Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ 310 milljóna króna tap hjá Islensk- um sjávarafurðum íslenskar sjávarafurðir Úr reikningum ársins 1997 Rekstrartekjur Rekstrargjöld Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Reiknaður tekjuskattur 2.765,7 (2.816,1) (108,5) 95,2 2.620,8 (2.274,1) (84,8) !3M +5,5% +23,8% +28,0% Samtals rekstrargjöld Hagnaður (tap) afreglulegri startsemi (2.829,4) (63,7) (2.395,5) 225,4 +18,1% Aðrartekjurog (gjöld) (246,6) (65,0) +279,4% Hagnaður (tap) ársins (310,3) 160,4 Efnahagsreikningur 31. des. 1997 1996 Breyt. Eipnir: \ Milljónir króna Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir samtals i Skuidir op eigið 1é: Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Eigið fé Skuldir og eigið fé samtals 4.576,3 8.137,7 2.332,0 7.085,2 +96,2% +14,9% 12.714,0 9.417,2 +35,0% Milljónir króna 2.732,6 8.027,6 1.953,8 847,7 6.344,1 2.225,4 +222,4% +26,5% ■12,2% 12.714,0 9.417,2 +35,0 Kaupfélag Borgfírðinga í Borgarnesi Kaupfélagsstjóri segir upp störfum LIÐLEGA 310 milljóna króna tap varð af rekstri samstæðu Islenskra sjávarafurða hf. á síðasta ári en ár- ið áður var 160 milljóna kr. hagn- aður. Munurinn er 470 milljónir kr. Skýrist tapið af kostnaði við lokun fískréttaverksmiðju í Bandaríkjun- um og flutningi í nýja, uppsögn á samstarfssamningi IS og UTRF í Rússlandi og kaupum og yfirtöku á nýjum félögum. Gert er ráð fyrir 150 milljóna kr. hagnaði í ár. Sala samstæðu Islenskra sjávar- afurða nam 25,4 milljónum kr. á síðasta ári og hafði minnkað um rúman milljarð frá árinu áður. 64 milljarða kr. tap varð af reglulegri starfsemi á móti 225 milljóna króna hagnaði á árinu 1996. Þegar tekið hafði verið tillit til óvenjulegra gjalda og tekna varð tapið 310 milljónir eins og fyrr segir. Stefnt að hagnaði í ár „Eins og öllum má vera ljóst eru það stjóm og starfsmönnum Is- lenskra sjávarafurða hf. mikil von- brigði að félagið skuli nú í fyrsta skipti í sjö ára starfsemi þess vera gert upp með tapi. A það ber þó að líta að samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir tapi vegna þess mikla átaks sem ráðist var í með flutningi verksmiðjunnar í Banda- ríkjunum þar sem aftur á móti óvænt samningsslit í Rússlandi komu félaginu í opna skjöldu," seg- ir í fréttatilkynningu frá ÍS. Benedikt Sveinsson, forstjóri ís- lenskra sjávarafurða, segist ekki geta verið annað en óánægður með niðurstöðuna. En hann sé í sjálfu sér ánægður með að hafa gert grein fyrir fortíðinni og þurfa ekki að hafa meiri áhyggjur af henni. Það sé ágætis tilfinning að geta hugsað um framtíðina. Áform, áfall og tækifæri Rekstraráætlanir samstæðu ÍS gera ráð fyrir stóraukinni veltu á yfirstandandi ári, meðal annars vegna kaupa á franska fyrirtækinu Gelmer, og að veltan verði um 32 milljarðar. Gert er ráð fyrir að reksturinn nái jafnvægi á nýjan Skýrist af flutn- ingum fiskrétta- verksmiðju í Bandaríkjunum og slitum á sam- starfssamningi í Rússlandi leik og samstæðan skili um 150 milljóna króna hagnaði. Benedikt skýrir tap fyrirtækisins með þremur orðum; áformum, áfalli og tækifærum. Hluti af tapinu skýrist af áformum um að snúa við rekstrinum í Bandaríkjunum þótt það kostaði mikið, annar hluti stafi af áfalli vegna slita á samstarfs- samningnum við Rússana og þriðji hlutinn af tækifærum við kaup á franska fyrirtækinu Gelmer. Fyrst er um það getið í fréttatil- kynningu ÍS að uppbygging nýrr- ar verksmiðju Iceland Seafood Corporation í Newport News í Bandaríkjunum og flutningur allr- ar starfsemi fyrirtækisins frá Pennsylvaníu hafi haft í fór með sér mikinn kostnað og lakari rekstrarafkomu þess félags, eins og raunar hafi verið reiknað með. Hnignandi rekstur ISC undanfarin ár og tap af reglulegri starfsemi, sem náði hámarki á árinu sem leið, hafi kallað á grundvallarbreyting- ar sem nú væru að baki með lokun gömlu fiskréttaverskmiðjunnar og opnun nýrrar í október. Fram kemur að auk verulegs beins rekstrartaps af starfsemi félagsins hafi verið gjaldfærð í reikningum þess 4,1 milljón dollara vegna flutninganna en 1,5 milljónir doll- ara hafi verið gjaldfærðar árið áð- ur. „Þar með hefur aOur kostnaður við flutninga, lífeyrisskuldbinding- ar og starfslokasamninga, sem hefði mátt dreifa á fleiri ár, sam- tals að upphæð 5,6 milljónir doll- ara eða um 400 milljónir króna, verið gjaldfærður og félagið því vel í stakk búið til að takast á við verkefni framtíðarinnar," segir í fréttatilkynningunni. í annan stað er tapið skýrt með skyndilegum og fyrirvaralausum slitum rússneska fyrirtækisins UTRF á samstarfssamingi við ÍS, en samningsslitin leiddu til stór- felldrar lækkunar á tekjum ÍS. „Svo sem búast mátti við tók tals- verðan tíma að draga saman þá starfsemi sem byggð hafði verið upp vegna verkefnisins og ná niður kostnaði bæði heima og erlendis, en því verki er nú lokið. Þrátt fyrir að allar viðskiptakröfur innheimt- ust að fullu er ljóst að áhrif samn- ingsslitanna á rekstur ÍS voru mjög neikvæð á liðnu ári, eins og fram kemur í uppgjöri móðurfé- lagsins. Verulega tókst að draga úr rekstrarkostnaði þess, en það dugði þó ekki til að ná jafnvægi í rekstrinum fyrir lok ársins.“ Þrátt fyrir tap vegna samningsslitanna telur Benedikt að félagið hafi í heild haft meiri tekjur en gjöld af samningnum við rússneska fyrir- tældð. í þriðja lagi er nefnt að kaup ÍS á franska framleiðslu- og dreifing- aríyrirtældnu Gelmer SA í Boul- ogne-sur-mer og sameining þess við Iceland Seafood France SA hafi haft í for með sér talsverðan kostn- að sem hafi verið að fullu færður til gjalda á árinu. Velta hins samein- aða fyrirtækis er áætluð 9-10 millj- arðar kr. á yfírstandandi ári. Þá keyptu íslenskar sjávarafurðir hf. 80% hlut í ferskfiskfyrirtækinu Tros ehf. í Sandgerði til að styrkja ferskútflutning félagsins. Hlutafé aukið Aðalfundur íslenskra sjávaraf- urða hf. verður haldinn á Hótel Sögu 3. apríl næstkomandi. Stjóm félagsins mun þar leggja til að ekki verði greiddur arður til hluthafa. Á hluthafafundi í desember sl. var samþykkt heimild til stjómar fé- lagsins um að auka hlutafé um 200 milljónir kr. að nafnverði vegna nýrra fjárfestinga og framtíðar- verkefna. Benedikt Sveinsson segir að ákvörðun um hlutafjáraukningu verði tekin af nýrri stjórn félagsins en reiknar með að heimildin verði nýtt að verulegum hluta. Miðað við gengi hlutabréfa IS að undanfornu myndi söluverð 200 miOjóna kr. hlutafjárútboðs nema rúmum 400 milljónum kr. 0DEXIDN ÞÓRIR Páll Guðjónsson, kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga í Borgai-nesi, hefur sagt upp störf- um hjá félaginu. Mun hann vinna út sex mánaða uppsagnarfrest sinn og sinna á þeim tíma öllum stjórnun- ar- og trúnaðarstörfum á vegum kaupfélagsins og dótturfélaga, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá KB. Þórir Páll hefur gegnt starfinu bráðum í tíu ár. „Eg er búinn með kvótann,“ segir hann um ástæður uppsagnarinnar. Með þessum orð- um vísar kaupfélagsstjórinn til þess að hann hafi í upphafi verið stað- ráðinn í því að eyða ekki allri starfsævinni í þessu starfi. Hann segist hafa talið tíu ár algert há- mark en hafi ætlað að hætta fyrr. „En ég hef gleymt mér í starfinu. Nú vil ég standa við það gagnvart HALDINN verður kynningarfund- ur á vegum Rannsóknarráðs Is- lands um Tæknimenn í fyrirtæki. Fundurinn verður haldinn á morg- un, klukkan 15-16.30 í sal 2 í Borg- artúni 6 í Reykjavík. Árið 1994 hóf Rannsóknarráð ís- lands (Rannís) að veita nýja tegund af styrkjum, sem ætlað er að styðja ráðningu tæknimanna í fyrirtæki. Þessir styrkir eru ætlaðir fyrir- tækjum sem eru að vinna að ný- sköpun og hafa lítið af háskóla- menntuðu starfsliði í þjónustu sinni, en hafa að öðru leyti bolmagn til þess að stunda nýsköpunarstarf. Frá 1994 hafa verið veittir 16 styrkir til fyrirtækja og er árangur þessa starfa að koma í ljós. Eitt fyrirtæki, íslenskt franskt á Akra- nesi, hefur notið stuðnings í þrjú ár, en það er hámarksstyrktími þessa styrkjaflokks. Á þessu ári munu þrjú fyrirtæki til viðbótar hafa notið stuðnings í þrjú ár og ár- ið 1998 fjögur. Um síðastliðin áramót lauk nýrri umsóknarhrinu um tæknimenn í fyrirtæki. Tuttugu og níu umsóknir bárust, þar af voru óvenjumargar frá starfandi fyrirtækjum er hyggj- ast leggja í átak á sviði nýsköpunar. sjálfum mér og minni fjölskyldu að hætta,“ segir hann. Tengist ekki Afurðasölunni Þórir Páll var gagnrýndur harð- lega á nýafstöðnum aðalfundi Af- urðasölunnar Borgarnesi hf. og þar kom krafa um afsögn kaupfélags- stjórans fram í ræðum tveggja for- ystumanna bænda. Þórir neitar því að uppsögn sín tengist þessum um- ræðum og bendir í því sambandi á að hann hafi verið búinn að afhenda stjórnarformanni uppsögn sína fyr- ir síðustu mánaðamót og það hafi stjórnarmönnum í kaupfélaginu verið kunnugt um. Fram kemur í fréttatilkynningu Kaupfélags Borgfirðinga að leit að nýjum kaupfélagsstjóra muni hefj- ast fljótlega og að starfíð verði aug- lýst. Rannsóknarráð hefur samþykkt að veita 11 nýja styrki og af þessu til- efni er boðað til kynningarfundar- ins nk. miðvikudag. Verðbréfaþing Enn met- mánuður VIÐSKIPTI í marsmánuði eru þegar orðin meiri en verið hef- ur í einum mánuði í sögu Verð- bréfaþings Islands. Heildarvið- skipti eftir daginn í gær voru rúmir 31,3 milljarðar kr. sem er heldur meira en í febrúar öllum þegar seld voru verðbréf fyrir tæpa 31,2 milljarða. I gær námu viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi 51 milljón kr. Mest var selt í Vinnslustöðinni, fyrir 17,5 milljónir, og Haraldi Böðvars- syni. Gengi hlutabréfa í Vinnslustöðinni lækkuðu lítil- lega en annars urðu litlar breytingar á verði hlutabréfa. ■■■ | ' SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Uppfylla ströngustu gæðakröfur • Rakaheld án próteina « Níösterk • Hraðþornandi • Dælanleg eða handílögð • Hentug undir dúka, parket og til ílagna 147 PR0NT0 Smlðjuvegur 72, 200 Kópavogur Símar: 564 1740, Fax: 554 1769 Kynningarfundur um tæknimenn í fyrirtæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.