Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ I í f I i I í l I j i I t STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JELTSIN STOKKAR UPP BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti verður seint sakaður um að nota hefðbundnar stjórnunaraðferðir. Hann hefur löngum þótt óútreiknanlegur og útspil hans hafa gjarnan komið jafnvel nánustu samstarfsmönnum í opna skjöldu. Sú ákvörðun forsetans að reka alla ráðherra ríkisstjórnarinnar, er hann mætti til vinnu á mánudagsmorgun, virðist þannig hafa komið öllum á óvart. Jeltsín hefur á undanförnum mán- uðum gefið í skyn að hann væri óánægður með árangur stjórnarinnar og að til greina kæmi að skipta út nokkrum ráð- herrum. A síðustu vikum benti hins vegar flest til að aukinn stöðugleiki væri að komast á í rússneskum stjórnmálum og að sátt væri að nást um það, jafnt í þinginu sem forsetahöllinni, að æskilegt væri að stjórn Viktors Tsjernómyrdíns sæti áfram fram að næstu kosningum. Jeltsín, sem undanfarna daga hefur verið frá vinnu vegna veikinda, hefur hins vegar greinilega skipt um skoðun. Sú ástæða sem hann gefur fyrir ákvörðun sinni er að ekki hafi verið staðið við loforð um að greiða ríkisstarfsmönnum ógreidd laun og að meiri kraft vanti í efnahagslegar umbætur. Eðlilega vakna spurningar um það að hve ígrunduðu máli forsetinn ræðst í jafnróttækar breytingar og tilkynntar voru í gær. Ráðherrabreytingar eru viðtekin venja í flestum lýðræð- isríkjum. Það að reka fyrirvaralaust heila ríkisstjórn á einu bretti er hins vegar vart til marks um stöðugleika og lýðræð- islegan þroska. Markmið Jeltsíns virðast heldur ekki skýr né leiðirnar sem hann hyggst fara til að ná þeim. í fyrstu lýsir hann því yfir að hann hyggist sjálfur gegna embætti forsætis- ráðherra fyrst um sinn. Nokkrum klukkustundum síðar skip- ar hann forsætisráðherra í starfsstjórn. Umbótasinnar virðast, ef eitthvað er, styrkja stöðu sína við þessa róttæku uppstokkun, þótt enn eigi eftir að koma endan- lega í ljós hver niðurstaðan verður. Hinn afturhaldssinnaði innanríkisráðherra Kúlakov hverfur úr stjórninni en hinn um- bótasinnaði Boris Nemtsov virðist ætla að styrkja stöðu sína verulega. Uppstokkunin virðist ekki ætla að hafa nein áhrif á markaðsumbætur í Rússlandi og jafnframt bendir flest til að utanríkisstefnan verði áfram óbreytt Það sem vekur hins vegar hvað mesta athygli er brotthvarf Tsjernómyrdíns, sem hefur verið einn tryggasti bandamaður Jeltsíns. Hann hefur hins vegar ekki farið leynt með það að hann stefnir á forsetaembættið í næstu forsetakosningum. Jeltsín gaf í gær greinilega til kynna að hann lítur ekki á Tsjernómyrdín sem æskilegan arftaka sinn sem leyft yrði að nota forsætisráðherraembættið til að byggja sig upp fyrir for- setakjörið. Það er svo annað mál hvort það kemur Tsjernómyrdín illa að losna undan væng Jeltsíns fyrir þann slag. SAMVERA FORELDRA OG BARNA IFRÉTTASKÝRINGU hér í blaðinu síðast liðinn sunnudag er m.a. fjallað um bókina „Vímuefnaneyzla ungs fólks - Um- hverfi og aðstæður", sem Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála stendur að. Þar kemur ótvírætt fram að því betra sem samband foreldra og barns eða unglings er, því meiri tíma sem foreldri og barn eða unglingur verja saman, þeim mun minni líkur eru á því að unglingurinn falli fyrir vímuefn- um. Það eru m.ö.o. sterk tengsl milli samverutíma foreldra og unglinga og þess, hvort ungviðið neytir vímuefna eða ekki. Sveiflur í vímuefnaneyzlu ungs fólks virðast að vísu eiga sameiginlegar alþjóðlegar rætur. Staðreynd er engu að síður að umhverfi og aðstæður vega þungt á þessu sviði. Þær ráðast m.a. af styrk eða veikleika viðkomandi fjölskyldu og skóla. Sem og af því hvort til staðar eru fyrirbyggjandi varnir, svo sem fræðsla og fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. „Niður- stöður okkar gefa til kynna,“ segja höfundar bókarinnar, „að fyllsta ástæða er til að gefa skipulagi æskulýðs- og tóm- stundastarfs ungs fólks gaum í tengslum við forvarnir og vímuefni." Meginniðurstaðan er þó vafalaust sú að sterk tengsl eru á milli þess hve miklum tíma foreldrar og börn verja saman og vímuefnaneyzlu unglinga. Góðar heimilisaðstæður og sterk til- finningaleg tengsl milli unglinga og foreldra draga úr líkum á slíkri neyzlu. Samfélagið þarf að stuðla að meiri og betri sam- vistum foreldra og barna, styrkja heimili og skóla til að taka á vandanum, bæta félagslegt umhverfi ungmenna og efla fram- boð á heilbrigðu tómstundastarfi. Og sérhvert ábyrgt foreldri þarf að spyrja sjálft sig: hvað get ég betur gert til að bægja vímuefnavandanum frá börnunum? Jeltsín víkur Tsjernomyrdín og allri rússnesku ríkis Reuters SERGEJ Kírfjenko, orkumálaráðherra Rússlands, og Borís Jeltsín takast í hendur eftir að forsetinn undirritaði til- skipun um að Kírý'enko gegndi embætti forsætisráðherra þar til ný stjórn yrði mynduð. Yill blása nýju lífi í efnahagsumbætur Sergej Kíríjenko orkumálaráðherra verður forsætisráðherra Rússlands þar til ný stjórn verður mynduð. Búist er við að Prímakov ut- anríkisráðherra og Sergeijev varnarmálaráð- herra haldi embættum sínum en óvíst er hvað verður um aðstoðarforsætisráðherrana Borís Nemtsov og Anatólí Tsjúbaís. Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, vék Viktor Tsjernomyrdín forsætisráð- herra og allri ríkisstjórn hans frá í gær og sagði að markmiðið væri að blása nýju lífi í efnahagsum- bætumar. Akvörðun forsetans kom mjög á óvart en Anatolí Tsjúbajs, fráfarandi aðstoðarforsætisráðherra, sagði að staða umbótasinna í Kreml væri enn sterk og jafnvel sterkari en áður. Jeltsín sagði í fyrstu að hann myndi sjálfur gegna embætti forsæt- isráðherra til bráðabirgða í stað Viktors Tsjernomyrdíns en undirrit- aði síðar tilskipun um að Sergej Kíríjenko orkumálaráðherra yrði for- sætisráðherra þar til ný stjórn yrði mynduð. Falið að skipuleggja kosningar Flestir höfðu talið að Jeltsín vildi að Tsjernomyrdín yrði næsti forseti Rússlands en talið er að staða hans hafi veikst mjög eftir brottvikning- una. Jeltsín fól Tsjernomyrdín að skipuleggja þingkosning- arnar á næsta ári og for- setakosningarnar ári síðar og það verkefni er jafnvel talið geta orðið til þess að hann gefi ekki kost á sér í forsetaembættið. Jeltsín sagði að brottvikning Tsjernomyrdíns gerði honum kleift að einbeita sér að undirbúningi for- setakosninganna árið 2000 án þess að útskýra það frekar. Tsjernomyrdín sagði á blaðamannafundi að ekki væri tímabært að greina frá þvi hvort hann hygðist gefa kost á sér í forsetaembættið. Fréttaskýrendur telja að þótt Tsjernomyrdín geti nú einbeitt sér að því að undirbúa kosningarnar hafi staða hans veikst mjög við að missa forsætisráðherraembættið. Erfitt verði fyrir hann að halda sér í sviðsljósinu og það dragi úr sigurlík- um hans ákveði hann að gefa kost á sér. Nokkrir fréttaskýrendurnir sögðu að staða Tsjernomyrdíns hefði verið mjög sterk á síðustu mánuðum og það kynni að hafa skapraunað forset- anum. Réð ekki við úrlausnarefnin „Brottvikning stjórnarinnar þýðir ekki að breyting verði á stefnu okk- ar,“ sagði Jeltsín í sjónvarpsávarpi eftir að hafa undirritað tilskipun um brottvikningu stjórnarinnar. „Þetta er tilraun til að gera efnahagsum- bæturnar kröftugri og árangursrík- ari, gefa þeim pólitískan kraft, nýjan drifkraft." Jeltsín sagði að þótt stjórnin hefði áorkað miklu hefði henni ekki tekist að leysa ýmis vandamál og umbætur hennar síðustu fimm árin hefðu ekki bætt kjör almennings. „Stjórnin réð því miður ekki við ýmis úrlausnarefni," sagði for- setinn. Milljónir starfsmanna ríkisfyrirtækja hafa ekki fengið laun sín greidd í marga mánuði og margir Rússar hafa þurft að ganga í gegnum þreng- ingar vegna umbótanna. Jeltsín hef- ur oft látið í ljós vonbrigði með ár- angurinn af umbótastefnunni á síð- ustu mánuðum. Kíríjenko vel tekið Gengi rússneskra verðbréfa lækk- aði um rúm 3% að meðaltali eftir að stjórninni var vikið frá en hækkaði aftur eftir að tilkynnt var að Kíríj- Reuters VIKTOR Tsjernomyrdín á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. enko tæki við af Tsjernomyrdín. Fjármálasérfræðingar sögðu að markaðirnir hefðu tekið tilnefningu Kíríjenkos vel. Jeltsín hélt aftur til starfa í Kreml á föstudag eftir að hafa dreg- ið sig í hlé í viku vegna sýkingar í öndunarfærum. Nokkrir frétta- skýrendur sögðu að með ákvörðun sinni vildi Jeltsín vekja athygli á því að hann væri aftur kominn til starfa og það væri hann sem væri við stjórnvölinn. Eftir að Jeltsín vék stjórninni frá hélt hann í embættisbústað sinn ná- lægt Moskvu. Sergej Jastrzhembskí, talsmaður forsetans, sagði ________ að Jeltsín væri við „frá- Vonbric bæra“ heilsu og fyrirhug- áranai uðum fundi hans með . ..a Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, og Jacques Chirac, forseta Frakklands, yrði ekki frestað. Ráðgert er að leiðtogarnir þrír komi saman nálægt Moskvu á morgun. Staða umbótasinna sögð sterk Samkvæmt stjórnarskránni verður að víkja allri stjórninni frá þegar for- sætisráðherra fer frá og líklegt er að margir ráðherrar haldi embættum sínum þegar ný stjórn verður mynd- uð. Anatolí Tsjúbajs, fyrsta aðstoðar- Brottvikning- in kom mjög á óvart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.