Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 42
^já2 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 AÐSENDAR GREINAR MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Betur má ef duga skal í SÍÐUSTU sveitar- stjómarkosningum hvatti SAMFOK (Sam- band foreldrafélaga og foreldraráða í skólum Reykjavfkur á grunn- skólastigi) í samstarfi við samtökin Heimili og skóla foreldra til bar- áttu fyrir einsetningu allra grunnskóla. For- eldrar risu upp og spurðu um aðstæður nemenda og fyrirætlan- ir frambjóðenda. Niður- staðan var sú að einset- inn skóli var á for- gangslista stjómmála- manna sem vildu að á þá væri hlustað. Nú standa sveitarstjórnarkosn- ingar aftur fyrir dyrum og í Reykja- vík eru skólamál ekki minna kosn- ingamál en fyrir fjóram áram. Astæðan er sú að þrátt fyrir stór framfaraskref á síðastliðnum áram "^&igum við enn langt í land með að eiga grunnskóla sem í aðbúnaði og fjölbreytni í námsinnihaldi stendur jafnfætis skólum þjóða sem við ber- um okkur saman við. s Otrúlega mörg atriði í aðstæðum grunnskóla, segir Guðbjörg Björns- dóttir, bíða enn úr- lausna. Að undanförnu hef ég heyrt emb- ættismenn í skólakerfinu og póli- tíska fulltrúa meirihluta í borginni segja að skólamálin séu lítt til um- ræðu á opnum fundum, t.d. hverfa- fundum borgarstjóra. Þar brenni fremur umferðarmál og bygginga- framkvæmdir á mönnum. Því er fleygt að foreldrar ræði yfirleitt lít- ið um innra starf skólanna heldur fyrst og fremst um steinsteypu. Getur það verið að foreldrar setji alla orku í baráttu fyrir byggingum en ekki fyrir skólastarfinu sjálfu? Lítum á nokkrar staðreyndir. tm- Einsetning hálfnuð? A heilu kjörtímabili hefur tölu- vert fé og veruleg orka farið í hús- næðislegar framkvæmdir vegna einsetningar grannskóla í Reykja- vík og er þó á mörkunum að verkið sé hálfnað. Af þeim áætlunum borg- arinnar sem kynntar hafa verið for- eldraráðum hefur mest verið fjallað um byggingaráætlanir. Foreldrar hafa tekið þessum kynningum vel en ánægjan dofnað þegar fulltrúar þeirra við einstaka skóla hafa síðan orðið varir við frávik og breytingar á þessum áætlunum án þess að þeim væru kynntar slíkar ákvarðan- ir borgaryfirvalda fyrirfram. Er nema von að foreldrar ræði mikið 'ura byggingarmál? Fleiri veigamikiar ástæður era fyrir áherslu foreldra á húsnæðismál skólanna. í stefnu SAMFOKS er megináherslan lögð á innra starf skólanna og líðan nemenda en jafn- framt viðurkennd knýjandi þörf fyrir breytingar á umgjörð og aðstæðum í skólastarfi. í gegnum tíðina hefur tímaskorti verið borið við þegar for- eldrar hafa krafið skólana um aukna fjölbreytni í námsframboði. Ekki var hægt að bæta við tíma þar sem skól- ar voru tvísetnir, þ.e. kennslustofan Tþýtt fyrir einn bekk fyrir hádegi og fyrir annan eftir hádegi. Einsetning var því og er nauðsynleg til að hægt sé að sinna þörf fyrir aukna fræðslu í íslenskum grannskóla. Einsetning felst í því að stækka húsnæði skól- anna til að koma við lengingu skóla- dags svo hægt sé að sinna öllum námsgreinum almennilega og auka rajöibreytni í grannnámi. Að knýja fram breyt- ingar í þessum efnum er þó líkt því að klifa þrítugan hamarinn. Lengst af talaði skóla- fólk a.m.k. fyrir daufum eyram stjórnmála- manna til ríkis og sveita um betrumbætur í skólastarfinu. Engan skal þvl undra þó sam- tök foreldra setji mikla orku í fyrstu skrefin, þ.e. að koma húsnæðis- málum skólanna í það horf að öll börn geti byrjað í skólanum að morgni. Þegar þeim áfanga er náð er hægt að auka kennslutímann. Þá er kom- ið að kjarna málsins og ekki lengur hægt að bera við húsnæðiseklu og tímaskorti þegar rætt er um innra starf skólanna og námsframboð. í Reykjavík telst einsetning rúm- lega hálfnuð. Foreldrar þurfa að hafa skoðun á því hvort sá skóli sé einsetinn þar sem húsnæðis- þrengsli há skólastarfi og felld er niður kennsla í heilu námsgreinun- um. Því er stundum borið við að foreldrar krefjist einsetningar og þeir verði því að taka afleiðingun- um af því þegar hagræða þarf til að koma einsetningu á. Hér er á ferð- inni grundvallarmisskilningur. For- eldrar eiga einfaldlega ekki að sam- þykkja að skóli geti kallast einset- inn nema að uppfylltum lágmarks- skilyrðum, svo sem að öll fög séu kennd og að stundatöflur nemenda endurspegli að lágmarki þann kennslustundafjölda sem kveðið er á um í grannskólalögum. Þessar línur eru dregnar í stefnu SAMFOKS. Stefna SAMFOKS Undirbúningur að stefnu SAMFOKS hófst í raun sem liður í einsetningarátaki Heimilis og skóla fyrir sveitarstjómarkosningar 1994. Þá var samþykkt innan sambands foreldrafélaga í Reykjavík sameig- inleg skilgreining á því hvað felst í einsettum skóla. Kjarninn í baráttu foreldra í Reykjavík fyrir betri grannskóla er langt frá því að vera húsbyggingar og gæsla fyrir úti- vinnandi foreldra. í stefnumótunarvinnu SAMFOKS 1995-96 tóku þátt fulltrúar úr for- eldraráðum og stjórnum foreldrafé- laga grunnskólanna í Reykjavík. Stefna SAMFOKS, „Fjölbreyttara skólastarf í einsetnum skóla með lengdum skóladegi", var samþykkt á aðalfundi 1996. Innihald stefnunnar er í meginatriðum að grannskólinn eigi að vera einsetinn og hafa nægan tíma til að sinna faglegu skólastarfi og fjölbreyttu námi. Rauði þráður- inn í stefnunni er að auka þurfi fjöl- breytni í grannskólanámi. Vaxandi kraftur er í baráttu for- eldra fyrir betri grunnskóla. Allir kjósendur sem era foreldrar, afar og ömmur, kennarar, skólastjórn- endur og atvinnurekendur eiga stórra hagsmuna að gæta þegar kemur að grunnmenntun. Þeir hagsmunir era réttindi barna til náms og tengjast í öllum aðalatrið- um því hvemig okkur gengur að búa í þessu landi í framtíðinni. Otrúlega mörg atriði er lúta að ytri skilyrðum og innri aðstæðum í grunnskólunum bíða enn úrlausna. Með þessum orðum er ekki verið að vanþakka það sem þegar hefur áunnist. En við skulum ekki fljóta sofandi áfram þó að skútan sé kom- in á flot. Foreldrar, gefum fram- bjóðendum skýr skilaboð um að grunnskólinn sé efstur á forgangs- lista í þessum kosningum. Höfundur er formaður SAMFOKS og áheymarfulltrúi foreldra í frædslurádi Reykjavfkur. Guðbjörg Björnsdóttir GUÐRUN BJORG ANDRÉSDÓTTIR +Guðrún Björg Andrésdóttir fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1975. Hún lést af slysförum í Reykjavík 7. mars síðastliðinn. Guðrún Björg var elst af fimm börnum hjón- anna Andrésar Sig- urðar Sigurjónsson- ar, f. 15. júní 1953, d. 15. október 1997, og Sigrúnar Rögnu Sveinsdóttur, f. 14. apríl 1957. Andrés var sonur hjónanna Sigurjóns Hákonar Haukdals Andréssonar og Ástu Kristínar Guðjónsdóttur, en þau eru bæði látin. Sigrún er dóttir hjónanna Sveins Magnússonar, sem nú er látinn, og Guðrúnar Siguijóns- dóttur. Hálfsystir Guðrúnar Bjargar er Kristrún Klara Andrésdóttir, f. 22. júní 1973. Eiginmaður Kristrúnar Klöru er Völundur Þorbjörnsson, f. 11. maí 1972. Alsystkini Guðrúnar Mig langar að minnast Gunnu nöfnu minnar í fáeinum orðum. Margar eru minningarnar frá því hún var lítil, þar sem hún dvaldi oft hjá okkur afa ásamt foreldrum sín- um og systkinum. Gunna var mjög skemmtilegt og gott barn, hún var ákveðin og sjálfstæð í æsku og er mér efst í huga þegar hún ákvað sjálf, þá aðeins rétt 4ra ára að koma suður í Kópavog til að halda upp á afmælið sitt. Það kom snemma í ljós hversu barngóð hún var og nutu yngri systkini hennar þess ríkulega, þar sem hún var alltaf til staðar fyrir þau með kærleika sinn og um- hyggjusemi. Fyrir tveim áram kynntist Gunna stóru ástinni sinni, Páli Sveinssyni og saman voru þau rétt að byrja að byggja upp framtíð sína. Þau voru mjög samhent í öllu sem kom best í ljós þegar litli drengurinn kom í heiminn í apríl sl. og var hann þeim sólargeisli sem nú svo ungur má sjá á eftir mömmu sinni, aðeins 11 mán- aða. Síðastliðið haust var þungur harmur kveðinn að fjölskyldu Gunnu þegar pabbi hennar lést skyndilega og kom þá vel í ljós styrkurinn og festan sem Gunna bjó yfir. Elsku Palli, ég bið algóðan Guð að styrkja þig og halda verndai-hendi sinni yfir þér og litla drengnum þín- um í þinni miklu sorg. Elsku Sigrún, Asta, Gummi, Berglind og Sigurjón, megi góður Guð hugga ykkur og styðja á þessum erfiðu tímum í lífi ykkar. Að lokum þakka ég Gunnu sam- fylgdina og óska henni góðrar heim- komu, þar sem ég veit að verður tek- ið vel á móti henni af pabba hennar og öðram ástvinum. Ég sendi tengdaforeldrum Gunnu og öðrum aðstandendum mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Hví var þessi beður búinn bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himnum heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveójan: „kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Þín amma. Elsku Gunna mín. Ég sit hér og er að hugsa um þig, elsku besta systir mín. Þú varst besta vinkona mín, systir mín og stundum léstu eins og mamma mín. Þú varst það besta sem við systkinin áttum og við söknum þín svo mikið. Ég er búin að vera rosalega lengi að koma mér að því að skrifa þessa minningargrein um þig, elsku dúllan mín, en það er bara vegna þess að ég vil ekki trúa að það hafír verið þú sem hafir lent í þesu hræðilega slysi. Ég get ekki tekið því, en ég er að reyna. Bjargar eru Ásta Kristín, f. 19. maí 1977, Guðmundur Páll, f. 19. febrúar 1981, Sigrún Berg- lind, f. 25. febrúar 1986, og Siguijón Hákon, f. 5. mars 1989. Sambýlismaður Guðrúnar Bjargar var Páll Sævar Sveinsson, f. 6. júní 1978. Foreldrar hans eru Sveinn Halldór Guðmundsson, f. 5. september 1948, og Gerður Tómasdóttir, f. 6. ágúst 1950. Guðrún Björg og Páll Sæv- ar eignuðust soninn Guðmund Atla, f. 26. apríl 1997. Guðrún Björg starfaði í nokk- ur ár hjá Islenskum matvælum í Hafnarfirði og hafði nýlega hafið störf í verslun Hans Petersen í Bankastræti í Reykjavík. Utför Guðrúnar Bjargar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég man nú bara um daginn, þeg- ar ég hringdi í þig þegar ég var að keyra frá Akureyri, og þú bannaðir mér að keyra lengra, ég ætti heldur að fara upp í rútu og fara þannig heim og auðvitað hlýddi ég þér því ég vildi ekki valda þér áhyggjum, og svo varstu alltaf að hringja í mig eftir þessa ferð til að vita hvernig mér liði, því þú hefðir svo miklar áhyggjur af mér. Svona varstu alltaf! Alltaf að hugsa um alla aðra en sjálfa þig. Þú varst búin að koma þér svo vel upp, og ég var alltaf svo stolt af systur minni. Var alltaf að segja við gamla vini þína hvað þú værir dugleg og ættir fallegt barn, hann Guðmundur Atli er það besta sem þú komst með, hann er litla kraftaverkið ykkar Palla, það er það sem við köllum hann núna. Þennan dag sem þetta skeði hringdi Gummi bróðir í mig og sagði að þú hefðir skutlað Palla klukkan átta um morguninn og ætl- aðir bara að vera tuttugu mínútur, en nú var klukkan orðin ellefu og þú ekki enn komin, þetta var svo ólíkt þér að vera lengur en þú ætl- aðir, elskan mín, en samt spáir maður ekkert í því að þið hafið kannski lent í slysi, maður heldur alltaf að það komi fyrir alla aðra en sjálfan sig. Svo var svo stutt síðan pabbi dó svo maður bjóst ekki við öðru áfalli núna. Helgina áður en þetta gerðist vor- um við öll heima hjá ykkur að hjálpa ykkur að flytja, það var svo gaman því við voram öll svo ánægð og vor- um ekki búin að vera öll saman lengi! Og svo leið ykkur svo vel uppi í Mosfellsbæ en ég átti alltaf eftir að koma og kíkja á íbúðina ykkar. Núna mun ég aldrei koma þangað með þér og Gumma litla. Ég sakna þín svo, að geta ekki hringt í þig og bara spjallað um eitt- hvað, þú gast alltaf verið svo hlutlaus þegar ég var að tauta eitthvað. Ég er bara svo ánægð að við áttum öll sam- an tíma áður en þú fórst, við systkin- in! Það skiptir miklu máli fyrir okk- ur. Þegar við vorum litlar, báðar á gelgjuskeiðinu vorum við alltaf að rífast en eftir það urðum við perlu- vinkonur og sögðum hvor annarri allt. Ég sat alltaf inni hjá þér og þú talaðir um hvað þið stelpurnar væruð að gera og mig langaði alltaf til að vera alveg eins og þú, gellan hún systir mín! Ég held meira að segja að ég hafi ekki byrjað að reýkja því þú reyktir aldrei. Þú varst svo vinsæl hjá öllum sem þekktu þig, því þú gast alltaf hlust- að á aðra án þess að dæma eða fara að tala um sjálfa þig. Þess vegna gátu allir leitað til þín. Svo í morg- un þegar ég vaknaði var ég að hugsa um hvað ég gæti nú sagt um fallegu systur mína, og þá var eitt orð sem lýsti þér svo vel og það var hvað þú varst gjafmild, alltaf að gefa öllum eitthvað, þú gast ekki keypt þér eitt súkkulaði án þess að kaupa eitthvað handa okkur líka. Góða Gunna mín!! Það er svo mikið sem ég get sagt um þig, en ég ætla að láta þetta nægja, annars myndi þetta verða al- veg endalaus. Það er bara svo sárt að kveðja þig, því að ég er alltaf að bíða eftir að þú komir inn úr dyrun- um. Ásta. Hún Gunna er alltaf í hjartanu mínu og við fórum alltaf saman í Kringluna og á Kentucky og margt fleira. Síðan fórum við öll saman í bíó með pabba. Hún bauð okkur pizzu og síðan gerðum við margt fleira og við öll vorum góð hvert við annað og við ætlum aldrei að rífast. Þannig endar sagan mín. Þinn bróðir Siguijón. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Hún var besta systir sem maður gat átt. Hún var alltof ung til að deyja. Hún var líka svo góð. Og góð mamma. Og ég vildi að þetta hefði aldrei gerst. Sigrún Berglind Andrésdóttir. Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Ka- hlil Gibran.) Núna er ég búin að sitja hér og góna á autt blaðið í klukkutima því ég vil kveðja Gunnu, bestu vinkonu sem ég hef átt, á sem fallegastan máta. Við kynntumst fyrir tæplega tíu árum og urðum með tímanum óaðskiljanlegar. Fólk spurði okkur oft hvort við værum systur og fannst okkur það alltaf jafnsniðugt. Gunna var ótrúlega gjafmild og mun ég aldrei gleyma þegar hún kom til mín í nýja bolnum sínum og bauð mér að máta og þegar ég var komin í þá sagði hún: „Hann fer þér miklu betur en mér, þú mátt eiga hann.“ Þetta lýsir Gunnu vel. Hún var líka snillingur í að svara fyrir sig. Fyrir nokkrum árum þegar hún var á leiðinni til útlanda í fyrsta skiptið sagði ég henni að passa sig á strákunum. Þá brosti hún og sagði: „íslenskt, já takk“ og þar með var það mál úr sögunni. Elsku Gunna mín. Það er ótrúlega margt sem hefur komið upp í huga mér frá því mér var sagt að þetta værir þú sem lést í þessu hörmulega slysi. Á svona stundu skilur maður ekki lífíð, af hveiju þurftir þú að deyja loksins þegar lífið blasti við þér. Þú varst svo hamingjusöm með honum Palla þínum og svo áttuð þið litla ljós- geislann, hann Guðmund Átla, sem þú kallaðir heimsins fallegasta barn. Um leið og ég kveð þig bið ég al- góðan Guð að varðveita þig. Þú gafst mér mikið og varst sönn vinkona. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér. Þín vinkona Sif. Elskulega frænka. Eftir að mér bárust þær hörmulegu fréttir af umferðarslysi á Vesturlandsvegi laugardaginn 7. mars, varð tilveran ekki jafn raunveruleg og áður. Ég andvarpaði til Guðs; hvenær myndi slíkum helfregnum linna. Er ekki nóg komið hjá okkur í þessari fjöl- skyldu. Ég vil engum svo illt að upplifa þá raunagöngu, sem ætt- ingjar þínir eru búnir að ganga sl. eitt og hálft ár. Það er ekki mikið sem hægt er að skrifa um jafn unga stúlku eins og þig, aðeins 22 ára, en samt eru mér þessi 22 ár mjög minnisstæð. Efst er í huga sú góða stund þegar þú varst borin til skírnar í Þingeyrarkirkju og amma þín Guðrún stóð með þig stolt við skímarlaugina. Síðan var komið saman á heimili foreldra þinna, sem þá voru nýbyrjuð að búa. Þar varst þú umvafin ást og hlýju þeirra, og einnig allra annarra sem þar vora samankomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.