Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 44
-J44 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRUN ÞORS TEINSDÓTTIR + Guðrún Þor- steinsdóttir fæddist í Reykjavík 13. júní 1917. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þor- steinn Ágústsson húsgagnasmiður í Reykjavík, f. 8.10. 1874, d. 24.10 1938, og kona hans, Guð- rún Hermannsdóttir húsmóðir frá Fremstuhúsum í Dýrafirði, f. 23.1. 1891, d. 1.2. 1972. Systkini Guðrúnar voru: 1) Torfi, f. 18.7. 1915, d. 1974, járnsmiður í Reykjavík; 2) Áslaug, f. 12.2. 1919, d. 28.11. 1995, húsmóðir á Dýrastöðum í Borgarfirði; 3) Hermann, f.7.10. 1921, fyrrver- andi framkvæmdastjóri í Reykjavfk; 4) Ágúst, f. 18.10. 1925, vélvirki, búsettur á Ási í Hveragerði; 5) Erla, f. 11.7. 1927, húsmóðir í Reykjavík. Hinn 27.11. 1937 giftist Guð- rún eiginmanni sínum, Gísla Jónssyni pípulagningameistara frá Ey í Vestur-Landeyjum, f. 5.2. 1912, d. 3.12. 1993. Foreldr- ar hans voru Jón Gíslason frá Sigluvík, f. 5.10. 1871, d. 27.4. 1956, bóndi og oddviti í Ey í Vestur-Landeyjum og kona lians, Þórunn Jónsdóttir frá Álf- hólum, f. 27.7. 1876, d. 2.7. 1964, Ijósmóðir í Rangárþingi í 56 ár. Guðrún og Gísli hófu búskap á Hvítanesi í Vestur- Landeyjum árið 1938. Þau bjuggu síðan á Hvolsvelli frá 1939 og fram til 1966 er þau fluttu búferlum til Hafnar- fjaröar. Guðrún stundaði verslunar- störf með eigin- manni sfnum, hún var starfskona á Sól- vangi í nokkur ár en lauk starfsferli sín- um sem vökukona á barnadeild Kópa- vogshælis þar sem hún starfaði hátt í tvo áratugi. Börn Guðrúnar og Gísla eru: 1) Svava, f. 21.2. 1936, húsmóðir og verslunarkona í Reykjavík, gift Guðmundi Oskarssyni verkfræð- ingi og eiga þau fimm börn; 2) Jón Þorsteinn, f. 15.1. 1940, d. 19.8. 1941; 3) Jón Þorsteinn, f. 1.6. 1942, bifreiðarstjóri í Hafn- arfirði. Fyrri kona hans var Sveinveig Guðmundsdóttir og áttu þau fjögur börn, en núver- andi sambýliskona er Ásdís Ing- ólfsdóttir húsmóðir; 4) Ágúst, f. 3.4. 1949, húsasmíðameistari á Isafirði, kvæntur Sólveigu Thorarensen viðskiptafræðingi og eiga þau tvö börn; 5) Gísli (fóstursonur), f. 7.5. 1960, dýra- læknir í Hafnarfirði, kvæntur Guðrúnu Dagmar Rúnarsdóttur húsmóður og eiga þau tvö börn. Utför Guðrúnar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka elskulegri tengda- móður minni fyrir samfylgdina í hartnær hálfa öld. Með henni er gengin allt í senn mikill vinur minn, hjartkær móðir og einkavin- ur konu minnar og ástrík amma, sem var vakin og sofin í velferð barna okkar og barnabarna. Otal minningar koma í hugann við þessi tímamót, sem tengjast mest daglegum samskiptum, en einnig þegar við og tengdaforeldr- ar mínir gerðum okkur dagamun, eða tókum okkur upp í ferðalög bæði heima og erlendis. Einnig rifjast upp öll sú marg- '**víslega atvinnustarfsemi sem við tókumst á við saman, fyrst á Hvolsvelli við pípulagningar, vöru- bílarekstur og verslun og síðan í Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsta. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suóurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. LEGSflIEÁR Guðmundur T. Jónsson F. 14.11.1807 D. 21. 3.1865 | Í't v > Qraníí 1! HELLUHRAUN14 220 HAFNARFJÖRÐUR ■ SÍMI; 565 2707 FAX; 565 2629 Hafnarfirði við byggingarfram- kvæmdir og verslun til margara ára. Frá öllum þeim tíma eigum við afar góðar minningar um sam- heldni og ástríki bæði í orðum og athöfnum. Tengdaforeldrar mínir voru bæði elskulegar persónur en ólíkar að mörgu leyti. Gísli var fljóthuga og sögumaður með afbrigðum og tók stundum djúpt í árinni, en Guðrún var íhugul, fylgdist vel með öllu og hafði ríka kímnigáfu. Það sem mér er ef til vill minnis- stæðast úr fari tengdamóður minnar, er að hún mátti ekkert aumt sjá og mörg kærleiksverk vann hún í kyrrþey. Nú er tengdamóir mín gengin Guði á hönd en jafnframt lifir hún í afkomendum sínum og samferða- fólki, sem hefur mótast og dregið lærdóm af öllu því góða, sem geisl- aði frá henni. Guð blessi minningu Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Guðmundur. Elsku amma, þá er dagur hvfld- arinnar runninn upp. Þú hafðir sagt mér undir það síðasta að þú yrðir þeirri stundu fegnust. Þetta hafa verið erfið ár frá því þú veikt- ist og ekki síst eftir að hann elsku afi féll frá fyrir rúmum fjórum ár- um. Með þér er gengin einstök kjarnorkukona, sannkallaður homsteinn fjölskyldunnar. Þú skil- ur eftir þig mikið tómarúm, elsku amma, sem aldrei verður fyllt. Þótt amma væri borgarbarn síns tíma, fædd og uppalin á Berg- þórugötu 41 í Reykjavík, sótti hug- ur hennar snemma í sveitina. Sennilega hefur þar hinn sterki vestfirski móðurarfur gert vart við sig, en amma talaði ávallt með hlýju um Dýrafjörð og allt hennar fólk að vestan. Eftir fermingu fór amma í vetrarvist á Smáragötuna og þar var hún svo lánsöm að kynnast góðri vinkonu sinni, Gyðu Þorsteinsdóttur, sem leigði her- bergi hjá sama fólki vegna náms í Verslunarskólanum. Gyða var sveitastúlka austan úr Rangár- vallasýslu. Þarna gafst ömmu tækifæri á að tengjast sveitinni og þessi vinskapur átti eftir að marka bæði djúp og gæfurík spor á lífs- leið ömmu. Það varð úr að næstu tvö sumur, 1933 og 1934, voru þær stöllur kaupakonur hjá Þorsteini föður Gyðu í Selsundi á Rangár- völlum. Hann var frumkvöðull á Hellu, leigði töluvert af túnum við kaupstaðinn og var aðalhlutverk þeirra vinkvenna að sjá um hey- skapinn. Þarna komst amma í bein tengsl við sveitarómantíkina og var ýmislegt brallað. Þær kíktu m.a. á sveitaböllin og leið ekki á löngu þar til hún fór að renna hýru auga tfl vasks sveitadrengs frá Ey í Vestur-Landeyjum. Þarna var elsku afi kominn í spilið. Þessi kynni áttu svo eftir að þróast og þroskast enn frekar þegar afi réð sig á aflafleyið Aðalbjörgu RE-5 frá Reykjavík næstu tvo vetur á eftir. Ur varð að þau skötuhjúin trúlofuðu sig árið 1935 og flutti amma þá austur með afa og bjó hjá honum á mannmörgu heimili að Ey. Amma hafði alltaf gaman af því að rifja upp þennan tíma á seinni árum. Fóíkið í sveitinni var hálftortryggið í fyrstu, það skildi í raun ekki hvað hann Gísli væri að þvælast með þessa borgarpíu aust- ur í sveitir! En þetta átti heldur betur eftir að breytast og brátt var amma orðin náinn fjölskylduvinur og bar þar aldrei skugga á. Nú tóku við viðburðarík ár í lífi ömmu. Þeim fæddist frumburður- inn árið 1936, giftu sig ári síðar og hófu svo búskap að Hvítanesi í Vestur-Landeyjum árið 1938. Ári seinna var svo enn eitt gæfusporið stígið, en þá fluttu þau upp í Hvolsvöll þar sem afi hafði tekið að sér ýmis störf hjá Kaupfélagi Rangæinga. I hlýlega húsinu sínu á Hvolsvelli, Litla-Hvoli, lögðu þau amma grunn að farsælli og við- burðaríkri ævi. Amma minntist þessara ára með mikilli hugljóm- un, þarna var hún svo sannarlega komin á draumastaðinn sinn. Amma var alla tíð mikil búkona og ekki leið á löngu þar til hún hafði komið sér upp álitlegum hænsna- og kúastofni. Amma átti sér alla tíð leyndan draum, að festa þaup á góðri jörð og hefja búskap. I gegn- um tíðina var afar ríkt í ömmu að vera stöðugt að afla matar til bús- ins og hafði hún ýmis ráð í poka- horninu. Þetta hefur amma fengið innprentað í barnæsku því í þá daga var alls ekki sjálfsagt að fólk hefði eitthvað ofan í sig í henni Reykjavík. Hún sagði okkur frá því hvað sér hefði þótt það mikil upplifun þegar hún kom austur í Landeyjar, mörkuð af kreppuár- unum, og fékk að líta matarbúr með gnótt af smjöri og öðrum landbúnaðarafurðum sem sáust nánast ekki í höfuðborginni. Ná- grannar og ferðamenn um Hvols- völl nutu í hvívetna gestrisni þess- ara mætu hjóna og alltaf átti amma nóg með kaffinu. Litli-Hvoll var eins konar biðstöð oft og tíð- um, bændum og búaliði þótti gott að koma við meðan beðið var eftir kaupfélags- eða mjólkurbílnum. En lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá elsku ömmu frekar en öðrum í þessu blessaða lífi. Það varð henni mikill harmur þegar hún missti litla drenginn sinn, hálfs annars árs, en hann varð fyr- ir kaupfélagsbílnum á staðnum. Fimm árum síðar, haustið 1946, höfðu þau byggt sér grunn að nýju íbúðarhúsi við Hvolsveg 23 en þá vildi ekki betur til en að þau smit- uðust bæði af mænuveiki rétt fyrir jólin. Þau lágu heima fyrst um sinn, en þegar Hekla byrjaði að gjósa með miklum látum í lok mars leist þeim ekki lengur á blik- una og fluttust til Reykjavíkur. Þau áttu í lömunarveikinni meira og minna í heilt ár og urðu allar framkvæmdir að liggja á milli hluta því óvíst þótti hvað framtíðin bæri í skauti sér. En amma og afi komu tvíefld til baka, luku hús- byggingu og í hönd fóru dásamleg ár. Þau nutu óbilandi stuðnings hvort annars og sambandið treyst- ist við hverja raunina. Þetta kom skýrt fram þegar ellin færðist yfir, þau voru ákaflega samrýnd og viku nánast ekki hvort frá öðru. Árið 1963 urðu eilítil kaflaskipti í lífi ömmu. Þau hjúin buðu kaup- félaginu birginn og hófu verslunar- rekstur á Hvolsvelli, sem smátt og smátt hafði breyst úr þyrpingu nokkurra húsa í lítinn og vinalegan kaupstað. Sá kjarkur og þor sem þurfti til þess að fara út í slíka samkeppni var virkilega í anda ömmu. Hún vflaði hlutina ekki fyr- ir sér, hafði einstakt framtíðar- skyn og lét verkin tala. Hún átti það þó til að gleyma sér við ráð- leggingar til annarra, gat verið ráðrík og stjórnsöm, þótt ávallt væri vel meint. Mér datt stundum í hug að hún væri fæddur leiðtogi en einhvern veginn ekki uppi á réttum tíma svo hún fengi notið sín til fullnustu í því hlutverki. Vorið 1966 tók fjölskyldan undir sig mikið stökk. Amma og afi fluttu frá Hvolsvelli og settust að í Hafnarfirði þar sem þau héldu verslunarrekstrinum áfram. Versl- unina Hraunver við Alfaskeið ráku þau af mikilli eljusemi á árunum 1967-1974 í samstarfi við dóttur og tengdason. Þetta var í raun stærra stökk í þá daga en margur gerir sér grein fyrir. Þau rifu sig upp með rótum frá góðu híbýli, fallegu umhverfi og kærum vinum. Garð- urinn hennar ömmu var rómaður fyrir fegurð, þar höfðu hinir grænu fingur hennar fengið að njóta sín. Þótt ömmu og afa hafi alltaf liðið ákaflega vel í Hafnar- firði var því ekki að leyna að alla tíð blundaði söknuður í brjósti ömmu, henni þótti sárt að hafa yf- irgefið blessaða sveitina sína. Ommu tókst þó vel að aðlagast nýjum og gjörbreyttum aðstæðum. Til að auðvelda sér lífið í þéttbýl- inu tók hún m.a. bflpróf, þá komin á sextugsaldur. Hún var alla tíð mikill erindreki, iðulega þeysandi um á Austin Mini og var alveg með eindæmum hvað nettu gírstang- irnar þoldu. Hún kom víða við, átti pöntuð viðtöl hjá banka- og bæjar- stjórum og kom svo við hjá sýsla og fékk fellda niður stöðumæla- sekt, það átti aldrei við hana að fylgja slíkum smásmugureglum! Hún vann á elli- og hjúkrunar- heimilinu Sólvangi þrjú fyrstu árin í Hafnarfirði en helgaði sig svo verslunarrekstrinum með afa næstu ár á eftir. Amma lauk svo sinni formlegu starfsævi sem vökukona í nær tvo áratugi á barnadeild Kópavogshælis. Þar nutu sjúklingar hennar einstöku umhyggju og barngæsku. Þess fengu líka öll ömmu- og langömmubörnin að njóta, Álfa- skeiðið var oft og tíðum í hlutverki fimmstjörnu barnahótels með endalausu dekri. Hún var orðin hátt í 73 ára er hún lét af störfum, reglur um starfslok ellilífeyrisþega áttu heldur ekkert sérlega við hana. Hún lagði þó ekki árar í bát því næstu ár á eftir annaðist hún eldri hjón í þjónustuíbúð við Hrafnistu í Hafnarfirði og lagði sig alla fram eins og henni einni var lagið. Síðustu búferlaflutningar ömmu og afa áttu sér svo stað haustið 1991. Þau festu kaup á þjónustuí- búð fyrir aldraða í Árbænum og ætluðu svo sannarlega að njóta síðustu áranna þar. Þessi áform gengu því miður ekki alveg upp. Það var afar sorglegt og fékk mik- ið á mig að upplifa hve ósann- gjarnt lífið var ykkur allra síðustu árin. Heilablæðing haustið 1992 kippti algerlega fótunum undan ömmu og svo hrundi heimurinn ári síðar þegar elsku afi lést. Elsku kæra amma, í dag komum við saman í trega og kveðjum þig í hinsta sinn en um leið minnumst við hetjunnar okkar sem alltaf stóð eins og klettur þegar á þurfti að halda. Það var einstakt að alast upp á heimili ykkar, fá að njóta ykkar og læra lífsspeki ykkar. Þið veittuð mér ómetanlegan stuðning í öllum ákvörðunartökum mínum og stóðuð svo með mér eins og styrkar stoðir hvað sem á bjátaði. Ofarlega í minningunni eru Nor- egsheimsóknú ykkar til okkar Guðrúnar, bæði á námsárunum og ekki síður þegar starfið tók við. Þú lést þig ekki muna um að koma til okkar árlega heil sjö ár í röð og alltaf áttum við jafn yndislegan tíma saman. Elsku amma mín, við fjölskyldan á Álfaskeiðinu biðjum algóðan guð að vera sálu þinni líknsaman um leið og við þökkum þér af heilum hug samveruna í þessu lífi. Eg vil nota tækifærið fyiir hönd fjölskyldunnar og þakka starfs- fólki Sólvangs (2. hæð) fyrir frá- bæra umönnun í veikindum ömmu síðustu árin. Gísli Jónsson. Nú líða dagar, líður tíð. Hið liðna ei til baka snýr. Það rennur eins og elfan stríð. Hver unaðsstund á vængjum flýr. Og fljótt ég stend við feigðarós. Þá fær mér, Jesús, kraft og ljós. Þessi söngur séra Friðriks vaknaði í vitund minni er ég spurði lát elstu systur minnar, 12. þ.m., að hún væri þegar komin yfir þennan feigðarós, er við dauðlegir komum allir að, fyrr eða síðar. Angurværð færðist yfir mig við þessi tíðindi, þótt ég vissi að þessi mín kæra systir, hefði þegar verið orðin södd lífdaga, eftir árin átta- tíu viðburðaríku, en sáru á köflum nú hin síðustu sérstaklega. En með angri mínu tóku samt ótal ljúfar minningar frá liðinni tíð að tala hið innra með mér. Eg sá þessa fallegu systur mína fyiár mér á ungum dögum hennar með hárið prúða, mikla og dökka, sem umbreyttist með árunum í enn fegurri silfurhærur sem björtum geislum stafaði af. Hún var pabba- stúlka. Á æskudögum mínum sá ég þau sitja saman yfir stórri brúnni bók - Viðeyjarbiblíu frá 1841 - sem faðir okkar trésmiðurinn (og einn af smiðum hinnar fögru Grundarkirkju í Eyjafirði) hafði tekið með sér hingað suður norðan úr Ljósavatnsskarði, þar sem hann ólst upp hjá ömmu sinni, Guðrúnu Þorsteinsdóttur á Sigríðarstöðum. Þau skoðuðu saman þessa helgu bók með gotneska letrinu og kaflar voru lesnir. Fremst í bókinni var ritað með fagurri koparstungu nafnið: Guðrún Þorsteinsdóttir. Einnig var þar ritað: árið 1884 - Þorsteinn Ágústsson á Sigríðar- stöðum í Ljósavatnsskarði í Þing- eyjarsýslu á þessa bók. Svo eru og rituð þarna með læsilegri kopars- tungu nöfn systkinanna fimm: Sig- tryggur, Svava, Þorsteinn, Skúli og loks Bogi. Þetta eru góðar og traustar heimildir geymdar í sjálfri Biblíunni, sem trésmiðurinn erfði, en hann varð síðar um langt skeið einn af smiðum Jóns Hall- dórssonar og Co við Skólavörðu- stíg. I sambandi við þessa gömlu, merku bók, þá minnist ég þess einnig frá æskudögum, er í hana voru áfram ritað á auða síðu gegnt titilsíðunni nöfnin okkar systkin- anna sex: Torfi, Guðrún, Áslaug, Hermann Valdimar, Ágúst Marinó og Erla. Og nú eru hin þrjú elstu öll komin yfir feigðarósinn. Söng- urinn þessi sem umtalar feigðarós- inn minnir mig á annan, þar sem segir: „Mætumst vér, fyrir handan fljótið stríða, firrtir jarðar neyð og stormum, þar sem dýrðin Drottins er? Já, ef vér í heimi höfum, hjálp og frelsi Drottins þá. I stríðum bæði og blíðum kjörum, bundið oss við Jesú náð, - Þá er víst - Að vér hittumst handan fljótsins. Hrifnir burt frá neyð og stormum. í dýrð, sem enginn enn fær lýst.“ (HLH/Eb.Eb.) Guðrúnarnafnið var hinni kæru systur gefið við skírnarathöfnina og á ég von á því að faðirinn hafi ráðið því, en ég þykist vita að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.