Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdir við Borgarbraut á leið í útboð Stærsta verk á Norðurlandi í ár ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða út framkvæmdir við Borgarbraut á Akureyri i fyrstu viku apríl- mánaðar nk. Um er að ræða vegaframkvæmdir, alls um 1450 metra að lengd, frá gatnamótum Glerárgötu og Ti-yggvabrautar upp með Glerá að Hlíðarbraut, þar sem verður hringtorg, og smíði tveggja samsíða brúa þar sem Borgarbraut liggur yfir Glerá. Að sögn Sigurðar Oddssonar, yfirtæknifræðings framkvæmda- deildar Vegagerðarinnar á Akur- eyri er þetta stærsta verk sem boðið verður út á Norðurlandi á árinu. Borgarbraut er þjóðvegur en það eru Vegagerðin og Akur- eyrarbær sem standa að útboð- inu, sem verður auglýst sem Hlíðarfjallsvegur um Borgar- braut. Langmesti kostnaðurinn fellur á ríkið en það mun koma í hlut bæjarins að greiða kostnað við göngustíga og fleira. Stefnt er að því að verkinu verði lokið í ágúst á næsta ári. Sjónræn áhrif takmörkuð Nýi vegurinn mun liggja yfir svæði sem þegar er raskað af mannavöldum en er ekki talinn hafa veruleg áhrif á gróður og dýralíf á svæðinu. Töluverð áhrif verða hins vegar á landslag vegna sprenginga og fyllinga við vegstæðið. Einnig mun lagning brúar yfir Glerá hafa mótandi áhrif á ásýnd Glerárgils sem er á Náttúruminjaskrá. Sjónræn áhrif mannvirkja og rask í gilinu hafa verið takmörkuð með því að velja brúarstæðið þar sem gilið er þröngt. I framtíðinni er gert ráð fyrir því að tengja Dalsbraut frá Þing- vallastræti inn á Borgarbraut og að þetta verði aðalakstursleiðin bæði frá Brekkunni og Glerár- þorpi í miðbæ og á athafnasvæð- ið á Oddeyri. Borgarbraut og tenging Dalsbrautar við hana styttir vegalengdir innanbæjar umtalsvert og er talin spara bfl- eigendum í bænum um 40 millj- ónir króna á ári í beinan rekstr- arkostnað, miðað við fyrirliggj- andi forsendur. Útför Stefáns Valgeirs- sonar IJTFÖR Stefáns Valgeirssonar bónda og alþingismanns frá Auð- brekku í Hörgárdal var gerð frá Akureyrarkirkju í gær. Séra Pét- ur Þórarinsson í Laufási jarð- söng. Organisti og kórstjóri var Hjörtur Steinbergsson, en félag- ar úr Kór Ákureyrarkirkju sungu, m.a. Eg kveiki á kertum mínum, Hærra minn Guð, til þín, f bljúgri bæn og Blessuð sértu sveitin mín. Hrönn Hafliðadóttir söng einsöng, m.a. Vögguvísu við texta Halldórs Laxness. Jarðsett var í Möðruvallakirkjugarði í Hörgárdal. Elstu barnabörn Stef- áns báru kistu hans úr kirkju, þau Stefán Torfí Höskuldsson, Gunnhildur Fjóla Valgeirsdóttir, Hjalti Valþórsson, Davíð Rúdolfs- son, Valgeir Valsson og Kjartan Smári Höskuldsson. AÐALFUNDUR SAMVINNUSJÓÐS ÍSLANDS Aðalfundur Samvinnusjóðs Islands hf. verður haldinn mánudaginn 30. mars 1998 kl. 15 á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt 17. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins. 4. Tillaga um heimild til félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum í félaginu. 5. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Samvinnusjóðs Islands hf. Samvinnusióður Islands hf. Fjárfestingarbanki Morgunblaðið/Kristján Kiðagil í Giljahverfí að fullu tekið í notkun Morgunblaðið/Kristján MARTEINN og Alma Karen sem bæði eru tveggja ára voru að fá sér brauð með osti þegar ljósmyndara bar að garði í leikskólann Kiðagil sem nú hefur að fullu verið tekinn í notkun. Tekið við eins árs börnum LEIKSKÓLINN Kiðagil í Gilja- hverfi hefur nú að fullu verið tekinn í notkun, en fram að síð- ustu mánaðamótum deildi hann húsnæði með Giljaskóla. Skólinn varð tilbúinn í byijun febrúar og þá fluttu börnin sig yfir úr leik- skólahúsnæðinu. Síðasta mánuð hafa staðið yfir breytingar á hús- næði leikskólans og er þeim ný- lega lokið. Arnar Eyfjörð leikskólasljóri sagði að í kjölfar þess hefði leik- skólinn fengið um helmingi meira pláss til umráða og eru nú íjórar deildir starfandi þar. Þær heita Sóley og Gleym mér ei, og eru þær fyrir yngstu börnin, en deildir þriggja til sex ára barna heita Engjarós og Smári. Giuggakarmar, hurðir og fleira innanstokks er málað í litum blómanna. Mikil eftirspurn Eftir þessa stækkun Kiðagils er nú mögulegt að taka eins árs börn inn á leikskólann og er það í fyrsta skipti sem svo ungum börnum býðst leikskóladvöl á Akureyri. Arnar sagði að eftir- spurn eftir leikskólaplássi fyrir eins árs börn væri mikil og væru þau fyrstu nú í aðlögun. Alls er 81 rými á Kiðagili, en nokkuð er um að börn skipti á milli sín rým- um, eru ýmist fyrir eða eftir há- degi, þannig að alls eru um 110 börn á leikskólanum. Mikið um hraðakstur LÖGREGLA hefur stöðvað marga ökumenn síðustu daga sem ekið hafa alltof hratt. Þannig voru tveir ökumenn sem óku of hratt stöðvaðir, en þeir áttu alveg eins bíla og voru að reyna hvor þeirra kæmist hraðar. Þeir sluppu með skrekkinn og héldu skír- teinum sínum en þurfa vænt- anlega að greiða einhverja sekt auk þess sem þeir fá refsipunkta fyrir tiltækið. Auk þeirra sem óku of hratt stöðvaði lögregla fjóra öku- menn sem voru ölvaðir við akstur, en höfðu ekki valdið slysum þegar för þeirra var stöðvuð. Þrjátíu og átta öku- menn og farþegar voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti og einn var kærður fyrir að aka eftir að hafa verið sviptur ökuleyfi. Tveir óku gegn rauðu ljósi og sautján virtu ekki stöðvunarskyldu. Skilríki að láni FJÖLDI fólks var á skemmti- stöðum bæjarins um helgina og mikil ölvun þannig að nokkrir þurftu að gista fanga- geymslur lögreglunnar. Eitthvað var um að fólk væri tekið með röng skilríki, en dyraverðir vínveitingahúsa eru duglegir að stöðva þá sem hafa fengið „skilríki að láni“. Ef um er að ræða bankakort og slík skilríki afhendir lög- regla viðkomandi bönkum þau, en þeir sem fara óvarlega með slík skilríki geta búist við að verða sviptir þeim. Einnig voru nokkrir kærðir fyrir að reyna að fara með vín inn á vínveitingahús, en það er með öllu óleyfilegt. Ferðafélag Akureyrar Gönguferðir til Nepal DAVID Oswin og Helgi Bene- diktsson sýna myndir og kynna göngu- og ævintýra- ferðir fyrir Islendinga í Nepal á vegum Ferðafélags Akureyr- ar næstkomandi fimmtudags- kvöld. Myndasýningin verður í húsnæði Flugbjörgunarsveit- arinnar á Akureyri, Galtalæk, og hefst hún kl. 20.30. Þeir Helgi og David hafa mikla reynslu sem fararstjórar og skipuleggjendur á göngu- ferðum um Nepal og víðar og hafa frá mörgu að segja, í máli og myndum. Aðgangseyrir ásamt kaffi- veitingum er 400 kr. Fimm á slysadeild FIMM ungmenni voru flutt á slysadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri eftir bíl- veltu sem varð á Eyjafjarðar- braut við bæinn Rifkelsstaði fyrir miðnætti aðfaranótt laug- ardags. Bfllinn lenti utan veg- ar og skemmdist mikið, en hann var fjarlægður af slys- stað með kranabíl. Tveir far- þegar úr bílnum voru fluttir á slysadeild með sjúkrabfl sem kallaður var til en aðrir fóru á slysadeild með lögreglubfl. Betur fór en á horfðist því ungmennin voru öll í öryggis- beltum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.