Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 48 MINNINGAR Um tíma skilja leiðir okkai', þú flytur burtu með mömmu þinni og pabba, en alltaf fylgist frænka með í fjarlægð. Þú eignast systkini, þau eru öll vel af Guði gerð. Skólaganga þín var hefðbundin. Snemma sýndir þú dugnað þinn og fórst að vinna fyr- ir þér, vannst um tíma hjá Islensk- um matvælum og nú síðast í verslun Hans Petersen. Hvai- sem þú varst fékkstu góð meðmæli. I huga mínum eni margar heim- sóknir þínar með fjölskyldunni vest- ur. Var þá alltaf eitthvað skemmti- legt gert. Það var svo yndislegt að fá að njóta og fylgjast með þroska þín- um og vexti. Fyrir tveimur árum stígur þú mikið gæfuspor þegar þú kynnist góðum manni, Páli Sævari Sveins- syni og eignast með honum soninn Guðmund Atla. Þið stofnuðuð yndis- legt heimili í Blikahólum 12. Þar brosti lífíð við ykkur. Nú eiga þeir feðgar mjög um sárt að binda, og þú, elsku Palli, þú sem varst með í þessu hörmulega slysi, og hefur þurft að berjast fyrii- lífinu á gjör- gæslu. Þín er sorgin þungbærust og sonar þíns litla. Eg bið algóðan Guð að gefa þér og okkur öllum það, að þú komist á fætur að nýju og að þið feðgar fáið að njóta samveru í fram- tíðinni. Elsku frænka mín, þú þurftir líka að þola mikla raun í þínu lífí á síð- ustu mánuðum, því að 15. október sl. gerðist sá sorgaratburður að faðir þinn dó skyndilega. Það var mjög þungbært áfall fyrir ykkur systkinin og eftir það þungbæra áfall varð órjúfanlegt samband okk- ar á milli. Ég man svo vel þær stundir, þó erfiðar víeru, þegar við vorum saman út af því. Þá sýndir þú mikinn dugnað og þroska, um- vafðir systkini þín, útgeislun þín var svo mikil að allir í návist þinni urðu varir við kærleika þinn. Þið stóðuð svo þétt saman þá, þú og Palli eins og alltaf. Elsku Gunna mín, nú hefur Guð tekið þig í faðm sinn eins og föður þinn. Við sem eftir lifum, lifum í þeirri góðu trú að hann sem öllu ræður, sé með tilgangi sínum að taka ykkur til sín og ætli ykkur æðri hlutverk. Ég mun varðveita minn- ingu þína, elsku frænka. Ég bið al- góðan Guð að styrkja og styðja unnusta þinn, og gefa honum kraft til að ná bata að nýju. Góði Guð, varðveittu og styrktu soninn litla, móður, systkini, ömmu og alla aðra ástvini. Drottinn vakir, Drottínn vakir daga’ og nætur yfir þéi1.1!' Blíðlynd eins og bezta nióðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Guð blessi minningu Guðrúnar Bjargar. Ólafía Sigríður Sigurjónsdóttir og fjölskylda. Elsku Gunna! Okkur langar að kveðja þig með örfáum orðum. Framtíðin virtist vera svo björt þegar þið fjölskyldan; þú, Palli og Guðmundur Atli, komuð vestur í sumar að heimsækja pabba þinn. Gleði og ánægja skein úr svip ykkar Palla beggja. Þið voruð svo sæl og glöð og stolt af litla drengnum ykk- ar. En hamingjan er fallvölt. Pabbi þinn deyr um haustið og reyndi það mikið á ykkur eins og á okkur öll hin. Svo fáum við þær hörmulegu fréttir laugardaginn 7. mars að þið Palli hefðuð lent í bílslysi. Palli hefði slasast alvarlega og þú hefðh- dáið. Svo skyndilega er fótunum kippt undan fólki í blóma lífsins. Við getum ekki annað en beðið Guð að hjálpa feðgunum í framtíðinni, svo og systkinum þínum, mömmu þinni og vinunum. Eina huggun okkar er sú að við vitum að þú ert komin til hans pabba þíns, sem þér þótti svo vænt um, og að þú vakir yfir feðgunum, sem sakna þín sárt, í framtíðinni. Við sendum samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar allrar og biðjum Guð að styrkja ykkur í ykkai- miklu sorg. Einnig viljum við senda hlýjar bar- áttukveðjur til Palla og hans fjöl- skyldu, með Guðs hjálp vonum við að hann nái sér að fullu. Sigurjón Hákon Kristjánsson og fjölskylda, Brynhildur Elín og Sig- ríður Guðrún Kristjánsdætur. Það var laugardagskvöldið 7. mars að við fréttum af hræðilegu bílslysi á Vesturlandsveginum og að hún Gunna frænka hefði dáið og hann Palli unnusti hennar hefði stórslasast og væri í lífshættu. Við slíka frétt verður maður orðlaus; þvílíkt ranglæti að taka unga konu burt frá litlum syni og unnusta. Gunna ólst upp í hópi fímm systkina. Hún var bráðfalleg ung stúlka og náði fegurðin alveg í gegn. Hún var samviskusöm og vel liðin af öllum sem umgengust hana. Ung fór Gunna að passa yngri systkini sín og fann maður vel hversu vænt henni þótti um þau og hve mikla umhyggju hún bar fyrir þeim. Og í haust þegar pabbi hennar dó stóð hún við hlið systkina sinna sem klettur og veitti þeim stuðning og styrk, eins og svo oft áður. Fyrir tveimur árum kynntist Gunna eftirlifandi unnusta sínum, honum Palla. Það var mikið gæfuspor fyrir hana því þegar við kynntumst honum sáum við hve traustur og góðui- drengur hann er og hve samhent þau voni og bjartsýn á framtíðina. Síðasta vor fæddist sonur þein’a, Guðmundur Atli. Allir sáu hve stolt og hamingjusöm þau voru af þessum sólargeisla í lífi sínu. Elsku Palli, þú slasaðist mikið og margbrotnaðir í þessu hræðilega bílslysi og átt fyrh' höndum mikið erfíði við að ná bata. Við vonum að þú náir fullri heilsu sem fyrst, en þótt líkamlegur bati náist eru það sárin á sálinni sem gróa seint. Elsku Palli, Guðmundur Atli, Sigrún, Kristrún, Ásta, Gummi, Berglind, Sigurjón, Guðrún amma og aðrir ástvinir sem eigið um sárt að binda, við vonum að minningin um góða stúlku og geislandi brosið hennar eigi eftir að lýsa ykkur í gegnum lífið. Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt og hræðstu eigi skugga á leið. Bakviðdimmastaél ghtrar lævirkjans ljóð upp við ljóshvolfin björt og heið þó steypist í gegn þér stormur og regn og þó byrðin sé þung sem þú berð þá stattu fast og vit fyrir víst þú ert aldrei einn á ferð. (Höf. óþekktur.) Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að verða samferða Guðrúnu Björgu þessa skömmu stund. Blessuð sé minning hennar. Elínborg og Þórður. Elsku Gunna okkar. Nú sitjum við hér æskuvinkonur þínar og rifj- um upp gamla, góða tíma. Það er svo margt skemmtilegt sem kemur upp í hugann. Okkur þykir svo sárt ~að við vinkonurnar skyldum hafa misst sambandið með tímanum, en alltaf vorum við á leiðinni að hittast aftur. Við glöddumst innilega yfir því hversu hamingjusöm þú varst með Palla en saman eignuðust þið yndislega litla drenginn ykkar, hann Guðmund Atla, sem þið voruð svo ofsalega stolt af. Engin orð fá því lýst hvers hann mun fara á mis við, að fá ekki að kynnast þér í framtíðinni. Þú sem varst svo ynd- islega barngóð, en það sýndi sig best i því hversu ofboðslega góð þú varst alltaf við yngri systkinin þín og hve innilega þér þótti vænt um þau. Á þessari stundu minnumst við líka góðu stundanna sem við áttum saman. Þú sem stundum sýndist svo mikill harðjaxl, en varst svo undir niðri lítil og viðkvæm sál. Það sýndi sig ágætlega einu sinni þegar við vorum voða gellur og fórum á hryll- ingsmynd í bíó. Þegar mesta spennu- atriðið kom, raukst þú upp og mund- ir skyndilega eftfr því að þú þyrftir að hringja mjög áríðndi símtal. Rest- ina af myndinni horfðfr þú svo á í gegnum hui'ðina. Sannari og traustari vinkonu er ekki hægt að fínna. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, á öllum tímum sólarhrings. Það sýndi sig best í því að oftar en einu sinni kom það fyrir að við hringdum í þig um miðjar nætur ef okkur leið illa, og þó þú værir sofandi og kolvitlaust veður úti þá komst þú hlaupandi um leið. Stórt skai'ð hefur myndast í vinahópinn sem aldrei verðui- fyllt. Þú varst al- veg einstök persóna, alltaf svo góð og ljúf og sást alltaf björtu hliðarnar á tilverunni. Elsku Gunna okkar. Við munum sakna þín óendanlega, og þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar. Við erum mjög þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Elsku Palli, Guðmundur Atli, Sig- rún, Ásta, Guðmundur, Berglind, Sigurjón, Kristnin og aðrir aðstand- endur. Við vottum ykkur okkai’ dýpstu samúð og megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Þínar vinkonur, Una Hlín, Guðfínna Sif, Eir, Rakel og Randí. í dag kveðjum við með döprum huga hjartfólgna frænku okkar Guð- ránu Björgu Andi'ésdóttur. Gunnu, eins og hún var oftast kölluð, höfum við íylgst með frá því hún var lítið barn. Hún hefur nú alltof ung lagt í þá ferð sem við eigum öll einhvemtíma fyrii' höndum. Við sem eftír stöndum á lífsins strönd eigum ekki annan-a kosta völ en að greipa sporin hennar fast í huga okkar og biðja þess heitt að umveíjandi kærleikur fylgi henni. Það sem stendur uppúr í minning- unni um Gunnu eru ljúfar samveru- stundir liðins tíma. Samvista við hana fengum við helst að njóta á há- tíðis- og afmælisdögum hennar og systkina. Á þessum stundum geislaði bros hennar svo einlægt og blítt og góðvild til vina og vandamanna var auðfinnanleg. Fallega brosið var heldur ekki sparað þegai' við hitt- umst í sumarheimsóknum í Dýrafirði en þá fann maður einnig hversu hóg- vær og dagsfarsprúð þessi frænka okkar var. I samskiptum hennar við yngri systkini sín sá maður berlega þá umhyggju sem hún bar í brjósti til þeirra og þar sá maður einnig hversu trygg og trú hún var þeim sem henni þótti vænt um. Gunnu hlotnaðist sú gæfa fyrir u.þ.b. þremur árum að kynnast eftir- lifandi sambýlismanni sínum, Páli Sævari Sveinssyni, en á milli þeirra ríkti greinilega gagnkvæm ást og virðing. í apríl 1997 eignuðust þau síðan litla drenginn sinn, Guðmund Atla, og varð hann svo sannarlega stolt þeirra og hamingja. Kæri Palli, við óskum þess inni- lega að huggunarríkur Guð muni græða hjartasárin, styrkja þig í bar- áttunni um bætta heilsu og vernda þig og litla drenginn ykkar. Hjartan- legar samúðarkveðjur sendum við einnig Guðrúnu ömmu, Sigrúnu, systkinum hinnar látnu og öðrum vandamönnum. Margrét Björnsdóttir og Sólveig Sigurjónsdóttir. Það er komin helgi, Guðrún og Palli komin í heimsókn. Við vökum frameftir, spilum og ræðum um lífíð og tilveruna. Guðrún á von á sér. Stoltið og eftirvæntingin skín úr augunum, kvíði læðist þó að öðru hvoru. Þau eru að byrja að takast á við lífið saman, hafa fengið leigða íbúð í Breiðholtinu. Nú er framtíðin rædd, grunnur lagður að traustum vinaböndum. Við áttum eftir að eiga svo mai'gai' góðar stundir saman. Það var vorið 1996 sem Palli kynnti Guðrúnu hróðugur fyrii' okkur, þau voru þá nýbyrjuð saman. Það voru því tæp tvö ár sem við fengum að njóta samvista með Guði'únu. Tæp tvö ár, svo stuttur tími en þó svo margs að minnast. Feimnislegt bros, dillandi hlátm-, umhyggjusemi og traust. Þetta vai' viðburðaríkur tími í lífi Guðrúnar. Þar ber þó hæst fæðingu Guðmundar Atla sem reyndist þrautin þyngi'i fyrir hina ungu móð- ur. Guðrún náði sér þó fljótt eftir þessa erfiðu fæðingu og var fyrr en varði farin að sinna Gumma litla af alúð og ást. Það vai' gott að eiga Guðninu að. Aldrei stóð á henni að hlaupa undir bagga við barnapössun þegar fai'ið var í bæjarferð eða veita þá hjálp sem um var beðið, alltaf reiðubúin að treysta tengsl við vini og vandamenn. Hann mun seint mást úr minning- unni laugardagurinn 7. mars sl. þeg- ar þær harmafregnir bárust okkur að Guðrún hefði farist í hræðilegu bílslysi og líf Palla væri undir áræði og fæmi starfsfólks Sjúkrahúss Reykjavíkur komið. Lífíð er ein- hvern veginn ekki eins bjart og það var. Við trúum vart enn þssum napra veruleika. Systkinum Guðrúnar, sem hún reyndist svo vel, og móður vottum við innilega samúð okkar sem og öðrum ættingjum og vinum. Elsku Palli og Gummi, vonandi megnar vinátta okkar að styrkja ykkur við að takast á við lífið eftir þennan mikla missi. Anna og Hrafnkell. Á einu andartaki gerist það og í valnum liggur ung stúlka. Við slíkan atburð setur okkur hljóð og fram í hugann koma minningar um stúlku sem átti sér framtíð og drauma. Á slíkri sorgarstundu er hugur okkar hjá ástvinum Gunnu, syni hennar Guðmundi Atla, Páli unnusta henn- ar, móður, systkinum og ömmu. Megi góður guð gefa þeim trú, von og styi'k. I huganum geymum við minningar um stúlkuna með fallega brosið og geislandi augu sem yljuðu okkur. Elsku Gunna, góður guð blessi þig og varðveiti. Magnína og Sigurður. í dag verður til moldar borin kær bekkjarsystir okkar Guðrún Björg Andrésdóttir. Hún var hrifín á brott svo snöggt og á svo harm- þrunginn hátt, laugardaginn 7. mars sl. Stórt skarð hefur myndast í hópinn okkar og eftir sitja ótal spurningar sem engin svör fást við. Elsku Gunna okkar, minningin um þig mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Ó, sál mín, sál mín, hvar ertu þegar þú ferð burt - ertu nálæg - allt í kringum, sjáandi víddfr utan við og allt um hring? Ertu að horfa á okkur hérna hinum megin, sem erum skuggaverur að basla og tjasla? Við vitum að við verðum öll að fara héðan; koma hingað og fara héðan í sífellu, líkast því að stíga upp í hringekju í Tívolí og síðan að hoppa af þegar hún stansar. Þá er tíminn útrunninn. En sú spurning skýtur upp koll- inum hvort við höfum gert skyldu okkar, gert okkar besta í þessu okkar jarðlífi. Því þegar öllu er á botninn hvolft, er lífið meira en medalíur og peningar. Ég læt þessi orð liggja á blaðinu; því þá er við eitt sinn hittum Halldór Örn Magn- ússon á förnum vegi og við sett- umst niður á veitingahúsi að spjalla saman, sagði hann það skoðun sína að þetta jarðlíf væri „Maya“ - skuggaheimurinn. Ég held að við höfum hist bara til þess að heyra þessi oi'ð hans. Aftur á móti væru þetta ekki einkaskoðanir, heldur hefðu ýmsir vísir menn fullyrt þetta Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hpta skalt. (V. Briem.) Við vottum fjölskyldu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Megi guð vera þeim styrkur í þessari miklu sorg. Árgangur ‘75 Lækjarskóla, Hafnarfirði. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (H. Pétursson.) I dag kveðjum við hana Gunnu okk-*r ar. Það er erfitt að sætta sig við að svona hafi farið nú þegar lífið var farið að brosa við henni. Einhvern veginn hélt maður að hún væri búin að fá sinn skammt af erfiðleikum í lífinu. Nú þegar hún var búin að eignast góðan mann og yndislegan son breytt- ist gleði og hamingja þeirra snögglega í sorg. Hún Gunna áttí sérstakan sess í hjarta okkar sem unnum með henni og nutum við þess að sjá hversu ham- ingjusöm hún var þegar hún var að sýna okkur Utla drenginn sinn. Þannig geymum við hana í huga okkar. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Guðrúnar Bjargar Andrésdóttur. Starfsfólk og vinir hjá Islenskum matvælum. og ekki bara það heldur að við viss- um þetta öll sjálf djúpt inni í sálum okkar. Og nú sérðu þetta allt skýrar, kæri vinur. Hann hefur aukið skilning okkar á þessa lífs lexíu með framkomu sinni og viðmóti. Margoft höfum við leitað til hans og skýrt okkar vandamál og alltaf tók hann okkur vel, engar skammir eða blammeringar. Hann leysti vandann, brosti og hló léttan. Þórhildur Jónasdóttir. Halldór Örn kvaddi snögglega í fullu fyöri. Lifir áfram og hjálpar í kyrrþey eins og þú gerðir hér. Gleymist aldrei þín glaðværa lund - heitn- speki - kærleikur - bræóralag - hjálpsemi - óeigingirni. Far í friði til betri heima - en þér munum rið aldrei gleyma. Hilda, Björgvin, Kolbeinn '*■* og Bryndís. HALLDOR ORN MAGNÚSSON + Halldór Örn Magnússon fædd- ist í Bergen í Hafnar- firði 11. mars 1932. Hann dó af slysförum 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru: Magnús Ingibergsson og Steiney Krist- mundsdóttir. Þeir voru fjórir bræðurn- ir: Gunnlaugur, Hall- dór Örn, Guðmundur og Kristmundur. Halldór Örn kvæntist Ingibjörgu Gunnars- dóttur 1957 í Vest- mannaeyjum, þar þau bjuggu í þrjú ár, en bjuggu eftir það í Reykjavík. Börn þeirra urðu sex. Magnús Eysteinn, Gunnar Ragnar, sem lést 5.3. 1975, Stein- ey Björk, Unnur Rán, Garðar Rafnar og Halldór Örn. Halldór Örn starf- aði síðustu árin við endurskoðun og bók- hald. títför Halldórs fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.