Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 39 AÐSENDAR GREINAR Hverjum þá að gagni? ÞAR vai' síðast frá horfið, að fullyrt var að hinar fjárhagslegu for- sendur að baki samn- inganna við Knatt- spyrnufélagið Þrótt og Glímufélagið Armann væru á vafasömum grunni byggðar og þeg- ar upp er staðið megi rökstyðja að grundvall- arhugsunin er röng af félagslegum, skipulags- legum og fjármálaleg- um ástæðum. Um skipulagslegar forsendur hefur verið rætt í fyrri greinum en má endurtaka. Þegar lagt er niður útivistar- og íþróttasvæði sem er í vörslu íþróttafélags og jafnframt er opinn aðgangur að fyrir íbúa í gi-enndinni og öðrum almenningi, er verið að rýra veigamikinn þátt hverfisskipu- lagsins hvað varðar þjónustuþáttinn m.a. með því samtímis að auka byggðina án þess að sjá fyrir nauð- synlegri þjónustu. A sama hátt má endurtaka það sem snýr að hinum félagslega þætti. Með samningunum við Þrótt og Ar- mann er leitast við að stýra upp- byggingu frjálsrar félagamyndunar áhugamanna fyrir íþróttaiðkun og félagsstarfsemi. Slíkt er gert undir yfirskini fjárhagslegs spamaðar en virðist óbeint gert til að skapa at- vinnustétt stjórnenda, rekenda íþróttafélaganna. í þeirri aðgerð felst að íþróttafélögin verða undir- deildir íþrótta- og tómstundaráðs, þ.e. borgaiTekin íþróttafélög. Fjárhagsstuðningur yfirvalda er margslunginn. Um er að ræða styrki til reksturs íþróttafélaganna. Hann fer að mestu til greiðslu launa kennara og þjálfai-a. Sá þáttur er háður fjölda iðkenda í hverri grein og þá í heild. Þá ber að hafa i huga að fjöldi þjálfara og kostnaður af þeim sökum er mismunandi eftir íþróttagreinum. Sá kostnaður breyt- ist ekki með því að flytja íþrótta; grein frá einu félagi til annars. I öðm lagi eru það styrkir til mann- virkjagerðar og reksturs þeirra. Hvort félögin em tíu eða hundrað ræður ekki upphæð styrksins held- ur fjöldi íþróttaiðkenda. Uppbygg- ing íþróttamannvirkja, þ.e. skipulag umgengni um þau og eftirlit hefur hér nokkur áhrif. Skipulagslega er æskilegast að dreifa mannvirkjun- um um borgarlandið til að þau nýtist sem best íþróttafólkinu, skólunum, börnum að leik og almenningi án óþarfa umferðar fram og aftur um borgina. Um þennan þátt er hægt að skrifa langt mál en verður að bíða um sinn. Hagnýting húsa og leik- vanga byggist á skipu- lagningu m.a. með tilliti til tíma sem íþróttafólk og almenningur hefur möguleika á að nýta mannvirkin. í því felst einnig skipulagning á samnýtingu mannvirkj- anna íyrir hina ýmsu notendur. Með eðlilegri dreifingu m.t.t. fjar- lægða og þéttbýlis í borgarlandinu er slík skipulagning auðveld- ari en með því að hrúga öllu á einn stað. Stærð- ir mannvirkja er auð- veldara að ákveða með dreifingu en með sam- þjöppun starfa sem taka verður tillit til og gera ráð fýrir yfirstærðum af þeim sökum. Vanga- veltur og athuganir á þessu sviði munu leiða í ljós að margt er van- hugsað um fjárhagshliðina í ákvörð- unum um samningana við Þrótt og Tilhneiging er að breyta íþróttafélögum úr lýðræðislega stjórn- uðum áhugamannafé- lögum í miðstýrðar stofnanir, segir Skúli H. Norðdahl í þriðju ' 7 grein sinni um Armann. Ármann. í þvi sambandi eru allir endar lausir varðandi skipulag al- mennrar íþróttastarfsemi í mann- virkjum sem ætluð eru sem aðalleik- vangar í keppnisíþróttum og sem æfmgaaðstaða fyi-ir afreksfólk okk- ar. Mannvirki fyrir almenna íþrótta- iðkun og útivist verða ekki ódýrari í Laugardal en annars staðar. Með vaxandi áhuga á útivist, líkamsrækt og íþróttaþátttöku skortú margt í mannvirkjagerð. Nauðsynlegt er að standa að þeirri uppbyggingu af meiri yfirvegun en ljóst er af samn- ingunum við Þrótt og Armann. Hér verður að víkja aftur nokki-um orð- um að félagslega þættinum. Tilhneiging er til að breyta eðli íþróttafélaga úr lýðræðislega stjórn- uðum áhugamannafélögum í mið- stýi'ðar stofnanir, sem stjómað er af launuðum starfsmönnum borgar- stofnana ITR og IBR (IBR er raun- ar bandalag íþróttafélaganna en virðist rekið sem borgarstofnun). Slík þróun er í algjörri andstöðu við gmndvallaruppbyggingu uppeldis- stofnana sem íþróttahreyfing á heil- brigðum félagsgi'undvelli byggist á. Skúli H Norðdahl Mönnum láist að gera sér grein fyrir þjóðfélagslegu uppeldisgildi íþrótta- hreyfingarinnar þegar þeir blindast af peningahugsunum einum. Ung- mennafélagshreyfingin varðveitir ennþá og vonandi til frambúðar það eðli sitt að vera uppeldishreyfing með sterkar rætur í mannbætandi líkamsræktun og verkmenntun. Til að afgreiða að lokum fjármála- hlið þess máls sem er tilefni þessara ski'ifa - samnings borgar við Glímu- félagið Ármann, skal hér upplýst eftirfarandi: 1. Fyrir að Armann afsali sér 80%, þ.e. 3,1 ha af svæði sínu við Sigtún, nú Sóltún, er borgin reiðu- búin til að greiða félaginu 120.000.000 kr. á fjórum árum 1998, 1999, 2000 og 2001. 2. Armann heldur eftir 8.000 fer- metrum af lóðinni ásamt fimleika- húsi sínu, en víkur að öðru leyti af svæðinu og kaupi sig inn í félags- heimili Þróttar. Ái-mann semji við Þrótt um aðstöðu fyrir ýmsa þætti starfsemi sinnar og eftirláti Þrótti aðra hluta hennar. Einnig semji fé- lögin um að annast sameiginlega aðra þætti af núverandi starfsemi Ánnanns. 3. Armanni er heitin að öðru leyti æfingaaðstaða í/á íþróttamannvirkj- um í Laugardal eftir þvi sem um semst við Þrótt. Þetta er skilyrt því að ekki rekist á við æfingastarfsemi annarra og afnot af mannvirkjum vegna keppni. 4. Borgin setur Armanni eftirlits- aðila með því að félagið noti framan- gi-eindai’ 120.000.000 kr. samkvæmt ákvæðum í samningnum þannig: a) Ármann kaupi húsnæði úti í bæ (Einholt 6) íyrir fangbragðaíþróttir og lyftingar félagsins fyrir liðlega 43.000.000 kr. b) Ái'mann endurbæti hús sitt á Ióðinni við Sigtún (Sóltún) sam- kvæmt áætlun sem byggingadeild borgarinnar gerði, liðlega 48.000.000 kr. c) Armann girði eftirstöðvar af lóð sinni 8.000 fermetra, geri ótilgi'eind- an fjölda bílastæða á lóðinni og geri þar útihandknattleiksvöll. d) Armann kaupi sig inn í félags- heimili Þróttar allt þetta fyrir eftir- stöðvarnar, 28-29.000.000 kr. Borgin greiðir 120.000.000 kr. á fjói'um árum eins og áður er sagt án þess að gerð sé grein íyrir því hvemig Ármann á að fjármagna framkvæmdir sínar, sem á undir eft- irliti að vera lokið innan sama tíma- frests. Hér skal sett amen eftir efninu og dæmi nú hver sem vill hverjum þessi aðgerð þjónar. í þessum greinarkomum felast hugleiðingar og rökfærsla fyrir því að höfundur þeirra telur sig geta fullyrt að að- gerðin þjónar ekki Glímufélaginu Armanni, ekki almennri íþrótta- starfsemi, ekki uppbyggingu heil- brigðs félagslífs í borginni, ekki íbú- um í nágrenni Sigtúnssvæðisins og síðast en ekki síst þjónustustigi Túnahverfisins. Hverjum þá að gagni? HSfuudur er arkitekt. Undirritaður vill með eftirfarandi grein skýra út af hverju hann sagði nei við miðlunartillögu sáttasemjara í kjara- deilu sjómanna og út- vegsmanna. I fyrsta lagi var ekk- ert tillit tekið til aðal- kröfu útvegsmanna um að ef fækkað er í áhöfn skips þá skiptist sá ávinningur af þeirri fækkun jafnt milli út- gerðar og áhafnar. I dag er það þannig að ef fækkað er í áhöfn þá hækkar launakostnaður útgerðar. Ef horft er til framtíðar þá verður það lífsnauðsynlegt fyrir útgerð í landinu að tæknivæða skipin meira til að lækka launakostnað en aftur á móti verður að greiða hverjum skip- verja hærra kaup. Sem betur fer er þjóðin að byggja upp gott mennta- kerfi og unga fólkið sem er að koma út á vinnumarkaðinn er alltaf að verða betur og betur menntað. Ef Svo virðist, seffir Guð- mundur Kristjánsson, sem stjórnvöld hafi ekki kynnt sér mála- vexti nógu vel. útgerð og sjávarútvegurinn allur á að geta fengið þetta fólk í vinnu verður hann að vera samkeppnis- hæfur við aðrar greinar atvinnulífins um atvinnutækifæri. En ef á að stoppa alla tæknivæðingu og nýj- ungai' með úreltu launakerfi þá mun útgerð verða undir í samkeppninni um besta fólkið. Er það skammsýni af útgerðarmönnum að horfa til framtíðar? I öðru lagi stendur skýrt í kjara- samningi sjómanna og útvegsmanna að útgerðarmaður skal selja aflann á „hæsta gangverði“. Þessu ákvæði virðist lítið hafa verið farið eftir á síð- ustu áram. Þetta era ein aðalrök sjó- manna fyrir núverandi og síðustu kjaradeilum. Það er hægt að taka undir þetta sjónarmið hjá sjómönn- um og hefur þetta ákvæði ekki verið allstaðai' nógu mikið virt á síðustu ár- um. Þegar fiskverð var gefið frjálst fyrir nokkrum áram var þetta ákvæði ekki skilgreint nógu skýrt af samn- ingsaðilum. Það er skylda samnings- aðila að skilgrina þetta ákvæði betur en ekki forðast að ræða þetta og láta ríkisvaldið koma með einhverja mið- stýrða stofnun sem á að heita Verð- lagsstofa skiptaverðs til að leysa vandamálið fyrir sig. Einnig á að stofna aðra miðstýrða stofnun sem á að heita Kvótaþing með tilheyrandi kostnaði til að leysa fiskverðsmálið. Undirritaður telur að samningsaðilar verði að skýra betur út hvað ákvæðið „hæsta fisk- verð“ þýðir í kjara- samningi. Ef aðilar geta það ekki þá á að taka þetta ákvæði út úr kjarasamningi sjó- manna og útvegsmanna. í þriðja lagi var skýrt tekið fram að forsenda fyrii' miðlunartillögunni væri að frumvarpsdrög í áliti nefndar um kjara- deilu sjómanna og út- vegsmanna frá mars 1998 verði að lögum á löggjafarþingi 1997-1998. Hefði tillag- an verið samþykkt voru útvegsmenn einnig að samþykkja frumvörpin. I þessum frumvöi’pum vora, eins og að framan greinir, tillögur um Verð- lagsstofu og Kvótaþing sem ekki er hægt að sættast á fyrr en samnings- aðilar geta skilgreint ákvæðið í kjarasamningnum um „hæsta gang- verð“ og þá er hægt að meta hvort nauðsynlegt sé að stofna þessar mið- stýrðu ríkisstofnanir. Þriðja atriðið í frumvarpsdrögunum er bein árás á atvinnurétt útgerðarmanna og hreint með ólíkindum að segja að út- vegsmenn séu skammsýnir að sam- þykkja það ekki. í þessu atriði er sagt að ef skip veiðir ekki 50% af aflaheimildum sínum á hverju ári þá missi það allan rétt sinn á fiskveið- um í íslenski'i fiskveiðilögsögu. Ef það gerðist að skip veiddi ekki sinn kvóta vegna tímabundinnar veiði- tregðu í einni tegund, eða skipið bil- ar þegar 5 mánuðir eru eftir af kvótaárinu og þá er skipið ekki búið að veiða nema 40% af sínum afla- heimildum, þá er það búið að missa allan sinn rétt til að veiða í íslenskri fiskveiðilögsögu. Svona refsiákvæði á ekkert sér líkt í íslensku réttarfari. Nær væri að leyfa aðeins flutning á 50% af aflaheimildum af hverju skipi. Ef skip veiðir ekki 50% af sín- um aflaheimildum þá fellur sá kvóti niður það árið. Inngi-ip stjórnvalda í kjaradeilur eru mjög varasamar og krefjast mik- illar varfærni og yfirburða þekking- ar. í þessari kjaradeilu virðist sem stjórnvöld hafi ekki kynnt sér málið nógu vel og komið með tillögur sem eru vanhugsaðar og óvandaðar. Sem betur fer eiga þegnar þessa lands rétt til að hafna eða samþykkja miðl- unartillögur bæði launþegar og at- vinnurekendur. I þessu tilfelli höfn- uðu atvinnurekendur miðlunartillög- unni með miklum meii’ihluta. Það er ábyrgðarleysi og rangt af stjórnvöld- um að segja að útgerðarmenn sé skammsýnir með því að samþykkja ekki miðlunartillöguna sem er eins óvönduð og raun ber vitni. Höfundur er útgerðarmaður. Hvers vegna NEI við miðlunartillögu? Guðmundur Kristjánsson Stingsög JSEP500 • 500W ORMSSONHF Lágmúia 8 • Sími 533 2800 Rafhlöðuborvél • PES12T ftílas CopCO •Tvær rafhlööur hhhh • 31,7Nm»13mm patróna Rafhlöðuborvél • PES14,4T Slipirokkur • AG1500/125 •Tvær raffilöður »125 mm skifa • 38Nm«13mm patróna • 1500 W nBBERHJEPHTReykjavík Ellingsen. Verbúðin, Hafnarfiröi Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrlmsson Grundarfirði. ÁsubúB, Búöardal. Vestfirðir: Geirseyjarbúðin, patrekSfiröi. RafverK, Bolungarvik. Straumur, (safiröi. NorAurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð Byggingav. Sauöárkróki. KEA, Akureyri. KEA, Dalvík. KEA, Ólafsfiröi. KEA, Siglufiröi. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Verslunin Vfk, Neskaupstað. Kf. Vopnfiröinga. KASK, Djúpavogi. KASK, Höfn. Suöurland: Árvakinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Klakkur, Vik. Brimnes, " ‘ - . . ......... “rindavlk. Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavik. Rafborg UMBOÐSMENN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.