Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra í ávarpi á ársfundi Orkustofnunar Morgunblaðið/Kristinn FJÖLMENNT var á ársfundi Orkustofnunar sem haldinn var á Grand Hótel við Sigtún. Ný skipan orkumála auki rannsóknir Veitt verði leitarleyfí með forgang að nýtingarleyfí Á ÁRSFUNDI Orkustofnunar sagði Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að ný skipan orkumála yrði að fela í sér hvata til rannsókna á orkulindum og undir- búning að virkjunum til að mæta aukinni raforkuþörf. Ein leiðin væri að veita rannsóknar- og leitarleyfi og að leyfishafi fengi forgang að nýtingarleyfi ef rannsóknir sýndu að um góðan virkjunarkost væri að ræða. Ónnur leið væri að veita einkaaðilum, t.d. fjárfestum, leyfi til rannsókna, sem síðan mætti selja þeim sem áhuga hefðu á að nýta þær. „Óháð því hvaða leið verður farin í þessum efni verður að tt'yggja nauðsynlegan undirbúning að nýjum virkjunum til þess að hægt verði að halda áfram að nýta orkulindirnar til atvinnusköpunar," sagði Finnur. Næstu skref Ráðherra sagði að nýting orku- linda á síðustu misserum væri ein helsta forsenda þess að tekist hefði að snúa vörn í sókn í atvinnumálum, efla hagvöxt og skapa skilyrði til bættra lífskjara. Sagði hann að þeg- ar væri verið að huga að næstu skrefum og minnti á áhuga Norður- áls á að stækka sína verksmiðju og hugmyndir íslenska magnesíumfé- lagsins sem leitar erlendra fjárfesta til að reisa 50 þús. tonna verk- smiðju. Jafnframt væru íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun í sam- vinnu við Hydro Aluminium að kanna hagkvæmni heildarverkefnis, þ.e. frá vatni til útflutts áls. ísal hefði starfsleyfi sem gæfi rétt til að auka framleiðsluna um tæplega 40 þús. tonn og miðast mat á umhverf- isáhrifum við framleiðslu á 200 þús. tonnum á ári. Loks væri gert ráð fyrir að síðar kæmi til frekari stækkunar járnblendiverksmiðj- unnar en áður en tekin yrði ákvörð- un um það þyrfti að fara fram mat á umhverfisáhrifum. Auk þess hafi aðrir minni iðjukostir verið kannað- ir svo sem verksmiðja til fram- leiðslu á polyoli, vetnisperoxíði og slípiefnum. Flestir kostir verið nýttir „Ef ekki kemur til ný erlend fjár- festing á sviði orkufreks iðnaðar þegar þeim framkvæmdum lýkur sem nú eru í gangi, en það mun verða um aldamót, þá er hætta á að svipað ástand geti orðið í efnahags- og atvinnumálum og var á árunum 1991-1995,“ sagði Finnur. Sagði hann að með þeim virkjanafram- kvæmdum sem nú stæðu yfir hefðu flestir virkjanakostir verið nýttir, sem voru á lokastigi undirbúnings og heimildir Iágu fyi-ir um. „Það er því ljóst að efla verður undirbún- ings- og hönnunarrannsóknir vegna nýrra orkuvera, ella er hætt við að ekki verði unnt að mæta orkuþörf þeirra iðjuvera sem kunna að vera á næsta leiti,“ sagði ráðherra. Ljóst væri, sagði hann að erlendir sem innlendir fjárfestar semdu ekki um orkukaup langt fram í tímann og orkuver þyrftu að geta hafið rekst- ur um leið og iðjuver væru tilbúin. Því þyrfti að bjóða út framkvæmdii- við virkjanir um leið og gengið væri frá samningum eins og þegar samið var um stækkun ísal, en síðan þá hafi verulega gengið á tankana og þá yrði að fylla á ný. Leikreglur áður en keppnin hefst Þorkell Helgason orkumálastjóri rakti við upphaf fundar ný viðhorf í orkumálum erlendis og greindi frá raforkutilskipun Evrópusambands- ins. I lokin vék hann að fyrirkomu- lagi raforkumála á Islandi en skip- an þeirra er í gagngerðri endur- skoðun. Nefndi hann nokkur atriði, þar sem ísland hefur sérstöðu en ekki væri tekið á, að hans mati, í opinberum skjölum. Það er hvernig ætti að deila út aðgangi að orku- auðlindunum þegar framundan væri samkeppni í raforkufram- leiðslu og þar með keppni um nýt- ingarrétt. Og hvort og þá hvaða gjald ætti að koma fyrir nýtingar- réttinn? „Hingað til hafa öll meiri- háttar raforkuver verið í eigu opin- berra aðila,“ sagði hann. „Fyrir af- not af auðlindum, vatnsföllum og jarðgufu hefur ekki verið greitt sérstaklega, enda hafa auðlindimar í reynd verið í sameign að mestu leyti. En landsmenn hafa væntan- lega notið arðs af þeim í lægra orkuverði en ella.“ Benti hann á að stefnt væri að innleiðslu markaðsbúskapar í orku- málum, sem hefði í för með sér sam- keppni um aðgang að auðlindum í eigu eða á forræði hins opinbera. Brýnt væri að leikreglur yrðu mót- aðar um aðgengi áður en keppnin hæfist. Raforkutilskipunin svo og almenn ákvæði EES-samningsins hlytu að kalla á fullt jafnræði um nýtingu á opinberum auðlindum. Tryggja nægan undirbúning Sveinbjörn Björnsson, deildar- stjöri auðlindadeildar, ræddi um hlutverk ríkisins í orkurannsóknum og nefndi helstu þætti svo sem rannsóknir á náttúrufari, rannsókn- ir á orkulindum, heildarmat á vatns- orku og jarðhita, forathugun á virkjunum og mat á umhverfisáhrif- um nýrra virkjana. Enn fremur röð- un virkjunarkosta eftir hagkvæmni og verndargildi, uppbygging og um- sjón með gagnabanka, miðlun og sala gagna um orkulindir, rann- sóknir á orkubúskap og langtímaá- ætlanir í orkumálum, eftirlit með orkuvinnslu og orkunýtingu og út- hlutun og sala rannsóknarleyfa og virkjunarleyfa. Sagði hann að auk grunnrann- sókna hlyti fyrsta markmið orku- rannsókna á vegum ríkisins að vera að tryggja nægan undirbúning virkjana til að mæta almennum vexti í orkuþörf en hún er innan við 5% á ári. Þar næst að ljúka forat- hugun á virkjunarkostum fyrir stór- iðju. Aukinn hlutur innlendra orkugjafa Sveinbjörn sagði að eitt megin- verkefni framtíðarinnar í orkurann- sóknum yrði að auka hlut innlendra orkugjafa t.d. í farartækjum á sjó og landi en til þeirra mætti rekja um 2/3 hluta loftmengandi útblást- urs hér á landi. „Þótt eldsneyti hafi nánast verið útrýmt í húshitun eru enn um 45 þúsund manns sem ekki njóta jarðhita,“ sagði hann. „Þeir nýta flestir niðurgreidda raforku en niðurgreiðslurnar eru 400-500 milljónir á ári eða sem nemur tvö- földum fjárveitingum til reksturs Orkustofnunar. Full ástæða er til að halda áfram leit að nýtanlegum jarðhita á þeim svæðum sem ekki njóta hans enn. Slík leit hefur borið ánægjulegan árangur á undanförn- um árum.“ Alþjóðlegt skipti- borð í undirbúningi FLUGLEIÐIR opnuðu í gær nýja aðstöðu í Skútuvogi 13a þar sem aðalskiptiborði og símasölu félagsins hefur verið komið fyrir í nýinnréttuðu húsnæði, sem félagið hefur fest kaup á. Að sögn Einars Sigurðssonar, aðstoðarmanns forstjóra Flugleiða, er í undir- búningi að komið verði þar upp alþjóðlegu síma- og sölu- borði Flugleiða, sem geti tekið við farmiðapöntunum frá öðrum löndum, sem ekki eru afgreiddar á söluskrif- stofum í hverju Iandi fyrir sig. Viðráðanlegri símgjöld Að sögn Einars hefur þróunin að undanförnu verið sú að súna- gjöld væru að verða viðráðan- legri og mörg fyrirtæki í Evrópu hefðu sett upp miðstöðvar af þessu tagi í einstökum löndum sem þjóni stærri markaðssvæð- um. „Okkar stærsta símamiðstöð er hér á landi og við teljum að það myndi sennilega henta starf- seminni að þróa þetta hér. Við erum með það í huga að þessi stöð verði alþjóðlegt skiptiborð sem verði opið allan sólarhring- inn,“ sagði hann. Skoðanakönnun C&L - Hagvangs hf. Almennt fylgi við kaup Myll- unnar á Samsölubakaríi gegn. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 65,1% að kaupin ættu að fá að ganga í gegn og 34,9% að ríkisvaldið ætti að stöðva kaupin. Ef litið er til allra sem svöruðu spurningunni töldu 26,5% að ríkis- valdið ætti að stöðva kaupin, 49,5% að þau ættu að ganga í gegn og 23,9% tóku ekki afstöðu. Samkvæmt upplýsingum frá C&L - Hagvangi var nokkur munur á afstöðu fólks eftir heimilistekjum og búsetu. 60% þeirra sem höfðu heimilistekjur undir 300 þúsund krónum sögðust hlynntir kaupun- um, en rúm 70% fólks með tekjur hærri en 300 þúsund voru sömu skoðunar. 60% íbúa höfuðborgar- svæðisins töldu að kaupin ættu að ganga í gegn en 72% íbúa lands- byggðarinnar voru sömu skoðunar. I könnuninni kemur einnig fram að rúm 64% telja að sameining ís- lenskra fyrirtækja hafi stuðlað að auknu hagræði í þjóðarbúskapnum. Einungis 22,6% töldu hana hafa orðið til skaða og 13% töldu hana ekki breyta þjóðarbúskapnum í þessu tilliti. Könnunin var framkvæmd í gegnum síma dagana 10. til 19. mars sl. og alls svöruðu 796 manns spurningunum. Þátttakendur voru af landinu öllu og á aldrinum 18-75 ára. RÚMLEGA 65% íslendinga telja að kaup Myllunnar á Samsölubakaríinu eigi að fá að ganga í gegn samkvæmt skoðanakönnun sem Coopers & Lyb- rand - Hagvangur hf. lét gera. Spurt var um viðhorf fólks til kaupa Myllunnar á Samsölubakarí- inu, hvort viðkomandi þætti ríkis- valdið eiga að stöðva kaupin eða hvort þau ættu að fá að ganga í Setið fyrir svörum ÓLAFUR Örn Haraldsson, einn þriggja Suðurpólsfara, sat fyrir svörum í anddyri Morgun- blaðsins í gær en þar stendur yfir sýning á þeim búnaði sem nýttur var á göngunni yfir Suðurskautslandið. Þeir feðgar Ólafur Örn og Haraldur Örn munu vera í anddyrinu á hádegi í dag og aftur milli kl. 16 og 18 til viðtals fyrir þá sem skoða sýninguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.