Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters Páfí ræðir mannréttindi JÓHANNES Páll páfí II lauk í gær þriggja daga heimsókn sinni til Nígeríu og sagði að virðing fyrir manneskjunni og grund- vallarréttindum yrði að vera hornsteinn nýrrar og betri Níg- eríu. I heimsókn sinni kvaðst páfi hafa áhyggjur af því að mannréttindi væru fótum troðin í Nígeríu. Hvatti páfi herstjórnina í land- inu til þess að láta lausa pólitíska fanga, en Vatíkanið hefur birt nigerískum yfirvöldum lista yfír 90 fanga sem það vill að verði sleppt úr haldi. Á sunnudag Iýsti páfí blessun nígeríska munksins Cyprian Tansi. Ranariddh snýr heim eftir náðun Bangkok. Reuters. NORODOM Ranariddh prins, annar tveggja forsætisráðherra Kambódíu, hyggst snúa heim úr útlegð sinni 30. marz nk., eftir að faðir hans, Norodom Sihanouk konungur, náð- aði hann. Talsmaður konungsins greindi frá þessu í gær. Á laugardag náðaði Sihanouk son sinn, sem fyrr í þessum mánuði var að undirlagi Huns Sens, helzta keppinauts Ranariddhs um völdin í landinu, dæmdur fyrir glæpi gegn öryggi ríkisins. Tveir herdómstólar höfðu dæmt prinsinn, að honum fjarstöddum, til samtals 35 ára fangelsisvistar fyrir að smygla vopnum og leggja á ráðin um valdarán. Ennfremur var honum uppálagt að greiða sem nemur 50 milljónum Bandaríkjadala (um 3,6 milljarða króna) í bætur fyrir þann skaða sem í júlí í fyrra hlauzt af vopnaskaki hermanna sem voru hlið- hollir honum og annarra stjómar- hermanna sem fylgdu Hun Sen að málum. Ranariddh forðaði sér frá höfuð- borginni Phnom Penh áður en Hun Sen bolaði honum frá og dvelur nú í Bangkok í Tælandi. Náðunin gefur honum tækifæri til að snúa heim tímanlega til að fylkja sínu liði fyrir þingkosningar 26. júlí nk. Forseta- og þingkosningar í Kosovo fóru friðsamlega fram Serbar og Albanir semja um skólamál Pristina. Reuters. SERBNESK stjórnvöld og Albanir í Kosovo-héraði náðu í gær sam- komulagi um skólastefnu, sem von- ast er til að verði til þess að al- bönsk böm og unglingar sæki op- inbera skóla að nýju en þau hafa gengið í albanska skóla sl. sjö ár. Þá fóru kosningar Albana í Kosovo um helgina friðsamlega fram og serbnesk yfirvöld höfðu ekki af- skipti af þeim. Hins vegar gætir vaxandi óánægju og spennu á með- al Serba í Kosovo, en þeir era um tíundi hluti íbúanna þar. Samningurinn um skólastefnuna í Kosovo er fyrsta samkomulagið sem Albanir og Serbar í héraðinu hafa náð frá því að átök hófust þar í byijun mánaðarins en þau kost- uðu að minnsta kosti áttatíu manns lífið. Leiðtogar Albana hunsa hins vegar enn viðræður við fulltrúa serbneskra stjómvalda um framtíð Kosovo. Skömmu eftir að sjálfstjóm Kosovo var tekin af Albönum árið 1989 tóku þeir börn sín úr skóla þar sem þeir fullyrtu að þau nytu ekki sömu réttinda og serbnesk böm. Settu AJbanir upp hálfgert neðanjarðarskólakerfi, þar sem böm þeirra hafa stundað nám sitt frá árinu 1991. Samkvæmt sam- komulaginu nú snúa bömin aftur til náms í serbneskum skólum í júní. Munu þau sækja skóla eftir hádegi en serbnesk böm á morgn- ana. Þá verður háskólinn í Pristina opinn nemendum af báðum þjóð- emum frá og með næstu mánaða- mótum. Ákvörðun um refsiaðgerðir á morgun Um helgina fóra fram forseta- og þingkosningar Albana í Kosovo, sem serbnesk yfirvöld hafa lýst ólöglegar. Þátttaka var allt að 95% og er talið að kröfur um sjálfstæði Kosovo muni aukast að nýju í kjöl- far þeirra. Búist er við að stærsti stjórnmálaflokkur Albana, Lýð- ræðisfylking Kosovo, fái yfirgnæf- andi hluta atkvæða þar sem tals- menn flestra annarra flokka kváð- ust óttast að kosningamar myndu gera Vesturlöndum erfiðara fyrir að þvinga Slobodan Milosevic til að slaka á klónni gagnvart Albönum. Fimmveldin; Rússland, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Þýskaland, auk Italíu, munu ákveða á morgun, miðvikudag, hvort grípa eigi til hertra aðgerða gagnvart Serbum, vegna ástandsins í Kosovo. Serbneski minnihlutinn í Kosovo hefur miklar áhyggjur af sjálfstæð- isbaráttu Albana í héraðinu. Var i gær efnt til mótmælaaðgerða í Pristina, höfuðstað Kosovo, til að krefjast þess að héraðið yrði áfram hluti af Serbíu, en það var enginn annar en þjóðemissinninn Vojslav Seselj, sem stóð að baki aðgerðun- um. Reuters Staðnæmdist í fátækrahverfi ÞRÍR menn biðu bana er þota flugfélagsins Philippine Airlines fór fram af flugbraut f lendingu á flugvellinum í Bacolod á Filipps- eyjum á sunnudag. Voru þeir íbú- ar kofahverfís sem fátæklingar höfðu liróflað upp 100 til 200 metrum frá enda flugbrautarinn- ar. Um borð í þotunni, sem var af gerðinni Airbus 320, var 121 far- þegi og sex manna áhöfn. Komust þeir allir lífs af úr brotlending- unni en fjöldi þeirra hlaut minni- háttar meiðsl. Ástæða slyssins mun vera sú að flugmennirnir lentu þotunni alltof innarlega á brautinni til þess að geta stöðvað hana á brautinni sjálfri. Komið upp um meint tilræði Alsíringa gegn HM í knattspyrnu Mikið af sprengi- efni í Brussel London. Daily Telegraph. KOMIST hefur upp um samsæri al- sírskra öfgamanna um sprengjuher- ferð í tengslum við heimsmeistara- mótið í knattspymu í Frakklandi í sumar. Er uppljóstranin m.a. ár- angur handtöku sjö liðsmanna al- sírskra hryðjuverkasamtaka í Brass- el fyrr í mánuðinum. Mennimir sjö vora handteknir eftir skotbardaga við hús þeirra í Brassel. í því fundust upplýsinga- bæklingar um leikvanga sem notað- ir verða undir heimsmeistaramótið í knattspyrnu og mikið af sprengi- efni. Franska lögreglan sagði í gær, að mánuðum saman hefðu áætlanir um öryggisvörslu við keppnisstaði HM verið í undirbúningi. Þannig yrði t.a.m. mesti lögregluvörður í franskri sögu viðhafður er Englend- ingar leika gegn Túnis 15. júní. Mennimir höfðu komið til Brass- el á nokkurra mánaða tímabili frá m.a. Danmörku og Svíþjóð. Lög- reglan sat um húsið í hálfan sólar- hring áður en henni tókst að yfir- buga Alsíringana alla. Skaut einn þeirra m.a. á lögregluna af Colt .44- skammbyssu. Leyndist hann uppi á háalofti en var um síðir svældur út með táragasi. 1 húsinu fannst sprengiefnatunna falin í stórri tösku sem við fyrstu sýn virtist full af myndböndum. Einnig fannst kveikibúnaður í fimm sprengjur, Kalashníkov-riffill og jafnvirði 1,2 milljóna króna í gjald- eyri. Forstjóri alþjóðalögreglunnar Interpol segir að svo virðist sem mennirnir sjö tilheyri stuðnings- samtökum er útvega alsírskum hryðjuverkamöntium fölsuð vega- bréf, vopn og peninga. Meðal hinna handteknu var Farid Melouk, 33 ára Alsíringur, sem dæmdur var í sjö ára fangelsi í Frakklandi í febrúar fyrir aðild að sprengjuherferð þar í landi árið 1995, en sjö manns biðu bana og 180 slösuðust í sprengjutilræðun- um. Talið er að mennirnir séu liðs- menn klofningshóps úr hinum her- skáu hryðjuverkasamtökum Her- sveitir íslams (GIA), sem talin eru hafa staðið á bak við fjölda hryðju- verka í Alsír. Klofningssamtökin hafi fyrst og fremst á prjónunum að vinna spellvirki í Evrópu. Vitað er um stuðningsmannahópa þeirra í Bretlandi, á Italíu og á Norðurlönd- um. Frönsk yfirvöld telja að for- sprakkar klofningshópsins leynist í norðurhluta London þar sem stór samfélög brottfluttra Alsíringa hafa myndast. Mun leiðtogi þeirra vera Hassan Hattab. N-Kórea álasar Bandaríkj- unum NORÐUR-Kóreumenn sök- uðu í gær Bandaríkjamenn um að hafa siglt viðræðum kóresku ríkjanna í Genf í strand. Sagði talsmaður n- kóreska utanríkisráðuneytis- ins að stjóm sín vildi viðræð- ur við bandarísk stjómvöld án þátttöku Suður-Kóreu- manna um brottflutning bandarísks herliðs frá S- Kóreu og tvíhliða friðarsamn- ing. Flýðu heittrú- armenn TVÆR alsírskar stúlkur sluppu úr haldi heittrúar- manna fyrir viku er þeim tókst að rota vörðinn sem gætti þeirra. Stúlkumar urðu að skilja vinkonu sína eftir en hún var þunguð. Þær segja heittrúarmenn lifa við kröpp kjör, þeir nærist aðallega á baunum og sofi ekki lengur en tvær nætur á hverjum stað. Skæruliðar heittrúar- manna hafa rænt hundrað stúlkna og haldið þeim sem kynlífsþrælum, fullyrt var í síðustu viku að þær væra um 500. Flestar eru myrtar að nokkram vikum liðnum. Margar verða barnshafandi og íhuga klerkar í Alsír nú að gefa út tilskipun um að stúlk- ur sem sleppi úr haldi heit- trúarmanna megi gangast undir fóstureyðingu. Robinson í samgöngu- ráðuneytið? GEOFFREY Robinson, ráð- herra í breska fjármálaráðu- neytinu, er sagður líklegur eftirmaður Gavins Strang í samgöngumálaráðuneytinu. Búist er við að Tony Blair forsætisráðherra stokki upp í stjórn sinni í sumar. Robin- son var gagnrýndur fyrr í vetur fyrir skattamisferli. Hann þykir snjall fjánnála- maður og er talið að honum verði fengið það verkefni að fá einkafyrirtæki til að fjár- magna hluta almenningssam- gangna. 19 létust á tónleikum NÍTJÁN manns, þar af þrett- án á táningsaldri, létu lífið á rokktónleikum á síðasta ári, flestir vegna mikils troðnings. Dauðsfóllum á tónleikum fer fjölgandi með hverju árinu og var 1997 metár. Flestir létust í Brasilíu og Perú. Rafmagns- stóll í notkun MAÐUR sem játaði á sig morð á 41 konu, var tekinn af lífí í rafmagnsstól á Florída í Bandaríkjunum í gær. Stóll- inn, sem er 75 ára og kallaður „Gamli neisti“, hefur ekki verið notaður í fjögur ár. Nú er ætlunin hins vegar að taka fjóra fanga af lífi í stólnum á næstu átta dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.