Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 68
Atvinnutryggingar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fiskur hættir ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta rekstri Fisks 2000 á Blönduósi en hópur manna hef- ur frá áramótum kannað mögu- leika á áframhaldandi rekstri. Að sögn Kristjáns Þórs Gunnarssonar, eins eiganda Fisks 2000, er nokkuð síðan starfseminni var hætt og starfsmönnum sagt upp störf- um. Síðast var unnið í húsinu í desember sl. en þar unnu að meðaltali milli 25 og 30 manns við að flaka kola. Fyrirtækið tók til starfa árið 1996 í sam- vinnu við Hollendinga. „Það samstarf gekk ekki upp,“ sagði Kristján. Hann sagði ekki úti- lokað að reksturinn hæfist á ný, hann hefði heyrt að einhverjir hefðu lýst áhuga á að taka upp rekstur að nýju. 420 kr. fyrir kg af slægðri ýsu VERÐ á ýsu á fiskmörkuðum er nú hærra en nokkru sinni, þar sem lítið framboð er af henni um þessar mundir vegna sjómannaverkfallsins. I gær var sett enn eitt metið á Fisk- markaði Snæfellsness, þar sem dragnótabáturinn Steinunn SH-167 fékk 420 krónur fyrir kílóið af stórri ..gslægðri ýsu. Birgir Guðmundsson, Tisksali í Sæbjörgu, kveðst hættur að kaupa ýsu meðan verðið er svo hátt, þar sem hann gerir ekki ráð fyrir að neytendur vilji kaupa hana dýru verði. I fiskborði Hagkaups í Kringlunni er heldur lítið af fiski og hefur verð á ýsu, lúðu og steinbít hækkað til muna. Auk þess sem Steinunn seldi stóra slægða ýsu á 420 krónur í gær seldi línubáturinn Snorri afi IS-519 stóra óslægða ýsu á 300 krónur kíló- ið. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskmarkaði Snæfellsness hefur verð á ýsu aldrei farið svo hátt á hérlendum fiskmarkaði. Þá var verð á þorski einnig mjög hátt og fór .óslægður blandaður línufiskur á 129 krónur kílóið og óslægður blandað- ur stór þorskur á 145 krónur kílóið. „Við getum ekkert keypt í dag því við getum ekki selt á þessu verði,“ sagði Birgir Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrir utan það að framboðið er heldur lítið bendir hann á að markaðurinn er- lendis, t.d. í Bandaríkjunum, sé orð- inn mjög sterkur og kaupi allan besta fiskinn á því verði sem upp er sett. Kílóið af ýsuflökum, sem lengi vel kostaði 498 krónur í Hagkaup, er nú — ý.omið upp í 698 krónur en að sögn Páls Inga Magnússonar, deildar- stjóra matvöru í Hagkaup í Kringl- unni, hefur það til skamms tíma ver- ið 555 krónur eða frá því að fram- boðið fór að minnka fyrr í vetur. Þá kostar kílóið af stórlúðu nú 998 krónur í stað 799 króna áður og kíló- ið af steinbít 498 krónur í stað 398 fcróna áður. Verð á öðrum fiski hef- ur lítið breyst, að sögn Páls. Liðið ár var fyrsta tapárið í sögu Islenskra sjávarafurða Flutningur kostaði um 400 millj. ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. voru reknar með 310 milljóna króna tapi á síðasta ári, samkvæmt sam- stæðureikningi. Er það 470 milljón- um kr. verri afkoma en árið 1996 þegar hagnaður nam 160 milljónum. Gert er ráð fyrir því að reksturinn nái jafnvægi á ný í ár og að 150 milljóna króna hagnaður verði af honum. Tapið á rekstri Islenskra sjávar- afurða hf. skýrist meðal annars af kostnaði við lokun eldri fiskrétta- verksmiðju Iceland Seafood í Bandaríkjunum og opnun nýrrar á öðrum stað. Auk verulegs rekstrar- taps verksmiðjunnar hefur á síð- ustu tveimur árum verið gjaldfærð- ur kostnaður við flutninga, lífeyris- skuldbindingar og starfslokasamn- inga, samtals að upphæð 5,6 millj- ónir dollara eða um 400 milljónir króna. ÍS varð einnig fyrir tjóni vegna þess sem í fréttatilkynningu er sagt óvænt og skyndileg uppsögn á sam- starfssamningi ÍS og útgerðarfé- lagsins UTRF í Rússlandi. Loks er nefndur til sögunnar kostnaður við kaup fyrirtækisins á franska fram- leiðslu- og dreifingarfýrirtækinu Gelmer SA og sameiningu þess við dótturfélag ÍS í Frakklandi. Gert ráð fyrir hagnaði „Eins og öllum má vera ljóst eru það stjórn og starfsmönnum ís- lenskra sjávarafurða hf. mikil von- brigði að félagið skuli nú í fýrsta skipti í sjö ára starfsemi þess vera gert upp með tapi. A það ber þó að líta að samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir tapi vegna þess mikla átaks sem ráðist var í með flutningi verksmiðjunnar í Bandaríkjunum þar sem aftur á móti óvænt samn- ingsslit í Rússlandi komu félaginu í opna skjöldu," segir í fréttatilkynn- ingu frá ÍS. Rekstraráætlanir samstæðu IS gera ráð fyrir stóraukinni veltu á yfirstandandi ári, meðal annars vegna kaupa á franska fyrirtækinu Gelmer, og að veltan verði um 32 milljarðar. Gert er ráð fyrir að reksturinn nái jafnvægi á nýjan leik og samstæðan skili um 150 milljóna króna hagnaði. ■ 310 milljóna/20 Morgunblaðið/Kristinn GUÐJÓN A. Kristjánsson formaður FFSÍ horfði til hafs meðan hann ræddi símleiðis við félaga sína í sjómannastétt í húsakynnum ríkissáttasemj- ara í gærmorgun. Af skiljanlegum ástæðum var hvergi fleytu að sjá. Ríkisstj órnin útilok- ar ekki lagasetningu „ÞAÐ eru afskaplega litlar líkur á að sjómenn og útvegsmenn geti nálgast hverjir aðra þannig að þeir leysi deiluna í samningum sín á milli,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Fjallað verður um stöðu mála á fundi ríkis- stjórnar fyrir hádegi í dag og kveðst Þorsteinn ekki útiloka lagasetningu á verkfall sjómanna. „Við munum ræða þetta á fundi ríkisstjómarinnar og taka þá ákvörðun um hvemig við teljum rétt að bregðast við núverandi stöðu,“ segir Þorsteinn. Sáttafundi sjó- manna og útvegsmanna sem hófst kl. 11 í gær var slitið rúmri klukku- stundu síðar og hefur ekki verið boð- að til annars fundar. Málsaðilar kenna hverjir öðmm um að svo fór. Forsvarsmenn sjómanna gengu á fund sjávarútvegsráðherra um miðj- an dag í gær til að gera honum grein fyrir stöðu samningamála frá þeirra sjónarhóli og forsvarsmenn útvegs- manna gerðu slíkt hið sama síðdegis. Gátu samið á nokkrum tímum Ráðherra segir ljóst að ekki er til- efni til nýrra funda á milli deiluaðila næstu daga. Þá sé tilgangslaust að fara með frumvörp um kvótaþing og verðlagsstofu skiptaverðs inn á Al- þingi ef vinnufriður sé ekki samtím- is tryggður. „Eftir að frumvarps- drögunum var skilað taldi ég að hefðu aðilar vilja til að semja þyrftu samningar ekki að taka meira en þrjá klukkutíma. Eftir fund með þessum aðilum á laugardag mat ég stöðuna svo að annaðhvort næðist samkomulag á nokkrum stundum eða menn stæðu frammi fyrir mjög langvarandi verkfalli, sem gæti stað- ið vikum eða jafnvel mánuðum sam- an. Það væri afskaplega dýrkeypt í ljósi þess að það sem út af stendur er ekki flóknara en svo að ef menn vilja semja geta þeir leyst málin á nokkrum klukkustundum. En þeir hafa haft þrjár vikur og eftir fund- inn í [gærjmorgun er alveg útséð um að þeir geti nálgast hver annan að mínu mati,“ segir Þorsteinn. „Síðan á laugardag hafa málin að- eins þróast til verri vegar. Ég er mjög svartsýnn á framhaldið og held ekki að það sé ástæða til ann- ars,“ segir Kristján Ragnarsson for- maður LÍtJ. Guðjón A. Kristjánsson formaður FFSÍ segir að útvegs- menn hafi slitið fundi í gær með skorti á samningsvilja og segir hann kergju í þeim vegna frumvarps- draga þriggja manna nefndar. ■ Málsaðilar sjá ekki/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.