Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 45
I ] MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 45 I I I i j ] I ] I 1 I J J I 8 I J hafi ekld aðeins haft sína kæra norðlensku Guðrúnu í huga, heldur og einnig móður litlu stúlkunnar og eiginkonunnar, Guðránar Her- mannsdóttur frá Fremstuhúsum í Dýrafirði, sem einnig lést rámlega 80 ára. Sjálfur hélt hann yfii’ ósinn umtalaða aðeins 64 ára 1938. Lengi gæti ég haldið áfram að rifja upp minningar liðna tímans um systur mína Guðránu, ljúfar minningar frá unaðsstundum, en einnig „það hið blíða blandið stríðu“. Fyrst hið blíða. Það var við fæðingu framburðar systur minnar og fyrsta barnabarns for- eldra okkar. Það var undurfagurt stúlkubarn, sem fæddist á heimili afa og ömmu á Baldursgötu 9. Þetta undrabarn var vatni ausið og Guði helgað og fært í heilagii skírn og gefið nafnið Svava. Mér fannst hún koma sem engill af himni sendur með gleði og birtu inn í líf okkar. Ég Ijósmyndaði hana í bak og fyrir ótal sinnum. Og blessunin hefur fylgt þessu „barni“ allt fram á þennan dag. Hún er nú umkringd skara af myndarlegum bömum og bamabömum. En ljúf er hún stöðugt og umhyggjusöm við gamla „kærastann" sinn, sem smíðaði svo margar fallegar mynd- ir af henni forðum daga. Faðir Svövu og eiginmaður Guðránar systur minnar var hinn góði drengur Gísli Jónsson frá Ey í Vestur-Landeyjum, látinn fyrir fá- um árum. Hinn lánsami eiginmað- ur Svövu „minnar“ er Ijúflingurinn Guðmundur Óskarsson verkfræð- ingur. En hinu blíða fylgir jafnan hið stríða. Með slysalegum hætti varð næsta bam Guðránar og Gísla, kornungur efnilegur drengur und- ir vöraflutningabíl og lést á Hvols- velli, þar sem hjónin bjuggu þá. Þá var mikill harmur kveðinn að þeim. Móðir mín bað mig þá fara austur og vera nálægt systur minni henni til trausts og halds. Þá undraðist ég og dáðist af hugarró hennar. Hún endurspeglaði fegurð bæði í hamingju og sáram harmi. En Guð er góður og miskunn hans varir. Hann gaf þeim hjónum síðar synina Jón Þorstein og Agúst og fóstursoninn Gísla Jónsson, svo og öll barna- og bamabamabömin kæra. I sjúkdómsáfalli og missi eigin- mannsins Gísla fyi-ir fáum árum reyndist tráaður Gídeon-bróðir minn henni hjálparhella. Hann hefur verið leiðandi í tráarsamfé- lagi. Eftir beiðni systur minnar fór ég þangað með hana á samkomur nokkrum sinnum síðustu árin til að hlusta á velgjörðarmann hennar flytja þar „kláran og kvittan" kristinn boðskap. Sá boðskapur blessaði og styrkti okkur bæði - nú sem fyrr. Þessum fáu minningarorðum um kæra systur vil ég ljúka með lokaversi söngs sr. Friðriks sem í upphafi var nefndur: „Eitt sinn mun hjart- að hætta’ að slá og hula síga’ á augun mín. En brostnum augum beini’ eg þá, minn blíði Jesús, upp til þín. Ó, Jesús, þá mér líknsemd ljá og lát mig þína fegurð sjá.“ Já, sú fegurð hlýst öllum þeim, sem við honum taka og á hann tráa. Það er vissulega satt. Blessuð sé minning okkar kæra Guðránar Þorsteinsdóttur. Hermann V. Þorsteinsson. Formáli minn- ing’argreina ÆSKILEGT er að minningar- gi-einum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. + Jóhann Ingvars- son var fæddur á Fossi í Staðarsveit á Snæfellsnesi 30. júlí 1908. Hann and- aðist á Hrafnistu í Reykjavík hinn 15. mars síðastliðinn. Foreldrar Jóhanns voru Ingvar Péturs- son, f. 11. okt. 1863, d. 13. okt. 1921, og Þorkelína María Guðmundsdóttir, f. 13. mars 1880, d. 15. apríl 1945. Alsystk- ini Jóhanns eru Jórunn, f. 24. okt. 1910, d. 25. febr. 1989, og Sveinn, f. 2. júlí 1914. Hann einn Iifir nú systkini sín. Hálfsystkini Jóhanns voru: Ingunn Jórunn, f. 13. nóv. 1892, d. 19. nóv. 1892, Anna Petrína, f. 13. feb. 1894, d. 20. ágúst 1930, og Guðmundur, f. 15. ágúst 1896, d. 30. des. 1923, Þorkell Maríus, f. 19. nóv. 1897, d. 7. ágúst 1898, Sólborg, f. 28. aprfl 1899, d. 7. júlí 1990, og Sólveig Þorsteina, f. 10. júní 1901, d. 8. júní 1972. Eftirlifandi eiginkona Jó- hanns er Ásgerður Sigurmunds- dóttir, f. 15. okt. 1912, ættuð frá Svínhólum í Lóni í Austur- Skaftafellssýslu. Hún dvelst nú á Elsku afi, það er nú skrýtið að hugsa sér að þú sért ekki lengur hjá okkur, við minnumst þess að- allega hvað hún varst alltaf glað- ur að sjá okkur og barnabarna- börnin þín. Það sem okkur er efst í huga hjá þér afi, er hversu ein- lægur og glaðlyndur þú varst. „Kossakarlinn" varst þú kallaður okkar á milli, því að þér þótti svo vænt um að fá koss frá öllum og varst ekki sparsamur á að dreifa þeim sjálfur. Ég er mjög þakklát fyrir það að ég hef fengið að búa í húsi ykkar hjónanna, maður sér hvað þú hef- ur vandað til verksins og hvað þú hefur verið mikill smekkmaður. Sérstaklega vil ég minnast ferð- ar okkar til Edinborgar 1992, það var ekki fyrr en þá sem ég fór að kynnast ykkur mjög vel, þetta var mjög eftirminnileg og skemmtileg ferð. Þú kallaðir mig alltaf Bossíu, að- allega þegar ég var lítil, mér þykir mjög vænt um þetta nafn því það er enginn annar sem hefur kallað mig þessu nafni. Gaman er að hafa fengið að kynnast jafn skemmtilegum og góðum afa og þér sem ávallt var efst í huga að sýna ást og vináttu. Þú varst félagsvera, sem þótti gaman að tala og vera í kringum fólk. Þannig var eðli þitt og svo- leiðis viljum við hafa þig í huga okkar. Avallt munum við elsa þig, afi. Vala Björg og Ingi Sölvi. Kæri afi Jói, nú hefur skaparinn kallað þig til sín. Með fáeinum orð- um langar mig, sonarson þinn og nafna að kveðja þig og þakka þér fyrir alla þá ástúð og stuðning sem þú hefur veitt mér í gegnum tíðina. Tilviljun réð því nú að börn Jó- hanns og Gerðu hafa verið búsett erlendis frá uppkomnum aldri og þar með barnabörnin líka. Ákvað ég sem unglingur að koma aftur heim til Islands í nám. Þessi 10 ár sem ég var heima var ég eina barnabamið búsett á íslandi. Þessi tími var yndislegur. Þótt ég hafi búið hjá móðurafa mínum var ég eins konar heimalningur á Hoft- eignum og átti þar góðar stundir með afa Jóa þar sem við ræddum um allt milli himins og jarðar. Mest þótti mér gaman að fá afa til þess að tala um gamla daga þegar hann var í glímunni og öðram íþróttum. Sögurnar sem afi sagði Landakoti. Þau bjuggu lengst af á Hofteigi 24 í Reykja- vík. Böra Jóhanns og Ásgerðar eru: 1) Sonja María, f. 18. sept. 1936, búsett í Boston í Bandaríkj- unum, maki James E. Cahill, f. 27. maí 1938. Böra þeirra eru James Edward, Gerða María, Kristín og María Jórunn. 2) Örn, f. 11. nóv. 1941, flugvélstjóri, búsett- ur í Lúxemborg, maki Edda Sölvadóttir, f. 24. jan. 1942. Börn þeirra eru Jóhann Öra, Vala Björg og Ingi Sölvi. 3) Ótt- ar, f. 14. júní 1950, flugmaður, búsettur í Lúxemborg, maki Guðbjörg Steinarrsdóttir, f. 24. jan. 1961. Bara þeirra er Óttar Andri. Eldri böm Óttars eru Ingvar Pétur, Ólafur Örn og Birgitta Engilberts. Barna- barnabörn Jóhanns og Ásgerðar eru átta talsins. Jóhann var húsgagnasmíða- meistari að mennt og starfaði sjálfstætt. Utför Jóhanns fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mér vora alltaf skemmtilegar og hafði hann einstakt lag á því að segja þær. Ávallt sá afi Jói gamansömu hliðina á hlutunum. Afi Jói var mikil félagsvera og hafði alltaf gaman af því að hafa fólk í kring- um sig. Við þetta varð ég var þeg- ar ég leit inn hjá honum á smíða- verkstæðinu. Oft vora þar kunn- ingjar hans í heimsókn að ræða við hann um daginn og veginn. Einnig í sundlaugunum, sem hann stund- aði relgulega og þar þekkti hann bókstaflega alla í heita pottinum. Elsku nafni, þú munt ávallt vera ofarlega í huga mínum og sögur þínar á ég eftir að segja bömum mínum þegar þau vaxa úr grasi. Bless, elsku afi Jói, ég er viss um að þér líður vel þar sem þú ert nú kominn á fund með gömlum félög- um og vinum. Jóhann Öra Araarson. Elskulegur tengdafaðir minn, Jóhann Ingvarsson, hefur nú kvatt okkur 89 ára að aldri. Um mitt næsta sumar hefði hann lagt enn einn áratuginn að velli, hetjan okk- ar, sem aldrei sætti sig við að þurfa að leggja árar í bát og treysta á aðra. Jói hefur upplifað ótrálegar breytingar í þjóðfélaginu, hraður vöxtur þessarar þjóðar frá örbirgð til vellystinga er eitthvað sem við hin vitum af, en Jói hefur gengið í gegnum. Hann kaus að muna hið góða og gleðilega í lífinu, í stað þess að velta sér upp úr depurð- inni. Jói giftist eiginkonu sinni, Gerðu, árið 1936, og þau eignuðust þrjú börn, Sonju Maríu sem er bú- sett í Bandaríkjunum, Örn og Ótt- ar sem báðir era búsettir í Lúxem- borg. Þau hafa því, í allmörg ár, horft á börn sín úr fjarlægð, en allra síðustu ár hafa Sonja María, Örn og Óttar þó öll vanið komur sínar til íslands mjög reglulega. Elsku Jói, ég kveð þig með mín- um og þínum hætti og við förum saman með Vögguvísu eftir Jó- hann Jónsson: Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. JOHANN INGVARSSON Efst í huga mínum er þakklæti fyrir að hafa kynnst slíkum manni og njóta ástúðar hans. Elsku Gerða, Maja, Örn, Óttar minn og aðrir ástvinir, Guð geymi Jóa og þökk fyrir allt. Guðbjörg. Elsku afi minn er dáinn og ég get ekki kvatt hann nema í þessu litla bréfkomi. Ég mun alltaf muna eftir afa mínum og lífshlaupi hans. Myndir eru greyptar í huga mér. Ég sé hann fyrir mér inni á verkstæði, alltaf að vinna að ein- hverju. Hann fer inn til ömmu eftir hvern vinnudag sæll og ánægður með dagsverkið, fer úr vinnugall- anum og klæðir sig upp fyrir kvöldmatinn, fínn og snyrtilegur og ekki mátti bindið vanta. Ég sé hann, þegar hann undir- býr sig fyrir sundið, aldrei kom nema ein sundlaug til greina hjá afa, Laugardalslaugin var hans sundlaug. Afi minn var besti afi sem hægt var að hugsa sér og þótt hann tal- aði ekki ensku reyndi hann alltaf ‘ að tala við mig og hin afabömin sín, sem eru fædd og uppalin í fjar- lægu landi. Ég þakka afa fyrir stundimar okkar og bið Guð að styrkja mömmu og ömmu Gerðu sem misst hefur sinn lífsföranaut. Gerða María. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR HALLDÓRSSON, Eyrarholti 6, áður Þúfubarði 5, Hafnarfirði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt laug- ardagsins 21. mars sl. Þorgerður Guðmundsdóttir, Friðrikka Bjarnadóttir, Birna Þórhallsdóttir, Hafsteinn Aðalsteinsson, Ólöf Dóra Þórhallsdóttir, Ari Sigurfinnsson, Þorgerður Hafsteinsdóttir, Björn Þorfinnsson, Hafdís Hafsteinsdóttir, Guðrún Halla Hafsteinsdóttir, Elfa Björg Aradóttir, Ellert Þór Arason, Þórhallur Björnsson, Arnór Björnsson. / + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ALBERT ÞORBJÖRNSSON, Arnarsmára 8, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt 23. mars. Laufey Þorleifsdóttir, Hreiðar S. Albertsson, María Olgeirsdóttir, Sigurlaug Albertsdóttir, Eyþór Þórarinsson, Guðrún Albertsdóttir, Hákon E. Farestveit, Elín Albertsdóttir, Ásgeir Tómasson, Þorbjörg Albertsdóttir, Leópold Sveinsson, Guðrún Egilsdóttir, Bjarni Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. + Mágkona okkar, ELLEN M. JÓNASSON, Grænumörk 1, ■ * " Selfossi, lést sunnudaginn 22. mars síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjarstaddra ættingja, Gunnar Jónasson, Jón Jónasson og Ingveldur Jónasdóttir. + Elskuleg móðir mín, SIGRÍÐUR BERTHA ÞÓRÐARDÓTTIR, Hringbraut 76, Reykjavík, lést aðfaranótt föstudagsins 20. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Vilhelmsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.