Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 23 1. Til afhendingar og leigu húsnæði sem hefur verið notað fyrir hárgreiðslustofu í áratugi, glæsilegt og vel staðsett húsnæði. Langur leigusamningur. Flestar innréttingar til staðar en ekki tæki. Laust strax. 2. Hreingerningarþjónusta með mikið af föstum viðskiptasambönd- um og verksamningum. Mikið af tækjum. Bíll fylgir. Næg vinna fyrir duglegt fólk og góðar tekjur. 3. Kvenfataverslun við Laugaveginn til sölu. Vel þekkt og með eigin innflutning sem hægt er að stórauka og hafa heildsölu út um allt land í sama húsnæði. Gott tækifæri fyrir smart fólk. 4. Söluturn með lottókassa, ísvél og öllum tækjum sem þarf á svona stað. Velta 2,3 millj. pr. mán. Gamall og vel staðsettur söluturn. Til afhendingar strax. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRIMSSON. Frábær fyrirtæki Morgunblaðið/Kristinn Stærsti saltfarmurinn HAFNARBAKKI hf. er þessa dagana að taka á móti 10.600 tonna saltfarmi og mun það vera stærsti saltfarmur, sem komið hefur til landsins. Saltið fer fyrst í stað allt í geymslur hjá Hafnarbakka, en fyr- irtækið er með 6.500 tonna geymslu í Hafnarfirði og 4.500 tonna geymslu í Keflavík. Saltið kom með skipi frá Bahamaeyjum í lok síðustu viku og er hægt að landa um 2.000 tonnum á sólarhring. Það tekur því um fimm og hálfan sólarhring að landa öllu saltinu, en það er flutt á færibandi frá skipshlið inn í geymslu og fara þar um 100 tonn á klukku- tíma inn í geymslur. Helgi Þórisson, framkvæmda- sfjóri Hafnarbakka, segir að saltið sé keypt frá Bahamaeyjum, en þaðan kaupi Hafnarbakki allt sitt salt. „Þetta er mjög gott salt, hvítt og ríkt af kals- íum og hentar því vel til fisksöltunar," segir Helgi. Saltið fer allt til fiskverkunar og segir Helgi að þetta séu tveggja til þriggja mánaða birgðir. Verðmunur er lítill á góðum og lakari físki á mörkuðum Komdu áður en allt er búið! Hólf & Gólf ---B REIDDINN I- SLA 4 W MIKILL meirihluti fiskkaupenda á íslenskum fiskmörkuðum, eða 86%, telja að ekki sé nægjanlegur verðmunur á góðum og lélegum fiski, samkvæmt niðurstöðum markaðskönnunar, sem gerð var meðal 200 viðskiptavina fiskmark- aða innan vébanda Reiknistofu fiskmarkaða, auk þess sem tekin voru tólf munnleg viðtöl við við- skiptavini. Um var að ræða bæði stór og smá fyrirtæki, sem eru dreifð um allt land. Markaðskönn- unin var send bréfleiðis til við- skiptavina RSF og var svörun mjög góð, eða 25%. Niðurstöðurn- ar eru birtar í skýrslu, sem út er komin á vegum Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins, og ber heitið Upplýsingakerfi fiskmarkaða. Markmið verkefnisins var að kanna hvaða upplýsingar kaupend- ur á fiskmörkuðum nota aðallega til að meta óséðan fisk. I framhald- inu var kannað hvaða viðbótarupp- lýsingar menn vildu helst sjá inn í kerfi RSF. Um 25% af öllum bol- fískafla Islendinga eru seld í gegn- um fiskmarkaði á landinu og hafa markaðir innan RSF-keðjunnar um 50% markaðshlutdeild á þeim markaði. Þegar farið var að grennslast fyrir um ástæður þess mats svar- enda, að ekki sé nægur verðmunur milli góðs og lélegs fisks, kom í ljós að kaupendur töldu m.a. um að kenna að hér ríkti seljendamarkað- ur, þ.e. að meiri eftirspurn væri á markaði en framboð. Skorturinn leiði því til þess að menn geti ekki valið um hráefni og þurfi því að kaupa það sem í boði er. Þannig skapist ekki pressa á þá útgerðar- aðila, sem ekki skila góðu hráefni, að bæta frágang afla, því þó svo að þeir leggi aukna vinnu í bætta meðferð, fái þeir ekki hærra verð fyrir vikið, að sögn Ragnars Egils- sonar, verkefnisstjóra og starfs- manns Rf. Bæta þarf meðferð Það er álit meirihluta kaupenda á fiskmörkuðum að bæta þurfi meðferð afla, stærðarfiokkun og dagmerkingar, að sögn Ragnars. „I flestum tilfellum eru kaupendur á mörkuðum að kaupa vöru, sem þeir hafa ekki séð. Því skiptir það lykilmáli að kaupendur fái réttar upplýsingar og geti treyst því að þær séu áreiðanlegar. Þær upplýs- ingar, sem gefnar eru upp á upp- boðslýsingu hjá RSF, eru allar mikið notaðar af kaupendum. Areiðanleika þessara upplýsinga er að mati kaupenda oft á tíðum ábótavant. Þær upplýsingar sem eru hvað óáreiðanlegastar, eru upplýsingar um stærð fisksins. Líklega má að einhverju leyti kenna lélegri eða ónægri stærðar- flokkun um.“ Einnig var spurt um hvaða upp- lýsingar mönnum fyndist helst vanta inn í uppboðslýsingu. Aug- ljóst var að kaupendur vilja að gæðamat verði tekið upp á fisk- mörkuðum, en Ragnar segir að erfitt geti reynst að taka upp gæðamat þar sem fiskmarkaðirnir eigi að vera óháðir aðilar milli selj- enda og kaupenda. Gæðamat yrði hinsvegar alltaf að hluta til hug- lægt og því umdeilanlegt. Batnandi þjónusta Fram kom í könnuninni að ýmis- legt þarf að bæta varðandi sölu afla á fiskmörkuðum. Þar þurfi bæði útgerðarmenn og fiskmarkaðir að koma að máli. „Fiskmarkaðir eru í raun ungir að árum en ánægjulegt var að sjá að kaupendur telja að þjónusta fiskmarkaða hafi batnað með tímanum. Markmið allra hlýt- ur að vera það að skila til vinnslu besta mögulega hráefninu, því það eru jú hráefnisgæðin sem skipta lykilmáli þegar framleiða á gæða- afurð. Því betra hráefni sem að landi kemur, þeim mun meiri hluti þess fer í verðmætustu afurðimar. Af þeim sökum þarf að efla gæða- vitundina í allri keðjunni, þ.m.t. veiðar, vinnslu og flutning. Rekjan- leiki vörunnar þarf að vera í lagi, enda kom það í ljós að meirihluti kaupenda á fiskmörkuðum er sam- mála því að þeirra viðskiptavinir komi til með að leggja aukna áherslu á rekjanleika vöra á kom- andi misseram," segir Ragnar Egilsson. lnternetid uelur é milli tueggja leida: ÓtaHmarHadur adgangur - VJj/ ebHert stofngjald [Efþú notar netið mikiö] TYlímjtugjald [Efþú notarnetið lítið] Mótald: Stofngjald 623 kr., mánaðargjald 374 kr., mínútugjald 1,12 kr. ISDN: Stofngjald 1.868 kr., mánaðargjald 1.245 kr., mínútugjald 1,97 Notendurá mínútumœldum ISDN-aðgangi sem nota 128 Kbps flutning greiða tvöfalt mínútugjald eða 3,94 kr. Mótald: 1.190 kr. ISDN 64: 1.690 kr. ISDN 128:2.190 kr. LANDS SIMINN ý* $■■&!&%&■ 3Í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.