Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Hófhornið IV Of litlar skeifiir land- lægur óvani ÁRÍÐANDI er að skeifur byrji að standa út fyrir brún hófs þar sem hann er breiðastur. TIL AÐ mæta framvexti hófa þurfa skeifur að standa einn til tvo sentimetra aftur fyrir hæla hófsins, því meira sem halli hófsins er meiri. SKEIFNAVAL íslendinga hefur einkennst í mörg- um tilvikum af því að menn járna á of litlar skeifur. Svo virðist vera að þetta sé arfur frá fyrri tíð, þegar skeif- ur voru handsmíðaðar á bæjum vítt og breitt um landið og smíða- járn af skornum skammti. Þetta leiddi til þess að skeifur voru of stuttar og því tekið óeðlilega mik- ið framan af hófum. Sömuleiðis var járnað of þröngt, þ.e. skeifur látnar fylgja brún hófsins að aft- anverðu og hælar skeifnanna stóðu lítið eða ekkert aftur af. Þetta verklag hefur síðan verið h'fseigt og mjög algengt er að not- aður séu of litlar skeifur enn í dag. Skeifur standi út fyrir hóf Áður hefur verið minnst á virkni hófsins í þessum þáttum, en sérstaklega þarf að hafa hana í huga þegar skeifur eru valdar og sniðnar eftir hófnum. Mikil hreyfing er í hófnum þegar hest- ur stígur í fótinn. Áftasti hluti hans gleikkar út þegar þyngdin kemur á fótinn. Taka þarf sér- staklega tillit til þessa þegar skeifan er valin og sniðin. Áríð- andi er að skeifan byrji að standa út fyrir brún hófveggjar þar sem hófurinn er breiðastur og standi út af alveg aftur úr. Er þarna verið að tala um 3 til 4 millimetra á hliðum en síðan stendur hæll skeifunnar einn til tvo sentimetra aftur fyrir hæla hófsins. Hversu mikið stendur aftur af ræðst af því hver halli hófsins er. Því meira aftur af sem halli hófsins er meiri. Sömuleiðis er gott að láta skeifuna koma örlítið út fyrir brún hófveggjar að framanverðu. Er þá verið að tala um 1 til 2 millimetra, en með því móti nær skeifan að hlífa hófveggnum bet- ur. Heft hreyfíng og hætta á hófmari Ástæðan fyrir því að hafa skeifurnar svo rúmar að aftan- verðu er einmitt títtnefnd hreyf- ing í hófnum. Sé skeifan látin fylgja brún hófs aftur úr fer hóf- urinn að þrýstast út fyrir skeif- una strax að lokinni jámingu og eftir u.þ.b. tvær vikur er hóf- veggurinn kominn út fyrir aftur- hluta skeifunnar. Skeifan er byrjuð að gangast inn í hófínn. Þegar svo er komið heftist eðli- leg hreyfing hófsins og hófvegg- urinn hættir að bera þyngd hestsins og meiri þyngd hvílir á hófbotni. Við það eykst hætta á alvarlegu hófmari. Okostimir við að járna rúmt er sá að eftir því sem skeifan stend- ur meira út af til hliðar og aftur fyrir eykst hætta á að hesturinn nái að rífa skeifuna undan sér. Þar spilar að sjálfsögðu inn í hversu haldgóðar hnykkingamar em og planið undir skeifunni sé rétt að lokinni tálgun. Með öðmm orðum hversu vönduð jámingin er. Áríðandi er að jámingamaður geri sér grein fyrir því að ekki fer alltaf saman hvað er best fyrir hófinn og hestinn og hvað hentar miðað við þær aðstæður sem hest- urinn er notaður við. Sem dæmi má taka að talsverður munur er á hvort um er að ræða útreiðar á góðum og sléttum reiðgötum eða hinu hvort nota eigi hestinn í smalamennsku í grýttu landi. Undir slíkum kringumstæðum þýðir lítið að láta skeifur standa út undan. Sama gildir ef hross ganga á sumrin á grýttu landi. Góður járningamaður reynir að fara bil beggja. Þegar valin er skeifa þai-f að gæta vel að lengd hennar. Sé hóf- ur eðlilegur án nokkurra vaxtar- skila er það megin reglan að stytta hófinn ekki. Tágöt skeif- unnar eiga að bera við hvítu línu hófsins og hælar skeifunnar standi eins og áður sagði 1 til 2 sentimetra aftur af. Steðjinn tákn fagmennskunnar Mjög aigengt er að notaðar séu skeifur númer 11,5 þegar við hæfi er að nota skeifur númer 12,0. Þegar notaðar eru stærri skeifur er meiri þörf á að sm'ða skeifuna eftir hófnum á steðja eða með beygjutækjum sem járningamenn eru farnir að nota í ríkum mæli. Að sníða skeifu á hóf hefur lengi vel verið annaðhvort að gleikka skeifu eða þrengja hana. Til þess þarf einungis léttan slaghamar og járnhlunk eða bara steingólf. I dag færist mjög í vöxt að þeir sem járna noti steðja, enda fag- mennska í járningum að aukast. Hestavörur fyrir 100 milljónir fluttar út árlega TALIÐ er að verðmæti útfluttra vara og þjón- ustu, sem tengjast íslenska hestinum, nemi um 100 milljónum króna á ári. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar sem Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði í nóvember 1996. ■^ÁIarkmið nefndarinnar var að kanna mögleika á auknum útflutningi framleiðslu sem tengist eða má tengja íslenska hestinum. Mest er flutt út af reiðtygjum og skyldum vörum en aðrir helstu vöruflokkar eru fatnaður, fóðurvörur, gjafavörur og annað, en undir það flokkast meðal annars tölvuforrit og fylpróf. Samtals eru framleiðendur vara sem tengjast hestinum um 80. Þessum aðilum var sendur spumingalisti og kom m.a. fram í svörum þeirra að mikill meirihluti þeirra flytur nú þegar vörur til útlanda eða stefnir að því. Einnig kemur fram að nokkuð margir reiðkennarar og tamn- ingamenn hafa atvinnu af því að kenna og temja i^wrlendis. Nefndarmenn komast að þeirri niðurstöðu að til eflingar útflutnings sé mjög mikilvægt að seljendur og framleiðendur hafi yfir að ráða upplýsingum og þekkingu á erlendum mörkuð- um. Einungis hafa verið gerðar markaðskann- anir fyrir þessar vörar í Þýskalandi og í Svíþjóð. Framleiðendur telja að það sem helst vanti til ^jð auka útflutning séu markaðsupplýsingar og ^^jármagn og era þeir hlynntir sameiginlegu átaki í sókn á erlenda markaði. Auk þess telja Talið að hægt sé að auka útflutning umtalsvert þeir þörf á að bæta tungumálakunnáttu þeirra sem standa að útflutningi og með því að styðja framleiðendur dyggilega sé hægt að auka út- flutning umtalsvert. fslenskar hestavörur verði ávallt þær eftirsóttustu í skýrslunni leggja nefndarmenn n'ka áherslu á að Island verði „Mekka“ íslenska hestsins og hingað leiti útlendingar upplýsinga, kaupi vörar og þjónustu sem tengist íslenska hestinum, fái ráðgjöf eða annað sem hefur hér sérstöðu; að þjónusta og vörar frá Islandi sem tengjast ís- lenska hestinum verði ávallt þær eftirsóttustu í hugum þeirra sem þekkja íslenska hestinn. Til þess að ná þessu fram telur nefndin að mikilvægast sé að halda markaðsathugunum áfram í löndum þar sem margir íslenskir hestar era, kortleggja óskir neytenda um vörur og þjónustu, athuga dreifileiðir og kauphegðun, gefa út sameiginlegan kynningarbækling, nýta alnetið og miða markaðssetningu íslenskrar vöra við að hún sé gæðavara og bæta ímynd hennar sem slíkrar. Nefndin leggur auk þess m.a. til að framleið- endur kynni sér hvaða stuðningur stendur til boða til að efla markaðsstarf og innra starf. Þá þurfi að efla stuðning við greinina, tryggja að- gang erlendra ferðamanna að íslenskum hesta- vöram og efla samstarf þar að lútandi, kanna ónýtta möguleika á framleiðslu á vöram sem nú era fluttar inn og tengjast hestamennsku og er nefndur reiðfatnaður sem dæmi, auk alls kyns „hestasnyrtivara“ og annarra vara sem mikið eru notaðar eins og hóffjaðra, kamba, hnakk- dýna, méla, ístaða o.fl. Alþjóðleg hesta- og hestavörusýning 1999 Lagt er til að halda alþjóðlega hesta- og hestavörusýningu á íslandi og að stefnt skuli að því að halda shka sýningu, ISLANDICA ‘99, og að iðnaðarráðherra í samvinnu við ráðuneyti samgöngumála og landbúnaðar beiti sér fyrir því að nefnd um málið taki til starfa sem fyrst. Telur nefndin að slík sýning muni draga til sín fjölmörg erlend fyrirtæki og eigendur og að- standendur íslenska hestsins erlendis muni flykkjast hingað. Einar Bollason var formaður nefndarinnar en auk hans sátu í henni Ami Gunnarsson, Bene- dikt G. Benediktsson, Einar Öder Magnússon, Guðný Káradóttir, ritari, Hulda G. Geirsdóttir, Ingi Björn Albertsson, Sigurbjörn Bárðarson og Sæmundur Runólfsson. Vilja að stofnað verði hlutafélag um mótið HLUTAFÉLAGSHUGMYND Fáksmanna hefur fallið í grýttan jarðveg hjá hestamannafélögum á Suðurlandi. Hafa félögin gefið loðin svör við spumingum um hvort þau hafi áhuga á þátttöku í hlutafélagi um landsmót í Reykjavík árið 2000. Flest vilja hestamannafélögin eiga aðild að rekstri mótsins með gamla laginu, þ.e. að leggja til vinnukraft við undirbúning og móts- haldið sjálft og fá þá hlut í hagnaði mótsins eða taka þátt í að greiða upp tap ef um slíkt yrði að ræða. Fáksmenn sendu Landssambandi hestamannafélaga bréf nýlega þar sem lýst var yfir að félagið tæki því aðeins þátt í rekstri landsmóts að stofnað yrði hlutafélag um rekstur þess. Mörgum spumingum þykir ósvar- að um hlutafélagshugmyndina og greinir menn þar á um ýmislegt. Ef hlutafélag verður stofnað telja sum- ir að greiða verði 30% skatt af hagn- aði en ekki ef mótið verður haldið sem íþróttamót. Hlutafélagsmenn fullyrða á móti að ekki þurfi að greiða slíkan skatt. Þá efast margir um að LH geti án samþykktar árs- þings ráðstafað mótinu til einhvers hlutafélags eða að stjóm samtak- anna geti ákveðið þátttöku í hlutafé- lagi án samþykktar ársþings. Á sunnudag funduðu fáksmenn með fulltrúum LH vegna þessa máls og var þar ákveðið að boða til fundar með fulltrúum hestamannafélaga á Suðurlandi, en slíkur fundur var haldinn í endaðan janúar og var mæting á hann frekar dræm. Menn eru famir að ókyrrast þar sem ekki er búið að skipa framkvæmdanefnd fyrir landsmótið 2000 og þykir tím- inn farinn að verða knappur ef ekki verður skipuð nefnd fljótlega. Það þykir skrýtin staða að félag sem sótti um landsmót skuli vera til- búið að standa utan við rekstur móts en leggja hinsvegar til mótsstaðinn. Fáksmenn hafa boðið svæðið fyrir 15% af hverjum greiddum aðgöngu- miða, sem þykir mjög hagstætt, en á síðasta landsmóti var tekið 29% fyr- ir mótssvæðið. -------------- Hallgrímur Jónasson ráð- inn fram- kvæmdastjóri HALLGRÍMUR Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga og mun hann taka við starfinu 1. apr- íl nk. Hallgrímur er vel kunnur innan raða hestamanna, vai- um árabil for- maður Gusts í Kópavogi og farar- stjóri íslenska landsliðsins í hesta- íþróttum á heimsmeistaramótinu í Sviss 1995. Á þriðja tug manna sóttu um starf- ið en eftir er að ráða starfskraft í hálft starf og hafa um 80 manns sótt um. Fráfarandi framkvæmdastjóri, Sigurður Þórhallsson, verður í starfi hjá samtökunum til 1. júlí nk. Ingi- björg Jónsdóttir sem verið hefur í hálfu starfi hjá samtökunum hefur sagt upp og mun hverfa til annarra starfa. Skrifstofa LH var flutt í ný húsa- kynni í Iþróttamiðstöðinni í Laugar- dal um síðustu mánaðamót. Er þar um að ræða 100 fermetra aðstöðu sem Ólympíunefnd íslands hafði fyr- ir sameininguna við ÍSÍ. Þykir að- staðan mjög góð, þrjár skrifstofur auk fundarherbergis. Landssam- bandið gamla var sem kunnugt er til húsa í Bændahöllinni við Hagatorg en HIS var með skrifstofuaðstöðu á öðrum stað í Iþróttamiðstöðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.