Morgunblaðið - 24.03.1998, Page 53

Morgunblaðið - 24.03.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 53 FRÉTTIR Fossdekk opnað á Selfossi Ráðstefna um samgöng- ur 21. aldar HALDIN verður ráðstefna um sam- göngumál 21. aldar í Kiwanishúsinu að Engjateig 11, Reykjavík, föstu- daginn 27. mars, kl. 9-17. Ráðstefn- an er á vegum Tæknifræðingafélags Islands og Verkfræðingafélags Is- lands. Ráðstefnuna setur Jóhannes Benediktsson, formaður TFÍ, og síð- an ávarpar samgönguráðherra ráð- stefnugesti. Umræður hefjast að því búnu með erindum um vegakerfíð, þróun í flutningum og vegaáætlun til næstu 12 ára. Síðan er spáð fram eftir næstu öld í þróun samgangna og í þróun umhverfis- og skipulags- mála. I lok ráðstefnunnar verður gerð grein fyrir frumherjum fyrri tíma og hvernig menn brugðust við hugsjónum þeirra og spám á sínum tíma og hvemig þær rættust. Fyrirlesarar eru: Helgi Hall- grímsson vegamálastjóri: Vega- kerfið og flutningar, þróun og horf- ur, Jón Rögnvaldsson aðstoðar- vegamálastjóri: Vegaáætlanir, að- ferðir og verkefni, Rögnvaldur Jónsson, framkvæmdastjóri tækni- sviðs Vegagerðarinnar: Fram- kvæmdir og þjónusta á vegum, Steingrímur J. Sigfússon, alþingis- maður: Viðhorf dreifbýlis, Stefán Hermannsson borgarverkfræðing- ur: Þróun samgangna á höfuðborg- arsvæðinu, Guðrún Jónsdóttir arki- tekt: Hlutverk almenningssam- gangna á 21. öldinni, Ómar Ragn- arsson fréttamaður: Á að spyrja notendur ráða eða bara þingmenn? Trausti Valsson skipulagsfræðing- ur: Byggðaþróun á Islandi og sam- spil hennar við samgöngumál, Auð- ur Sveinsdóttir landslagsarkitekt: Samspil eða barátta umhverfís og samgangna, Einar Valur Ingi- mundarson umhverfisverkfræðing- ur: Nýir orkugjafar í samgöngu- tækni, J. Ingimar Hansson verk- fræðingur: Að horfa fram eða aft- ur. Spáð í spilin í fortíð og nútíð og um ráðstefnuslit sér Pétur Stefáns- son, formaður VFI. Leyfðar verða stuttar fyrirspurnir í lok hvers er- indis. Skráning stendur nú yfír á skrif- stofu TFÍ og VFÍ að Engjateig 9, Reykjavík, og þar eru veittar nánari upplýsingar. Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ Framboðslisti samþykktur FÉLAGSFUNDUR í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjanes- bæ samþykkti á fundi sínum sl. föstudag framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí nk. Framboðslistann skipa: 1. Ellert Eiríksson bæjarstjóri, Keflavík, 2. Jónína A. Sanders hjúkrunarfræð- ingur, Keflavík, 3. Þorsteinn Erl- ingsson, skipstjóri og útgerðar- Selfossi. Morgunblaðið NÝVERXÐ var opnað nýtt dekkja- verkstæði á Selfossi. Fyrirtækið heitir Fossdekk og er fjölskyldu- fyrirtæki í eigu Þórðar Sigur- vinssonar, konu hans og þriggja barna. Fjölskyldan hefur reynslu á þessu sviði, en Þórður hefur rekið dekkjaverkstæði, Þjón- maður, Keflavík, 4. Björk Guðjóns- dóttir verslunarmaður, Keflavík, 5. Böðvar Jónsson fasteignasali, Njarðvík, 6. Steinþór Jónsson hót- elstjóri, Keflavík, 7. Gunnar Odds- son, tryggingaráðgjafi og knatt- spyrnuþjálfari, Keflavík, 8. íris Jónsdóttir myndlistarmaður, Keflavík, 9. Anna María Sveins- dóttir, verslunarmaður og körfu- boltaþjálfari, Keflavík, 10. Rík- harður Ibsen verkamaður, Kefla- vík, 11. Helgi Þ. Kristjánsson lög- reglumaður, Njarðvík, 12. Thelma Björk Jóhannesdóttir nemi, Kefla- vík, 13. Ásgeir Jónsson lögfræðing- ur, Keflavík, 14. Ingibjörg Hilmai'sdóttir leikskólastjóri, Keflavik, 15. Guðmundur Péturs- son framkvæmdastjóri, Keflavík, 16. Jónína Hermannsdóttir hús- móðir, Njarðvík, 17. Júlíus Jónsson forstjóri, Keflavík, 18. Svanlaug Jónsdóttir ritari, Keflavík, 19. Sig- urður Garðarsson verkfræðingur, Keflavík, 20. Sigríður Friðjónsdótt- ir, aðstoðarmaður tannlæknis, Njarðvík, 21. Jón Borgarsson vél- virki, Höfnum og 22. Guðrún S. Gísladóttir húsmóðir, Keflavík. Bæjarstjóraefni flokksins er Ell- ert Eiríksson. ustustöðina, í Þorlákshöfn í 14 ár. Sonur Þórðar, Sigurbjörn Ingvi Þórðarson, verður framkvæmda- stjóri Fossdekks og honum til að- stoðar verður Axel Pálsson. Húsnæði Fossdekks er í eigu Þórðar, 345 fm iðnaðarhúsnæði á Gagnheiði 57. Fræðslufundur um staðla í skjalastjórn FRÆÐSLUNEFND Félags um skjalastjórn boðar til fræðslufundar um staðla er tengjast ríkisstjórn. Fundurinn verður haldinn miðviku- daginn 25. mars kl. 15.30 í fyrir- lestrasal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Staðlanefnd félagins annast dag- skrá um staðla sem tengjast skjala- stjóm. Flutt verða þrjú stutt erindi þar sem rætt verður það sem er efst á baugi í staðlamálum. Erindin eru sem hér segir: Stef- anía Júlíusdóttir, Landlæknisemb- ættinu, kynnir verkefni sem felst í því að semja staðal um samræmda skráningu heimilda og annað erindi þar sem hún kynnir FS 130, sem er staðall um íslenskar kröfur í upplýs- ingatækni; síðan mun Salbjörg Óskarsdóttir, Staðlaráði Islands, ræða um ástralska staðalinn um skjalastjórn, AS 4390 og hvernig honum hefur verið tekið hjá alþjóð- legu staðlasamtökunum ISO. Allir eru velkomnir og öllum heimill ókeypis aðgangur. Þingkonur efna til fundahalda NÍU þingkonur standa um þessar mundir fyrir fundum um allt land um sameiginlegt framboð A-flokk- anna og Kvennalistans fyrir næstu Alþingiskosningar. Fyrstu fundirnir voru um helgina á Akranesi, Eskifu’ði og Selfossi. Næstu fundir verða í kvöld, þriðju- dagskvöld. Annar fundurinn verður í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum kl. 20-22. Hinn fundurinn verður í Hafn- arborg í Hafnarfii'ði kl. 20-22. Á fimmtudagskvöldið verða svo tveir fundir. í Fjörgyn í Grafarvogi kl. 20-22 og í kvenfélagssalnum í Hamraborg í Kópavogi kl. 20-22. Þingkonumar níu sem að fundun- um standa eru Ásta R. Jóhannesdótt- ir, Ásta B. Þorsteinsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðný Guðbjörns- dóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Mar- grét Frímannsdóttir, Rannveig Guð- mundsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir og Svanfríður Jónasdóttir. Málstofa á Bifröst HREGGVIÐUR Jónsson, sjón- varpsstjóri Stöðvar 2, flytur fyrir- lestur á málstofu Samvinnuháskól- ans á Bifröst miðvikudaginn 25. mars. Fyrirlesturinn nefnir Hregg- viður „Markviss stjómarstörf‘. Mun hann fjalla um hver séu í raun og veru hlutverk stjómarmanna í fyrir- tækjum, hvernig eigi að tryggja skilvirk vinnubrögð stjórna og hvernig sé best að haga samskiptum eigenda, stjórna og stjórnenda. Fyrirlesturinn hefst kl. 15.30 í Hátíðarsal Samvinnuháskólans. All- ir em boðnir velkomnir. Skátasöngur í Friðrikskapellu SKÁTAKÓRINN í Hafnarfirði og Skátakórinn í Reykjavík standa fyr- ir sameiginlegum tónleikum í Frið- rikskapellu miðvikudaginn 25. mars kl. 20.30. Á efnisskránni era blanda af skátalögum og öðrum lögum og munu kórarnir bæði syngja saman og sitt í hvoru lagi. Þá verður boðið upp á hljóðfæraleik og samsöng. Kórstjórar era Kristana Þórdís Ásgeirsdóttir og Steingrímur Þór- hallsson. Allir era velkomnir og að- gangur er ókeypis. Fyrirlestur um endurvinnslu á pappír RAGNA Halldórsdóttir, fræðslu- og ' kynningarfulltrúi Sorpu, flytur fyr- irlestur í Alviðra miðvikudaginn 25. mars kl. 20.30. Hún fjallar um end- urvinnslu og leggur sérstaka áherslu á allt sem viðkemur pappír. Græna smiðjan í Hveragerði og Husl á Selfossi kynna afurðir sínar unnar úr pappír. Skráning verður á staðnum á námskeið í pappírsgerð. Kaffíveitingar. Allir velkomnir. LEIÐRÉTT Jóhannes Helgi í SAMTALI við Jóhannes Helga í þættinum í húsi listamanns sl. sunnudag urðu þau leiðu mistök að ' að þeir Finnbogi Rútur og Hanni- bal Valdimarssynir voru sagðir „hálfbræður". Þetta er alrangt. Þeir bræður voru albræður og raunar áttu þau systkini engin hálf- systkini. Viðkomandi era innilega beðnir velvirðingar á þessari mis- sögn. I vinnslu blaðsins á þessu samtali við Jóhannes Helga urðu auk þess til nokkrar villur sem flestar má auðveldlega lesa í, nema brengl sem varð í lýsingu Jóhannesar á Karli Kristjánssyni. Rétt er lýsingin svo- felld: „Maður skynjaði ‘ ósjálfrátt sviptigin fjöll og hvanngræna dali meðan fágaður rómur hans reis og hneig í þingsölunum," o.s.frv. Þetta leiðréttist hér með. Úr dagbók lögreglunnar Á SJÖTTA tug ökumanna var sektaður vegna hraðaksturs um helgina og sautján ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um að aka bifreiðum sínum undir áhrifum áfengis. Þrjátíu árekstrar voru tilkynntir lög- reglu. A laugardag kl. 12:15 var lög- reglu tilkynnt að skemmdir hefðu verið unnar á bifreið sem stóð í stæði við Óðinsgötu. Ræs- ishlemmi hafði verið hent á fram- rúðu og hún brotnað. Á sunnudag kl. 18:15 var flutn- ingabifreið kyrrsett við Fossá vegna ólöglegs frágangs á farmi. Aðfaranótt sunnudags var lög- reglu tilkynnt um átök á veit- ingahúsi í miðborginni. Aðili sem tók þátt í átökunum hafði tekið upp gas og úðað á nokkra pilta. Þrír vora fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Á sunnudags- morgun kl. 7:14 lenti leigubíl- stjóri í átökum við farþega sem hann var að flytja. Farþegarnir hlupu á brott. Morgunblaðið/Sig. Fannar SIGURBJÖRN Ingvi Þórðarson og Axel Pálsson til þjónustu reiðubúnir. lyfjabúð, Mosfeilsbæ BOURJOIS KYNNING á nýju vor- og sumarlitunum verður á morgun miðvikudag frá kl. 13-18. Glæsilegur varalitapensill fylgir kaupum á varalit. TIL SÖLU Gott fyrirtæki til sölu Til sölu er ein vinsælasta trimformstofa lands- ins. Stofan er vel búin tækjum og búnaði. Frekari upplýsingr einungis veittar á skrifstofu Viðskiptamiðlunar, en ekki í síma. iðskiptamiðiunin iTiiTiriiignirn Veltir ehf., Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík, sími 581 1800, fax 581 1881. Hæstiréttur á Egilsstaði Flutningur Hæstaréttar gæti verið liður í að rjúfa miðstýrt valdahreiður og endurreisn réttarkerfisins. Skýrsla um samfélag, sem lýsir réttarfari íslendinga, fæst í Leshúsi, Bókhlöðustíg 6b, opið kl. 16.00-19.00. Byggingakrani Til sölu byggingakrani Piner, gerð T-63 (63 tm) ásamt sporum. Upplýsingar í símum 567 1773 og 567 1691 frá kl. 8.00-16.00. Fyrirtæki til sölu Vegna sérstakra aðstæðna er fyrirtæki til sölu sem hefuryfir að ráða góðum vöruumboðum er hafa algera sérstöðu á markaðnum. Áætluð velta á næstu bremur árum 150 millj. Góð framlegð. Hentar vel tveimur aðilum. Verðhugmynd 9—10 millj. Áhugasamir aðilar leggi inn fyrirspurnir á afgreiðslu Mbl. merktar: „Agóði — 2000" fyrir 30. mars. Eitt blað fyrir alla! JFlorðwaíilíitiit) - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.