Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ skólar/námskeið tölvur____________________ ■ Tölvunámskeið hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni Urval áhugaverðra námskeiða — leitið nánari upplýsinga f síma 520 9000 eða http://www.tv.is/ Windows NT nctstjórnun I: Frábært námskeið fyrir þá sem vilja stjóma NT netum. Tími: 21. apríl—2. maí kl. 13.00—16.00, 36 kennslustundir. Windows NT netstjómun II. Mjög ítarlegt framhaldsnámskeið fyrir þá sem Jtegar hafa grunnþekkingu á NT net- stjómun. Forkröfur NT netstjómun I eða sambærilegt. Tími: 25. mars—27. apríl, tvisvar í viku kl. 16.15—19.15, 36 kennslustundir eða Tími: 2,—16. apríl kl. 9.00—12.00, 36 kennslustundir. Macintosh og Claris Works: Nauðsynlegt námskeið fyrir alla þá sem nota Macintosh. Stýrikerfi, ritvinnsla, gagnagmnnur, teikning og töflureiknir. Tími: 6,—15. apríl kl. 16.15—19.15, 22 kennslustundir eða Windows, Word og Excel: Mjög gott námskeið fyrir þá sem em að stíga fyrstu skrefin og vilja komast langt á stuttum tíma. Tími: 30. mars — 3. apríl kl. 16.15— 19.15, 22 kennslustundir eða Tími: 14,—20 apríl kl. 13.00—16.00, 22 kennslustundir. Excel: Einstakt námskeið um þennan frábæra töflureikni sem við höfum boðið síðan 1986 — lengst allra. Tími: Tími: 17.—24. apríl kl. 9.00— 12.00, 22 kennslustundir. Word: Námskeið sem er miklu meira en byijenda- námskeið — allir læra eitthvað nýtt. Tími: Tími: 14,—17. aprfl kl. 9.00— 12.00, 18 kennslustundir. Access: Þetta námskeið er eitt alvinsælasta nám- skeiðið nú um stundir. Allir vilja læra á gagnagmnninn Access. Frábærir kennarar. Tími: 30. mars—3. apríl kl. 13.00—16.00, 22 kennslustundir. Access framhaldsnámskeið: íeöa námtóð beair rriklu \ið þekkingu þeirra semhafa sótt Aocess nárrKkdð ddœr. Tími: 14,—17. apríl kl. 13.00—16.00, 22 kennslustundir. Visual Basic for Access forritun: Ef þú vilt ná alla leið er þetta námskeið sem þú verður að sækja. Aðeins fyrir þá sem hafa góða þekkingu á Access. Kennari fneð Microsoft Certified Professional gráðu frá Microsoft. Kennslubók frá Mcrosoft fylgir. Tími: 20,—30. apríl kl. 9.00—12.00, 36 kennslustundir. Filemaker gagnagrunnurinn: Skyldunámskeið fyrir alla þá sem nota þennan öfluga og þægilega gagnagmnn. Tími: 4.-8. maí kl. 13.00—16.00, 22 kennslustundir. Intemetið, upplýsingahraðbrautin: Allt sem þú þarft að vita til þess að byija á Intemetinu á einu námskeiði. Tími: 30.-—31. mars kl. 13.00—16.00 eða 21.—22. apríl kl. 16.15—19.15, 9 kennsl- ustundir. Tökum hópa á mjög hagstæðu verði (8 eða fleiri). Vefsíðugerð fyrir byrjendur: Aliir em með vefsíður — af hveiju ekki þú? Tími: 1,—3. apríl kl. 13.00—16.00, 13 kennslustundir eða Tími: 27.-29. apríl kl. 16.15—19.15, 13 kennslustundir. Visual C++ forritun: Mjög vandað námskeið um þetta mikil- væga forritunarmál. Kennari með langa reynslu af kennslu í Visual C++ í Banda- ríkjunum. Tími: 30. mars—2. maí, kl. 9.00—12.00, 58 kennslustundir. Afsláttur til þeirra sem sækja fleiri en eitt námskeið. Frábær staðsetning og næg bflastæði. Símaþjónusta í 1 mánuð innifalin í öllum námskeiðum. Sémámskeið fyrir fyrirtæki. 3.000 nemendur sóttu námskeið hjá okkur 1997 — vilt þú bætast í hópinn? Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16,108 Reykjavík. Sími: 520 9000. Vefur: http://www.tv.is/ http://www.tv.is/ Þekking í þína þágu - kjarni máhins! MENNTUN Listgreinar Handavinna, myndmennt og tónmennt eru skyldugreinar í grunnskólum og felst gildi þeirra m.a. í að virkja hæfíleika nemenda. Gunnar Hersveinn greindi kvíða listgreinakennara fyrir að greinarnar fái of lítinn tíma í nýrri skólastefnu. Hlutskipti listgreina • Tvær stundir á viku eru forsenda til að ná markmiðum listgreina • Menntun í tónlist hefur áhrif á málþroska og lestrarkunnáttu LISTIR eru kenndar í grunnskólum og sam- kvæmt nýrri skólastefnu verður skylda kenna böm- um handavinnu, myndlist og tónlist en einnig á að þætta hönnun, leiklist og dans inn í aðrar greinar eða bjóða þær í valáföngum. Smíðar flokkast núna með tæknimenntum. En hvert er markmiðið með því að kenna listir og hvernig verður þeim náð? „Öll listgreinakennsla miðast að því að þroska sköpunargáfu, efla sjálfsvitund og auka menningar- skilning nemenda," stendur í skýrslu forvinnuhóps endurskoðaðrar aðal- námskrár um markmið listkennslu í grunn- og framhaldsskólum, og nem- endur eiga að læra að skynja, greina og leggja mat á list og einnig að skapa, túlka og tjá með henni. Gildi listnáms er viðurkennt í sam- félaginu og í skólum landsins. Það á m.a. að stuðla að tilfinningaþroska, efla sköpunargáfu og sjálfsmynd, og þroska tjáningarmátann. Markmið með listgreinum Handavinna í nýrri skólastefnu tekur mið af textílhönnun, textíl- framleiðslu og listrænum handiðnaði og eiga nemendur m.a. að tileinka sér form- og litafræði, efnisfræði textíla og hönnunarferli og læra að prjóna, sauma og vefa. Myndlist: Nemendur eiga m.a. að læra að nýta sér þekkingu á lögmál- um og aðferðum myndlistar til skiln- ings á verkum annarra og til um- ræðu um myndlist. Þeir eiga að læra að þekkja og nota efnivið og áhöld þessa miðils og að þróa verk frá hug- mynd til útfærslu. Tónlist: Nemendur eiga m.a. að læra að iðka tónlist og að njóta henn- ar og kennurum ber að vekja áhuga og efla áhuga þeirra og skilning á tónlist. Markmiðið er flutningur hennar, sköpun, hlustun og greining. Dans, hönnun og leiklist: Hönnun í grunnskóla á að rúmast innan handavinnu og myndlistar. Með dansi eiga nemendur m.a. að læra að tjá sig með líkama sínum og öðlast betri skilning á menningu eigin þjóð- ar og annarra. Leiklistin á m.a. að kenna nemendum að setja sig í spor annarra, að yfírvinna tilfinningaleg- ar og líkamlegar hömlur og þróa sjálfstraust. Tónlist, gleði og huggun I grunnskólum eiga handavinna, myndlist og tónmennt að vera skyldunám frá 1.-8. bekk en valgrein- ar í 9.-10. bekk. Til að ná markmiðun- um sem sett eru telur forvinnuhópur að endurskoðaðri aðalnámskrá nauð- synlegt að nemendur fái ávallt tvær kennslustundir á viku. Forsendur þess að ná markmiðunum eru að- stæður, tími og hæfir kennarar. I kynningaiTÍti menntamálaráðu- neytis „Enn betri skóli“ sem nýlega var dreift til almennings stendur að áætlað sé að listir; myndmennt, hannyrðir og tónmenntir fái saman fjórar stundir á viku í grunnskólum landsins. Þess ber einnig að geta að skólar geta einnig ráðstafað stund- um í vali til listgreinakennslu. Lista- greinakennarar virðast kvíða því að fá ekki nægar stundir til að ná mark- miðunum sem kennslunni er sett. Tónmenntakennarar eru meðal þehra sem bera kvíðboga fyrir tón- menntakennslu næstu kynslóðar. Tónmenntakennsla á samkvæmt markmiðum að veita nemendum inn- sýn í fagurfræðileg verðmæti menn- ingararfs þjóðarinnar. Einnig á hún að auka skilning nemenda fyrir áhrifavaldi tónlistar í samfélaginu. Tónlist er viðurkennd sem sérstakur Morgunblaðið/Þorkell ÞAÐ þarf að tryggja hveiju íslensku barni menntun í tónlist, til að njóta og til að nota, segja Hildur og Soffía. þáttur í mannlegri greind sem hægt er að þroska með markvissri kennslu og þjálfun. Tónmennt hefur líka áhrif á málþroska ungra barna og lestrarkunnáttu. „Hún veitir nem- endum lífsfyllingu, gleði, styrk og huggun," sendur í skýrslu forvinnu- hópsins á sviði listgreina. Ein eða tvær stundir af tónlist „Sparaaður í skólakerfinu undan- farin 10 ár hefur bitnað harkalega á listgreinum,“ segir Hildur Jóhannes- ardóttir, formaður- tónmenntarkenn- arafélags Islands, og að tímar til tón- menntakennslu í gi'unnskólum hafi því verið í lágmarki. „Tvær stundir á viku eru það minnsta sem dugar til að ná markmiðunum sem tón- menntakennslu eru settar.“ Hún segir að samkvæmt skiptingu kennslustunda á greinar í grunn- skóla skólaárið 2001-2002 sem gefið er sem dæmi í bæklingnum „Enn betri skóli“ líti út fyrir að tónmenntii' fái eina stund á viku og ef til vill þriðjung úr annarri. „Ljóst er að mörg börn fá samkvæmt þessu eina stund og að það er komið undir áhugasviði skólastjóra í hverjum skóla hvort meira verði til umráða fyrir tónmennt," segir Hildur, „ein stund á viku nægir ekki til að ná settum markmiðum“. Soffia Vagnsdóttir tónmennta- kennari segir að forvinnuhópurinn hafi einnig gert ráð fyrir að tón- menntir væru skylda í 9. bekk en svo verði ekki samkvæmt töflu á blað- síðu 9 í „Enn betri skóli“. „Faglegt inntak forvinnuhópsins er samþykkt en forsendunum kippt undan því með of fáum kennslustundum á viku,“ segir hún, „og það veldur okk- ur, og öðrum listgreinakennurum fyrir hönd sinna greina, verulegum áhyggjum. Það segir einnig sína sögu að úr tónmenntakennaradeild Tónlistarskóla Reykjavíkur liðið vor fór enginn útskrifaður nemandi til vinnu á grunnskólastigi." Hildur segir að það sé hægt að stunda árangursríkt tónlistaruppeldi í grunnskólum en það verði ekki gert með áætluðum tímafjölda. „Tónlistin er bnmnur sem margar aðrar grein- ar leita í,“ segir hún og nefnir sem dæmi íslensku með kvæðin og lögin. Hildur og Soffía telja það ekki duga að tónmenntir í skólum séu háðar velvild skólastjómenda. „Það verður að tryggja hverju íslensku barni menntun í tónlist, bæði til að geta notið hennar og notað hana,“ segja þær, „við viljum skapa betri að- stæður í grunnskólum handa bömum til að kenna þeim tónmenntii'.“ Dans- og leiklist Dans/líkamstjáning og leiklist/leik- ræn tjáning verða ekki skylda í grunnskólum samkvæmt nýrri skóla- stefnu en fremui’ samþættar öðram greinum. Einnig má hugsanlega nota valið sem skólar hafa til umráða til að kenna þær, en þær eru taldar öflugar fyrir einstaklinga til að tjá og túlka líkama og sál og líka til að geta notið þessara listgreina. Nemendur eiga samkvæmt mark- miðum að öðlast þekkingu á undir- stöðuatriðum danslistar og tileinka sér grunntækni leiklistar. Bent hefur verið á að núna feli almenn kennaramenntun ekki í sér þekkingu á þessum listgreinum, og kalla ný markmið á endurmenntun og nýj- ungar í Kennaraháskólanum. Stærðfræði sem tómstundir ✓ Nýstárlegt námskeið á vegum Iþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Laugarnes- skóla skapar langar umræður um stærð- fræði. Nemendur og foreldrar glíma saman í skólastofunni við dæmin. ÞAÐ era fjórtán,“ hrópar drengur í stofu 21 á þriðju hæð í Laugarnesskóla í Reykjavík. Hann er á námskeiði um stærðfræði með móður sinni. Leið- beinandi kannar hvernig hann komst að niðurstöðunni og tilkynnii' hana rétta. Stærðfræðin getur orðið að tóm- stundagamni. Hugrún Harðardóttir og Guðlaug Bjarnadóttir kennarar eru leiðbeiðendur á námskeiðinu sem er frá klukkan 16.30-18.00, sex miðvikudaga í röð. „Við byggjum á bandarísku efni sem heitir Family math (stærðfræði handa fjölskyld- unni),“ segir Hugrún og að það virki mjög spennandi á þátttakendur og veki áframhaldandi umræður þegai' heim er komið. Þær hafa þýtt og staðfært verk- efnin og eru tímarnir settir saman af styttri og lengri dæmum. Markmiðið er að nemendur og foreldrar fái að glíma við þau á eigin forsendum og aðferðir eru ekki þvingaðar upp á einn né neinn. I stofunni síðastliðinn miðvikudag voru nemendur með teninga og vasa- reikna og fletri hjálpartæki. Börnin virðast vera sérlega sæl með að eiga ótruflaða stund með foreldrum sín- Morgunblaðið/Ámi Sæberg HANN er stundum góður í stærðfræði en ekki oft, segir Jörgen um Agúst fóður sinn. um. Hér truflar ekkert, segir Guð- laug „og þau vinna saman að ákveðn- um verkefnum og leika sér.“ Hugi'ún segir að þau geti fengið aukaverkefni heim ef þau geti ekki hætt en á nám- skeiðinu eru 7 börn með 7 foreldrum. Gæðastund með foreldrum Jörgen situr einbeittur með Agústi föður sínum. „Þetta er bara skemmtilegt,“ segir hann. „En getur pabbi þinn eitthvað?" „Hann er stundum góður en ekki oft,“ svarar Jörgen og glímii' við verkefni um að 81 krakki eigi að fá glas af kókó- mjólk en hver ferna dugar í 6 glös. Hvað þarf að kaupa margar fernur? Agúst Jörgenson faðir hans segist kunna vel við sig á þessu námskeiði, „það þjálfar bæði rökhugsun og skapandi hugsun,“ segir hann, „þetta byggist á því að koma saman og glíma við stærðfræði á lifandi hátt.“ Kennararnir fara um stofuna og sjá að allir hafa leyst dæmin rétt en fáir notað sömu aðferðina til að finna lausnina og það finnst þeim áhuga- verðast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.