Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 4lS AÐSENDAR GREINAR Að standa vörð um konur NYVERIÐ ritaði yf- irlæknir og prófessor kvennadeildar grein í Morgunblaðið, þar sem hann fjallar um að nýta þyrfti betur þjón- ustu vegna fæðinga og kvensjúkdóma. Það er að sjálfsögðu eðlilegt, að miðstöð kvensjúkdóma, með öllu, sem þar í felst, ásamt tæknifrjóvgun og tækniaðgerðum sé á einum og sama stað. Til þeirrar þjónustu þarf sérmenntað fólk, Hulda sem stöðugt þarf að Jensdóttir vera í þjálfun og end- urþjálfun. Að auki þarf að endur- nýja tæknibúnað bæði hratt og oft, á tímum framfara. Allt þetta kostar mikla peninga sem nýtast illa of dreifðir . . . Heilbrigð verð- andi móðir og eðlilegar fæðingar eru svo hin hlið málsins. Vel má vera að hægt sé að hagræða í þjónustunni úti á landsbyggðinni frá því sem nú er, en það er ekki hagræðing að senda allar konur til Reykjavíkur. Verðandi móðh- og fæðandi kona er ekki tækniundur. Hún er lífsundur, sem á að fæða börn sín á eigin forsendum í eigin um- hverfi, þar líður henni best og þar verða vandamálin minnst. Hér er ekki verið að tala um fjárfúlgur ekki um tækni eða tæki, heldur til- finningaveru, konu sem fyrst og síðast þarf á því að halda að vera í faðmi fjölskyidu sinnar á þeirri stóru stundu sem barnsfæðing er, hvort sem fæðingin fer fram í Reykjavík í þorpi úti á landi eða í sveit . . . Konan þarf frið - stuðn- ing - án truflana, án afskiptasemi. Þegar kona með eðlilega með- göngu er drifin inná tæknivædda fæðingadeild er hætt við að inn- grip verði meiri en eðlilegt má teljast. A íslandi, sem og annars staðar, er nauðsyn að eiga tæknivætt sjúkrahús - það er ljóst, eins og áður segir. En það er rangt eins og nú er, að margar konur á landsbyggðinni þora ekki annað en fara til Reykjavíkur til að eiga sín börn. Hræðsluáróður útaf fyrir sig, getur auðveldlega leitt til vandamála. Þótt ísland eigi góða fæðingar- deild og afburðagott starfsfólk, sem allt gerir sitt besta, þá er galli á gjöf Njarðar það er sú sjálfhelda sem íslensk fæðingarhjálp er kom- in í um þessar mundir. Þegar ein stofnun ræður ríkjum í hug- myndafræði og er í raun eina leið- andi aflið, hversu góð sem hún annars er, er sú hætta fyrir hendi að farvegur myndist fyrir ein- stefnu og þröngsýni. Hagsmuna- potið er þá ekki langt undan. Þetta er þekkt fyrirbæri og þarf því ekki að koma á óvart. Þegar einstefnuhugmyndafræðin snýst um fæðingarhjálp, er alvara á ferð. Tilraun pólitískra flokka, sér- ílagi fyrir kostningar, til þess að jafna hlut íslenskra kvenna í þess- um málum, hefur ekki borið ár- angur, enda erfitt að deila við harða mótspyrnu og þann sem vaidið hefur. Öllum má þó ljóst vera að það er dýrt fyrir samfé- lagið að allar konur fæði á tækni- væddri fæðingardeild, helst af öllu landinu, en sú hugmynd hefur oft skotið upp kollinum eins og marg- ir vita. Vel má vera að einhverjum detti nú í hug MFS einingin (með- ganga, fæðing, sængurlega) að hún hafi komið í stað Fæðingar- heimilisins á sínum tíma og líkist mjög heimafæðingum - MFS ein- ingin er góð svo langt sem hún nær, og gott fólk þar við störf, en hún er undir stjórn kvenna- deildar sem stýrir framvindunni, henni er sniðinn þröngur stakkur og hún er svo smá að sl. ár komust aðeins 200 konur að. A Fæðingarheimilinu fæddust eitt þúsund og tvö hundruð (1200) börn þegar best lét og því ekki saman að jafna. Að hagræða í heil- brigðiskerfinu eru all- ir sammála um að sé bæði rétt og skylt, en svo virðist sem hagræðingin fram að þessu hafi litlu skilað nema vandræðum. Ef menn vilja spara í fæðingarhjálp, er rétt rekið fæð- ingarheimili og heimafæðingar fyrir þær konur sem þess óska, leiðin til sparnaðar. Allar rann- sóknir á þessu sviði til margra ára, benda til þess að því eðlilegra og heimilislegra sem fæðingarum- hverfið er því færri vandamál. Konur á íslandi eiga því kröfu á þessum valmöguleikum, auk þess sem það mundi spara skattborgar- anum stórar peningafúlgur. Þegar einstefnuhug- myndafræðin snýst um fæðingarhjálp, segir Hulda Jensdóttir, er alvara á ferð. Ég sem þetta rita hef starfað við fæðingarhjálp í tugi ára, tekið á móti og séð mikinn fjölda bama fæðast. Ekki úr fjarlægð, heldur í nánd, fylgst með hverju andartaki þessa mesta undurs sköpunar- verksins. Allt sem truflar þennan lífsryþma að óþörfu er rangt gagn- vart konunni, gagnvart baminu og lífinu sjálfu. Eg er ekki ein um þessa skoðun. Margar rannsóknir benda til hins sama. Nýleg rann- sókn undir stjórn Ole Olsen dós- ents við socialmedisinsku deild Kaupmannahafnarháskóla sýnir t.d. fram á að ekki er hættumeira að fæða börn heima hjá sér en á tæknivæddu sjúkrahúsi. Þvert á móti sýnir þessi rannsókn að böm sem fæðast heima era hressari, hafa betri Apgar. Helmingi fleiri börn sem voru sjúkrahúsfædd höfðu lægri (lélegri) Apgar, en heimafæddu börnin. Hið sama var með inngrip í fæðinguna, þau vora helmingi færri hjá þeim konum sem fæddu heima, miðað við sjúkrahúshópinn. Um þetta segir Ole Olsen dósent: „ýmislegt, sem gert er á sjúkrahúsunum hefur sýnt sig vera meira til ógagns en gagns .. . „ 0. Olesen dósent segir fleira, en ég læt þetta nægja. Þessi samanburðarrannsókn á heima- og sjúkrahúsfæðingum fór fram í sex mismunandi svokölluð- um „meta-analys“ vísindarann- sóknum, sem náðu til 24.000 kvenna frá mismunandi löndum. Fleiri viðurkenndar rannsóknir hafa leitt til sömu niðurstöðu. Að lokum langar mig til að nefna athyglisverða frétt frá gamla vinnustaðnum mínum í Svíþjóð (Suðursjúkrahúsið í Stokkhólmi - SÖS). Þar hefur verið tekin upp sú aðferð að hafa svokallaðar „doulor" við fæðingamar, sem þegar hefur sýnt sig gefa góða raun. „Doula er grískt orð, sem þýðir kona með reynslu, sem hjálpar öðrum kon- um.“ Þetta er ekki fagmanneskja en þroskuð róleg kona sem hittir móðurina, foreldrana fyrir fæðing- una. Hugmyndin að þessu nú er komin frá Bandaríkjunum en eins og allir vita er þetta þekkt frá upp- hafi vega. Þrjár ljósmæður á SÖS vinna nú að samanburðarrannsókn á 150 frambyrjum við sama fjölda frambyrja, sem fæða á hefðbundin hátt á sjúkrahúsinu. Tölur frá Bandaríkjunum segja að þessi ófaglega aðferð hafi lækk- að keisaratíðni um 50%, stytt fæð- ingartímann um 25%, minnkað þörf fyrir deyfingu um 30%, og óskir um mænudeyfingu um 60%. Er nema von að spurt sé, er ekki kominn tími til að taka aftur upp virðinguna fyrir nærkonunni (sem alltaf var nálæg), yfirsetukonunni (sem alltaf sat yfir, traust og ör- ugg), ljósmóðurinni og jarðarmóð- urinni, sem var tengd Gæju órofa- böndum. Ljósið, jörðin, lífið VIÐ = Allt órofaheild, að trufla það ferli er mistök. Farsælasta leiðin til farsælla fæðinga er góð heilsa og jákvætt hugarfar. Gott eftirlit, góður undirbúningur til að takast á við stórbrotið ferli, þar sem kon- unni er hjálpað til að skilja sjálfa sig, hæfileikann og kraftinn, sem býr hið innra. Til þess þarf hvorki sterk ljós né tæki, stöðugar skoð- anir og óþægilegar stellingar, heldur innra jafnvægi sem má styrkja með nánum tengslum, já- kvæðu umhverfi, með dansi, með söng, með slökun og jafnvæg- isöndun, að þekkja sinn eigin takt. Ró eða læti, sitjandi, standandi, allt eftir því sem hentar hverri og einni. Barnsfæðing er lífið í há- marki, tilfinningalega og líkam- lega. Hárfínt viðkvæmt ferli, sem ekkert má trufla. Heilög stund. Okkar er að styðja konuna til þess að finna sjálfa sig - að vera hún sjálf. Megi íslenskar konur bera gæfu til að þekkja sinn vitjunartíma, taka fæðingu bama sinna meira í eigin hendur, og standa vörð um það helg- asta, sem þeim hefur verið gefið. Höfundur er fyrrverandi yfir[jós- móðir og forstöðukona. Konur hlusta Laugardagana 21. og 28. mars verða konur um nýjan valkost á ferð um landið. Hvar brennur eldurinn heitast? Konur við eldhúshorðið, við færibandið, í kennslunni, í umönnun, kirkjunni, kvenfélögunum, saumaklúbbunum, við stjórnun og konur hvarvetna eru hvattar til að koma og láta Ijós sitt skína Akranes 21. mars. Eskifjörður 21. mars. Selfoss 21. mars. Reykjavik 24. mars. Hafnarfjorður 24. mars »igr i Baldvinsdóttir tir funda með rium í Fjörgyn, 30. Jóhanna Sigurðardóttir. Bryndís Hlöð- versdóttir, Steinunn V. Oskarsdóttir og Guðný Aradóttir funda með Kópavogs- konum í kvenfélagssalnum, Hamraborg 10, 2. hæð kl 20.00. GBBi Svanfríður Jónasdóttir, Guðný Guðbjörns- dóttir og Anna Kristín Gunnarsdóttir halda fund i Alþýðuhúsinu, 4. hæð kl. 10.00-12.00. Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Frí- mannsdóttir og Steinunn V. Oskarsdóttir funda með konum í veitingastaðnum Glóð- inni kl. 11.00-13.00. íimmmaMim Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir og Ása Richardsdóttir funda á Eyrinni kl. 11.30-13.30. Bryndís Hlöðversdóttir, Rannveig Guð- mundsdóttir og Málmfríður Sigurðardóttir funda á Kaffi Krók kl. 13.00-15.00. Svanfríður Jónasdóttir, Guðný Guðbjörns- dóttir og Anna Kristín Gunnarsdóttir funda á Rauða torginu, Hótel Húsavik kl. 14.00-16.00. Samstaða kvenna í þágu jafnaðar, kvenfrelsis og félagshyggju mmóru smávélarnar frá ámmmmYMumR Eigum fyrirliggjandi B15 (1,6 tonn) beltagröfu á mjög hagstæðu verði. Einnig beltavagn með sturtum á 3 vegu. Beltagröfur 0,5 - 7 tonn Liðstýrðar hjólaskótlur 1 - 3,5 tonn Beltavagnar 0,5 - 8 tonn Dffl&œiyjK: V Skútuvogi 12a Sími 568 1044
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.