Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ I- Strandaglópur í Keflavík FLUGVÉL bandaríska flugfé- lagsins United Airlines af gerð- inni Boeing 777 lenti á Keflavík- urflugvelli um miðjan dag í gær vegna veikinda eins af 284 far- þegum vélarinnar. Maðurinn er á fimmtugsaldri og mun hann skv. upplýsingum Morgunblaðsins þjást af sykursýki . Flugvélin var að koma frá London og var áætlað að fljúga beint til San Francisco. Farþegi um borð mun hins vegar hafa sýnt öll einkenni þess að hann væri að fá hjartaáfall, að sögn vaktstjóra hjá flugumsjón Fiug- leiða á Keflavíkurflugvelli, og þegar vélin var komin rétt suður af landinu ákvað flugstjóri vélar- innar, í samráði við lækna flugfé- lagsins sem um borð voru, að snúa við og lenda vélinni í Kefla- vík. Fyrst mun vélin þó hafa þurft að losa sig við nokkurt magn eldsneytis. I Keflavík beið mannsins sjúkrabíll og var haldið á Heilsu- gæslustöð Suðurnesja, en mein- ingin var að flugvélin héldi rak- leiðis áfram vestur um haf. Elds- neytisáfylling dróst hins vegar og innan tíðar var maðurinn mættur á nýjan leik tilbúinn til brottfarar, enda höfðu læknar í Keflavík eftir skoðun ekki metið ástand hans alvarlegt. Læknar United Airlines tóku hins vegar fyrir að hann kæmi aftur um borð, fannst öruggara að maðurinn tæki lengri tíma í að jafna sig þar sem um mjög langt flug var að ræða. Hélt því vélin áfram för sinni um klukkan fimm í gærdag en strandaglópur- inn eyddi nóttinni á hóteli í Keflavík. Seta bankaráðsmanna í stjórnum dótturfyrirtækja Bankaráðsmenn Búnað- arbanka taka ekki sæti BÚNAÐARBANKI íslands lét gera fyrir sig lögfræðiálit í janúar síðastliðnum þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að seta banka- ráðsmanna í stjórn dótturfynr- tækja samrýmdist ekki setu þeirra í bankaráði. Petta er sama niður- staða og Bankaeftirlit Seðlabankans komst að varðandi setu bankaráðs- manna Landsbanka Islands í stjórnum dótturfyrirtækja sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær. Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að í kjölfai- lögfræði- álitsins hefði verið ákveðið að bankaráðsmenn tækju ekki sæti í stjórnum í félögum sem bankinn íslandsbanki hefur ekki beðið um slíkt álit ætti aðild að, svo sem Lýsingu hf. og greiðslukortafyrirtækjunum. Stefán sagði að bankinn hefði lát- ið gera lögfræðiálit eftir að það hafði komið til álita að bankaráðs- menn tækju sæti í stjórnum þessara fyrirtækja en að niðurstaðan hefði verið ótvíræð. íslandsbanki hefur ekki beðið um sambærilegt álit Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka, sagði ekki mikið um það að bankaráðsmenn sætu í stjórnum dótturíyrirtækja. „Ég hygg þó að í stjóm VÍB, WÍB og stjóm Glitnis sitji einn bankaráðs- maður.“ Valur sagði íslandsbanka ekki hafa beðið um álit Bankaeftirlits og kvaðst ekki gera ráð fyrir að eftir slíku áliti yrði óskað, enda hefði ekki verið neitt tilefni til þess. Að öðra leyti kvaðst Valur ekki geta tjáð sig um málið þar sem hann hefði ekki séð álit bankaeftirlitsins eða forsendur úrskurðarins. „Eg geri mér ekki nokkra grein fýrir því hvort þetta snerti okkur. Það getur vel verið að þarna séu einhverjar sérstakar aðstæður sem mér er ekki kunnugt um.“ ' miákik „ - , ; | ^ Ljósmynd/Páll Ketilsson SJÚKRABÍLL beið flugvélar United Airlines þegar hún lenti í Keflavík rétt fyrir þrjú í gærdag. Með ellefu bflnúmer í farangrinum LÖGREGLAN í Kópavogi stöðvaði akstur manns um bæinn um hádeg- isbil í gær. Hann reyndist vera rétt- indalaus og þar að auki voru núm- eraplötumar á bíl hans af bfl, sem hafði verið afskráður fyrir nokkra. Lögreglan skoðaði bflinn nánar og fann í honum nokkur pör af núm- eraplötum til viðbótar. Það þótti nóg ástæða til að kanna hagi mannsins enn betur og fundust alls ellefu pör af númeram í fóram Tólf ára fslendingur teflir við Will Smith í Los Angeles „Er alveg rosalega spenntur“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Páskaeggin gleðja ÞAÐ hýmaði heldur betur yfir honum Amari Þór Ólafíusyni þeg- ar honum var fært páskaegg. Am- ar Þór dvelur nú á Barnaspítala Hringsins, þar sem hann er í krabbameinsmeðferð. í þessari viku munu öll krabba- meinssjúk börn á sjúkrahúsum fá páskaegg frá umboðs- og heild- versluninni Sjónarhóh i Hafnar- firði. TÓLF ára íslenskur drengur, Hlynur Hallgrímsson, teflir æf- ingaskák við leikarann, rappar- ann og sjónvarpsstjörnuna Will Smith í Los Angeles í dag. Hlyn- ur er búsettur í Los Angeles ásamt fjölskyidu sinni og æfir fótbolta og skák af kappi. Skák- þjálfari Hlyns þjálfar einnig Will Smith og bauð hann Hlyni að tefla við stórstjörnuna. „Ég er alveg rosalega spenntur og hlakka mikið til,“ sagði Hlyn- ur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég hef séð þrjár bíómyndir með Will Smith og horfl oft á þættina hans hér í sjónvarpinu." „Will Smith er að taka upp nýja mynd um þessar mundir sem heitir „Enemy of the State“. Ég tefli við hann þegar hann tek- HLYNUR Hafliðason teflir við Will Smith í dag. WTLL Smith æfir skák á milli atriða í upptökum. ur sér hlé frá tökum svo ég fer á tökustað í fylgd þjálfarans míns, en engir aðrir fá að fljóta með því eftirlitið er nyög strangt." Aðspurður sagðist Hlynur ætla að reyna að sigra Will f skákinni, en bætti við að skákin væri meira til gamans en hitt. Þess má geta að Will Smith er með um 1000 ELO stig en Hlynur með 1752, en hann hefur orðið íslandsmeistari í skák í flokki tíu ára og yngri. Á NETINU: www.mbl.is SÉRBLÖÐ I DAG Uppbygging, náttúruvernd ► Uppbygging og náttúruvernd haldast í hendur í Bessastaða- hreppi, en þar er nú verið að kynna deiliskipulag að nýju hverfi með 58 lóðum vestan Sjávargötu. Jafnframt er aug- lýst nýtt skipulag fyrir Kast- húsaljörn og svæðið í kring. Þættir eins og Markaðurinn, Smiðjan, Lagnafréttir og Gróð- ur og garðar eru þar líka á sín- um stað auk frétta um fasteign- ir, sem eru til sölu. Grindavík úr leik ► Skagamenn komu geysilega á óvart með því að slá deildar- og bikarmeistara Grindavíkur út úr íslandsmótinu í körfuknattleik í gærkvöldi. Þá komst Valur í undanúrslit 1. deildar kvenna í handknattleik með stórsigri á Gróttu/KR á Seltjarnarnesi og mætir liði =SarL?í . :r=. II ll h I tí „ íl I* i •*!$*■ «■£±8 f JLtm íuémR Stjömunnar, sem sló Fram út um helgina. Heimsókn utanríkis- ráðherra Eistlands Ræðis- manns- skrifstofa opnuð TOOMAS Hendrik Ilves, utan- rfldsráðherra Eistlands, opnar í dag aðalræðismannsskrif- stofu Eistlands í Reykjavík. Ráðherrann er í opinberri heimsókn hérlendis og átti í gær viðræður við íslenzka ráðamenn, auk þess að halda erindi um utanrfldsstefnu lands síns og stækkun Atlants- hafsbandalagsins á opnum fundi Samtaka um vestræna samvinnu. Jón Sigurðarson, forstjóri Fiskafurða hf., hefur verið skipaður ræðismaður Eist- lands á Islandi og verður ræð- ismannsskrifstofan til húsa í húsnæði fyrirtældsins í Skip- holti. „Þar sem nú þegar er starfandi ræðismaður íslands í Tallinn erum við ánægðir með að hafa nú okkar ræðismann hér á landi," sagði Ilves í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Sendiherra Eistlands á íslandi hefur aðsetur í Kaupmanna- höfn en sendiherra Islands í Eistlandi í Stokkhólmi. íslendingar hafa fjárfest í fiskvinnslu í Eistlandi og sagð- ist ráðherrann vonast til að framhald yrði á slíkri þátttöku Islendinga í atvinnuuppbygg- ingu í landinu. „Ég vona að við munum áfram njóta samstarfs og ráðgjafar íslendinga þessu sviði og ég held að þar liggi góðir möguleikar fyrir ís lenzk fyrirtæki til útþenslu í erlendum markaði,“ sagði Ilv es. I mannsins, öll af bílum sem höfðu verið afskráðir. Lögreglan hefur svo sem áður stöðvað bíla með ólöglegar númera- plötur og í einhverjum tilvikum hef- ur ökumaðurinn átt aukapar. Lög- reglumenn í Kópavogi rekur hins vegar ekki minni til að hafa tekið ellefu númer af einum og sama manninum. Rannsókn stendur yfir á því hvemig hann komst yfir plöt- umar. I Afstaða Rússa/26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.