Morgunblaðið - 24.03.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.03.1998, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðstefna á Kirkjubæjarklaustri um aíleiðingar eldgosa í vestanverðum Vatnajökli Geta valdið hlaupum í ám frá Skeiðará að Jökulsá á Fjöllum GOS í Bárðarbungu getur leitt til hlaups í Skeiðará og/eða Gríms- vatnahlaups og það gæti einnig leitt til eldgoss í Dyngjuhálsi og hlaups í Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöll- um; gos í Grímsvötnum geta orðið langvinn; í Vatnajökli eru þekkt 80 gjóskulög úr allt að 86 gosum frá því um 870 og lengsta goshlé síðan 1200 varð á þessari öld eða 45 ár. Þetta og margt fleira kom fram á ráðstefnu Kirkjubæjarstofu og Jarðfræðafélags Islands á Kirkju- bæjarklaustri um síðustu helgi. Þar fluttu níu vísindamenn erindi um eldgos í vestanverðum Vatnajökli og afleiðingar þeirra. Nálega 60 manns sátu ráðstefnuna, álíka margir heimamenn og aðkomnir. Á stöðugri hreyfíngu Helgi Björnsson jarðeðlisfræð- ingur fræddi ráðstefnugesti í upp- hafi almennt um Vatnajökul, stærð hans og umfang og allt það sem honum tilheyrir. Hann þekur um 8% af yfirborði landsins, er stærsti jökull utan heimskautasvæða og er meðalþykkt hans 400 til 500 metrar. Jökullinn er tiltölulega sléttur á yf- irborðinu en undir eru fjöll, gjár og dalir þannig að ísinn getur orðið 800 metra þykkur og jafnvel meira. Niður af honum falla síðan jöklar og sagði Helgi að Breiðamerkurjökull og Skeiðarárjökull hefðu grafið sig niður fyrir sjávarmál. Innaf Breiða- merkurlóni, sem næði um 190 metra niður fyrir sjávarmál, væri um 20 km langur dalur og lægi hann að mestu leyti neðan sjávannáls. Undir Vatnajökuli iðar og kraum- ar enda er þar að finna bæði jarð- hitasvæði og eldstöðvar, vatn renn- ur þaðan vegna bráðnunar og þrýst- ings ísfargsins en þessir kraftar ráða mestu um það hvaða stefnu vatnið tekur. Hægt er að afmarka vatnasvæði jökulsins og sjá hvort vatn er líklegt til að leita norður, vestur eða suður af en Helgi segir þetta allt geta breyst með umbrot- um. Á yfirborðinu er líka allt á fleygiferð, snjór bætist sífellt við á hájöklinum og ísinn sígur niður á jökulsporðana. Guðrún Larsen jarðfræðingur fjallaði um gos í eldstöðvum undir Vísindamenn ræddu eldgos í Vatnajökli og afleiðingar þeirra á ráðstefnu á Kirkjubæj- arklaustri um síðustu helgi. Jóhannes Tóm- asson hlýddi á erindin en þar kom m.a. fram að eldvirkni í Vatna- jökli hefur áhrif á gróð- urfar, veður, samgöng- ur og vatnsbúskap. Vatnajökli á sögulegum tíma og byggir þar á rannsóknum á þeim vitnisburði sem gjóskulög veita og rituðum heimildum. Ásamt Guð- rúnu hafa þeir Magnús Tumi Guð- mundsson og Helgi Björnsson unn- ið að þessum rannsóknum, sem staðið hafa frá 1994, og hafa verið rannsökuð gjóskulög úr íssniðum á leysingasvæðum Tungnaárjökuls og Brúarjökuls og úr ískjarna úr Bárð- arbungu frá 1972. Einnig er stuðst við gjóskulög úr jarðsvegssniðum í nágrenni Vatnajökuls. Guðrún segir hugmyndina að ná fleiri sýnum, m.a. úr Skeiðarárjökli og stefnan verði síðan sett á gjóskulög úr Dyngjujökli. Gosefni frá hverju eld- stöðvakerfi hafa hvert sína sam- setningu og er efnasamsetning glersins í gjóskulögunum notuð til að finna uppruna gosa og heimfæra þau á viðkomandi eldstöðvakerfi. Talið er að 92-98 gos að minnsta kosti hafi orðið í eldstöðvunum und- ir Vatnajökli frá um 870 og eru 80 gjóskulög úr 80-86 gosum þekkt. Um helming þeirra má fella að gos- um sem getið er um í heimildum en hinn helmingurinn er eini vitnis- burðurinn um gosin sem mynduðu þau, þar af 28 sem eingöngu finnast í Tungnaárjökli og Brúarjökli. Guð- rún segir að gos í Grímsvatnakerf- inu gætu hafa verið 67-68 en þar hafi virkni verið í lágmarki á 16. öld en gostíðnin hafi fjórfaldast á 17. öld. Gostíðni í Veiðivatna- og Bárð- arbungukerfi hafi mest orðið á 18. öld og gos í Öræfajökli hafi orðið á svipuðum tíma og í tveimur áður- nefndu kerfunum. Þá sagði hún ísúra gjósku með sömu eða svipaðri samsetningu og gjóskan úr Gjálp 1996 vera þekkta frá síðustu öld en ekki frá næstu þúsund árum þar á undan. Efnarannsóknir auka skilning Sigurður Gíslason jarðefnafræð- ingur flutti erindi sitt og Hrefnu Kristmannsdóttur jarðfræðings um framburð efna í Grímsvatnahlaup- inu. Hann vakti í upphafi athygli á því að allt vatn og gosefni kæmi úr bergi. Með efnarannsóknum ;ná auka skilning á eldgosi undir jökli og því hvemig Grímsvötn og árnar á Skeiðarársandi haga sér við stór- hlaup. Sigurður segir gosið í Vatna- jökli geta aukið skilning manna á því sem stjómað geti styrk koltvíoxíðs í andrúmslofti. Vitnaði hann til rann- sókna sem fram fóm í framhaldi af gosinu í Pinatubo á Filipseyjum 1991 sem sýndu að skömmu eftir gosið hefði styrkur koltvíoxíðs í and- rúmsloftinu yíír Kyrrahafi minnkað. Sagði hann það álit manna að efni frá eldgosinu hefðu hvatað þöranga þannig að leitt hefði til meiri upp- töku þeirra á koltvíoxíði úr and- rúmsloftinu. Síðan hefðu þeir sokkið til botns. Fram kæmi því tímabund- in lækkun koltvíoxíðs í andrúmsloft- inu. Sagði hann rannsóknir á efnum sem bárast með gosinu úr Gjálp geta prófað þessa tilgátu. Bryndís Brandsdóttir jarðfræð- ingur ræddi hvernig skjálftar gætu boðað eldgos og greindi frá jarð- skjálftamælingum sem hófust hér árið 1909 þegar fyrsti skjálfta- mælirinn kom til landsins. Sagði hún nýjustu mæla mjög fullkomna og gætu þeir numið áhrif af ferðum snjóbíls á Vatnajökli. Hún nefndi að þegar skjálftahrina á Bárðarbungu hefði hætt og við tekið órói hefðu menn verið vissir um að gos væri á næsa leiti og því væri mikilvægt að hafa slíkar upplýsingar til að geta staðsett hugsanleg gos og meta hvert vatn myndi leita. Hún minnti Morgunblaðið/Ámi Sæberg AFLEIÐINGAR eldgosa í Vatnajökli geta verið margvíslegar; hlaup í ám og dreifing gosefna með skemmdum á gróðri og mannvirkjum. á að aðeins hluti af kvikuhreyfingu skilað sér uppá yfirborðið sem gos. Snorri Zóphóníasson jarðfræð- ingur fjallaði um hlaupfarvegi frá Skaftá að Djúpá og rakti hvernig hlaup í Skaftá myndi flæða víða langt út fyrir farveg hennar og ógna byggð á vissum stöðum og átti þar við flóð þar sem hámarksrennsli væri allt að tvöfalt meira en í þeim hlaupum sem stærst hafa orðið á síðust áratugum eða hliðstætt því sem rann frá Gjálpargosinu. í tengslum við það er verið að setja upp viðvöranarkerfi á vegum Vatnamælinga við efsta vatnshæð- armæli í Skaftá undir Sveinstindi. Þá hafa menn um 10 tíma viðvöram áður en hlaup berst í byggð. Auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir héldu fyrirlestra þeir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur sem fjall- aði um hlaupið á Skeiðarársandi og sýndi fjölmargar ljósmyndir og Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur sem fjallaði um eld- gosið í Gjálp og sýndi m.a. með myndum baráttu elds og íss. í lokin ræddi Haukur Jóhannesson jarð- fræðingur um eldgos í Vatnajökli á áranum 1902 til 1910 í ljósi síðustu umbrota. Þekking eykur viðbrögð Sem mjög samandregna niður- stöðu ráðstefnunnar má nefna að ljóst er að eldvirkni í vestanverðum Vatnajökli getur valdið hlaupum í öllum ám sem falla til suðurs, vest- urs og norðurs, þ.e. Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum en naumast er talið að nokkur áhrif verði í Jökulsá á Dal. Misjafnt er hvort bræðslu- vatn safnast í geyma undir jöklin- um, eins og við Grímsvötn eða Skaftárkatla, eða hvort það rennur beint frá eldstöð en ljóst að slík hlaup verða yfirleitt mjög snögg. Þekking og auknar rannsóknir á vatnasvæðum, eldstöðvunum, jarð- skjálftavirkni og legu kvikuhólfa auk vaktar á þessu svæði getur gef- ið bendingar um hvers vænta má, jafnvel með nægum fyrirvara til að hægt sé að skipuleggja viðbrögð og varnir ef nauðsyn krefur. Sýning og ferðir á dagskrá í sumar RÁÐSTEFNAN var liður í þema Kirkjubæjarstofu fyrir árið um eld- virkni undir vestanverðum Vatna- jökli og tengsl við Skaftáreldasvæð- ið. Helga Guðmundsdóttir, for- stöðumaður rannsókna- og menn- ingarsetursins, segir að efnið verði tekið fyrir með ýmsum hætti á ár- inu. I vor verður opnuð sýning í Kirkjubæjarstofu þar sem settur verður fram með myndum, líkani, veggspjöldum og með aðstoð tölvu- tækninnar margs konar fróðleikur um jökulinn, umbrotin sem í honum krauma og áhrif þeirra. Er ráðgert að sýningin standi uppi í sumar. Þá er ætlunin að bjóða í sumar upp á dagsferðir um svæðið, bæði sér- sniðnar ferðir fyrir ákveðna hópa og almennar ferðir fyrir t.d. þá ferða- menn sem staldra vilja við á Kirkju- bæjarklaustri og kynna sér byggð og óbyggð héraðsins. Kirkjubæjarstofu er ætla að vera þjónustu- og stjórnsýslumiðstöð vegna vettvangsrannsókna í hérað- inu, svo og menningarsetur. I ráð- gjafarnefnd eiga sæti fulltrúar frá ýmsum vísindastofnunum, ferða- þjónustu og segir Helga líka mikil- væg góð tengsl við heimamenn sem veitt hafa mikilvægan stuðning. Helga segist þegar hafa fengið nokkrar fyrirspurnir frá erlendum háskólahópum sem vilja heimsækja staðinn og sækja fróðleik. Sér hún þá um að skipuleggja dvölina og kallar til vfsindamenn og aðra stað- kunnuga eftir þörfum. Helga Guðmundsdóttir segir að þannig verði starfi í stórum dráttum í sumar en næsta haust gefist síðan tóm til að sinna heimafólki meii-a, bjóða skólum sérstaka fræðslu og sýningar, sinna fullorðinsfræðslu og standa fyrir fundum sem heima- menn geti kannski frekast sótt þeg- ar rólegra er yfir öllu að vetrinum. Þema næsta árs hefur þegar ver- ið valið og er það um kirkju og kristnisögu. Mikilvægt að þekkja afleiðingarnar „AUKIN þekking og rannsóknir á eldgosum í Vatnajökli og afleið- ingum þeirra eru mik- ilvæg því áhrifin geta verið víðtæk, meðal annars á gróðurfar, saragöngukerfi, vatus- mál svo og almann- varnir,“ sagði Árni Jón Eliasson, oddviti Skaft- árhrepps, meðal ann- ars er hann setti ráð- stefnuna og sagði vökt- un vísindamanna á þessum svæðum mikil- væga. I samtali við Morg- unbiaðið sagði Árni að hreppurinn heföi lagt áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustunnar, hann væri meðal annars aðili að uppbygg- ingu hótelsins á staðnum. Hann segir að ferðamannavertíðin á Klaustri hafi hægt en markvisst verið að lengjast á undanförnum árum og nú séu sumar- mánuðirnir fjórir full- setnir og talsvert mik- ið sé um að vera á vor- in og haustin. „Þá koma hingað margs konar hópar til að sitja ráðstefnur, fundi, námskeið og jafnvel árshátíðir," segir Árni og er bjartsýnn á að þessi vaxtarbroddur haldi áfram. Af öðrum atvinnu- tækifærum ílma á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni nefnir Árni ýmis þjónustu- störf. Á Klaustri er starfræktur skóli fyrir byggðina og er nemend- um ekið daglega á milli, þar er heilsugæsla og dvalar- og hjúkrun- arheimili, banki, verslun og önnur þjónusta sem sveitárfélagið þarf á að halda. I landbúnaðinum er hefð- bundinn búskapur yfirgnæfandi en aukabúgrein, svo sem bleikjueldi, er stundað í vaxandi mæli og nokkrir bændur hafa einnig snúið sér að ferðaþjónustu. Ibúar Skaftárhrepps, sem nær yfir allar byggðir milli Mýrdals- sands og Skeiðarársands, eru um 600. Á Kirkjubæjarklaustri búa um 160 manns og sé tekiim 15 mínútna radius í akstri út frá Klaustri búa á því svæði um 360 manns. Árni sagði Kirkjubæjarstofu einnig ný- stárlegan vaxtarbrodd. „Það er mikilvægt að stuðla að auknum rannsóknum á svæðinu og jafn- framt að miðla upplýsingum og fróðleik um héraðið til ferðamanna sem og heimamanna og ég lít á þessa starfsemi sem góða stoð fyrir byggðina. Okkur liefur vantað fleiri tækifæri til afþreyingar fyrir ferðamenn, við höfum byggt upp góða gistiaðstöðu og með Kirkju- bæjarstofu fáum við tækifæri til nýrra verkefna fyrir heimamenn og gesti,“ sagði Arni Jón að lokum. ÁRNI Jón Elíasson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.