Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 62
,62 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 FERMINGARTILBOÐ FOLK I FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Nýja myndastofan Laugavegi 18, sími 551 5125 Útiskilti Vatnsheld og vindþolin Allar stærðir og gerðir Margir litir - gott verð JbOfnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sfmi 511 1100 Verksmiðja Ratahrauni 13 • Sími 555 6100 Gullna hindberið Vafasamur heiður Póstmannsins KVIKMYNDIN Póst- maðurinn með Kevin Costner í aðalhlutverki fékk þann vafasama heiður að vera kjörin lélegasta kvikmynd ársins 1997 á afhend- ingu gullna hindbersins sem fram fór á Roos- evelt-hótelinu í Hollywood síðastliðið sunnudagskvöld. Rodman komst áblað Sigurvegarar kvölds- ins, sem hafa aldrei lát- ið sjá sig á afhending- unni, eru valdir af um 500 kvikmyndafræð- ingum, áhangendum og blaðamönnum frá átta löndum. Póstmaðurinn fékk tilnefningu i fímm flokkum og vann þá alla, þ.e. lélegustu mynd, slakasta leik- stjóra, slakasta leikara, lélegasta handrit og lé- legasta söng. Þar með hafði hún betur en Batman og Robin sem fékk ellefu tilnefningar. Einu verð- launin sem Batman og Robin hreppti var fyrir versta kvenleikara í aukahlutverki sem var valin Alicia Silverstone fyrir frammistöðu sína sem Leðurblökustúlkan. Sú mynd sem komst næst Póstmanninum var hasarmyndin „Double Team“. Hún hreppti tvö hindber. Vandræðaseggurinn Dennis Rodman úr liði Chicago Bulls í NBA fékk hindber fyrir versta leik í aukahlut- verki og sem versti ný- liði. Moore varð aftur fyrir valinu Demi Moore varð fyrsta leikkona í áratug til að vera valin léleg- asta leikkona í aðal- hlutverki tvö ár í röð. Hún vann í fyrra fyrir frammistöðu sína í myndinni „Striptease“ og endurtók leildnn í ár með frammistöðu sinni í „G.I. Jane“. „Speed 2: Cruise Control“ var valin lé- legust í flokki endur- gerðra og framhalds- mynda og Con Air vann í nýjum flokki fyr- ir mesta vanvirðingu við mannslíf og al- menningseignir. Póstmaðurinn með Kevin Costner í aðal- hlutverki vann til flestra verð- launa á af- hendingu gullna hind- bersins. Alicia Silver- stone fékk hindber fyrir frammistöðu sína í stór- myndinni Bat- man og Robin. *I v Nú gefst tækifæri til að skoða búnað þremenninganna sem gengu á Suðurpólinn, á sýningu sem sett hefur verið upp í anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni 1. Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður, sonur hans Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur og Ingþór Bjarnason sálfræðingur gengu á sklðum 151 dag á Suðurskautslandinu og drógu á eftir sér þunga sleða með öllum búnaði og nauðsynjum. Göngugarparnir náðu takmarki sínu á nýársdag og voru þá búnir að leggja að baki 1.100 kílómetra í 20-30 gráðu frosti. Á sýnlngunni má sjá tjald þeirra félaga, sleða, fatnað, mataráhöld og ýmsa persónulega muni og á Ijósmyndum má skyggnast inn í baráttu suðurskautsfaranna við óblfða náttúru, Sýningin er öllum opin og stendur til föstudagsins 27. mars. Sýningin er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8:00-18:00 virka daga og kl. 8:00-12:00 laugardaga. MYNDBÖND Vægð- arlaus spilling Eftirlýstur (Most Wanted) Hasarmynd ★★★ Framleiðandi: Eric L. Gold. Leik- stjóri: David Glenn Hogan. Handrits- höfundur: Keenen Ivory Wayans. Kvikmyndataka: Mark Reshovsky. Tónlist: Paul Buckmaster. Aðalhlut- verk: Keenen Ivory Wayans, Jon Voight og Jill Hennessy. 100 mín. Bandarisk. New Line Cinema/Mynd- form, mars ‘98. Bönnuð áhorfendum yngri en 16 ára. JAMES Dunn (Wayans) er land- gönguliði sem bíður aftöku fyrir að drepa yfirmann sinn sem reyndi að neyða hann til að aflífa saklaust barn í Persaflóastríðinu. Á leið í fangelsi er honum rænt og boðið að ganga í leynilegar aftöku- sveitir hersins í stað þess að stikna í rafstólnum. Hann velur að lifa og drepa aðra í þágu öryggis þjóðar sinnar. Ekki vill þó betur til en svo að eftir fyrsta verk- efni er hann eftirlýstur fyrir morð á forsetafrú Bandaríkjanna (saklaus að vanda) og á hlaupum með tíu milljónir dala til höfuðs sér. ,Eftirlýstur“ er ekki frumleg kvik- mynd, heldur hrein formúlumynd og dæmigerður afrakstur bandarísks afþreyingariðnaðar. Hún er hinsveg- ar fín afþreying. Wayans skilar sínu með prýði, bæði hvað varðar leik og handrit. Stríðshetjunni Dunn er fylgt eftir hvert fótmál sem gerir það að verkum að Wayans er nánast í mynd allan tímann, en hann spilar vel úr hlutverkinu og nær að skapa skemmtilega, og nægilega trúverð- uga persónu sem ekki ætti að fara í taugarnar á neinum. Jon Voight leik- ur að sjálfsögðu vonda kallinn og gerir það með miklum glans. Wood- ward hershöfðingi er fullkomlega siðlaus skíthæll sem ánægjulegt er að hata með hetjunni. Aðeins glittir í boðskap inn á milli ofsalegra sprenginga og hamagangs. Alnetið er til dæmis lykillinn að far- sæld í stjórnmálum, því spilling þrífst ekki í upplýsingaflæðinu. Imynd sköllótta svertingjans er jafn- framt mjög áberandi og ákveðinn leikur fer fram í kringum stereótýp- ur og fordóma. Eins leika menn sér að árekstrum ólíkra stofnana ríkis- valdsins sem geta skapað sannleik- ann eins og hann birtist almenningi eftir eigin höfði. Hver er hetja og hver er illmenni? Það fer eftir henti- semi hverju sinni. I þessari gerð kvikmynda er leyfi- legt að víkja frá raunveruleikanum að vissu marki, sem „Eftirlýstur" óneitanlega gerir. Ruglinu er þó haldið í skefjum og plottið er í senn skemmtilega snúið og hæfilega trú- verðugt. I heild er þetta fyrirtaks af- þreying og nokkuð yfir meðallagi í sínum flokki. Guðmundur Ásgeirsson cjítwesá! ISEtr 1 »mi:» Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nybylavegi 12, simi 554 4433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.