Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 35 stjdrninni frá forsætisráðhen’a, var vikið frá í sér- stakri tilskipun og það bendir til þess að hann verði ekki í næstu stjórn. Tsjúbajs sagði þó síðar að Jeltsín vildi halda honum í Kreml þótt ekki væri vitað hvaða hlutverki hann ætti að gegna. „Hvað umbótasinna varðar eru horfurnar nokkuð góðar, jafnvel betri en áður,“ sagði hann og kvaðst búast við því að flestir ráðherranna yi-ðu í næstu stjórn. Aðspurður kvaðst Tsjúbajs telja að Jeltsín hefði ákveðið að víkja stjórn- inni frá vegna óánægju með fram- göngu hennar í efnahagsmálum en bætti við að því færi fjarri að Rússar stæðu frammi fyrir kreppu. Oljóst er hvað verður um Borís Nemtsov, fyrsta aðstoðarforsætis- ráðherra, en hann kvaðst hafa samið við Jeltsín um að vera áfram í stjórn- inni í að minnsta kosti ár til viðbótar. Prímakov enn utanríkisráðherra Embættismenn í Kreml sögðu að Jevgení Prímakov hefði verið beðinn um að gegna embætti utanríkisráð- heira áfram þar til ný stjórn verður mynduð. Þeir bættu við að engar breytingar yrðu á utanríkisstefnunni. Heimildarmenn í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel sögðu líklegt að Prímakov og ígor Sergejev varnarmálaráðherra héldu embættum sínum eftir uppstokkun- ina þar sem forsetinn væri ánægður með störf þeirra að undanförnu. Prímakov er álitinn hafa staðið sig vel í deilunni um vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna í Irak og hefur gegnt veiga- miklu hlutverki í að hindra tilraunir Bandaríkjastjórnar til að refsa Ser- bum, bandamönnum Rússa, vegna blóðsúthellinganna í Kosovo. Heimildarmennirnir sögðu einnig að svo virtist að Sergejev varnar- málaráðherra hefði haft betur í valdabaráttu við Anatolí Kúlíkov inn- anríkisráðherra, sem Jeltsín vék frá í sérstakri tilskipun í gær. Kúlíkov hefur sætt gagnrýni að undanfömu vegna harðorðra yfirlýsinga um Tsjetsjníju. „Það er engin stjómarkreppa" Tsjernomyrdín tók brottvikning- unni vel og lýsti henni sem „eðlilegri ráðstöfun“ sem hefði ekki áhrif á um- bótastefnuna. „Þetta er ekki stórslys. Það er engin stjórnarkreppa í land- inu,“ sagði hann. Tsjernomyrdín hafði verið forsæt- isráðherra frá árinu 1992 og Jeltsín notaði tækifærið til að sæma hann orðu. Litið var á hann sem dyggan bandamann Jeltsíns og traustan for- sætisráðherra, sem hefði hvergi hvikað frá umbótastefnunni þrátt fyrir mótlæti. Brottvikningin kom mjög á óvart, enda virtist stjórnin vera nokkuð föst í sessi síðustu mánuði. Lítið hefur farið fyrir kröfum stjórnarandstæð- inga um að þingið lýsi yfir vantrausti á stjórnina og „ungu umbótasinnarn- ir“ tveir, Tsjúbajs og Nemtsov, voru taldir hafa styrkt stöðu sína. Þingið leyst upp? Ekki er vitað hvern Jeltsín hyggst tilnefna forsætisráðherra þegar hann myndar nýja stjórn en frétta- skýrendur í Moskvu sögðu að Ivan Rybkín aðstoðarforsætisráðherra væri á meðal þein-a sem kæmu til greina í embættið. Talsmaður forset- ans sagði líklegt að Kíríjenko yrði fyiir valinu. A meðal annarra sem koma til greina í embættið eru Jegor Strojev, forseti efri deildar þingsins, _________ Borís Nemtsov, fyrsti að- stoðarforsætisráðherra, Dmitrí Ajatskov, héraðs- stjóri Saratov, Júrí Luzhkov, borgarstjóri Moskvu og Grígorí Javl- ínskí, leiðtogi Jabloko-flokksins, sem er í stjórnarandstöðu. Samkvæmt rússnesku stjórnar- skránni verður öll stjórnin að víkja ef forsætisráðherrann fer frá. Forset- inn verður að tilnefna nýjan forsætis- ráðherra innan hálfs mánaðar og þingið fær viku til að fjalla um til- nefninguna. Neiti þingið þrisvar sinnum að samþykkja tilnefningu forsetans getur hann skipað forsæt- isráðherra sjálfur, leyst þingið upp og boðað til nýrra kosninga. |ði með jr um- ;tefnu Ríki í norðri og suðri ekki á eitt sátt um bann við skordýraeitrinu DDT Ávinningur að leitað verði annarra kosta Samningaviðræður um bann við þrávirkum lífrænum efnum hefjast 1 Genf í sumar og má búast við að þar verði heitar umræður um efnið DDT. Islendingar hafa haft ákveð- ið frumkvæði að því að nú er gengið til samninga um þessi efni. Karl Blöndal kynnti sér málið. SKIPTAR skoðanir eru um það milli ríkja í norðri og suðri hvort leggja eigi algert bann við skordýraeitrinu DDT. Islendingar hafa verið í þeim hópi, sem hefur beitt sér fyrir verndun sjávar fyrir þrávirkum líf- rænum efnum og í grein um DDT- deiluna í tímaritinu New Scientist er haft eftir Tryggva Felixsyni, defld- arstjóra alþjóðadeildar umhverfis- ráðuneytisins, að banni fylgi sá ávinningur að reynt verði fyrir al- vöru að finna aðra kosti. DDT var upphaflega beitt til að vernda gróður fyrir ágangi skordýra en í upphafi sjöunda áratugarins var það úthrópað á Vesturlöndum vegna hættunnar af því í umhverfinu og víða bannað. Um þessar mundir er það enn notað í landbúnaði í ýmsum þróunarlöndum, en það er einnig notað til að drepa mýflugur og hefta útbreiðslu sjúkdóma á borð við malaríu og mýgulusótt víða, þar á meðal Belize, Brasilíu, Ekvador, Eþiópíu, Indlandi, Kenýa og Tælandi. Um 270 milljónir manna fá árlega sjúkdóma, sem mýflugan ber með sér. Gagnlegt, hættulaust og ódýrt „Mér er þvert um geð að verja efni, sem veldur svo hræðilegum vandamálum í umhverfmu," sagði Renato Gusmáo hjá Heilbrigðissam- tökum Ameríkuríkja, sem er hluti af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO), í samtali við New Scientist. „En það er gagnlegt, hættulaust [fyrir menn] og ódýrt.“ I júní hefjast samningaviðræður 110 ríkja um alþjóðlegt bann við DDT og öðrum þrávirkum lífrænum efnum á vegum umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Fyrsti samningafundurinn verður í Genf og sá næsti í Kanada. I sam- þykkt UNEP segir að samningavið- ræðunum eigi að ljúka árið 2000 og hafa Islendingar lagt fram fé tfl stofnunarinnar til að svo megi verða. Síðan þurfa einstök ríki að staðfesta hann þannig að samningurinn gæti tekið gildi snemma á næstu öld. „Það hefur verið baráttumál Is- lendinga frá árinu 1990 að koma á slíkum samningi," sagði Tryggvi í samtali við Morgunblaðið. „I iðn- væddum löndum, þar sem loftslag er oft kaldara en víða í þróunarlönd- um, hafa mörg af þessum hættulegu efnum þegar verið bönnuð. Ástæðan var að menn komust að því að þeim fylgdu hliðarverkanir og einnig fundust önnur efni eða gátu leyst þau af hólmi, þótt vissulega sé of mikið að segja að við höfum alger- lega hreinsað tfl.“ Búist er við mikilli andstöðu við banni meðal hitabeltisríkja. Fulltrú- ar þeirra segja að DDT sé aðeins notað í litlum mæli á afmörkuðum svæðum. Umhverfistjónið sé tak- markað og mannslífum bjargað. Malaría í Belize Belize í Suður-Ameríku hefur ver- ið notað sem dæmi. Þegar hætt var STUNGUMY getur borið með sér malariu, mýgulusótt og ýmsa aðra sjúkdóma. að nota DDT þar fyrir sex árum hafði malaríu nánast verið útrýmt. Arið 1994 voru greind tíu þúsund malaríutilfelli í landinu og höfðu þau aldrei verið fleiri í sögu landsins. íbúar Belize eru um 200 þúsund. Þar var byrjað að nota DDT á nýjan leik árið 1996 og hefur malaríutflfell- um fækkað síðan. Donald Roberts, sem starfar við heilbrigðisháskóla í Bethesda í Mar- yland, hefur stundað rannsóknir í Belize og hann heldur því fram að malaría muni færast i aukana verði DDT bannað. Roberts leggur áherslu á að ekki sé hægt að bera saman notkun DDT til að vinna á mýflugum og í landbúnaði. Hann bendir á að jafn mikið DDT þurfi til að bera á í heimilum í allri Guyana í Suður-Ameríku, sem er 215 þúsund ferkílómetrar, og til að bera á fjög- urra ferkílómetra baðmullarekru á einu uppskerutímabili. Þá megi bæta því við að eitrið sé aðeins notað innan dyra til að hefta útbreiðslu malaríu. Umhverfissinnar og ríkisstjórnir í norðri halda því hins vegar fram að allsherjarbann á DDT muni þvinga menn til að kanna hættuminni leiðir til að hefta sjúkdóma, sem berast með mýflugum. „Eitt umdeildasta málið í viðræð- unum verður það hvort við höfum aðra og öruggari kosti en þessi efni í heilbrigðisþjónustu,“ sagði Tryggvi og bætti við að reynslan hefði sýnt að þegar þrýst væri á um að gera breytingar næðist árangur: „Það hefur komið í Ijós með efni, sem eyða ósonlaginu. Það er ekki hægt að sætta sig við samkomulag, sem verður fullt af smugum. Þá yi'ði eng- in hvatning til að leita annarra kosta.“ Hver borgar? Hann sagði að umræðan myndi snúast um það hvort til væru stað- genglar, sem gætu leyst þessa notk- un DDT af hólmi og ef svo væri á hvaða kjörum. „DDT er lyf, sem hefur verið þró- að og er tiltölulega ódýrt, en ýmis- legt bendir til þess að staðgenglar kunni að verða dýrari,“ sagði Tryggvi. „Eins og oft vill ver ða í um- hverfismálum vaknar spurningin hver eigi að greiða þennan kostnað." Þegar verið var að stöðva notkun MALARÍA er skæður sjúkdómur. 1994 geisaði skæður malaríufarald- ur á Indlandi og mynduðust biðraðir við heilsugæslustöðvar. ósoneyðandi efna var stofnaður sjóð- ur, sem Islendingar leggja meðal annarra í fé. Úr sjóðnum hafa verið greiddir styrkir til þróunarlanda til að auðvelda þeim að leysa ósoneyð- andi efni af hólmi. „Nú þarf ef til vill að grípa til svip- aðra ráða,“ sagði Tryggvi. „Til dæm- is að stofna sjóð til að liðka fyrir breytingum. Jafnframt standa vonir til þess að um leið og myndast þrýst- ingur til að finna umhverfisvænni staðgengla muni efnaiðnaðurinn bregðast við. En þetta verður senni- lega erfitt viðfangsefni í þessum samningaviðræðum. Útbreiðsla malaríu hefur nefnilega vaxið og margir hafa viljað bera því við að DDT sé ekki notað jafn mikið og áð- ur. Aðrir segja hins vegar að aðrir þættir hafi þar áhrif, slakað hafi ver- ið á í heilsugæslu og fleira. Það er ekki mitt að skera úr um hvað er rétt í því, en það verður að koma skýrt fram í samningaviðræðunum hvort til séu aðrar leiðir til að draga úr malaríu.“ Sums staðar hefur verið reynt að nota til dæmis lífræn fosfötsambönd og efni einangruð úr tryggðablóm- um í stað DDT. Þau brotna hraðar niður og hverfa úr umhverfinu, en eru hættuleg þeim, sem nota þau. Þau eru einnig dýrari vegna þess að það þarf að bera þau oftar á og eru ekki jafn afkastamikfl. Því hefur einnig verið haldið fram að stungu- mý byggi fljótt upp ónæmi fyrir helstu staðgenglum DDT. Einnig hefur verið þrýst á þau ríki, sem nota DDT til að stemma stigu við útbi’eiðslu mýflugunnar, til að nota ekki efnasambönd heldur reyna aðrar leiðir. Stungumý fjölgar sér í hreyfingarlausu vatni og með því að tryggja rennsli þar sem hætt- an er mest á byggðu bóli megi ná árangri. Einnig sé hægt að nota fisk, bakteríur og fleira til að eyða lirfum flugunnar. Helsta gagnrýnin á slíkar aðferðir er að erfitt sé að beita þeim á vettvangi þótt vissulega séu þær lofsverðar. Þrávirk efni berast norður á bóginn Ástæðan fyrir því að Norðurlönd knýja á um að sett verði bann er sú að ýmis þrávirk lífræn efni, sem not- uð eru á suðlægum slóðum, gufa þar upp, berast norður á bóginn og þétt- ast og falla niður á yfirborð lands eða sjávar þar sem kaldara er. Efnin komast þar inn í fæðuhringinn. Þau hlaðast upp í spendýrum og er til dæmis mikið af þeim í selum. I sumum byggðarlögum fyrir ofan heimskautsbaug, til dæmis á Græn- landi og í Kanada, er ástandið þegar orðið þannig að konur hafa mun meira DDT og önnur þrávirk efni í brjóstamjólk og blóði, sem fer um naflastreng, en hættumörk segja til um. „Á einstaka stöðum er þetta kom- ið á það stig að það geti farið að hafa áhrif á heilsufar," sagði Tryggvi. „Sem betur fer er það mjög tak- markað og það hefur ekki verið talin"f ástæða til þess að vara fólk við neyslu á ákveðnum afurðum úr ákveðnum dýrum. Efnin virðast hins vegar safnast fyrir í fituvefjum og á þeim stöðum, sem neysla hvalkjöts, selkjöts og feitmetis úr sjó, mælast þessi efni í meira magni en annars staðar.“ Hér við land hafa greinst þrávirk lífræn efni í fugli og sjávardýrum. „í sumum tilfellum hefur magnið verið nokkuð hátt, en yfirleitt er það mjög lágt og fýrir neðan öll hættu- mörk,“ sagði Tryggvi. „En bara sú staðreynd að þetta greinist hér, svo fjarri öllum uppsprettum, veldur vitaskuld áhyggjum og það er ástæð- an fyrir því að við viljum taka á þessu.“ Hann sagði að ekki mætti hins vegar valda óþarfa áhyggjum hér á landi og fyndust þrávirk efni til dæmis í miklu minna mæli hér við land en í Eystrasaltinu. Listin yfir þrávirk efni er langur, en hættulegustu efnin, sem tekin verða fyrir í samningaviðræðunum, eru 12. Ekkert þeirra er framleitt á Islandi, en tvö geta orðið til við^ bruna, díoxín og fúron. „Það eru sennilega helst þau efni, sem gætu orðið til hér og þá við ófullkominn bruna,“ sagði Tryggvi. „Það gæti verið ef sorpbrennsla er ekki við eðlilegar aðstæður. En það er mjög takmarkað magn, sem hugs- anlega fer út í andrúmsloftið. En DDT og ýmis önnur efni, sem eru á þessum lista, eru nú þegar bönnuð hér á landi.“ ísland aflvaki Islensk stjómvöld hafa tekið ákveðið frumkvæði í því að koma á banni við þrávirkum lífrænum efn- um. „Það má segja að við höfum haft svolítil áhrif í þessu máli á alþjóða- vettvangi,“ sagði Tryggvi. „Við kom- um að þessu áður en flest önnur ríki voru farin að leggja fram samning um alþjóðasamning. Við fengum fljótlega skilning hjá Norðurlöndun- um og tókst að koma á norrænu samstarfi, sem skilaði sér síðan hjá Evrópusambandinu. Einnig höfum við átt mjög gott samstarf við Bandaríkin og myndað góð tengsl við ýmis þróunarlönd, sem sýndu málinu skilning.“ v I upphafí var aðeins um að ræða pólitískar yfirlýsingar og ályktanir, en síðan færðist áherslan á lagalega bindandi samkomulag. „Þetta er dæmi um mál þar sem Island hefur lagt svolítið á vogar- skálarnar, þótt ekki sé landið stórt í alþjóðlegu samhengi," sagði hann.,. „Við vorum svolítill aflvaki í að koma þessu á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.