Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Sjö hreppar í Mýrasýslu sameinast Morgunblaðið/Ingimundur SVEITARSTJÓRNARMENN úr Álftaneshreppi, Borgarhreppi, Borgarbyggð eftir að hafa gengið frá sam- einingn sveitarfélagana. Með þeim á myndinni er Húnbogi Þorsteinsson, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðu- neytinu, fyrrum sveitarstjdri f Borgarnesi. Borgarnesi - Föstudaginn 13. mars sl. samþykktu sveitarstjórnir Alfta- neshrepps, Borgarbyggðar, Borg- arhrepps og Þverárhlíðarhrepps að sameinast í eitt sveitarfélag að und- angengnum kosningum. Fyrir fjórum árum sameinuðust Borgarnesbær, Hraunhreppur, Stafholtstungnahreppur og Norður- árdalshreppur í eitt sveitarfélag sem hlaut nafnið Borgarbyggð. Annað skrefið í enn meiri samein- ingu í Mýrasýslu var stigið fóstu- daginn 13. mars sl. er endanlega var gengið frá sameiningu allra sveitar- félaga í Mýrasýslu, nema Hvítár- síðuhrepps, í eitt sveitarfélag. Ferillinn hófst 22. september á síðasta ári er sveitarstjómir í Mýrasýslu komu saman til fundar og ræddu sameiningarmál. Fljót- lega dró Hvítársíðuhreppur sig út úr. En mynduð var samstarfsnefnd hinna fjögurra sveitarfélaganna. Kosið var um sameininguna 14. febrúar og var hún samþykkt í öll- um sveitarfélögunum. Kosningar fóru þannig: Sveitarfélag á kjörskrá era 68. Já sögðu 37, nei 24, auðir og ógildir voru engir. Borgarbyggð: Kjósend- ur 486. Já sögðu 412, nei 64, auðir eða ógildir 10, Borgarhreppur: Kjósendur 67. Já sögðu 49, nei 16, auðir og ógildir 2, Þverárhlíð: Kjósendur 50. Já sögðu 31, nei 17, auðir og ógildir 2. Samtals: Kjósendur 664. Já sögðu 529, nei 121, auðir og ógildir 4. í samþykkt sveitarstjóma hinna fjögurra sveitarfélaga í Mýrasýslu kemur fram: 1. Sameining sveitarfélaganna tekur gildi 7. júní 1998. 2. Kosning til sveitarstjórnar hins sameigin- lega sveitarfélags fer fram laugar- daginn 23. maí 1998, sbr. 13. gr. sveitarstjórnarlaga. 3. Fulltrúar í sveitarstjórn hins sameiginlega sveitarfélags skulu vera 9. 4. Nafn hins sameinaða sveitarfélags skal vera Borgarbyggð. 5. Hið nýja sveitarfélag skal taka yfir allt land sem nú tilheyrir áðurgreindum sveitarfélögum. 6. Eignir, skuldir, réttindi og skyldur sem tilheyra þessum fjórum sveitarfélögum skulu falla til hins nýja sveitarfé- lags. 7. Skjöl og bókhaldsgögn hinna fjögurra sveitarfélaga skulu afhent hinu nýja sveitarfélagi til varðveislu. Viljayfirlýsing sveitarstjórn- anna: í viljayfirlýsingu sem fylgir með segir einnig meðal annars: „I sam- eiginlegu sveitarfélagi verði reynt að tryggja öllum íbúum sveitarfé- lagsins jafna aðstöðu til þeirrar þjónustu sem sveitarfélagið býður upp á. Til að tryggja góðan framgang sameiningar og tengsl við stjórn- kerfi sveitarfélagsins ráði sveitar- stjóm þjónustufulltrúa eða trúnað- armann í hinum íyrri sveitarfélög- um a.m.k. eitt kjörtímabil eftir sameiningu. I sameiginlegu sveitar- félagi verði reknir tveir grunnskól- ar, í Borgarnesi og á Varmalandi og sæki nemendur í sveitarfélaginu í þá skóla. öflugur tónlistarskóli verði rekinn í sveitarfélaginu. Sa- meinað sveitarfélag mun fyrir sitt leyti leggja til að félagsheimili verði rekin með sama íyrirkomulagi og nú er gert. Aðaláhersla eftir sam- einingu verður lögð á að bæta sam- göngur og þá fyrst og fremst að lagfæra snjóastaði. Lögð verði áhersla á að vegir í dreifbýli verði lagfærðir. Réttur jarðar til upp- Revía byggð á bæjar- málum Hveragerði - Revía sem ber heit- ið „Hver gerði“ var frumsýnd hjá Leikfélagi Hveragerðis síð- astliðið föstudagskvöld. Höfund- amir em þrír félagar í Leikfé- laginu, þau Margrét Ásgeirs- dóttir, Guðmundur Garðar Guð- mundsson og Anna Jómnn Stef- ánsdóttir en hún er jafnframt leiksljóri. f revíunni er gert góð- látlegt grín að fjölskrúðugum innanbæjarmálum Hvergerð- inga síðustu misserin. Eins og flestum ætti að vera kunnugt er efniviður til revíugerðar ærinn í Hveragerði og ef dæma má af viðbrögðum frumsýningargesta féll grínið í góðan jarðveg. Eins og hæfir góðri revíu er mikið sungið í sýningunni og eru text- ar laganna hver öðmm fmm- FÉLAGAR í Karlakómum Heimi úr Skagafírði bmgðu und- ir sig betri fætinum fyrir stuttu er þeir héldu í tónleikaferð suður yfir heiðar. Ferðin hófst í Reyk- holti í Borgarfirði, kvöldið eftir sungu þeir á Laugalandi í Holta- og Landsveit í Rangárvallasýslu og enduðu síðan í Langholts- kirkju og skemmtistaðnum Broadway í Reykjavík. Á öllum þessum stöðum söng kórinn fyrir fullu húsi og komust jafnvel færri að en vildu. Föstudagskvöldið 13. mars söng kórinn fyrir troðfullu húsi á Laugalandi í Holta- og Land- sveit, en um sex til sjö hundmð manns komu víða að af Suður- landi til að hlýða á sönginn. Á dagskránni vora mörg skemmti- leg og leikandi létt sönglög sem áheyrendur kunnu vel að meta, rekstrar á tiltekinn afrétt verði óbreyttur frá því sem nú er sbr. breytingu á lögum um afréttamál- efni og fjallskil nr. 6/1986. íbúar sameinaðs sveitarfélags hafi allir jafnan aðgang að félagsþjónustu þeirri sem í boði er. Vegna fjar- lægðar í mörgum tilfellum verði sérstaklega athugað hvernig koma megi til móts við íbúa sveitarfélags- ins. Brýnt er að bæta ástand sorp- eyðingar í héraðinu og verður unn- ið að lausn þess. Byggingafulltrúa- embættið verður sameinað í eitt legri. Næstu sýningar verða föstudaginn 27. og laugardaginn 28. mars. Aðeins verður um þessar tvær sýningar að ræða. Sýnt er á Hótel Björk en þar enda var kórinn margklappaður upp. Með kórnum sungu bræð- urnir frá Álftagerði, þeir Gísli, Pétur og Sigfús Péturssynir, og einsöng sungu þeir Einar Hall- dórsson og Oskar Pétursson. All- ur söngur og framkoma kórfé- laga einkenndist af sannri gleði sem skilaði sér óheft til þakk- látra áheyrenda. Stjórnandi kórsins var Stefán R. Gíslason, en undirleikari á píanó Thomas Higgerson og á harmoníku Jón S. Gíslason. Karlakór Rangæ- inga bauð síðan kórfélögum upp á kaffi og tertur að loknum tón- leikum. Að sögn formanns kórs- ins, Þorvaldar G. Óskarssonar, era kórfélagar himinlifandi yfir þeim frábæra mótttökum sem þeir hlutu hvarvetna enda að- sókn framar þeirra björtustu vonum. embætti í stjórnsýslu hins samein- aða sveitarfélags." Samstarfsnefndin var þannig skipuð: Einar Ole Pedersen, Álftanes- hreppi, Jóhannes M. Þórðarson, Álftaneshreppi, Guðmundur Guð- marsson, Borgarbyggð, Sigrún Símonardóttir, Borgarbyggð, Stef- án Ólafsson, Borgarhreppi, Þorkell Fjeldsted, Borgai'hreppi, Ragn- heiður Ásmundsdóttir, Þverárhlíð- ai'hreppi, Vilhjálmur Diðriksson, Þverárhlíðarhreppi. hefur salnum verið breytt í eins- konar kaffíhús meðan á sýningu stendur og geta sýningargestir notið léttra veitinga fyrir, sem og á meðan á sýningu stendur. B-listi nýs sveitarfé- lags austan Lagarfljóts PRÓFKJÖR fór fram á föstudag og laugadag vegna uppröðunar á B- listann vegna komandi sveitar- stjórnarkosninga í nýju sveitarfé- lagi austan Lagarfljóts. Við samein- inguna renna saman i eitt sveitarfé- lag Egilsstaðabær, Vallahreppur, Skriðdalshreppur, Eiðaþinghá og Hj altastaðaþinghá. Alls kusu 283 í prófkjörinu. Úr- slitin urðu eftirfarandi: 1. Broddi Bjamason, 2. Katrín Ásgrímsdóttir, 3. Halldór Sigurðs- son, 4. Vigdís Sveinbjörnsdóttir, 5. Eyþór Elíasson, 6. Björn Armann Ólafsson, 7. Stefán Sveinsson, 8. Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir, 9. Ástvaldur Erlingsson, 10. Gunnar Sigbjömsson, 11. Benedikt Ólason og 12 Gunnar Hannesson. GFjölbrautaskólinn í Garðabæ við Skólabraut, 210 Garðabæ, sími 520 1600, fax 565 1957 íbúar Garðabæjar, Bessastaða- hrepps og aðrir landsmenn! Opið hús verður í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fimmtudaginn 26. mars nk. kl. 8.00-16.00. Þá gefst fólki kostur á að ganga um skólann undir leiðsögn starfsmanna. Kennsla verður í fullum gangi og verða kennslustofur opnar. Tækifæri gefst til að ræða við kennara og aðra starfsmenn skólans. Hraðskákmót verður haldið í skólanum miðviku- dagskvöldið 1. apríl nk. kl. 20.00. Umhugsunartími er 5 mín á skák. Góð verðlaun í boði. Fólk á öllum aldri er hvatt til að koma og hafa með sér töfl og klukkur. Ekkert þátttökugjald. Internet námskeið. Námskeiðið verður haidið þrjá laugardagsmorgna í röð kl. 10.00-12.00, fyrst laug- ardaginn 18. apríl nk. Kennd verður notkun í vef- skoðun, tölvupóstkerfi og ráðstefnum. Kennari er Björn Hólmþórsson. Verð kr. 7.500. Excel námskeið. Byrjendanámskeið verður haldið sex miðvikudagskvöld í röð kl. 20.00-22.00, fyrst miðvikudaginn 15. apríl. Kennd verður notkun á töflureikninum Excel. Kennari er Stefán Árnason. Verð kr. 7.500. Fatasaumur. Námskeið í fatasaumi verður haldið sex mánudagskvöld í röð kl. 19.00-22.00, fyrst mánudagskvöldið 20. apríl. Kenndur fjölbreyttur og hagnýtur fatasaumur. Kennari er Ásdís Jóelsdóttir. Verð kr. 9.500. Nánari upplýsingar og skráning í síma 520 1600. Ennfremur upplýsingar á heimasíðu skólans: http://rvik.ismennt.is/~fg/ Komið og njótið kennslu með fullkomnum búnaði, s.s. tölvubúnaði, í nýju og glæsilegu húsnæði skólans við Skólabraut! Skólameistari. Karlakórinn Heim- ir á faraldsfæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.