Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 31 LISTIR Agætir kirkjutónleikar TOjVLlST Fella- og Hólakirkja KÓRTÓNLEIKAR Flutt voru trúarlega verk og frum- flutt kóverk eftir Þorkel Sigurbjörns- son. Sunnudagurinn 22. mars 1998. UM síðustu helgi, nánar tiltekið laugardag og sunnudag sl., stóðu kirkjukórar í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna fyrir tónleikum í Fella- og Hólakirkju og var undir- ritaður á sunnudagstónleikunum. Kórsöngur hefur á síðustu áratug- um verið vaxandi þáttur í starfsemi safnaða og það sem meira er, að til starfans hefur safnast vel kunnandi söngfólk og stjórnendur, er birtist einnig í því, að kirkjukórarnir hafa ráðist í að flytja erfið tónverk, svo sem og gerðist á tónleikum kóranna um síðustu helgi. Tónleikamir hófust á því að kór- arnir sungu fjögur kirkjuleg verk undir stjórn Harðar Bragsonar, orgelleikara við Grafarvogskirkju. Fyrsta viðfangsefnið var kóralradd- setning á fomu sálmalagi við text- ann Krossferli að fylgja þínum eftir Hallgrím Pétursson, er Róbert A. Ottósson gerði og var söngur kórs- ins mjög fallega mótaður og hreinn. Annað viðfangsefnið var samskipan kóralfospils eftir J.S. Bach um sálmalagið 0, höfuð dreyra drifið og flutnings kóranna á samnefndum sálmi eftir Hans Leo Hassler en í raddsetningu J.S. Bach. Kóralfor- spilið var mjög fallega flutt, en það gerði Lenka Mátétová orgelleikari við Fella- og Hólakirkju. Locus iste, eftir Anton Braekner, er falleg tón- smíð, sem kórinn söng fallega og hlut Harðar Bragsonar lauk með því að flytja Víst ertu, Jesús, kóng- ur klár. Fyrst var þó orgelforspilið eftir Pál Isólfsson, sem Daníel Jón- asson lék og síðan var sálmurinn fluttur í víxlsöng kóranna, ein- söngvara og tónleikagesta. Ein- söngvaramir vom Lovísa Sigfús- dóttir og Gunnar Jónsson og var flutningurinn fallega framfærður og tónleikagestir tóku vel undir í fyrsta og síðasta versi þessa fallega sálms. Næst á efnisskránni var Davíðs- sálmur 120, tónsettur af Otto Ols- son og var þetta ágæta tónles-kór- verk vel flutt undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar, orgelleikara Digra- neskirkju. I tveimur síðustu verk- unum fyrir hlé mætti Sinfóníhljóm- sveit áhugamanna til leiks í flutn- ingi Ave verum corpus eftir Mozart, sem Daniel Jónasson stjómaði. Deila má um hvort þetta meistara- verk skuli flutt á látlausan máta, eins og hér var gert, eða með skarp- ari andstæðum í styrk og hraða. Það liggur ef til ekki ljóst fyrir af hendi Mozarts, en það er aftur á móti ljóst í Agnus Dei eftir George Bizet. Þarna gat að heyra ann- marka þeirrar skipunar að hafa orgel og söngpall aðskilinn frá sjálfu kirkjuskipinu. Kórinn og hljómsveitin vora staðsett niður við altari en einsöngvari uppi á orgel- palli og þegar sterkt var sungið, var einsöngvarinn, Sigríður Gröndal, í keppni um hljómrými í mótstreymi kórhljómsins, í stað þess að standa fyrir framan kórinn og njóða með- streymis kórs og hljómsveitar í hljóman. Þrátt fyrir þessa ann- marka var flutningurinn góður, undir stjóm Jón Olafs Sigurðssonar orgelleikara Seljakirkju. Orgel- konsertarnir, sem aðallega eru samdir fyrir hljómborð og þrátt fyr- ir að vera fallega samin tónlist, eru frekar rislítil verk, enda margir hugsaðir sem innskotsverk á tón- leikum. Konsertinn op. 4 nr. 1 í g- moll er falleg tónsmíð og var mjög vel leikinn af Lenku Matéovu, sér- staklega lokakaflinn, sem er leik- andi skemmtilegur. Einnig kom leikur hljómsveitarinnar nokkuð á óvart, með hreinum og skýrlega mótuðum leik, undir stjórn Ingvars Jónassonar. Sama má segja um leik hljómsveitarinnar í þremur þáttum úr Sálumessu Mozarts og Suss- mayrs, Dies irae, Confutatis og Lacrimosa, en það var helst í síðast nefnda þættinum, sem merkja mátti ótsöðuga inntónum hjá hljómsveit- inni, Kóramir og hljómsveitin undir stjóm Jóns Olafs Sigurðssonar gerðu margt mjög vel og ættu sem best að geta flutt þetta meistara- verk í heild, þó doppel-fúgan í upp- hafl og í lokin kunni að vera við erf- iðari mörkin. Þessum ágætu tónleikum lauk með framflutningi verks eftir Þor- kel Sigurbjömsson, við þýðingu Sigurbjörns Einarssonar, á texta eftir Bolander og nefnist verkið En -. Verkið er samið fyrir blandaðan kór og hljómsveit og er í heild fal- lega hljómandi og lagrænt. Rithátt- ur hljómsveitarraddanna er mikið til einraddaður og reyndi þvl mjög á einleikshæfni hljóðfæraleikaranna, sem auðvitað áttu nokkur erfið augnablik. Smá einsöngsstrófa í seinni hluta verksins var sungin af Guðrúnu Lóu Jónsdóttur, er átti í nokkram vandræðum með tónstöð- una í síðustu strófunni en söng að öðra leyti nokkuð vel. Framflutn- ingnum var stjórnað af Kjartani Sigurjónssyni, er auðsjánlega hafði meiri afskipti af kórnum en hljóm- sveitinni, sem eins og fyrr segir átti 1 nokkram vandræðum með eitt og annað í fíngerðum rithætti hljóm- sveitarraddanna. Það er nokkur munur á að stjóma kór eða hljóm- sveit og mátti nokkuð merkja þessa aðgreiningu í öryggi kórstjóranna. I heild voru þetta ágætir tónleik- ar og margt að heyra, er gefur til kynna að saman gætu kóramir staðið fyrir flutningi tónverka af stærri gerðinni og eins og heyra mátti, sérstaklega í orgelkonsert Handels og sálumessu Mozarts og Sussmayrs, getur Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna leikið býsna vel og er hljómsveitin farin að njóta þess að hafa æft reglulega, haldið tónleika í nokkur ár og að stjórn- andinn, Ingvar Jónasson, sem er reyndur og góður hljóðfæraleikari, hefur unnið gott starf með Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna. Jón Asgeirsson Heilbrigðisvandi fanga Stjórn Verndar heldur málþing um heilbrigðisþjónustuna í fangelsum og heilbrigðisvanda fanga í Norræna húsinu fimmtudaginn 26. mars. Málþingið hefst kl. 13.30 Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir Stjórn Verndar tangahjálp \ eá/af/run/ ,/{<■../<"/ r/t. á '.¥%<’./<//<y<t ( P/trJ<f///■<//• PAr ^Jat/ Prf Y«</f«/// p/u ’/t/ íyU/<4tPm«r PÁeifauwfí/ pfiUífa/f.Mn/ p/iejxutmn/ p/?<-., /au*<f/t/ . /i . ./«’</’<<«/ P/ieú /<iu retfíl , /\<ííf«//j'«>tf yifj /<«// «/> / . /{< ■/««r/r«f ‘p/Íeú/<f«/«fí/ .//{<■ >/«/<r«/i/ pjieúffíutt/fí/ ■ /«',/««r<t/:/ :¥te$J«.«re/nf PfO-Jmim/U ■ PitxUAfzt/urt/ 'l f <./,« P/^t/ f PlP/m PP«A 'PKú/m > /'í fhPjrPl ■ ■ 'f!eJy« pP/rt ' L p/• ■>//</ PZ/tZ'/t P/ r J/’O p/\n ■ | P!<.,//■« PP/ff/t 'l/P/m Pt < Jf« PK/r-jt Pf P/ra . « 'f! tJ/ « JP/ye/t Pf‘‘Jr« f/tr<’H )! r Jya Pffye/t Py,ú/r<r PKr<-/t 7/ t'Jy« JJ'.yru "'/!' < ■ ',//• f trCfí )/:eí/s« JJtren P't'■>/«{ l' /f/:/'/} Pf’&Jro Pf 'tMu t >;/« PZf’/ < /t mars til 4. aprtl ERAMGAR Restaurant WESTRAPIREN Matreiðslumeistatar frá Westra Piren í Gautaborg verða með sælkeradaga á Hótel Holti. Mikael Öster er með stjörnu í Guide Michelin og er þekktur fyrir franska matargerð (french cuisine) í hágæðaflokki. Fróðleiksmolar um frönsk vín verða fyrir matargesti á undan borðhaldi. % IVV Ilill Takmarkaður gestafjöldi hvert kvöld. Borðapantanir ístma 552 5700 EITT verka Línu Rutar. Lína Rut sýnir á Kaffi 17 NÚ stendur yfir sýning á verkum Línu Rutar Karlsdóttur á Kaffi 17, Laugavegi. Lína Rut útskrifaðist eftir fjög- urra ára nám í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1994. A sýningunni eru 17 olíumálverk. Hún stendur til 15. apríl og er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 11-18, fóstudaga kl. 11-19 og laugardaga kl. 11-16. ---------------------- Ferðir Guðríðar NÆSTU sýningar á Ferðum Guðríð- ar i Skemmtihúsinu verða laugar- daginn 28. febrúai- og sunnudaginn 1. mars. Sýningar eru á ensku og hefjast klukkan 20. Miðapantanir eru í verslun Kor- máks og Skjaldar, Skólavörðustíg. Morgunverðarfundur Miövikudaginn 25. mars 1998, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal, Hótel Sögu HLUTVERK ATVINNULIFSINS í MENNINGU OG LISTUM • Gegnir atvinnulífið hlutverki í íslenskri menningu? • Eru forráðamenn fyrirtækja hræddir við samtímalist? • Lifa listaverkin lengur en fyrirtækin? • Hvað gera menningin og listirnar fyrir atvinnulífið? • Eiga fyrirtæki eða ríki að vera bakhjarlar listamanna? FRAMSÖGUMENN:___________________________________________ Siguröur Gísli Pálmason, framkvæmdastjóri Hofs sf. Stefán Baldursson, Þjóðleikhússtjóri Þátttakendur í pallborösumræðum auk framsögumanna: Ágúst Einarsson, alþingismaður Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri í Galleríi Ingólfsstræti 8 Eiríkur Þoriáksson, forstöðumaður Kjarvalsstaöa Friðrik Þór Friðriksson, framkvæmdastjóri ísl. kvikmyndasamsteypunnar ehf. Fundargjald (morgunveröur innifalinn) kr. 1.500,- rundurinn er opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 588 6666 VERSLUNARRAÐ ISLANDS 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.