Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 60
■* 60 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BOXARINN Daniel Day-Lewis í hringnum. RÓMVERSKUR hnefaleika- kappi býr sig undir að berjast upp á líf og dauða í hringleika- húsinu. Sjá má að hann er illa farinn f framan.' Bretinn John Douglas lávarður, samdi reglur er gilda skyldu um hnefaleika árið 1867. Þegar reglur þessar koma til sögunnar rjúfa þær endanlega skyldleikann milli fjöl- bragðaglímu og hnefaleika. Hanskar voru síðan teknir til notkunar til að draga úr þyngstu höggunum. Hefði slík ráðstöfun verið rómverskum hringleikahússgestum lítt að skapi. Barsmíðar á breiðtjaldinu Hnefaleikar hafa löngum verið um- deild íþrótt. Kóreumaðurinn Duk Koo Kim lést af völdum barsmíða í hringn- um árið 1982. Skáru margir upp herör og kröfðust þess að hnefaleikar yrðu alfarið bannaðir. Stuðningsmenn hnefaleika hafa aftur á móti bent á að reynt sé að svipta þá frelsi til orðs og æðis. Þessi átök um réttmæti hnefa- leika hafa litað allai' myndir um íþróttina á einn eða annan hátt. Kvikmyndin er jafngömul öldinni sem nú er að líða. Menn gátu í fyrsta sinn fangað og geymt hreyfíngar. Eigi leið á löngu áður en kvikmynda- gerðarmenn festu hnefaleika á filmu. Ein fyrsta leikna hnefaleikamyndin var Boxkennslan (Legons de boxe) sem gerð var árið 1898. Myndir um hnefaleika áttu mestu fylgi að fagna í Bandaríkjunum. A dögum þöglu myndanna settu hnefaleikar jafnvel sterkari svip á bíómyndir en nú tíðkast. Ævisögur bardagamanna urðu vin- sælt yrkisefni í kvikmyndum þar vestra. Errol Flynn lék Jim Corbett í Heiðursmanninum Jim (Gentleman Jim). Sá var heimsmeistari í hnefa- leikum árin 1892 til 1897. Greg McClure steig inn í hringinn í hlut- verki Johns L. Sullivans ,í Jóni L. mikla (The Great John L.). Coley Wallace túlkaði sjálfan Joe Louis í Sögu Joes Louis (The Joe Louis Story). Paul Newman brá sér í gervi Rockys Grazianos í myndinni Hauk- ur í horni (Somebody Up There Li- kes Me). Blökkumaðurinn James Earl Jones lék Jack Johnson í Hvítu voninni (The Great White Hope). Slíkar myndir höfðu að engu orð Ara fróða að hafa það heldur sem sannara reynist. Höfundar þein-a skálduðu blygðunarlaust í eyðurnar. Oft kom fram gagnrýni á íþróttina í frum- sömdum myndum. Ævisögur hnefa- leikamanna drógu á hinn bóginn mun jákvæðari mynd af hnefaleikum. Gullni drengurinn Leikritið Gullni drengurinn (The Golden Boy) var kvikmyndað árið 1939. Leikarinn góðkunni William Holden varð frægur fyrir túlkun sína á ungum manni sem verður að velja milli fíðlunnar og hanskanna. Sam- nefnt leikrit eftir Clifford Odets var hörð ádeila á íþróttina. Einungis er sýnd ein hnefaleikakeppni í mynd- inni. Sú viðureign gefur boxatriðum í myndum á borð við Rocky og Nautið frá Bronx (Raging Bull) ekkert eftir. Þetta bardagaatriði er raunsætt en stílfært í senn. Atökin vekja enn óhug þótt myndin sé brátt komin á sextugsaldurinn. Á sál og líkama Ein frægasta hnefaleikamynd allra tíma hét A sál og líkama (Body and Soul). Stórleikarinn John Garfíeid bar myndina á herðum sér. Hnefa- leikagarpur lendir í klónum á glæpa- lýð. Margir vilja líta á myndina sem dulbúna ádeilu á Bandaríkin, enda sættu Garfield, leikstjórinn Robert Rossen og handritshöfundurinn Abraham Polonsky pólitískum of- sóknum á sjötta áratugnum. Garfield lést úr hjartaslagi eftir að þessar nornaveiðar höfðu bugað hann á sál og líkama. Samnefnd hnefaleika- mynd leit dagsins ljós árið 1981. Átti hún ekkert skylt við fyrri myndina og stóð ekki undir nafhi. Hvar er nú öll mín forna glóð? Sálumessa þungavigtai-manns (Requiem for a Heavyweight) er lítil og yfirlætislaus mynd um hnefaleik- ara sem má muna fífil sinn fegri. Frábært handrit myndarinnar var eftir Rod Sterling, höfund gömlu þáttanna I ljósaskiptunum (The Twilight Zone). Anthony Quinn og Mickey Rooney sýndu framúrskar- andi leik. Sálumessan er ef til vill ein besta mynd sem gerð hefur verið um hnefaleika. Höfundur handrits var greinilega lítt hrifinn af þessari íþrótt en þó gætir aldrei umvöndun- ar- eða predikunartóns í myndinni. Rocky Hnefaleikamyndir áttu undir högg að sækja á sjöunda áratugnum. Blómabörn riðu húsum í Hollywood. Þessi forna íþrótt var á skjön við kærleiksboðskap hippanna. Myndin Rocky glæddi kvikmyndir af þessu tagi að nýju árið 1976 og náði gríðar- legum vinsældum um allar jarðir. Alls urðu Rockymyndirnar fimm. Fyrsta myndin var góð en sagna- bálkurinn varð brátt útþynntur. Handritshöfundurinn og aðalleikar- inn Stallone virtist ekki skilja gang- verkið í eigin sögupersónu. Ekki er loku fyrir það skotið að Stallone geri enn eina Rockymyndina á næstu misserunum enda ólíklegt að Rocky hætti fyrr en í fulla hnefana. Nautið frá Bronx Leikstjórinn Martin Scorsese sagði ævisögu Jakes La Motta í Nautinu frá Bronx (Raging Bull). Myndin er í raun níð um hnefaleika. Scorsese fékk því framgengt að gera myndina svai-f/hvíta þótt slíkt tíðkað- ist vart lengur árið 1980. DANIEL Day- Lewis í Boxar- anuni. FÓ* K Í FRÉTTUIVI Fornmenn sýna hnefana „Þeir hófu sig upp báðir undir eins ’til höggs og höfðu á lofti hinar þreknu hendur sínar, greiddu svo höggin, og fóru þá saman á víxl hinar þungu hendurnar, en marraði hræði- lega í kinnbeinunum, og svitinn flaut af öllum limunum." Ur tuttugasta og þriðja þætti II- íonskviðu í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. Fom-Grikkir trúðu að uppheims- guðir iðkuðu hnefaleika á Olymps- fjalli. Hnefaleikar urðu keppnisgrein á Ólympíuleikunum um árið 688 fyrir Krists burð. Hinn góði Hómer víkur hér að ofan að „hinni karlmannlegu varnarlist“ í Ilíonskviðu. Heimildum ber ekki saman um iðkan hnefaleika í fornöld. Bardagaíþróttir virðast þó hafa tíðkast með flestum þjóðum fi’á því að sögur herma. Hnefaleikar að hætti nútíma- manna eiga ennfremur rætur sínar að rekja til rómverska hringleika- hússins. Þar tókust skylmingaþrælar stundum á með berum höndum. Rómverskir hnefaleikakappar báru svokallaðan cestus. Var það eins konar bronsáhald og kjagaði fram úr hnúunum. Börðust menn bókstaflega upp á líf og dauða. Engum sögum fer af hnefaleikum frá hruni Rómaveldis fram á átjándu öld. Hnefaleikar skjóta aftur upp kolli á Bretlandseyjum í byrjun átjándu aldar. James Figg hét maður og var heimsmeistari frá árinu 1719 til 1730. Hnefaleikar urðu síðar meir vinsælir ’meðal verkamanna á dögum iðnbylt- ingarinnar. Nokkur losarabragur var á íþróttamótum á þessu sviði. Áttu þau meira skylt við allsherjarátök en skipulagða íþróttaleiki. Heimsmeistarinn Jack Broughton samdi nýjar reglur fyrir greinina. Voru þær almennt teknar í gildi áiáð 1743. Lét hann banna að menn slægju andstæðinginn fyrir neðan beltisstað. Var það til mikilla bóta. Eru þessar reglur oftast kenndar við „tímabil hinna beru hnúa“. Önnur breyting sem Broughton gerði á __ reglunum var sú að framvegis börð- ust menn í afgirtum femingi í stað þess að áhorfendur söfnuðust í hring utan um hnefaleikakappana. Heitið hringur hefur haldið velli þrátt fyrir að menn hafi ekki barist á hring- svæði í hartnær 250 ár. Sú tegund hnefaleika sem stunduð er nú á dögum dregur dám af svo- >pefndum Queensberryreglum. Átt- úndi markgreifinn af Queensberry, Knútsson um hnefaleika í kvikmynd- SYLVESTER Stallone og Carl Weathers í hringnum í annarri Rocky- myndinni. um fyrr og síðar. ÞESSI hanski er úr blýi og má af því ráða að höggin hafi verið þung sem greidd voru í róm- verska hringleika- húsinu. Boxarinn var frumsýnd í Háskólabíói um helgina. Af því tilefni fjallar Jónas ?öðli. Hnefaleikamyndir sýna langflestar þá spill- ingu sem fylgt hefur þess- ari glæsilegu íþrótt frá alda Söguhetjan er skylmingaþræll nútímans og má sín ekki mildls í erj- um við misindinsmenn utan hringsins. Höfundar slíkra mynda eru oft tvöfaldir í roð- inu. Þeir reyna að magna fram þá spennu og hetju- dýrkun sem loðað hefur \ við hnefaleika en for- dæma íþróttina um leið. Evrópskir _ leikstjórar hafa 1 forðast þetta sögusvið eins og heitan eldinn. Bandarískir starfsbræður þeirra hafa aftur á >■ móti gert sér hnefaleika að yrk- isefni frá árdögum kvikmyndanna. Hnefaleikamyndir voru löngum ná- skyldar glæpa- myndum. Því er ekki að furða þótt Bandaríkjamenn hafi einir um hituna. venð nðnast Scorsese varði mörgum mánuðum í að klippa bardagaatriði í myndinni. Þau eru skólabókardæmi um vand- aða klippingu og hljóðvinnslu. Leik- arar leika gjörsamlega lausum hala. Myndin verðui- leiðigjöm þrátt fyrir eftirminnilega kafla. Ekki er ljúf kvöð að eyða tveimur klukkustund- um í návígi við þessar persónur. Nautið frá Bronx á það sameigin- legt með Sálumessu fyrir þungavigt- armann að fordæma íþróttagreinina með óbeinum hætti. Er hins vegar sá reginmunur á þessum myndum að áhorfandinn fær aldrei samúð með Nautinu eða vinum hans og vanda- mönnum. Kóngar vorum vér Óskarsverðlaunamyndin Kóngar vonim vér (When We were Kings) segir frá einvígi þeirra Muhammeds AIis og George Foremans í myrkvið- um Afríku. Höfundar þessarar myndar kappkostuðu að höfða til breiðari hóps en hnefaleikavina einna. Þessi heilmildarmynd var sýnd í kvikmyndahúsum um heim allan. Vandaðar myndir af sama toga eru af skornum skammti. Svíar gerðu árið 1969 heimildarmynd um viðureign Floyds Pattersons og Ingemars Johanssons. Myndin hét Með púður í kögglum (Med krut í návarna). Þess má til gamans geta að menn litu lengi vel á gamlar myndir af hnefaleikum sem úrelt efni. Fáeinir sérvitringar söfnuðu þessum myndum og björguðu þeim frá glötun. Þessi árátta hefur borið ríkulegan ávöxt. Menn hafa áttað sig á sögulegu gildi slíkra mynda auk þess sem þær eru vinsælt sjónvarps- efni. Bandaríkjamenn hafa sem fyrr segir borið höfuð og herðar yfir aðr- ar þjóðir í gerð mynda um hnefa- leika. Eigi að síður hafa leikstjórar af ýmsu þjóðemi róið á þessi mið. Þjóðverjar gerðu Ást í hringnum ár- ið 1930. Fóru margir frægir hnefa- leikakappar með hlutverk. Rússar gerðu myndirnar Önnur tilraun Viktors Krokhins (Vtoraya popytka Viktora Krokhina) árið 1977 og Áug- ljóst forskot (Za yavnym preimuschestvom) árið 1986. Japan- ar sendu frá sér myndina Dotsuit- arunen árið 1989. Versta hnefaleika- mynd sögunnar Versta hnefaleikamynd sögunnar er án efa Matthildur frá árinu 1978. Söguhetjan var höggþung kengúra. Myndin var að nafninu til gaman- mynd. Öndvegisleikararnir Elliot Gould og Robert Mitchum lögðu nafn sitt við þennan hégóma. Gamanmyndir Flestir gamanleikarar hafa sett á sig hanskana. Charles Chaplin, Buster Keaton, Harold Lloyd, Gög og Gokke, Abbot og Costello og Don Knotts steyttu hnefann við mikinn fögnuð. Gög og Gokke eru hér með pálmann í höndunum sem oft áður. Stuttmyndin I hverri höfn (Any Old Port) frá árinu 1931 er sjálfsagt ein fyndnasta boxmynd allra tíma. Nýjasta gamanmyndin um hnefa- leika Hvítasvindl (The Great White Hype) reyndist fremur þunnur þrettándi. Fjárglæframaðurinn Don King var fyrirmynd að einni aðal- sögupersónunni svo að höfundar þurftu vart að skálda í eyðurnar eða færa í stílinn. Hnefaleikarar Leikarinn Mickey Rourke hefur reynt fyrir sér í hringnum. Einn hnefaleikamaður náði frægð og frama á breiðtjaldinu. Gamli jálkur- inn Jack Palance var útnefndur til Óskarsverðlauna þegai- hann fór á kostum í hinum fræga vestra Shane árið 1953. Sá varð fylkismeistari í hnefaleikum á sínum tíma. Palance hefur lítt mildast með árunum og gerir enn armbeygjur með annarri hendi þótt hann verði brátt nfræður. Charles Bronson vai- sannfærandi í hlutverki hnefaleikakappa í hinni ágætu mynd Slagsmálahundinum (The Streetfighter) frá árinu 1975. Bronson er reyndar gamall boxari. Leikstjórinn Roger Corman lenti eitt sinn í átökum við Bronson. Corman fékk að vita um fyrra starf leikarans þegar hann rankaði við sér á spítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.