Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Um vinsældir rithöfunda Mörgum þykir það heldur mikill óþarfí, að hafa áhyggjur afvinsældum yfirleitt og er sennilega nokkuð til í því; vinsældir, tíska og svoleiðis hlutir eru jafnóútreiknanlegir og koma íslenska vorsins. — Hvem telur þú fremstan núlifandi rithöfunda okkar? var spurt í síðustu skoðanakönnun DV (birt 16.3.98) og svarið var skýrt og greinargott: Sagna- skáldin eru fremst - eða er kannski réttara að segja vin- sælust eða mest áberandi í fjöl- miðlum. Af tíu efstu höfundun- um í niðurstöðu könnunarinnar er aðeins eitt ljóðskáld, Gyrðir Elíasson, en hann hefur reyndar fengist jöfnum höndum við sagna- og ljóðagerð (síðasta bók hans var smásagnasafn). A með- al þeima höf- VIÐHORF unda sem ----- komu næstir Eflir Þröst eru a<geins tvö Helgason ijóðskáld, Hannes Pét- ursson og Jón úr Vör. Þótt ýmislegt sé athugavert við aðferðafræði könnunarinnar (svo sem það að 44,5% úrtaks- ins taka ekki afstöðu til spum- ingarinnar og að úrtakið er val- ið úr símaskránni og samsetn- ing þess því óljós) þá gefur nið- urstaða hennar vísbendingu um að sagnaskáldin hafí nánast alla athygli fólks. Vafalaust er spurningin sem lögð var fyrir fólk eilítið leiðandi - það er spurt um „rithöfunda“ en ekki skáld - en meginástæðurnar fyrir þessu veldi sagnaskáld- anna eru sennilega tvær; mun fleiri skáldsögur en ljóðabækur koma út hér á landi og því ber líka mun meira á þeim í íslensk- um fjölmiðlum; þegar fjölmiðlar endurspegla útgáfumarkaðinn eru þeir því um leið að leggja meiri áherslu á skáldsögur og höfunda þeirra en ljóðin og ljóðskáldin. Kannski Matthías Viðar Sæ- mundsson, dósent við Háskóla Islands, hafí rétt fyrir sér í við- tali í Lesbókinni fyrir skömmu þar sem hann segir að sömu lögmál virðist almennt gilda um orð og peninga, að „meira sé betra“. Þetta segir Matthías að sjá megi á dýrkun skáldsögu- formsins umfram aðrar bók- menntagreinar. „Nú á dögum þarf jólagjöf," segir Matthías, „að ná ákveðnum blaðsíðufjölda til að teljast einhvers virði, enda þykir sá sem setur saman log- inn og málhaltann langhund í lausu máli fréttaverðari en þeir sem skrifa sig inn að merg og beini í ljóðum og smásagnalist, alla vega ef miðað er við um- fjöllun fjölmiðla; byrjendur í sagnagerð fá meira rými en okkar bestu ljóðskáld.“ Matthí- as telur þetta nokkuð skrítið og til dæmis um tómleika, „einkum sé til þess tekið,“ heldur hann áfram, „að sáralítið kemur út af skáldsögum sem dýpka lífs- skilning, vinna gegn útkjálka- hugarfari og skipta raunveru- legu máli, alla vega frá mínum sjónarhóli." Hvort sem það er rétt að byrjendur í sagnagerð fái meira rými í fjölmiðlum en okkar bestu ljóðskáld, eins og Matthí- as segir, þá má ljóst vera að skáldsögur eru mun meira áberandi þar en ljóð eða smá- sögur. Hvort það megi svo rekja til einhvers konar magn- dýrkunar eða uppgangs í skáld- sagnagerð undanfarna áratugi er erfíðara að segja til um. Sömuleiðis er erfitt að greina orsakasamband útgáfu og um- fjöllunar fjölmiðla; sjálfsagt er þar um víxláhrif að ræða. Það er svo aftur annað mál hvort það sé ekki skylda fjölmiðla að vinna að einhverju leyti gegn markaðnum frekar en að ýta undir einræði hans, eins og oft vill brenna við. Væru það til dæmis ekki æskileg viðbrögð fjölmiðla við niðurstöðu könn- unar DV á vinsældum rithöf- unda að vekja atygli á ljóð- skáldunum sem greinilega verða undir í henni? Utgáfa ljóðabóka hefur verið um það bil helmingi minni en skáldsagna síðustu ár. Sam- kvæmt Bókatíðindum frá síðasta ári, sem Félag íslenskra bókaút- gefenda gefur út, komu fímmtán frumsamdar íslenskar ljóðabæk- ur út árið 1997 en þijátíu skáld- sögur eða tvöfalt fleiri. Hlutfoll- in voru um það bil þau sömu ár- ið áður samkvæmt sömu heimild eða sextán ljóðabækur á móti 28 skáldsögum. Ekki veit ég hvort þetta misræmi kemur til af því að útgefendur telji ekki nógu ábatasamt að gefa út ljóðabæk- ur eða vegna þess að þeir fái einfaldlega ekki fleiri ljóðahand- rit sem verð eru útgáfu en þetta. Báðar skýringamar eiga ef til vill við. Nú segja ugglaust margir og hafa nokkuð til síns máls að það sé ekki í eðli ljóðsins að krefjast vinsælda eða athygli; ljóðið rati til sinna, eins og skáldið segi. Hinum sömu þykir það að öllum líkindum heldur mikill óþarfí að hafa áhyggjur af vinsældum yf- irleitt og er sennilega nokkuð til í því; vinsældir, tíska og svoleið- is hlutir eru jafnóútreiknanlegir og koma íslenska vorsins. Könn- un DV verður þá orðið mark- laust plagg innan fárra vikna eða mánaða. En hvað sem því líður er annað í þessari könnun DV sem ástæða er til að staldra örlítið við. Eins og áður sagði tóku 44,5% úrtaksins ekki afstöðu til spurningarinnar en „þar af,“ segir í frétt blaðsins, „voru 44 prósent óákveðin". Þetta hlut- fall óákveðinna er ansi hátt og nú má spyrja: Stafar það fyrst og fremst af því að fólk hefur ekki getað gert upp á milli þeirra rithöfunda sem það þekkir eða því að það þekkir ekki til neinna rithöfunda. Gott hefði verið að fá upplýsingar um það í könnuninni hvort hinir óákveðnu væru þeir sem læsu mikið eða lítið. Kannski er meg- inniðurstaðan af þessari könn- un sú að það væri hnýsilegt að gera viðamikla og almenna lestrarkönnun, að kanna hverjir lesa, hvað þeir lesa og hvað mikið. Varaskeifa í vistarbandi? REYKJAVIKURBREF Morg- unblaðsins á sunnudaginn er til- einkað undirrituðum. Eg hafði haldið því fram í við- tali sem Kolbrún Bergþórsdóttir skrif- aði við mig og birtist á laugardaginn í Degi að kannski yrði Davíð Oddsson ekki næsti forsætisráðherra á því landi íslandi. Þetta þótti Morgunblaðinu svo mikil fim að aðal- leiðari blaðsins á sunnudag var helgað- ur viðfangsefninu. Hvemig lítur þetta út; hvað er hér á ferðinni? I næstu kosningum bjóða fram að minnsta kosti fimm flokkar, sundur eða saman. í fyrsta lagi Sjálfstæðisflokkur- inn. Hann hefur nú mjög sterka stöðu í skoðanakönnunum. Það er 1) af því að það er hagvöxtur, 2) af því að það em í gildi kjarasamning- ar fram á næstu öld, 3) af því að Davíð kemst vel frá sínum málum í fjölmiðlum og það er 4) af því að Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjómmálaflokkurinn sem er sem slíkur á sviðinu í öllum byggðarlög- um fyrir sveitarstjómarkosning- amar. Þannig að í öllum byggðar- lögum er einhver að tala vel um Sjálfstæðisflokkinn. Og það gjam- an um helmingur þeirra sem þar sýsla við pólitík. Það skiptir kannski mestu máli um velgengni Sjálfstæðisflokksins nú. Sú for- senda verður ekki til staðar þegar nær dregur alþingiskosningum. I öðm lagi Framsóknarflokkur- inn, sem líka nýtur hagvaxtarins en geldur óvinsælla verka ráðhema fremur en Sjálfstæðisflokkurinn. Framsóknarflokkurinn nýtur þess líka að hann er víðast hvar á svið- inu fyrir næstu sveitarstjómar- kosningar, en ekki í Reykjavík. í þriðja lagi Alþýðubandalagið, sem hefur nú um nokkurra missera skeið átt í viðræðum við Alþýðu- flokkinn um einhvers konar sam- flot í næstu kosningum til alþingis. Þeim viðræðum er ekki lokið og Al- þýðubandalagið hefur ekki styrkst á þeim viðræðum ennþá. Hins veg- ar nýtur Alþýðubandalagið póli- tískrar sérstöðu sinnar í ýmsum málaflokkum eins og í mannrétt- indamálum innan lands og utan og Alþýðubandalagið reyndist hitta naglann á höfuðið í auðlinda- gjaldsmálum og fann þar samnefnara þjóðar- innar. Formaður Al- þýðubandalagsins hefur líka komið sterkari út úr fjölmiðlakapphlaup- inu. Að öllu þessu sam- anlögðu er ljóst að Al- þýðubandalagið getur reiknað með því að verða sterkt í næstu al- þingiskosningum, hvort sem flokkurinn verður í samfloti við aðra flokka Svavar eða ekki. Gestsson Alþýðuflokkurinn hefur ekki mælst vel að undanfömu í skoðanakönnunum og hefur ástæðu til þess að hafa áhyggjur af sinni stöðu. En greini- í næstu kosningum bjóða fram að minnsta kosti fímm flokkar, segir Svavar Gestsson í svari sínu við Reykja- víkurbréfí Morgun- blaðsins. legt er að flokkurinn getur reist sig; þar innan dyra eru menn sem hafa burði til þess að knýja það fram. Vandi Alþýðuflokksins er Þjóðvaki. Tilvera Samtaka um kvennalista er óljós um þessar mundir. Sjálf- stæðisflokkurinn hlýtur í þessari stöðu að reikna með óvenjugóðum kosningum; það er hins vegar lík- legt að á þann forða muni ganga þegar nær dregur kosningum af því að þá munu hinir flokkamir sækja á hann. En samt hljóta hinir flokk- amir að hafa áhyggjur af sterkri stöðu Sjálfstæðisflokksins. Ekki að- eins Alþýðubandalagið, heldur líka Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn. Alþýðuflokkurinn verð- ur að gera það upp við sig löngu fyr- ir næstu kosningar hvort hann ætl- ar að verða varaskeifa fyrir Sjálf- stæðisflokkinn eða ekld. Samstarfið við Alþýðubandalagið um lista eða um málefnasamning getur hindrað slíkt. Og Framsóknarflokkurinn hlýtur líka að hafa áhyggjur af þessari stöðu Sjálfstæðisflokksins. Það er fróðlegt að horfa á Reykja- vík þar sem Framsóknarflokkurinn hefúr ásamt öðmm flokkum sam- einast í sterka fylkingu um Reykja- víkurlistann. Af hveiju skyldi Framsóknai-flokkurinn ekki geta hugsað sér slíka samfylkingu á landsvísu? Mér er spum. Annars er hætt við því að Morgunblaðið verði framvegis um alla tíð forviða ef ein- hverjum dettur í hug að einhver annar en fonnaður Sjálfstæðis- flokksins geti orðið forsætisráð- herra. Eða er það kannski svo að Framsóknarflokkurinn hafí skrifað upp á formann Sjálfstæðisflokksins sem forsætisráðherra allt til enda veraldar? Það getur ekki verið. Eða hvað? Og svo mikið er víst að það sem hefur áunnist í samfylkingar- viðræðum A-flokkanna er að minnsta kosti það að það er ekkert bannorð lengur að formaður hins flokksins leiði ríkisstjóm. Alþýðu- flokksmenn setja ekki bann á Mar- gréti Frímannsdóttur eins og þeir settu bann á Lúðvík Jósepsson eða undirritaðan á sinni tíð. En síðan hefur margt breyst og það er breyt- ing sem skiptir miklu máli. I viðtali Kolbrúnar komst ég þannig að orði að flokkamir gætu hvor í sínu lagi fengið um 40% atkvæða; þar með yrðu þeir stærri en Sjálfstæðis- flokkurinn. Með þeim orðum var ég ekki að afskrifa samfylkmgu flokk- anna tveggja um sameiginlegan framboðslista í öllum kjördæmum. Ég skal engu spá um það hvort það skilaði meira eða minna fylgi, en allt bendh- til þess að flokkamir geti samanlagt, hvemig sem að því verð- ur staðið, orðið stærri en Sjálfstæð- isflokkurinn. Eiga þeir að sleppa því tækifæri? Er Framsóknarflokkur- inn í ævilangri vist hjá Sjálfstæðis- flokknum? Framtíð íslenskra stjómmála ræðst af því að allir vinstri flokkai' verði tilbúnir til þess að slíta af sér vistarböndin hjá Sjálfstæðisflokknum. Annars rætist spá Morgunblaðsins. Höfundur er formaður þingflokks Alýðubandalagsins og óbAðra. Sálfræðingar hafa feng-ið nóg HVERSU lengi ætla stóra sjúkrahúsin að lítilsvirða störf sinna eigin sálfræðinga sem fela í sér margra ára rannsóknir og upp- byggingu sérhæfðrar þjónustu og deilda? Sálfræðingar á Ríkis- spítölum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur era með lakari kjör en sálfræð- ingar á öðram ríkis- og borgarstofnunum þar sem nú þegar hafa ver- ið gerðir stofnana- samningar. Sálfræðing- ar hafa tvisvar til þrisvar sinnum lægri launakjör en læknar en hafa þó sambærilegt nám að baki. Ríkis- spítalar hafa gert samning við lækna sem kostar stofnunina millj- ónir en stjórnendur telja sig ekki geta leiðrétt kjör lítils hóps sál- fræðinga. Þetta er með öllu óþol- andi og ber sterklega merki um neikvætt viðhorf stjórnenda spítalanna til starfa sálfræðinganna og þeirra skjólstæðinga sem njóta þjónustu þeirra. Á fundi með heil- brigðisráðherra, Ingi- björgu Pálmadóttur, kom í ljós að stjórn- endur Ríkisspítala höfðu ekki leitað til hennar með þennan vanda og furðaði hún sig m.a. á því að sál- fræðingar á Ríkisspít- ölum nytu a.m.k. ekki sambærilegra kjara og t.d. sál- fræðingar á Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins. Ágreiningur aðlögunarnefndar um launakjör sálfræðinga á RSP verður nú tekinn fyrir í úrskurðar- nefnd hjá ríkissáttasemjara. Því Kolbrún Baldursdóttir miður er útlit fyrir sanngjarnri nið- urstöðu engan veginn bjart. Því stefnir í óverjandi stöðu bæði fyrir þennan hóp sálfræðinga og ekki hvað síst fyrir starfsemi sjúkrahús- anna. Það er því tímabært að stjómendur þessara stofnana geri sér grein fyrir hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér ef sál- fræðingar sjúkrahúsanna ákveða að segja upp störfum. Afleiðing- Hversu lengi ætla stóru sjúkrahúsin, spyr Kol- brún Baldursdóttir, að lítilsvirða störf sinna eigin sálfræðinga? amar gætu m.a. orðið: 1. Sálfræðileg meðferð og greining myndi leggjast af. 2. Sérhæfðar greiningar og rann- sóknardeildir myndu lognast út af. 3. Almenn rannsóknarvinna myndi stöðvast, framþróun hætta og heil- brigðisþjónusta færast aftur um marga áratugi. Höfundur er formaður Stéttarfélags sálfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.