ákvæði um að fækkun í áhöfn auki ekki launakostnað útgerðar. Þá hafi útvegsmenn einungis farið fram á eina breytingu á frumvarpsdrögum um stjóm fisk- veiða, þ.e. þar sem rætt er um að skip skuli árlega veiða minnst helming af úthlutuðum aflaheimild- um en missa ella aflaheimild varanlega og veiði- leyfi í þrjú ár. „Við féllum frá stórum hluta af því sem við gerðum kröfu um til að ljúka þessu með sátt og biðjum ekki um annað en þessi atriði. Á móti koma sjómenn með nýja kröfuliði, sumt nýtt og annað sem sáttasemjari hafði skilið eftir í sáttatillögunni, og neita að ræða okkar sjónarmið fyrr en við göngum að þeirra kröfum. Sjómenn samþykktu tillöguna en leyfa sér samt að koma með fjölda nýrra kröfuliða, sem getur ekki verið gert til ann- ars en að koma í veg fyrir að samið verði,“ segir Kristján. Nýjar kröfur óaðgengilegar Hann segir að kröfuatriði sjómanna séu mörg hver til mikils kostnaðarauka fyrir útgerðina og stóraukinnaj- áhættu. Þau séu alls ekki aðgengileg og virðist viðræður hafa siglt í strand. Ki-istján kveðst ekki hafa hugmynd um hvort stjórnvöld muni hlutast til um lausn deilunnar og hann vilji ekki leggja neinn dóm á hlut þeiira varðandi framhald mála. „Menn geta harmað það að menn séu ósáttir en þeir breyta því ekki með þeim hætti,“ segir hann. Sviptur eftir hraðakstur UNGUR karlmaður var svipt- ur ökuleyfi í gærkvöldi eftir að lögreglan í Árnessýslu gómaði hann á 143 km hraða á Suður- landsvegi á móts við Kross í Ölfusi. Þar er leyfilegur há- markshraði 90 km á klukku- stund. Aurskriða í Þvottár- skriðum AURSKRIÐA féll á veginn í Þvottárskriðum um klukkan tvö aðfaranótt mánudags. Skriðan lokaði veginum milli Hornafjarðar og Djúpavogs en samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar var hann opnaður aftur fyrir klukkan tíu í gær- morgun. Gaf sig fram við lögreglu MAÐUR um tvítugt hefur ját- að á sig vopnað rán í Select söluskála Skeljungs í Breið- holti 8. mars s.l. Að sögn lögreglu gaf maður- inn sig fram á lögreglustöðinni í Reykjavík á laugardag og kvaðst með því vilja ljúka mál- inu. Hann mun reiðubúinn til áð endurgreiða þá fjánnuni sem hann hafði upp úr krafs- inu. Bóndi 1 Landeyjum saumaði íslenska búninginn á konu sína ÞAÐ ERU ekki margir íslenskir karlmenn sem geta státað af því að hafa saumað íslenska búninginn. Það gerði Garðar Guðmundsson bóndi í Hólminum í Austur-Land- eyjum nýverið. Tilefnið var að kona hans Guðrún Jónsdóttir hafði fest kaup á silfri fyrir upphlut og þegar kvenfélagið Bergþóra í Vestur-Landeyjum bauð uppá námskeið í að sauma íslenska bún- inginn ákvað Garðar að láta verða af því að sauma búning á konu sína, hann hefur reyndar áður far- ið á saumanámskeið hjá kvenfélagi og saumaði þá jakkaföt á sjálfan sig. Aðspurður sagði Garðar að þetta hefði verið mikil törn enda hefði námskeiðið ekki tekið nema viku. „Eg tók tímann sem fór í þetta og ég var í 90 klukkustundir að sauma búninginn og einn dag- inn sat ég við sauma í samtals 18 tíma. Mér fannst mjög gaman að vera með konunum á þessu námskeiði. Og það sem kom mér eiginlega mest á óvart er hversu flókið er að sauma upphlutinn. Það eru svo margir saumar á honum.“ Ekki verður annað sagt en handbragð Garðars sé gott því ekki mátti t.d. greina neina sauma á svuntunni og skyrtunni sem að mestu eru hand- saumuð. Kennari á námskeiðinu var Sól- veig Guðmundsdóttir fatagerðar- kona. Hún hefur haldið nokkur slík námskeið undanfarin ár og sagði hún að Garðar væri fyrsti karlmaðurinn sem tæki þátt í nám- skeiði hjá sér. Þátttakendur á þessu námskeiði voru 6 og lauk námskeiðinu með sýningu sem haldin var í Njálsbúð. Flestir þátt- takendanna áttu gamalt skart sem þeir höfðu erft og mátti þarna sjá t.d. stokkabelti sem var langt yfir 100 ára gamalt. Að sögn Sólveigar er mjög vax- andi áhugi fyrir þessum námskeið- um og vildi hún meðal annars þakka það tilkomu íslenska bún- ingsins fyrir karlmenn. Nú gætu t.d. hjón klætt sig upp í stíl og væri það hvatning fyrir konur að nota búninginn. Einnig sagðist hún verða vör við aukinn áhuga hjá yngri konum. Þátttakendur á námskeiðinu voru að vonum ánægðir með ár- angurinn en kváðu þetta dálítið vinnuálag meðan á þessu stæði fyrir þá sem stunduðu að auki fulla vinnu. Kostnaður við að koma sér upp íslenska búningnum fyrir utan skartið er í 40-50 þús- und krónur. Nýkomnar vörur Úrval efna fyrir börn frá 565 kr. m. Gardínuefni í úrvali frá 510 kr. m. Óbleikjað efni, þvegið, 260 kr. m. Ódýrt damask, 485 kr. m. bgUÖ -búðirnar Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir HJÓNIN Guðrún Jónsdóttir og Garðar Guðmundsson. Guðrún er í þjóðbúningi sem Garðar saumaði á hana og sjálfur er hann í jakkafót- um sem hann saumaði á sjálfan sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.