Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 53 FRÉTTIR Fossdekk opnað á Selfossi Ráðstefna um samgöng- ur 21. aldar HALDIN verður ráðstefna um sam- göngumál 21. aldar í Kiwanishúsinu að Engjateig 11, Reykjavík, föstu- daginn 27. mars, kl. 9-17. Ráðstefn- an er á vegum Tæknifræðingafélags Islands og Verkfræðingafélags Is- lands. Ráðstefnuna setur Jóhannes Benediktsson, formaður TFÍ, og síð- an ávarpar samgönguráðherra ráð- stefnugesti. Umræður hefjast að því búnu með erindum um vegakerfíð, þróun í flutningum og vegaáætlun til næstu 12 ára. Síðan er spáð fram eftir næstu öld í þróun samgangna og í þróun umhverfis- og skipulags- mála. I lok ráðstefnunnar verður gerð grein fyrir frumherjum fyrri tíma og hvernig menn brugðust við hugsjónum þeirra og spám á sínum tíma og hvemig þær rættust. Fyrirlesarar eru: Helgi Hall- grímsson vegamálastjóri: Vega- kerfið og flutningar, þróun og horf- ur, Jón Rögnvaldsson aðstoðar- vegamálastjóri: Vegaáætlanir, að- ferðir og verkefni, Rögnvaldur Jónsson, framkvæmdastjóri tækni- sviðs Vegagerðarinnar: Fram- kvæmdir og þjónusta á vegum, Steingrímur J. Sigfússon, alþingis- maður: Viðhorf dreifbýlis, Stefán Hermannsson borgarverkfræðing- ur: Þróun samgangna á höfuðborg- arsvæðinu, Guðrún Jónsdóttir arki- tekt: Hlutverk almenningssam- gangna á 21. öldinni, Ómar Ragn- arsson fréttamaður: Á að spyrja notendur ráða eða bara þingmenn? Trausti Valsson skipulagsfræðing- ur: Byggðaþróun á Islandi og sam- spil hennar við samgöngumál, Auð- ur Sveinsdóttir landslagsarkitekt: Samspil eða barátta umhverfís og samgangna, Einar Valur Ingi- mundarson umhverfisverkfræðing- ur: Nýir orkugjafar í samgöngu- tækni, J. Ingimar Hansson verk- fræðingur: Að horfa fram eða aft- ur. Spáð í spilin í fortíð og nútíð og um ráðstefnuslit sér Pétur Stefáns- son, formaður VFI. Leyfðar verða stuttar fyrirspurnir í lok hvers er- indis. Skráning stendur nú yfír á skrif- stofu TFÍ og VFÍ að Engjateig 9, Reykjavík, og þar eru veittar nánari upplýsingar. Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ Framboðslisti samþykktur FÉLAGSFUNDUR í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjanes- bæ samþykkti á fundi sínum sl. föstudag framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí nk. Framboðslistann skipa: 1. Ellert Eiríksson bæjarstjóri, Keflavík, 2. Jónína A. Sanders hjúkrunarfræð- ingur, Keflavík, 3. Þorsteinn Erl- ingsson, skipstjóri og útgerðar- Selfossi. Morgunblaðið NÝVERXÐ var opnað nýtt dekkja- verkstæði á Selfossi. Fyrirtækið heitir Fossdekk og er fjölskyldu- fyrirtæki í eigu Þórðar Sigur- vinssonar, konu hans og þriggja barna. Fjölskyldan hefur reynslu á þessu sviði, en Þórður hefur rekið dekkjaverkstæði, Þjón- maður, Keflavík, 4. Björk Guðjóns- dóttir verslunarmaður, Keflavík, 5. Böðvar Jónsson fasteignasali, Njarðvík, 6. Steinþór Jónsson hót- elstjóri, Keflavík, 7. Gunnar Odds- son, tryggingaráðgjafi og knatt- spyrnuþjálfari, Keflavík, 8. íris Jónsdóttir myndlistarmaður, Keflavík, 9. Anna María Sveins- dóttir, verslunarmaður og körfu- boltaþjálfari, Keflavík, 10. Rík- harður Ibsen verkamaður, Kefla- vík, 11. Helgi Þ. Kristjánsson lög- reglumaður, Njarðvík, 12. Thelma Björk Jóhannesdóttir nemi, Kefla- vík, 13. Ásgeir Jónsson lögfræðing- ur, Keflavík, 14. Ingibjörg Hilmai'sdóttir leikskólastjóri, Keflavik, 15. Guðmundur Péturs- son framkvæmdastjóri, Keflavík, 16. Jónína Hermannsdóttir hús- móðir, Njarðvík, 17. Júlíus Jónsson forstjóri, Keflavík, 18. Svanlaug Jónsdóttir ritari, Keflavík, 19. Sig- urður Garðarsson verkfræðingur, Keflavík, 20. Sigríður Friðjónsdótt- ir, aðstoðarmaður tannlæknis, Njarðvík, 21. Jón Borgarsson vél- virki, Höfnum og 22. Guðrún S. Gísladóttir húsmóðir, Keflavík. Bæjarstjóraefni flokksins er Ell- ert Eiríksson. ustustöðina, í Þorlákshöfn í 14 ár. Sonur Þórðar, Sigurbjörn Ingvi Þórðarson, verður framkvæmda- stjóri Fossdekks og honum til að- stoðar verður Axel Pálsson. Húsnæði Fossdekks er í eigu Þórðar, 345 fm iðnaðarhúsnæði á Gagnheiði 57. Fræðslufundur um staðla í skjalastjórn FRÆÐSLUNEFND Félags um skjalastjórn boðar til fræðslufundar um staðla er tengjast ríkisstjórn. Fundurinn verður haldinn miðviku- daginn 25. mars kl. 15.30 í fyrir- lestrasal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Staðlanefnd félagins annast dag- skrá um staðla sem tengjast skjala- stjóm. Flutt verða þrjú stutt erindi þar sem rætt verður það sem er efst á baugi í staðlamálum. Erindin eru sem hér segir: Stef- anía Júlíusdóttir, Landlæknisemb- ættinu, kynnir verkefni sem felst í því að semja staðal um samræmda skráningu heimilda og annað erindi þar sem hún kynnir FS 130, sem er staðall um íslenskar kröfur í upplýs- ingatækni; síðan mun Salbjörg Óskarsdóttir, Staðlaráði Islands, ræða um ástralska staðalinn um skjalastjórn, AS 4390 og hvernig honum hefur verið tekið hjá alþjóð- legu staðlasamtökunum ISO. Allir eru velkomnir og öllum heimill ókeypis aðgangur. Þingkonur efna til fundahalda NÍU þingkonur standa um þessar mundir fyrir fundum um allt land um sameiginlegt framboð A-flokk- anna og Kvennalistans fyrir næstu Alþingiskosningar. Fyrstu fundirnir voru um helgina á Akranesi, Eskifu’ði og Selfossi. Næstu fundir verða í kvöld, þriðju- dagskvöld. Annar fundurinn verður í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum kl. 20-22. Hinn fundurinn verður í Hafn- arborg í Hafnarfii'ði kl. 20-22. Á fimmtudagskvöldið verða svo tveir fundir. í Fjörgyn í Grafarvogi kl. 20-22 og í kvenfélagssalnum í Hamraborg í Kópavogi kl. 20-22. Þingkonumar níu sem að fundun- um standa eru Ásta R. Jóhannesdótt- ir, Ásta B. Þorsteinsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðný Guðbjörns- dóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Mar- grét Frímannsdóttir, Rannveig Guð- mundsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir og Svanfríður Jónasdóttir. Málstofa á Bifröst HREGGVIÐUR Jónsson, sjón- varpsstjóri Stöðvar 2, flytur fyrir- lestur á málstofu Samvinnuháskól- ans á Bifröst miðvikudaginn 25. mars. Fyrirlesturinn nefnir Hregg- viður „Markviss stjómarstörf‘. Mun hann fjalla um hver séu í raun og veru hlutverk stjómarmanna í fyrir- tækjum, hvernig eigi að tryggja skilvirk vinnubrögð stjórna og hvernig sé best að haga samskiptum eigenda, stjórna og stjórnenda. Fyrirlesturinn hefst kl. 15.30 í Hátíðarsal Samvinnuháskólans. All- ir em boðnir velkomnir. Skátasöngur í Friðrikskapellu SKÁTAKÓRINN í Hafnarfirði og Skátakórinn í Reykjavík standa fyr- ir sameiginlegum tónleikum í Frið- rikskapellu miðvikudaginn 25. mars kl. 20.30. Á efnisskránni era blanda af skátalögum og öðrum lögum og munu kórarnir bæði syngja saman og sitt í hvoru lagi. Þá verður boðið upp á hljóðfæraleik og samsöng. Kórstjórar era Kristana Þórdís Ásgeirsdóttir og Steingrímur Þór- hallsson. Allir era velkomnir og að- gangur er ókeypis. Fyrirlestur um endurvinnslu á pappír RAGNA Halldórsdóttir, fræðslu- og ' kynningarfulltrúi Sorpu, flytur fyr- irlestur í Alviðra miðvikudaginn 25. mars kl. 20.30. Hún fjallar um end- urvinnslu og leggur sérstaka áherslu á allt sem viðkemur pappír. Græna smiðjan í Hveragerði og Husl á Selfossi kynna afurðir sínar unnar úr pappír. Skráning verður á staðnum á námskeið í pappírsgerð. Kaffíveitingar. Allir velkomnir. LEIÐRÉTT Jóhannes Helgi í SAMTALI við Jóhannes Helga í þættinum í húsi listamanns sl. sunnudag urðu þau leiðu mistök að ' að þeir Finnbogi Rútur og Hanni- bal Valdimarssynir voru sagðir „hálfbræður". Þetta er alrangt. Þeir bræður voru albræður og raunar áttu þau systkini engin hálf- systkini. Viðkomandi era innilega beðnir velvirðingar á þessari mis- sögn. I vinnslu blaðsins á þessu samtali við Jóhannes Helga urðu auk þess til nokkrar villur sem flestar má auðveldlega lesa í, nema brengl sem varð í lýsingu Jóhannesar á Karli Kristjánssyni. Rétt er lýsingin svo- felld: „Maður skynjaði ‘ ósjálfrátt sviptigin fjöll og hvanngræna dali meðan fágaður rómur hans reis og hneig í þingsölunum," o.s.frv. Þetta leiðréttist hér með. Úr dagbók lögreglunnar Á SJÖTTA tug ökumanna var sektaður vegna hraðaksturs um helgina og sautján ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um að aka bifreiðum sínum undir áhrifum áfengis. Þrjátíu árekstrar voru tilkynntir lög- reglu. A laugardag kl. 12:15 var lög- reglu tilkynnt að skemmdir hefðu verið unnar á bifreið sem stóð í stæði við Óðinsgötu. Ræs- ishlemmi hafði verið hent á fram- rúðu og hún brotnað. Á sunnudag kl. 18:15 var flutn- ingabifreið kyrrsett við Fossá vegna ólöglegs frágangs á farmi. Aðfaranótt sunnudags var lög- reglu tilkynnt um átök á veit- ingahúsi í miðborginni. Aðili sem tók þátt í átökunum hafði tekið upp gas og úðað á nokkra pilta. Þrír vora fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Á sunnudags- morgun kl. 7:14 lenti leigubíl- stjóri í átökum við farþega sem hann var að flytja. Farþegarnir hlupu á brott. Morgunblaðið/Sig. Fannar SIGURBJÖRN Ingvi Þórðarson og Axel Pálsson til þjónustu reiðubúnir. lyfjabúð, Mosfeilsbæ BOURJOIS KYNNING á nýju vor- og sumarlitunum verður á morgun miðvikudag frá kl. 13-18. Glæsilegur varalitapensill fylgir kaupum á varalit. TIL SÖLU Gott fyrirtæki til sölu Til sölu er ein vinsælasta trimformstofa lands- ins. Stofan er vel búin tækjum og búnaði. Frekari upplýsingr einungis veittar á skrifstofu Viðskiptamiðlunar, en ekki í síma. iðskiptamiðiunin iTiiTiriiignirn Veltir ehf., Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík, sími 581 1800, fax 581 1881. Hæstiréttur á Egilsstaði Flutningur Hæstaréttar gæti verið liður í að rjúfa miðstýrt valdahreiður og endurreisn réttarkerfisins. Skýrsla um samfélag, sem lýsir réttarfari íslendinga, fæst í Leshúsi, Bókhlöðustíg 6b, opið kl. 16.00-19.00. Byggingakrani Til sölu byggingakrani Piner, gerð T-63 (63 tm) ásamt sporum. Upplýsingar í símum 567 1773 og 567 1691 frá kl. 8.00-16.00. Fyrirtæki til sölu Vegna sérstakra aðstæðna er fyrirtæki til sölu sem hefuryfir að ráða góðum vöruumboðum er hafa algera sérstöðu á markaðnum. Áætluð velta á næstu bremur árum 150 millj. Góð framlegð. Hentar vel tveimur aðilum. Verðhugmynd 9—10 millj. Áhugasamir aðilar leggi inn fyrirspurnir á afgreiðslu Mbl. merktar: „Agóði — 2000" fyrir 30. mars. Eitt blað fyrir alla! JFlorðwaíilíitiit) - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.