Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fyrirlestur um Héléne Cixous IRMA Erlingsdóttir heldur fyrirlestur miðvikudaginn 25. mars um franska rithöfundinn Héléne Cixous í húsnæði Alli- ance Frangaiese, Austurstræti 3, 3. hæð. Héléne Cixous hefur birt yfir 40 skáldsögur og leikrit auk rit- verka sem samtvinna heim- speki og bókmenntarýni. Skrif hennar á sjöunda áratugnum um konur og kynjamun höfðu mikil áhrif á kvennabók- menntarannsóknir og femínísk- ar kenningasmíðar, en fyrir þann þátt höfundaverks síns er hún þekktust utan Frakklands. Nýjasta skáldsaga hennar, Or, les, lettres de mon pére, sem kom út í fyrra vakti mikla at- hygli og það hafa leikrit hennar undanfarin ár einnig gert. Irma Erlingsdóttir vinnur nú að doktorsritgerð undir handleiðslu Héléne Coxous og kennir við frönskudeild Há- skóla íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 og verður flutt- ur á íslensku og frönsku. Tímarit • ÚT er komið 26. hefti bók- menntatímaritsins Bjartur og Frú Emilía. I heftinu er kynn- ing á smásagnagerð Astrala. Umsjón hafði Rúnar Helgi Vignisson. Hann valdi sögum- ar, þýddi þær og samdi kynn- ingar á höfundum. Ritnefnd tímaritsins hefur ákveðið að þeir sem finna rit- eða málvillu í formála rit- nefndar, nú eða síðar, hljóti verðlaun. Þessi háttur er hafð- ur á vegna þess að hörmuleg villa fannst í inngangi rit- nefndar fyrr á þessu ári. Sá sem fyrstur tilkynnir villufund fær flugferð til Parísar á veg- um tímaritsins. Tímaritið er 88 bls. að stærð. Forsíða er appel- sínugul. Tímaritið kemur út fjórum sinnum á ári. Argjald er 1.998 og hækkar um eina krónu ár hvert. Flóki á gólfí Morgunblaðið/Ásdís FLÓKAMOTTUR á gólfi Tjarnarsalar Ráðhússins. MYNDLIST Káðliús Reykjavíkur — T jarnarsalur LISTHÖNNUN ANNA ÞÓRA KARLSDÓTTIR, GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR. Opið mán. til fös. frá 8 til 19, lau. og sunn. 12 til 18. Aðgangur ókeypis. Til 30. mars. SÝNINGIN í Tjamarsal er ái-ang- ur samvinnu Önnu Þóiu Karlsdóttur og Guðrúnar Gunnai-sdóttur. Þeii- sem fylgst hafa með textíl- og vefnað- arlist ættu að þekkja vel til verka þeirra því um langt skeið hafa þær verið að fást við efnivið og aðferðir sinna gi-eina á nýstárlegan og per- sónulegan hátt. Ekki er langt síðan Guðrún sýndi á Kjarvalsstöðum, árið 1996, fínleg, þrívíð víravirld þar sem tækni vefnaðargerðar var uppistaðan í formlegri uppbyggingu verkanna. Síðasta einkasýning Ónna Þóru var í Nýlistasafninu, þar sem hún sýndi flókateppi unnin úr íslenskri ull. Svo virðist sem flókateppi Önnu Þóru hafi orðið kveikjan að sam- vinnu þeirra, því þær hafa nú tekið höndum saman um að kanna hvern- ig henti að nota íslensku ullina til flókagerðar. Afrakstur samvinn- unnar eru 27 handgerðar flókamott- ur sem er dreift á víð og dreif um Tjamarsal Ráðhússins án sérstakr- ar uppröðunar eða reglu. Motturnar eru gerðar með ævafornri aðferð, eins og skýrt er frá í sýningarskrá, ullin er þæfð og sjóðandi vatni hellt yfir. Flókinn er síðan myndaður með því að hlaða upp hverju ullar- laginu ofan á annað. Munstur og form er myndað með því annað hvort að blanda saman mislitri ull eða skilja eftir gat á efsta laginu, þannig að lagið sem liggur undir skíni í gegn. Reyndar eru flestar motturnar með gati sem nær alveg í gegn, sem gefur þeim svolítið sér- stakan svip. Allar eru mottumar ávalar í lögun og í mismunandi stærðum. Munsturform em látlaus og einföld og ull í sínum eðlilega lit er blandað á smekklegan hátt sam- an við litaða ull. En það er fleira sem hangir á spýtunni. Verkefnið er styrkt af vinnumálastofnun félagsmálaráðu- neytisins, í því skyni að þróa aðferð sem nýtast megi atvinnulausum kon- um til að framleiða handunna smá- vöru, t.d. teppi og trefla. Hér reynir á aðra þætti í vinnu þeirra, s.s. hvort hægt sé að útfæra aðferðina þannig að hún standist kröfur um notagildi og hagkvæmni, og hvort vörur sem eru framleiddar með aðferðinni nái hljómgrunni meðal væntanlegra kaupenda. Ekki skal um það dæmt hér, enda verður skorið úr þessum spumingum á öðmm vettvangi en í myndlistargagnrýni. Hið tvíþætta eðli verkefnisins veldur því að mörkin milli hand- verks og hönnunar verða frekar óljós. Annars vegar er verið að búa til nokkurs konar frumgerðir til al- mennrar framleiðslu, og hins vegar em motturnar hver um sig einstak- ir listmunir sem bera handbragði framleiðandans vitni. Hvort hægt verði að endurvekja flókaaðferðina á tæknivæddri vefnaðaröld á eftir að koma í ljós, en sýning þeirra Önnu Þóru og Guðrúnar sýnir ótví- rætt að listmunir gerðir með þess- ari aðferð geta verið sérstök heimil- isprýði. Gunnar J. Árnason Freskur í gulu og bláu MYNIILIST Gallerf 20 fermetrar, Vesturgötn lOa, kjallara GIPSMÓT OG LITADUFT Verk eftir Svövu Björnsdóttur. Til 29. mars. Opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 15-18. HVERFULLEIKI hefur löngum einkennt list Svövu Björnsdóttur, en aldrei í jafnríkum mæli og und- anfarið ár. Á liðnu sumri tók hún þátt í kirkjulistarsýningu í Skálholti og sýndi þá líkneski úr gipsi af Guðsmóður með barnið, eftirmynd af hinni þekktu Maríumynd úr Eyr- arkirkju í Skutulsfirði. Líkneskinu offraði hún veðri og vindum og rigndi því niður meðan á sýningunni stóð. í 20 fermetrum, Vesturgötu lOa, hefur Svava stillt upp tveimur gips- mótum, sem eru eins og risastórir vasar, tenntir að innanverðu, og hellt þau full af vatni. Vatnið er blandað litadufti sem litar kerin að innan - annað blátt en hitt gult. Eft- ir því sem slangan pusar vatninu of- ar í kerunum drekkur innra borð þeirra duftið í sig eins og freska. En áður en vatnið nær að yfirfylla ker- in og flóa út yfir barmana opnast glufa í botni þeirra og litað vatnið rennur um gólf salarins. Við opnun var gestum boðið upp á bláa blöndu í sama lit og duftið í öðru keranna og minnti athöfnin óneitanlega á opnun Yves Kiein á Le vide - „Tóminu" - í Galerie Iris Clert, 1958. Þá fengu gestir einmitt blátt hanastél svo þeir köstuðu af sér bláu vatni í nokkra daga á eftir. Það er einkum tvennt sem ber- lega tengir Svövu við Yves heitinn Klein. Annað er tilfmningin fyrir hefðinni sem fær hana til að skynja sig frekar sem mikilvægan hlekk í órofa framvindu en sem andstæðing sögulegra tengsla. Hitt er skilning- ur hennar á tóminu og þeirri stað- reynd að það verður ekki fyllt nema örskotsstund með tímabundinni at- höfn. Jafnframt minnir notkun Svövu á jafnóhöndlanlegri höfuðskepnu og vatninu á skyldar tilraunir Klein á sjötta áratugnum til að beisla eldinn og mála með honum málverk. Reyndar sýnir það hve höggmyndir Svövu eru nærri málaralistinni. Ást hennar á litadufti, bláu, rauðu, gulu og gullnu, og góðkunn notkun henn- ar á pappa sem efniviði er í vissum skilningi nær vatnslitun en högg- myndalist. Með svipuðum rökum má skilja athöfn hennar í 20 fer- metrum sem vatnslitun í rými; verð- uga tilraun til að lita tómið með YFIRLITSMYND úr 20 fer- metrum af sýningu Svövu Björnsdóttur. hjálp freskótækninnar og heillandi leið til að móta umhverfið þótt ekki væri nema um stundarsakir. Halldór Björn Runólfsson EIN AF myndum Knuts H. Larsens í bókinni Islándska Dagar. Bók um rithöfunda Fínlega mótaður söngur ISLÁNDSKA Dagar nefnist nýút- komin bók eftir sænska rithöfundinn og blaðamanninn Hákan Boström með teikningum eftir norska lista- manninn Knut H. Larsen. Höfund- arnir voru hér á ferð í fyrra, hittu marga rithöfunda og kynnntu sér land og þjóð. Bókin tengist farand- sýningu sem nefnist Eftir sögurnar og Laxness og mun fara víða um Sví- þjóð og fleiri lönd. Rithöfundarnir sem spjallað er við eru þrettán, flestir kunnir erlendis, en val þeirra miðaðist við að bækur eftir þá væi-u tiltækar á sænsku. Þeir eru Jóhann Hjálmarsson, Jón úr Vör, Ólafur Gunnarsson, Vigdís Grímsdóttir, Sjón, Þorsteinn frá Hamri, Kristján Jóhann Jónsson, Einar Kárason, Fríða Á. Sigurðar- dóttir, Einar Már Guðmundsson, Matthías Johannessen, Svava Jak- obsdóttir og Thor Vilhjálmsson. Islándska dagar er eins konar per- sónuleg dagbók félaganna og að stórum hluta viðtalsbók. Farandsýn- ing þeiiTa verður með þeim hætti að sagt verður frá íslenskum rithöfund- um og sýndar teikningar og málverk eftir Knut H. Larsen sem tengjast verkum þeirra. Bókinni, sem er 74 síður, er ætlað að vera eins konar sýningarskrá, en lögð er áhersla á að hún geti nýst nemendum í íslensku- námi sem kynnast vilja íslenskum bókmenntum og samtímahöfundum. Sýningin og bókin eru á vegum Södermaniands Láns Bildningsfór- bund sem ásamt norrænum stofnun- um hefur styrkt þetta verkefni. HÍM.IST Fjölbrautaskðli Suð- u rl a n d s SÖNGTÓNLEIKAR Eldri og yngri félagar í Kór Fjöl- brautaskóla Suðurjands hélt upp á 15 ára afmæli kórsins með tónleik- um á Selfossi. Stjórnandi: Jón Ingi Sigurmundsson. Laugardagurinn 21. mars, 1998. ÞVÍ hefur oft verið haldið fram, að ágæti kórs byggist á söngstjóranum og það er að því leyti til rétt, að góð- ur stjómandi laðar til sín gott söng- fólk. Þá hefur það margoft sannast að starf kóra getur haft meiri þýð- ingu fyrir fólk en að taka þátt í tón- leikahaldi, bæði félagslega og sem uppeldisstofnun. Jón Ingi Sigur- mundsson hefur í mörg ár kennt Sel- fyssingum að syngja saman, böm- um, unglingum og fullorðnum og náð frábæmm árangri, svo sem vel mátti heyra, er Kór Fjölbrautaskóla Suð- urlands, en hann hefur nú starfað í 15 ár, hélt upp á afmælið með tón- leikum í sal Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi. sl. laugardag. Efnisskránni var skipt milli kórs- ins og einsöngvara úr hópi fyrmm félaga. Einsöngvaramir vom Heiða Margrét Guðmundsdóttir, er söng Kossavísur Páls ísólfssonar, Soffía Stefándóttir og var hennar viðfangs- efni Minning eftir Markús Krist- jánsson, Halldór Unnar Omarsson, er flutti Lindina eftir Eyþór Stef- ánsson, Rúna Einarsdóttir, en hún bauð upp á Komdu, komdu kiðlingur eftir Emil Thoroddsen, Sigurlaug Jóna Hannesdóttir, sem valdi sér Mozart með sönglaginu Als Luise die Briefe og sá reyndasti í hópi fyrmm söngfélaga, ópemsöngvar- inn Loftur Erlingsson, en hann söng Heimi eftir Sigvalda Kaldalóns. Þó mest bragð væri af söng Lofts, sungu allir einsöngvararnir af þokka og lofa góðu með frekara námi í sönglistinni. Samleikari einsöngvar- anna á píanó var Þórlaug Bjama- dóttir er skilaði sínu vel. Kór Fjölbrautaskólans söng vel, en aðalsmerki Jóns Inga er fínlega mótaður og hreinn söngur, stund- um eilítið of haminn en blómstraði þó í Búasöng frá Suður-Afríku, skemmtilegu lagi, er kórinn flutti með leikandi léttleika. Verkefnin vora margvísleg. Islensk þjóðlög og ættjarðakvæði, eins og t.d. Lyst- húskvæði og Minni Ingólfs, er kór- inn söng mjög fallega og einnig ís- lenskar tónsmíðar. Er þá helst að nefna perluna Ó, undur lífs eftir Jakob Hallgrímsson. Tvö lög skáru sig úr sem tónsmíðar og vora einnig ágætlega flutt, en það var Sommargylling eftir Arne Castell og Ave Vemm eftir Edward Elgar. í seinna laginu söng einn kórfélagi, Margnea Gunnarsdóttir, einsöng af töluverðum þokka. Tears in Heav- en eftir Eric Clapton, The Sound of Silence eftir Paul Simon og Hymn to Freedom eftir Oscar Peterson, voru fallega flutt en á köflum frek- ar dauflega, þar sem leggja hefði mátt meiri áherslu á hryn, þó lögin séu annars frekar hægferðug að gerð. Eldri félagar mynda Kammerkór og söng þessi stóri kammerkór á hressilegan máta Burtu með bölsýni eftir gleðimanninn Bellman og síðan sænska þjóðlagið En gáng í min ungdom. Þar eftir sameinuðust báð- ir köramir í lögunum Island ögrum skorið, Vísum Vatnsenda-Rósu og finnska laginu Kalliolle Kukkulalle, en með í því lagi léku kórfélagar undir á píanó, saxófón, waldhorn og gítarbassa. Nokkuð er salur Fjöl- brautaskólans önugur til tónlistar- flutnings og heyrðin erfið, því t.d. heyrðist varla aftur fyrir miðjan sal til þeirra er kynntu efnisskrána, svo augljóst er að kórinn fékk ekki mik- inn stuðning af lítilli eða daufri end- uróman salarins. Þrátt fyrir þetta var söngur kórsins hinn ánægjuleg- asti og hefur Jón Ingi Sigurmunds- son unnið gott starf og náð frábær- um árangri með söngglöðum Sel- fyssingum, Að syngja góða tónlist með góðu fólki, mun „endast kór- söngvurunum alla ævi“, eins og einn kórfélagi komst að orði, er hann kynnti efnisskrána. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.