Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 46
»46 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN INGVARSSON húsgagnasmíðameistari, Hofteigi 24, Reykjavtk, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnu- daginn 15. mars sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju við Vesturbrún í Reykjavík þriðjudaginn 24. mars n.k. kl. 13.30. Ásgerður Sigurmundsdóttir, Sonja María Jóhannsdóttir Cahill, James E. Cahill, Örn Jóhannsson, Edda Sölvadóttir, Óttar Jóhannsson, Guðbjörg Steinarrsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur okkar, bróðir og frændi, SIGURÐUR RÚNAR ÞRASTARSON, Wilhelmstrasse 17, Helmstedt, Þýskalandi, lést föstudaginn 20. mars síðastliðinn. Jutta Thrastarson, Arngrímur Sigurðarson, Sigríður Sigurðardóttir, Þröstur Brynjólfsson, Svala Brynja Þrastardóttir, Guðrún Margrét Þrastardóttir, Árni Þór Eyþórsson, íris María Bjarkadóttir, Þröstur Thorarensen. -í t Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTJANA J. JÓNSDÓTTIR, Sólvangi, áður Fjóluhvammi 1, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi að kvöldi laugardagsins 21. mars. Jón GunnarJóhannsson Guðjón Jóhannsson, Hjalti Jóhannsson, Edda Jóhannsdóttir, Unnur Jóhannsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Kristinn Friðrik Jónsson. t Faðir okkar, SIGVALDI SIGURÐSSON frá Grund á Langanesi, síðast til heimilis í Sunnuhlíð, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 27. mars kl. 15.00. Sigurður Sigvaldason, Gunnlaugur Sigvaldason, Aðalbjörg Sigvaldadóttir, Þorbjörn Sigvaldason. t Innilegar þakkir færum við ættingjum, fjöl- mörgum vinum okkar og öllum öðrum, sem með samúðarkveðjum, fyrirbænum og á annan hátt sýndu okkur samúð, vinarþel og styrktu við andlát og útför yndislegrar dóttur okkar, unnustu, systur, mágkonu, frænku og dóttur- dóttur, GUNNHILDAR LÍNDAL ARNBJÖRNSDÓTTUR, Heiðargarði 8, Keflavík, sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi fimmtudaginn 26. febrúar sl. Sérstakar þakkir viljum við færa sóknarprestunum Sigfúsi B. Ingvasyni og Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur. Guð blessi ykkur öll. Sóiveig Hafdís Haraldsdóttir, Arnbjörn Óskarsson, Guðlaugur Eyjólfsson, Haraldur Líndal Arnbjörnsson, Þóra Brynjarsdóttir, Bryndis Líndal Arnbjörnsdóttir, Gunnar Pétur Róbertsson, Hafdís Hildur Gunnarsdóttir, Fjóla Eiríksdóttir. FREYMÓÐUR ÞORSTEINSSON + Freymóður Þor- steinsson fædd- ist á Höfða í Þverár- hlíð 13. nóvember 1903. Hann Iést 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn, f. 15. okt. 1868, d. 29. sept. 1948, Jónsson bóndi á Ulfsstöðum í Hálsasveit Þorvalds- sonar, og kona hans Sigríður, f. 16. sept. 1878, d. 4. des. 1911, Jónsdóttir vinnu- manns í Hringsdal í Grýtubakka- hreppi Einarssonar. Bræður Freymóðs voru Kristinn sem dó ungur og Sigursteinn bóndi á Búrfelli í Hálsasveit. Frá 1907 ólst Freymóður upp á Húsafelli í Hálsasveit. Hinn 11. apríl 1968 kvæntist Freymóður Ragnheiði Henríettu Elísabetu Hansen, f. 7. jan. 1912, d. 24. ág. 1983, dóttur Jörgens Hansens, skrifstofu- stjóra í Reykjavík, og konu hans, Ingu Skúladóttur Han- sens. Stjúpdóttir Freymóðs er María Guðmundsdóttir. Freymóður varð lögfræðingur frá Háskóla íslands árið 1932. Hann var full- trúi hjá Eggerti Claessen hrl. frá 1932 til 1937, stund- aði síðan lögfræði- störf í Reykjavík og víðar og var m.a. settur sýslu- maður í Suður-Múlasýslu fyrri hluta ársins 1939. Hann var full- trúi hjá bæjarfógetanum í Vest- mannaeyjum 1. apríl 1942 til 1963, settur bæjarfógeti 1963 og skipaður sama ár. Hann fékk lausn vegna aldurs 1973. Útför Freymóðs fer fram frá kapellu Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Foreldrar Freymóðs voru bláfá- tækt fólk. Þegar hann var þriggja ára var fjölskyldan flutt að Suddu, koti í Reykholtslandi. Guðrún, föð- ursystir hans, var vinnukona á Húsafelli. Astríður, húsmóðir hennar, segir þá Guðrúnu að hún skuli fara til Þorsteins bróður síns og taka í fóstur þann drenginn sem henni litist betur á. „Eg kaus Freyja,“ sagði Guðrún síðar frá. Freymóður kom svo að Húsafelli og ólst þar upp. Hann kallaði Ástríði húsfreyju mömmu en leit alla ævi á Guðrúnu sem fóstru sína og velgerðakonu. Lét hann aldrei líða svo jól að hann sendi henni ekki bók í jólagjöf og varla leið sumar sem hann ekki kæmi að Húsafelli en þar var hann öllum ósvikinn gleðigjafi. Freymóður unni mikið uppeldissystrum sínum, þeim Ingibjörgu, síðar húsfreyju á Kaðalsstöðum, og Steinunni á Rauðsgili og voru þær honum hug- stæðar allt til dauðadags. Hann var eldfjöi-ugur og ílug- skarpur til náms. Þetta var haft eftir Sigga ha, heyrnarsljóum fótl- uðum manni: „Hann Freyþór drengurinn er svo fróður, hann veit allt.“ Freymóður varð fljótur að hlaupa og þolinn, rammur að afli eins og faðir hans hafði verið, til stritvinnu varð hann úrtöku dug- legur, einnig var hann hvers manns hugljúfi. Hann hændi að sér hvern I Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík * Simi 553 1099 öpið öll kvöld li! kl. 22 - einnig um hclgai Skreytingar fyrir öll tilefni. Giafavörur. krakka. í því var hann líkur föður sínum sem gestkomandi var búinn að laða að sér börnin. Það hefur verið mörgum ráðgáta hvemig Freymóður fór að því að komast til náms þar sem hann átti aðeins fátæka að. En þegar til kemur er eðlileg lausn á gátunni. Hann var svo skarpur og fróður unglingur að athygli vakti. Jósep bóndi á Signýjarstöðum, sem var um margt framúrstefnumaður, réð til sín heimiliskennara handa böm- um sínum og bauð Freymóði til sín í skólann. Jósep var tengdasonur Astríðar á Húsafelli. Eftir það gat ekkert stöðvað Freymóð á mennta- brautinni. Þrekið og dugnaðurinn vora geysileg, hann beinlínis strit- aði meðfram náminu þar til hann var orðinn lögfræðingur. Starfsár hans vora með skini og skúrum. Hann fékk ekki stúlkuna góðu sem hann unni fyrr en 1968 og þá var ekki lengur von til þess að eignast börn sem Freymóði hefði þó fallið svo vel. Vínhneigð var honum fjötur um fót. Hann var túramaður og á milli reis hann upp eins og konungur, hvers manns hugljúfí eins og í æsku. Hann var orðinn bæjarfógeti í Vestmanna- eyjum þegar hann kvæntist Ragn- heiði sinni og það varð honum ósvikin hamingja. Honum var það mikil gleði að Ragnheiður átti dótt- ur frá fyrra hjónabandi, Maríu Guðmundsdóttur, glæsilega og góða stúlku. Á eftirlaunaárunum andaðist Ragnheiður, hin ágæta kona hans, eftir langvinn veikindi árið 1983. Bakkusi hafði verið úthýst að mestu en svo dundi yfir hann að missa heilsuna. Hann var búinn að vera hjúkranarsjúklingur á Skjóli árum saman þegar yfir lauk. í veikindum sínum var hann ennþá sá hugljúfi og fróði Freymóður H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H ^ Sími 562 0200 ^ rriiiixiiiirl sem hann hafði alltaf verið. Til hins síðasta var María stjúpdóttir hans honum styrkur og hlíf gegn ein- stæðingsskapnum. Þorsteinn Þorsteinsson. Freymóður Þorsteinsson, fyrr- verandi bæjarfógeti í Vestmanna- eyjum, er látinn á 95. aldursári. Freymóð sá ég fyrst er ég flutt- ist með foreldram mínum til Vest- mannaeyja síðla árs 1950. Faðir minn var þá að taka við embætti bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Freymóður var fulltrúi við bæjar- fógetaembættið og gat ekki farið hjá því að mér yrði nokkuð star- sýnt á þennan stóra mann, ekki kannski síst vegna þess hversu rómsterkur hann var. Svo hagaði þá til að skrifstofur embættisins vora á neðstu hæð embættisbústaðar bæjai-fógeta, en íbúð foreldra minna var á efri hæð- unum. Var því nokkuð sjálfgefið að ég væri að sniglast um skrifstofuna á þessum árum og kynntist ég því Freymóði all vel ásamt öðram starfsmönnum embættisins. Freymóður var þá ókvæntur og hafði húsnæði og fæði hjá Jónu Jónsdóttur sem rak þá pensjónat í Vestmannaeyjum. Minnist ég þess að þar dvaldi Jóhann Þ. Jósefsson alþingismaður þegar hann kom til að huga að fylgi sínu. Einnig vora þar fastagestir Friðþjófur Johnsen lögmaður og Stefán Árnason yfir- lögregluþjónn sem reyndar var þekktari sem Stebbi pól. Þar héldu líka til ýmsir sem dvöldu í Eyjum um skemmri tíma. Voru oft fjörag- ar umræður á matmálstímum um landsins gagn og nauðsynjar og svo fóra menn gjarnan í eina skák eða svo eftir matinn. Freymóður var mjög víðlesinn og því fróður á mörgum sviðum og gat því rökrætt um flest málefni. Ekki síður hygg ég að það hafi komið honum að góðu gagni í dómsstörfum hans, en hann reyndist vera farsæll dómari. Einn fulltrúa hans sagði að eitt sinn er mál var eitthvað að böggl- ast fyrir honum sagði Freymóður að hann skyldi bara ljúka dómnum, það væri aðalatriðið, ef dómurinn væri ekki réttur gæti hæstiréttur lagað það. Eftir lát föður míns flutti ég frá Eyjum og rofnuðu þá tengslin. Freymóður tók þá við starfi bæjar- fógeta og gegndi þann þvi starfi til nóvemberloka 1973. Kynni okkar tókust að nýju er ég var skipaður bæjarfógeti í Vestmannaeyjum og tók við embætti af honum. Bar embættið merki þess að þar var vel haldið á flestum hlutum svo sem Freymóðs var von og vísa, en að sjálfsögðu hafði ekki farið hjá því að ýmislegt hefði gengið úr skorð- um við eldgosið í Vestmannaeyjum sem hófst 23. janúar 1973. Fór bæjarfógetaembættið vissulega ekki varhluta af því. Var starfsem- in það ár að mestu í Hafnarbúðum í Reykjavík, en útibúi var þó haldið opnu í Vestmannaeyjum um tíma. Var aðdáunarvert hve Freymóði tókst vel að halda utan um rekstur embættisins þessa síðustu mánuði sem hann var í starfi við þessar erfiðu aðstæður. Freymóður kom til starfa við embætti bæjarfógeta í Vestmanna- eyjum 1. apríl 1942 og í bjó í Vest- mannaeyjum í tæp 32 ár. Lengst af var hann ókvæntur, en á árinu 1968 kvæntist hann Ragnheiði Hansen sem hann hafði kynnst á sínum yngri áram. Bjó Ragnheiður þeim fallegt heimili í embættisbú- staðnum Tindastóli. Saknaði Frey- móður hennar sárt er hún lést í ágúst 1983 röskum tíu áram eftir að þau fluttust frá Vestmannaeyj- um. Síðustu árin reyndist dóttir Ragnheiðar, María Guðmundsdótt- ir, honum betri en enginn. Þegar einhver fellur frá á nítug- asta og fimmta aldursári verður ef til vill ekki mikil sorg, en söknuður verður og minningarnar koma fram. Freymóðs mun ég ávallt minnast sem mæts manns. Kristján Torfason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.