Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 19
Tengsl
atvinnulífs
og menn-
ingar
VERSLUNARRÁÐ íslands
efnir til morgunverðarfundar
á morgun um hlutverk at-
vinnulífsins í menningu og list-
um og tengsl þessara þátta
þjóðlífsins. Fundurinn verður
haldinn í Sunnusal (Atthaga-
sal) Hótels Sögu og stendur
frá kl. 8-9:30
A fundinum verður m.a.
leitað svara við eftirfarandi
spumingum:
• Gegnir atvinnulífið hlut-
verki í íslenskri menningu?
• Eru forráðamenn fyrir-
tækja hræddir við samtíma-
list?
• Lifa listaverkin lengur en
fyrirtækin?
• Hvað gera menning og listir
fyrir atvinnulífið?
• Eiga fyrirtækin eða ríkið að
vera bakhjarlar listamanna?
Framsögumenn á fundinum
verða Sigurður Gísli Pálma-
son, framkvæmdastjóri Hofs
sf. og Stefán Baldursson Þjóð-
leikhússtjóri. Þátttakendur í
pallborðsumræðum verða, auk
framsögumanna: Agúst Ein-
arsson alþingismaður, Edda
Jónsdóttir framkvæmdastjóri
Gallerís Ingólfsstræti 8, Eirík-
ur Þorláksson forstöðumaður
Kjarvalsstaða og Friðrik Þór
Friðriksson framkvæmda-
stjóri Islensku kvikmynda-
samsteypunnar ehf.
Bankaráðsformaður Islandsbanka telur brýnt að hagræða frekar í bankakerfínu
Sjálfsagt að skoða sameiningu
Landsbanka og Islandsbanka
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður
bankaráðs Islandsbanka, segir að
sjálfsagt sé að skoða alla kosti sem
geti leitt til hagræðingar í banka-
kerfinu, jafnt sameiningu Islands-
banka við Landsbankann sem og
sameiningu við Búnaðarbankann
sem áður hefur verið rætt um. Þörf
sé á djörfum, pólitískum ákvörðun-
um til að stjómvöld glati ekki því
tækifæri sem þau hafi til að styrkja
og bæta íslenska bankakerfið.
Kristján gerði að umtalsefni þann
árangur sem hefur orðið í rekstri
bankans á undanfomum árum og
sagði að hann hefði aðeins náðst
vegna stöðugrar vinnu við að bæta
þjónustu en gera reksturinn um leið
hagkvæmari. Með afnámi fjár-
magnsflutninga milli landa blasti
hins vegar ný staða við og ljóst væri
að enn yrði að leita nýrra leiða til að
draga úr kostnaði og halda sam-
keppnishæfni. „Samanburður við
helstu samkeppnislönd sýnir að hér
á landi em of margir bankar, of
margar afgreiðslur og of margt
starfsfólk. Við eigum því engra kosta
völ. íslenska bankakerfið þarf í
næstu framtíð að geta boðið íslensk-
um atvinnurekstri og almenningi
ódýrari bankastarfsemi en kostur er
á í dag. Ódýrari rekstur verður ekki
nema með sammna banka. Um þetta
er ekki lengur deilt og virðast
bankastjórar ríkisbankanna vera
okkur sammála um nauðsyn sam-
rana banka.“
Á undanfomum tveimur aðalfund-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FJÖLMENNI sótti aðalfund íslandsbanka í gær. Ríkti góður andi meðal
fimdarmanna enda skilaði bankinn methagnaði f fyrra.
um íslandsbanka hefur Kristján
varpað fram hugmyndum um sam-
einingu íslandsbanka og Búnaðar-
bankans og í gær ítrekaði hann
þessa skoðun sína. Sameining bank-
anna væri tiltölulega einfalt verk og
með slíkri aðgerð sýndi ríkisstjórnin
raunhæfan vilja til að draga úr af-
skiptum rfldsins í fjármálastarfsemi.
Ríkisafskipti
fjötur um fót
Kristján tjáði sig einnig um nýleg
ummæli Kjartans Gunnarssonar, frá-
farandi formanns bankaráðs Lands-
bankans, um augljóst hagræði þess
að sameina tvo stærstu bankana,
Landsbankann og íslandsbanka.
, J>að er að vísu mun stærri aðgerð og
umfangsmeiri en hefði jafnframt þá
tvo kosti, að flýta til muna því að rík-
ið dragi sig út úr fjármálastarfsemi
og ná fram miklu hagræði í banka-
kerfinu. Við fognum öllum hugmynd-
Erfítt ár að baki hjá Kælismiðjunni Frosti hf.
Tapið
nam 63
milljónum
króna
TAP Kælismiðjunnar Frosts nam 63
milljónum króna á síðastliðnu ári en
árið 1996 varð rúmlega þriggja millj-
óna króna hagnaður af rekstrinum.
Rekstrartekjur fyrirtækisins námu
tæpum 639 milljónum króna og juk-
ust um 19% milli ára. Rekstrargjöld
án fjármagnskostnaðar og afskrifta
námu samtals 683 milljónum króna
og hækkuðu um 168,8 milljónir eða
32,8% á milli ára.
Óskar Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Kælismiðjunnar Frosts, segir
að rekja megi versnandi afkomu
þrátt fyrir aukin umsvif til nokkiura
þátta í starfsemi fyrirtældsins. „Ym-
is stórverkefni, aðallega tilboðsverk,
skiluðu mun verri afkomu en reiknað
var með. Meðalútkoma tilboðsverka
félagsins var mun verri í fyrra en ár-
ið áður. Einnig drógust þjónustu-
tekjur saman þrátt fyrir fjölgun
starfsmanna og aukinn kostnað. I
raun má segja að fyrirtækið hafi ver-
ið ofmannað miðað við verkefnastöðu
stóran hluta ársins. Þá reyndist
óhjákvæmilegt að afskrifa 10 millj-
óna króna viðskiptakröfur og 12,7
milljónir vegna ábyrgðarverka.
Segja má að um uppsafnaðan vanda
hafi verið að ræða sem óhjákvæmi-
legt reyndist að takast á við.“
Víðtæk endur-
skipulagning
Eftir því sem leið á árið varð ljóst
að ekki myndi verða hagnaður á
starfseminni og var þá gripið til að-
gerða sem nú eru óðum að skila sér,
að sögn Óskars. „Við höfum farið yf-
ir alla þætti rekstrarins og endur-
skipulagt hann frá gmnni. Starfs-
mönnum hefur verið fækkað um
fimmtán, úr 55 í um 40. Við eram því
að fækka veralega í fóstu starfsliði
? ■ -.-y ::-y.,v .,■: .'V.y . dyv ; UÆ ■■ ■ M ■ §h JL 1 J Kæhsmiojan Frost hl Úr reikningum ársins 1997 ■
Rekstrarreikningur Miiijóntr króna 1997 1996 Breyting
Rekstrartekjur 638,7 535,1 +19,4%
Rekstrargjöld 697,7 524,9 +32,9%
Hagnaður (tap) án fjárm.kostnaðar (59,0) 10,3
Fjármagnskostnaður (6.5) (4,4) +47,7%
Hagnaður (tap) fyrir skatta (65,5) 5,9
Reiknaðir skattar 2,4 (2.6)
Hagnaður (tap) ársins (63,1) 3.3
Efnahagsreikningur Miiijónir króna 1997 1996 Breyting
' ~Eignir: |
Veltufjármunir 254,5 312,4 -18,5%
Fastafjármunir 77,8 71,5 +8,8%
Eignir samtals 332,4 383,9 -13,4%
i Skuidir og eipið fé:!
Skammtímaskuldir 214,7 278,5 -22,9%
Langtímaskuldir 48,2 40,2 +19,9%
Eigið fé 69,4 62,9 +10,3%
Þar af hlutafé 80.9 49.5 +83.4%
Skuldir og eigið fé samtals 332!4 383,9 -13,4%
Kennitölur 1997 1996 Breyting
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 49,7 11,6 +328,5%
en munum þó ekki minnka umsvifin.
Það hjálpaði fyrirtækinu veralega að
tveir stærstu hluthafar félagsins,
Eignarhaldsfélag Alþýðubankans og
hf. og Sabroe+Söby í Danmörku
ákváðu í desember síðastliðnum að
styðja við bakið á því með því að
leggja fram nýtt hlutafé að upphæð
75 mifljónir króna. Félagið stendur
því í raun fjárhagslega sterkara nú
en það gerði fyrir ári, þrátt fyrir að
hafa orðið fyrir þessu áfalli. Þessi
stuðningur stærstu eigendanna
gerði það að verkum að við fengum
ráðrúm tfl að ganga í þessa endur-
skipulagningu af krafti og það virðist
þegar vera farið að skila sér.“
Góð verkefnastaða
Óskar segir að verkefnastaða fyr-
irtækisins sé góð og reiknað sé með
hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins.
„Við sjáum nú þegar að fyrstu tveir
mánuðirnir hafa komið vel út. Annar
um sem til gagns geta orðið og telj-
um að þennan kost eigi að skoða
gaumgæfilega eins og aðra.“
Kristján vék að Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins og sagði að við
kynningu frumvarps um hann hefði
áhersla verið lögð á hagræðingarhlið
málsins og að starfsmönnum myndi
fækka. „Allt annað hefur komið á
daginn. Ekki aðeins hefur starfs-
mönnum fjölgað svo um munar, held-
m- hefur komið í Ijós að til viðbótar
við hefðbundna lánastarfsemi er í
raun verið að stofna nýtt verðbréfa-
fyrirtæki í þessum nýja rfldsbanka
með tilheyrandi kostnaði. Nú er mál
að linni. Engin eftiahagsleg rök era
fyrir nauðsyn rfldseignar á fjármála-
markaðnum. Hin djúptæku áhrif og
eignaraðfld rfldsins á þessum mark-
aði era honum nú fjötur um fót.“
Er tindi hagsveiflunnar náð?
Kristján rakti almennt þróun mála
í efnahagslífinu hér á landi á liðnu
ári og sagði að ýmislegt benti nú til
að tindi hagsveiflunnar væri náð.
„Samningsbundnar launahækkanir í
þjóðfélaginu á næstu misserum
verða töluverðar og það þarf mikla
framleiðniaukningu tfl að rísa undir
þeim. Það mun því reyna á aðlögun-
arhæftii atvinnulífsins og við þær að-
stæður er mikilvægt að mark-
aðsvextir á Islandi lækki og nálgist
markaðsvexti í helstu samkeppnis-
löndum. Sú þróun hefur nú hafist og
í gær lækkuðu langtímavextir hjá
okkur í Islandsbanka um 30-50
punkta. Miklu máli skiptir að rflds-
sjóður er nú rekinn hallalaus og er
hættur skuldasöfnun. Við núverandi
aðstæður er hins vegar mikflvægt að
auka þjóðhagslegan spamað og í
þeim efnum vegur þyngst að stjóm-
völd nái afgangi á rfldssjóði og hefji
niðurgreiðslu skulda.
Stóraukin sjálfvirkni
íslandsbanki og dótturfyrirtæki
skfluðu methagnaði á síðasthðnu ári
eða 1.047 milljónum króna og var
arðsemi eiginfjár 21,1%. Valur Vals-
son bankastjóri þakkaði þennan ár-
angur góðu árferði og margvíslegum
aðgerðum sem gripið var til í því
skyni að bæta reksturinn og gera
hann hagkvæmari. M.a. jukust gjald-
eyrisviðskipti um tæp 70%, skulda-
bréfaviðskipti um 60% en hluta-
bréfaviðskipti meira en tvöfolduðust.
Með tilkomu Fríkortsins og með sér-
stöku söluátaki fjölgaði nýjum
debetreikningum um 7.700 á árinu,
notendum greiðsluþjónustu fjölgaði
um helming og notendum spamaðar-
þjónustu um þriðjung svo eitthvað sé
nefnt.
Valur fjallaði um hinar miklu
tækniframfarir sem orðið hafa í
bankaviðskiptum á undanfomum ár-
um og sagði að ekki væri enn séð
fyrir endann á þeim. Árið 1990 vora
5% allra færslna í bankanum sjálf-
virkar eða gerðar með sjálfsaf-
greiðslu, t.d. í hraðbönkum, en 95%
handunnar. í fyrra vora hins vegar
55% færslna sjálfvirkar en 45%
handvirkar. Valur sagði að reikna
mætti með því að um aldamótin
verði um 85% færslna sjálfvirkar.
Finnskur fjárfestir
á fundinum
FJOLMENNI sótti aðalfund fs-
landsbanka í gær og virtust hlut-
hafar almennt vera sáttir við af-
komu bankans á síðasta ári. Með-
al fundarmanna var finnskur
fjárfestir, Taito Tuunanen, sem
gerði sér sérstaka ferð hingað til
lands til að sækja aðalfundinn.
Tuunanen sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann væri
atvinnufjárfestir og hefði fjár-
fest í fyrirtækjum í tuttugu lönd-
um víðs vegar um heim. Hann
býr í Finnlandi en ferðast til
útlanda að meðaltali einu sinni í
mánuði til að líta eftir fjárfest-
ingum sinum, oftast til að sækja
aðalfundi hlutafélaga sem hann
hefur Qárfest í. Fyrir um ári
fékk hann áhuga á íslenska
hlutabréfamarkaðnum vegna
mikiila hækkana hlutabréfa á
honum og var ráðlagt að kaupa
hlutabréf í íslandsbanka og Flug-
leiðum. Hann sagðist vera afar
ánægður með þá ávöxtun sem ís-
landsbankabréfin hefðu skilað
sér og spurði blaðamann óspart
ráða um frekari hlutabréfakaup
á Islandi.
ársfjórðungur skilar oft minnstu í
þessum rekstri en verkefnastaðan er
samt góð miðað við árstíma. Áætlan-
ir okkar gera ráð fyrir 560 mflljóna
króna veltu í ár og 10-11 milljóna
króna hagnaði."
Á síðustu mánuðum hefur margt
verið gert til að efla vöraþróun fyrir-
tækisins og hefur m.a. verið unnið að
þróun ísvéla, ísverksmiðja, plötu-
frysta, sjókælikerfa og lausfrysta.
Óskar segir að markmiðið sé að
skapa grandvöll að útflutningi á
næstu áram með framleiðsluvöram
sem byggðar era á reynslu af þjón-
ustu við íslensk sjávarútvegsfyrir-
tæki. ,Á næstunni mun Kælismiðjan
Frost kynna nýjar ísvélar ásamt ís-
verksmiðjum en nýlega lukum við
smíði alsjálfvirkrar ísverksmiðju hjá
SR-Mjöli á Seyðisifrði. Þrjár ísvélar
hafa þegar verið seldar á þessu ári
og þar af voru tvær seldar til Suður-
Afríku," segir Óskar.
Windows NT netstjómun I
36 kennslust. ÍlWiFgl
Frábært námskeið fyrir þá sem vilja sjálfir stjóma NT neti.
Windows NT netstjómun II
36 kennslust.
Mjög ítarlegt framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa þekkingu á NT netstjómun.
NT netstjómun I og II
72 kennslust.
79.900 stgrl
Bæði námskeiðin í mjög hagstæðum pakka.
Tölvu- og
verkfræðiþjónustan
Grensásvegi 16
'Avww.lv.is/skdli/
sem auðvelt er að muna