Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Baráttan umbraudið .Krefst afsökunar H Einar Oddur KriatjánBson alþinpismaður krafðist þess & þingi f g®r að Ldðvfk Berg- vinsson alþingismaður ætti að biðjast afsökunar á þvf að hafi vakið máls á hugsanlegum h munaárekstri hjá Vilhjálmi Egilssyni. //' iiiiu i'1 -c^fGMuN/O— ÞAÐ er reglulega ljótt af þér að segja að Villi litli sé vanhæfur í brauðinu Lúlli, hann hefur bara þvælst of nærri spöðunum ... Frumvarp um breytingar á lyfjalögum samþykkt í ríkisstjórn Lyfjaeftirlit og Lyfja- nefnd verða ein stofnun GERT er ráð fyrir að Lyfjanefnd ríkisins og Lyfjaeftirlit ríkisins sameinist í nýja stofnun, Lyfjamála- stofnun, samkvæmt frumvarpi um breytingar á lyfjalögum sem heil- brigðisráðherra kynnti ríkisstjórn á fóstudag. Verksvið nýrrar stofnunar verður nokkuð viðameira en forvera henn- ar og er búist við að þrír starfsmenn bætist við fjölda starfsmanna hjá núverandi stofnunum, að sögn Ein- ars Magnússonar, skrifstofustjóra lyfjamálaskrifstofu ráðuneytisins. Reiknað er með að tekjur af mark- aðsleyfum fyrir lækningatæki og lyf standi undir auknum kostnaði sam- fara nýrri stofnun. Að fenginni umsögn heilbrigðis- nefndar Alþingis verður frumvarpið lagt fram nú á vorþingi og er fyrir- hugað að það taki gildi 1. september næstkomandi og stofnunin taki til starfa um næstu áramót. Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir að um þessar mundir sé verið að ljúka RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar á Akureyri féll á laugardag frá kröfu um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem sátu inni vegna árásarmáls. AIls handtók lög- regla fimm pilta vegna málsins en þremur hafði verið sleppt á föstudag. Piltarnir fimm eru grunaðir um hafa barið og stungið ungan mann í bakið í samkvæmi á miðvikudags- kvöld með þeim afleiðingum að sauma þurfti 15 spor. Óskaði rannsóknardeild lögregl- samningum íslands og Noregs við Evrópusambandið um aðild að Lyfjamálastofnun Evrópu og sam- fara þeim þurfi framkvæmd tiltek- inna málaflokka hérlendis á þessu sviði að vera með formlegri hætti en tíðkast hefur í sumum tilvikum. Einar segir að meðal nýrra verk- efna sem fyrirhuguð Lyfjamála- stofnun muni hafa með höndum hérlendis, séu verkefni sem snúa að lækningatækjum. Eftirlit hert „Með lækningatækjum er átt við allar vörur sem notaðar eru í heil- brigðisþjónustu, allt frá smokkum upp í sneiðmyndatæki, þannig að um gríðarlega stóran málaflokk er að ræða. Stofnunin mun fylgjast með þeim atriðum sem snúa að gæðum og öryggi þessara tækja, ásamt þeim skuldbindingum sem samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið setur okkur og öðrum aðildarlöndum samningsins, svo sem gæðavottun. Þá er hluti um- unnar eftir gæsluvarðhaldi yfir þeim til 27. mars. Þremur piltanna var sleppt á fóstudag en Héraðsdómur Norðurlands eystra tók sér frest til hádegis á laugardag til að taka af- stöðu um gæsluvarðhaldskröfu yfir mönnunum tveimur sem enn sátu inni. Ekki kom til þess að Héraðs- dómur tæki afstöðu því rannsóknar- deild lögreglunnar taldi í gærmorg- un að öll gögn hefðu verið komin fram í málinu. Mennirnir eru allir lausir úr haldi. ræddra lækningatækja háður markaðsleyfum og þarf að ganga úr skugga að þau hafi verið samþykkt af vottunarstofum ytra og séu jafn góð og nauðsynlegt er. Okkur hefur skort á ýmislegt í framkvæmdinni til að sinna þessum málaflokki með svipuðum hætti og gert er með t.d. lyf,“ segir Einar. Hann segir viðkomandi málaflokk jafnframt snúa að tækjum sem koma hingað til lands frá löndum fyrir utan Evrópska efnahagssvæð- ið á leið til meginlands Evrópu. Ennfremur nái þetta eftirlit til framleiðslu íslenskra fyrirtækja á lækningatækjum og hugbúnaði íyr- ir lækningatæki. Blóð telst til lyfja Með frumvarpinu er hugtakið lyf ennfremur skilgreint betur en gert er í eldri lögum og má nefna að með því flokkast blóð nú til lyfja. „Ef einstaklingur gefur blóð eða blóð er meðhöndlað með einhverjum hætti er það flokkað sem lyf sem þurfi að uppfylla ákveðnar gæða- og örygg- iskröfur og kröfur um virkni,“ segir Einar. Einnig er getið um hómapatalyf og náttúrulyf svo eitthvað sé nefnt í frumvarpinu, en Einar segir að í ráðuneytinu sé í undirbúningi gerð sérstakrar reglugerðar um hómapa- talyf. Þetta sé gert í samræmi við sérstaka tilskipun Evrópusam- bandsins þar að lútandi og í kjölfar nýlegrar reglugerðar um náttúrulyf og markaðsleiðir þeirra. Þar verði gerðar ákveðnar kröfur um hómapatalyf, markaðssetningu þeirra og dreifingu. „Til að menn megi selja og aug- lýsa vörur fyrir sjúklinga, hvort sem um er að ræða lækningatæki eða lyf, verður að gera miklar kröf- ur um gæði. Við viljum tryggja að ekki sé verið að skaða fólk,“ segir Einar. Fallið frá kröfu um gæsluvarðhald í árásarmáli Styrktarfélag vangefinna 40 ára Skortir heils- dagsþjónustu fyrir fatlaða Kristján Sigurmundsson Styrktarfélag vangef- inna er 40 ára um þessar mundir. f gær, mánudaginn 23. mars, var haldið upp á afmælið fyrir skjólstæðinga. Félagsmenn era núna um átta hundrað talsins. Kristján Sigurmundsson er framkvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna. - Hvaða starfsemi er unnin á vegum félagsins? - „Við rekum fjórar dag- stofnanir, Lyngás, Lækjar- ás, Bjarkarás og Vinnustof- una As, sem er vemdaður vinnustaður. Þá eram við með tvær skammtímavist- anir. Onnur er í Hólabergi og er ætluð einhverfum og börnum og unglingum með alvarlegar atferlistruflanir. Hin skammtímavistunin er í Víðihlíð og hún er fyrir þroska- hefta fullorðna einstaklinga. Þá erum við með sjö sambýli víðs- vegar um borgina og veitum þjónustu í átján vemdaðar fbúðir. Auk þess eram við með leikskóla fyrir böm starfsfólks. Hann sett- um við upphaflega á laggimar til að laða að fagfólk og halda því í starfi hjá félaginu.“ Kristján segir að félagið veiti styrki til fatlaðra og fagfólks sem er að mennta sig á þessu sviði. Félagið er aðildarfélag að Ör- yrkjabandalaginu og Landssam- tökunum Þroskahjálp. - Hvaða verkefni eru framund- an? „Þau era næg. Öll heimili fé- lagsins hafa verið fullsetin undan- farin ár og víða horfir til vand- ræða. Meðal næstu verkefna er að kaupa fleiri íbúðir og aðstoða ör- yrkja við kaup á íbúðum. Ýmsir sem dvelja á sambýlum hafa lýst áhuga á að flytja í íbúðir og leita eftir aðstoð við að festa kaup á íbúð. Brýnt er að veita foreldrum aðstoð við fæðingu fatlaðs bams og einnig þarf að sinna betur þjón- ustu við aldraða þroskahefta.“ - Breytist rekstur félagsins með yfirtöku sveitarfélaga á mál- efnum fatlaðra? „Fram til þessa höfum við fyrst og fremst einblínt á rekstur stofnana þar sem það hefur verið talið brýnast til að koma til móts við þarfir skjólstæðinga félagsins. Nú kann þetta hinsvegar að breytast. Framundan eru spenn- andi tímar því sett hefur verið í lög að flytja eigi málefni fatlaðra til sveitarfélaga. Sá flutningur átti að eiga sér stað 1. janúar árið 1999 en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þessar breytingar hafa í för með sér endurskoðun á því starfi sem fram fer í þágu þroskaheftra. Það hefur komið í ljós að alltof litlu fjármagni er veitt í þennan málaflokk og sveitarfélög era treg til að taka við honum nema úr því verði bætt. Styrktarfélag vangefinna tekur þátt í þessari vinnu í sam- starfi við svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra, sérstaklega í Reykjavík og á Reykjanesi. - Komið þið þá jafnvel til með að hætta rekstri þeirra stofnana sem þið eruð með á ykkar snær- um? „Margir telja að hagsmunafé- lög eins og Styrktarfélag vangef- inna eigi ekki að standa í rekstri og það er alveg hugsanlegt að borgin taki yfir hluta af þessum ► Kristján Sigurmundsson er fæddur í Reykjavík árið 1954. Hann útskrifaðist sem þroska- þjálfl frá Þroskaþjálfaskóla ís- lands árið 1983 en hóf að starfa með fotluðum árið 1978 á Kópa- vogshæli. Kristján stundaði framhalds- nám við Þroskaþjálfaskóla ís- lands og nam rekstrar- og við- skiptafræði við Háskóla íslands. Hann var forstöðumaður sam- býlis og fræðslufulltrúi Krabba- meinsfélags Reykjavíkur um skeið. Hann hefur átt sæti í stjórn Félags þroskaþjálfa og stjórn Landssamtakanna Þroskahjálp- ar Islands. Hann var starfs- mannastjóri Styrktarfélags van- gefinna frá árinu 1990 en var ráðinn framkvæmdastjóri fé- lagsins um síðustu áramót. Eiginkona Kristjáns er Anna Elisabet Ólafsdóttir lögreglu- maður og þroskaþjálfi og eiga þau tvö börn. rekstri. Þegar tengist ýmis þjón- usta á vegum borgarinnar sam- býlum okkar og í vemduðu íbúð- unum og það er oft flókið þegar margir eru famir að þjónusta sömu einstaklinga.“ - Hvemig sjáið þið fyrir ykkur að starfsemi félagsins verði? „Ef við látum af hendi hefð- bundinn rekstur þá kemur til greina að snúa sér að nýjungum og tilraunastarfsemi. Það hefur tilfinnanlega skort frístundatil- boð fyrir þroskahefta. Foreldrar era oft í vandræðum vegna skorts á heilsdagsþjónustu, m.a. vegna sumarleyfa í skólum. Þama gæti Styrktarfélag vangefinna komið inn í dæmið. Til að koma til móts við þessar þarfir höfum við verið með einbýlishús í Hveragerði þar sem við bjóðum skjólstæð- ingum til dvalar. Við höfum á margan hátt megnað að leysa neyðarmál en ekki náð að sinna þeim sem eiga við minniháttar fötlun að stríða. Ég tel brýnast að koma að þessum málum. Það skortir til- finnanlega þjálfunarsambýli sem er millistig þess að flytja að heim- an og í sjálfstæða búsetu." - Stendur ekki til að gefa út geisladisk í tilefni 40 ára afmælis- ins? „Jú, það er stefnt að útgáfu geisladisks á næstunni í tengslum við söfnunarátak fyrir vangefna. Þá er verið að undirbúa afmælis- hátíð sem verður haldin í Borgar- leikhúsinu með haustinu." Skortir sumar leyfisúrræði fyrir fatlaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.